Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 39
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000
Mirrors kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Mirrors kl. 5:30 - 8 - 10:30 LÚXUS
Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Tropic Thunder kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 16 ára
www.laugarasbio.is
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
Langstærsta mynd ársins 2008
Yfir 100.000 manns!
Langstærsta mynd ársins 2008
Yfir100.000 manns!
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Make it happen kl. 4 - 6 LEYFÐ
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Grísirnir þrír kl. 4 LEYFÐ
650 kr. fyrir fullorðna - 550 kr. fyrir börn
Frábæra teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna
með íslensku tali
SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Hið klassíka ævintýri um
grísina þrjá og úlfinn í nýrri
og skemmtilegri útfærslu
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
FRÁ BEN STILLER KEMUR EIN
KLIKKAÐASTA GRÍNMYND ÁRSINS!
-L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV
-S.V., MBL
Sýnd kl. 4, 6:30 og 9
-bara lúxus
Sími 553 2075
Sýnd kl. 8 og 10
Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
SÝND SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Sýnd kl. 4 og 6 m/íslensku tali
- H.J., MBL
-T.S.K., 24 STUNDIR
- L.I.B.,TOPP5.IS/FBL.
-Þ.Þ., D.V.
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ
ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM.
Frábæra teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna
með íslensku tali
M Y N D O G H L J Ó Ð
-V.J.V.,TOPP5.IS/FBL
-S.V., MBL-T.S.K., 24 STUNDIR
650 kr.-
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
ALL About Lulu segir frá pilti, William
Miller, sem er utanveltu í fjölskyldu sinni;
faðir hans og yngri tvíburabræður hans eru
vaxtarræktarmenn af lífi
og sál og eini bandamað-
ur hans er móðir hans,
sem hann líkist mest.
Liður í hans uppreisn
gegn vaxtarræktaræð-
inu, kjötæðinu, á heim-
ilinu er að piltur gerist
grænmetisæta, en þegar
móðir hans fellur frá
verður það honum svo
mikið áfall að hann dregur sig nánast alger-
lega í hlé frá lífinu, hættir að tala og hættir
að stækka. Þá verður það honum til lífs að
faðir hans kvænist aftur því piltur eignast
stjúpsystur, Lulu, og fellur gersamlega fyr-
ir henni.
Þráhyggjan eftir Lulu færir honum
áhuga á lífinu að nýju en einangrar hann að
vissu leyti líka því hún verður allsráðandi í
lífi hans, allt snýst um Lulu og þegar Lulu
bregst honum fer allt til fjandans.
Þó All About Lulu sé um margt hefð-
bundin þroskasaga er hún líka um margt
óvenjuleg. Lífið á vaxtarræktarheimilinu er
sérkennilegt, svo ekki sé meira sagt, og lýs-
ingarnar af því er William fer með föður
sínum á vaxtarræktarmót, Mr. Olympia, og
hjálpar honum að búa sig undir mótið eru
bestu sprettirnir í bókinni. Sérstaklega er
gaman að sjá þeim bregða fyrir Frank
Zane, Dany Padilla og hrokagikknum Arn-
old Schwarzenegger.
Annað er ekki eins vel heppnað; útvarps-
ferill Williams er alltaf undirliggjandi en
kemst aldrei almennilega í gang og eins er
frásögnin af rússneska innflytjandanum
með stóru draumana og pylsuvagninum
hans ekki til að bæta söguna.
Lulu er þó stjarnan, forvitnileg persóna
sem er á hraðleið til glötunar að segja í
gegnum sögna alla, brotakenndur persónu-
leiki sem verður fyrir barðinu á flestum og
þó mest þeim sem hún elskar.
Óvenjuleg
uppeldissaga
All About Lulu eftir Jonathan Evison.
Soft Skull Press gefur út. 340 bls. kilja.
Árni Matthíasson
BÆKUR» METSÖLULISTAR»
1. Dark Curse – Christine Feehan
2. The Book of Lies – Brad Meltzer
3. American Wife –
Curtis Sittenfeld
4. Devil Bones – Kathy Reichs
5. The Guernsey Literary and Po-
tato Peel Pie Society – Mary
Ann Shaffer & Annie Barrows.
6. The Host – Stephenie Meyer.
7. The Gypsy Morph –
Terry Brooks.
8. Silks – Dick Francis
& Felix Francis.
