Morgunblaðið - 17.09.2008, Blaðsíða 36
Allur matur er smit-
aður með geðdeyfð-
arlyfi …39
»
reykjavíkreykjavík
„ÞETTA gekk ekki alveg nógu vel.
Ég veit ekki hvort fólk er svona fá-
tækt í dag eða hvort tímasetningin
var röng en þarna voru bestu hljóm-
sveitir landsins að spila,“ segir Stein-
ar Jónsson, skipuleggjandi Iceland
Music Fest-tónlistarhátíðarinnar
sem haldin var í Tunglinu um
helgina. Illa seldist á hátíðina og tók
Steinar til þess ráðs að aflýsa laug-
ardagskvöldinu sökum slakrar miða-
sölu.
„Föstudagskvöldið gekk ágætlega
þó að mætingin hefði mátt vera betri
og sunnudagskvölidð gekk líka hálf-
brösuglega. Bæði var tæknin að
stríða okkur og svo urðum við að bíða
í hálftíma eftir að fyrsta hljómsveitin
steig á svið. Það var hins vegar ljóst
að laugardagskvöldið stefndi í tómt
hús og ég ákvað bara að endurgreiða
þeim sem höfðu keypt miða,“ segir
Steinar sem er einungis 16 ára gam-
all en hefur þó um tveggja ára skeið
staðið að ýmsum uppákomum á tón-
listarsviðinu, hélt sitt fyrsta tónleika-
kvöld með Hrafnkeli Flóka Einars-
syni (Benediktssonar) 14 ára gamall í
Grafarvoginum og starfar nú meðal
annars sem umboðsmaður Haffa
Haff og Dabba T.
Dýrt námskeið
„Mér sýnist að þessi bransi sé allur
að deyja út. Það segir okkur til dæm-
is margt að meira að segja Einar
Bárðar er hættur í þessu,“ segir
Steinar og bætir við að núna hyggist
hann taka því rólega í nokkurn tíma,
enda peningarnir á þrotum. „Mínir
vasar eru tómir eftir þetta. Ég er
kominn í gjaldþrot. Kostnaðurinn af
hátíðinni var um 700 þúsund krónur
og það komu aðeins 200 þúsund krón-
ur inn í kassann. Þetta eru stórar
upphæðir fyrir 16 ára menntaskóla-
nema. Þetta var dýrt námskeið sem
hefði getað verið enn dýrara ef
hljómsveitirnar hefðu ekki samþykkt
að spila frítt,“ segir Steinar sem þó
hyggst ekki leggja árar í bát fyrir
fullt og allt.
„Ef ég þekki sjálfan mig rétt verð
ég kominn út í eitthvað svipað eftir
nokkra mánuði. Það misstíga sig allir
og það þýðir ekkert að gefast upp.
hoskuldur@mbl.is
„Mínir vasar eru tómir“
Morgunblaðið/Eggert
Félagar Hrafnkell Flóki Einarsson og Steinar Jónsson, skipuleggjandi há-
tíðarinnar. Steinar stefnir á að taka því rólega í vetur.
16 ára tónleikahaldari, Steinar Jónsson, fór flatt á IMF
Ásdís Rán
Gunnarsdóttir
fyrirsæta er nú á
batavegi eftir
uppskurð sem
hún gekkst undir
í Búlgaríu um
helgina. Ásdís greindist með æxli í
kviði sem rofið hafði gat á eggja-
stokk en það leiddi til töluverðra
innvortis blæðinga, eins og lesa
mátti um í Morgunblaðinu í gær.
Eitt af því sem læknar ráðlögðu
Ásdísi var að taka því rólega næstu
mánuði og því er ljóst að Ásdís mun
ekki geta komið sér jafnskjótt í það
form sem hún ætlaði sér áður en
keppnin um The Million Dollar
Woman hefst í Sidney í Ástralíu í
upphafi næsta árs. Ásdís hefur þó
sýnt og sannað að hún lætur ekki
barneignir né fyrirtækjarekstur
koma í veg fyrir að draumar henn-
ar á fyrirsætusviðinu rætist og því
má allt eins gera ráð fyrir að mót-
lætið nú herði hana enn í sókninni
eftir fyrsta sætinu og milljóninni
sem í boði er.
Ásdís Rán tekur það
rólega næstu mánuði
Fréttir af ný-
skipuðum
fréttastjórum á
RÚV og 365
vöktu athygli í
gær en minna
fór fyrir frétt-
um af breyt-
ingum á frétta-
stofu Baggalúts
sem sagt var frá á vef stofunnar:
„Fréttastofa Baggalúts hefur verið
sameinuð indversku héraðs-
fréttastofunni HotHinduNews. […]
Undir fréttastofuna heyra alls 104
svæðisstöðvar á Indlandi, í Fær-
eyjum og á Íslandi auk ritstjórnar
baggalúts.is og indiansupermonk-
eybabes.tv. [...] Nokkur kergja er í
fréttamönnum Baggalúts vegna
málsins, en freklega þótti gengið
framhjá reyndum fréttastjóra
Baggalúts, Málfríði Einarz, þegar
apinn Hóras, sem er indverskur að
uppruna, var skipaður yfirmaður
sameinaðrar fréttastofu.“
Sviptingar á fjölmiðla-
markaði vekja athygli
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
„MYNDIN gekk náttúrulega mjög
vel á Íslandi og fékk mjög góðar
viðtökur þannig að maður gat al-
veg séð þetta gerast. En maður
veit aldrei hvað býr í hugum
fólks,“ svarar Baltasar Kormákur,
spurður hvort það hafi komið hon-
um á óvart að Brúðguminn skyldi
verða valinn sem framlag Íslands
til Óskarsverðlaunanna fyrir bestu
erlendu myndina á næsta ári.