9. The Story of Edgar Sawtelle –
David Wroblewski
10. Smoke Screen – Sandra Brown
New York Times
1. The Kite Runner –
Khaled Hosseini
2. The Book Thief – Markus Zusak
3. A Thousand Splendid Suns –
Khaled Hosseini
4. In Cold Blood – Truman Capote
5. The Forgotten Garden –
Kate Morton
6. The Road Home – Rose Tremain
7. Frankenstein – Mary Shelley
8. Boy in the Striped Pyjamas –
John Boyne
9.The Handmaid’s Tale –
Margaret Atwood
10.Bones of the Hills –
Conn Iggulden
Waterstones’s
1. Appeal – John Grisham
2. Blonde Faith – Walter Mosley
3. Irresistable Inheritance of
Wilberforce – Paul Torday
4. Book of the Dead –
Patricia Cornwell
5. Protect and Defend –
Vince Flynn
6. Deadline – Simon Kernick
7. Not in the Flesh – Ruth Rendell
8. Burnt House – Faye Kellerman
9. The Bone Garden –
Tess Gerritsen
10. Critical – Robin Cook
Eymundsson
Eftr Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
NEIL Stephenson er frægur fyrir sínar langlokur og
nýjasta bók hans, Anathem, sem kom út 9. sept-
ember sl., er þar engin undantekning, hátt í þúsund
síður. Að því sögðu er litlu hægt að sleppa úr bókum
hans því hann er að glíma við stórar spurningar,
velta fyrir sér mannlegri þekkingu, endimörkum
hennar og notagildi, segja eins konar vísindasögu og
um leið frá glímunni við trúarbrögð sem hafna allri
þekkingu.
Stephenson beitir gjarnan tækni vísindaskáld-
sagna þótt hann sé allajafna ekki langt frá raunveru-
leikanum, í það minnsta ekki í síðustu bókum sínum.
Þannig var Barrokk-sagnasafnið nánast sagn-
fræðileg skáldsaga, en innan um staðreyndir var sitt-
hvað sem ekki fékk staðist þegar Stephenson fannst
sem hann þyrfti að sveigja land- og sagnfræðilegar
staðreyndir að markmiðum sínum.
Anathem gerist á veröld sem heitir Arb, en hana
byggja mannverur sem eins hefðu getað búið hér á
jörðu. Hann notar líka ýmislegt jarðneskt, aðallega
þó hugmyndir helstu hugsuða mannkyns, til að smíða
úr sögu sína, en skýtur inn framandlegum atriðum
eins og kryddi hér og þar.
Sögumaður bókarinnar er Fraa Erasmas, eins-
konar munkur í þekkingarklaustri þar sem menn
leita svara við spurningum sem snerta fræði sem
flokkast nokkurn veginn undir stærðfræði, rökfræði,
vísindi og heimspeki. Þeir búa einangraðir frá um-
heiminum við frumstæðar aðstæður því yfirvöld
ákváðu fyrir löngu að skilja á milli hugvísinda og
raunvísinda. Málið er nefnilega að stjórnvöld vilja
hægja á vísindunum, ekki láta hugvitið þróast svo
hratt að þau nái ekki að hafa stjórn á því líkt og þau
hafa stjórn á almenningi utan klaustranna með því að
allur matur er smitaður geðdeyfðarlyfi, öll tækni til-
tæk almenningi frekar frumstæð og engin menning
til nema sölumenning að því er virðist.
Innan hvers klausturs glíma menn við hugvís-
indaleg vandamál, en við óvænta viðburði utan múr-
anna stafar þvílík ógn af mannkyni að kalla verður til
draumórafólkið – það er það eina sem bjargað getur
því mannkyni sem byggir Arb.
Sjálfur segist Stephenson vera að velta fyrir sér
hugmyndum sem menn hafi glímt við í gegnum ald-
irnar og þar á meðal togstreitunni milli meginlands-
heimspeki og rökgreiningarheimspeki.
Á köflum verður textinn torfkenndur því þegar
heimspekingar taka flugið er erfitt fyrir aðra að
fylgja þeim, en sagan er bráðspennandi þótt ótrúlegt
megi virðast og Erasmas er dæmigerð Stephenson-
hetja, sækist ekki eftir því að vera í sviðsljósinu en
skorast ekki undan þegar á reynir. Þetta er eina af
þeim bókum sem maður ætlar að skammta sér en
rankar svo við sér á síðustu síðunum eftir að hafa set-
ið heillaður fram á nótt.
Anathem eftir Neal Stephenson. William Morrow
gefur út. 935 síður innb.
Forvitnilegar bækur: Glímt við stórar spurningar
Heimspekileg spenna
Orðbólga Rithöfundurinn Neal Stephenson.