Þetta er í þriðja sinn sem kvik-
mynd eftir Baltasar er send í for-
valið, hinar tvær Hafið og Mýrin,
en sú síðarnefnda var framlag Ís-
lands í fyrra. „Þetta er alltaf mjög
hörð keppni og margir af þessum
stóru miðlum voru búnir að spá því
að Mýrin ætti mikinn séns en svo
kom valið í fyrra svolítið á óvart,
ekki gagnvart henni endilega en
ýmsum öðrum myndum,“ segir
Baltasar, og nefnir sem dæmi að
aðalverð- launamynd Cannes í
fyrra, rúmenska myndin 4 mán-
uðir, 3 vikur og 2 dagar, hafi ekki
verið tilnefnd.
Baltasar telur Brúðgumann
höfða til víðs aldurshóps og það
geti hugsanlega orðið henni til
framdráttar. Hópurinn sem velji
myndir til tilnefningar hjá Ósk-
arsakademíunni sé í eldri kant-
inum. „Það eru svona mann-
eskjulegheit og stemning í henni
sem gætu höfðað til hennar (aka-
demíunnar) en ég er ekki maður til
að spá um það,“ segir Baltasar.
Heppnin ráði líka miklu.
Margar að horfa á
Baltasar segist ekki hafa átt von
á því að ná árangri með Hafið en
hafi svo frétt af því að hún hafi
verið mjög nálægt því að komast í
hóp tilnefndra mynda. Samkeppnin
sé vissulega mikil, valnefnd þurfi
að horfa á einar 90 kvikmyndir.
„Stór hluti af akademíunni er
fagfólk, tökumenn, klipparar og
svona og það er þá kannski meira
af gamla skólanum, ekki eins opið
fyrir digital og vill hafa meira
handverk á bakvið þetta,“ segir
Baltasar um valnefnd erlendra
kvikmynda hjá Óskarsakadem-
íunni. Dogmamyndir og aðrar
myndir í hrárri og ódýrari kant-
inum hafi t.d. ekki átt upp á pall-
borðið hjá nefndinni, m.a. Festen.
Nóg að gera
Það er nóg að gera hjá Baltasari,
ekki að spyrja að því. Hann er að
klippa Run for Her Life, Arnaldur
Indriðason er að skrifa handrit upp
úr glæpasögunni Grafarþögn sem
Baltasar hyggst leikstýra og svo er
Baltasar að skrifa handrit að stór-
mynd byggðri á Íslendingasög-
unum, með „víkingabardögum úti í
vatni og öllum pakkanum“, eins og
leikstjórinn orðar það. Hann segir
ekki annað koma til geina en taka
þá mynd hér á landi og mikill
áhugi sé erlendis fyrir þeirri mynd.
Þá mun Baltasar leikstýra The
Bird Artist eftir sögu Howards
Norman, í haust eða vetur. Auk
þess segist hann hafa fengið tilboð
frá leikhúsum erlendis og margt
freistandi sé í boði.
Allt er þá þrennt er?
Brúðguminn verður framlag Íslands til forvals Óskarsverðlaunanna
Leikstjórinn segir manneskjulegheit geta höfðað til valnefndar
Leikstjórinn Mun Brúðguminn heilla Óskarsakademíuna?
HINN 22. janúar 2009 verður til-
kynnt hvaða erlendu myndir,
þ.e. kvikmyndir á öðru tungu-
máli en ensku, verða tilnefndar
til Óskarsverðlauna það ár. Ís-
lendingar hafa sent myndir í
forvalið allt frá árinu 1980.
Ein íslensk kvikmynd hefur
komist í hóp tilnefndra, Börn
náttúrunnar í leikstjórn Friðriks
Þórs Friðrikssonar. Þá hefur
stuttmynd verið tilnefnd, Síð-
asti bærinn eftir Rúnar Rún-
arsson, árið 2006.
2009 Brúðguminn
2008 Mýrin
2007 Börn
2006 Í takt við tímann
2005 Kaldaljós
2004 Nói albínói
2003 Hafið
2002 Mávahlátur
2001 Englar alheimsins
2000 Ungfrúin góða og húsið
1999 Stikkfrí
1998 Blossi/810551
1997 Djöflaeyjan
1996 Tár úr steini
1995 Bíódagar
1994 Hin helgu vé
1993 Svo á jörðu sem á himni
1992 Börn náttúrunnar
1991 Pappírspési
1990 Kristnihald undir Jökli
1989 Í skugga hrafnsins
1988 Skytturnar
1987 Eins og skepnan deyr
1986 Skammdegi
1985 Hrafninn flýgur
1984 Húsið
1983 Okkar á milli
1982 Útlaginn
1981 Land og synir
Þrítugasta
framlagið