Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 40

Morgunblaðið - 17.09.2008, Page 40
40 MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA SÝND Í KRINGLUNNI Saga George Lucas heldur áfram SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI -TOMMI - KVIKMYNDIR.ISSÝND Í KRINGLUNNI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI - L.I.B. topp5.is/Fréttablaðið SÝND Í ÁLFABAKKA Stórbrotin ævintýramynd sem allir ættu að hafa gaman af!SÝND Í ÁLFABAKKA JOURNEY TO THE CENTER OF THE... kl. 5:50 3D - 8 3D - 10:10 3D LEYFÐ 3D - DIGITAL DEATH RACE kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára DARK KNIGHT kl. 8:30 B.i. 16 ára DARK KNIGHT kl. 5:40 - 8:30 B.i. 16 ára LÚXUS VIP SVEITABRÚÐKAUP kl. 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára THE MUMMY 3 kl. 6 B.i. 12 ára STAR WARS: C. W. kl. 5:50 LEYFÐ WALL • E m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ JOURNEY TO THE CENTER OF THE EARTH kl. 63D - 8:103D - 10:203D LEYFÐ 3D - DIGITAL SMART PEOPLE kl. 5:40 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára GET SMART kl. 5:50 - 8 LEYFÐ EIN FLOTTASTA ÆVINTÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM. DENNIS QUAID, SARAH JESSICA PARKER, ELLEN PAGE, OG THOMAS HADEN CHURCH Frábær gamanmynd frá framleiðendum Sideways. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG “HUGGULEGT GAMANDRAMAÍ ANDA JUNO OG SIDEWAYS” -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS „...VEL LEIKIN OG ÓVENJU VEL SKRIFUÐ GAMANMYND...“ „PAGE VINNUR LEIKSIGUR Í HVERRI MYND...“ -S.V. Morgunblaðið. - H.G.G., POPPLAND-GUARDIAN Þó að „Money“ hafi verið lagiðsem sló í gegn af The DarkSide of the Moon var „The Great Gig in the Sky“ tvímælalaust það eftirminnilegasta, annars veg- ar fyrir magnaðan söngspuna Clare Torry, en ekki síður fyrir und- irspilið úr smiðju höfundar lagsins, hljómborðsleikarans Rick Wright sem lést í fyrradag.    Richard William Wright kynntistþeim Nick Mason og Roger Waters í arkitektúrnámi í London og tók þátt í að stofna með þeim hljómsveit sem hét ýmsum nöfnum, Sigma 6, Megadeaths, The Tea Set, The Architectural Abdabs, The Ab- dabs og The Screaming Abdabs. Listaskólapilturinn Syd Barrett slóst í hópinn og hann lagði sveit- inni til nafnið The Pink Floyd eftir bandarískum blúsurum, en síðan týndist greinirinn.    Sveitin skar sig snemma úr fyrirfrumlega útfærslu á blús- grunnuðu poppi, en þó Syd Barrett og síðar Roger Waters og David Gilmour hafi jafnan verið í sviðljós- inu; Barrett fyrir frumlegar laga- smíðar og Waters síðan fyrir laga- smíðar sínar og texta og Gilmour fyrir gítarleik, var Wright einn helsti arkitekt hljómsins, eða svo fannst manni í það minnsta þegar við félagarnir sátum og greindum „Echoes“ af Meddle í frumþætti. Það lag, sem hverfist um hljóm frá Wright, var og vendipunkturinn í tónlistarsögu Pink Floyd – þegar sveitin sagði skilið við súrrealíska poppið sem einkenndi hana á Bar- rett-árunum og tók stefnuna út í geim.    Wright var sjálfmenntaður íhljóðfæraleik og þótti aldrei mikill íþróttamaður á því sviði, en hans aðal var hljómar en ekki nótnafjöldi, hann lagði grunninn að mörgum laga sveitarinnar, byggði brýr og fyllti upp í eyður. Allmörg laga Pink Floyd hefðu þannig hljómað eins og hvert annað blúsað rokklag ef Richard Wright hefði ekki lagt hönd á plóg.    Á DVD-disknum Pink Floyd:London, 1966-1967 má þannig heyra hve Wright var mikilvægur sveitinni í árdaga, en þar er fyrsta upptaka af „Interstellar Overdrive“ sem er nokkuð frábrugðin seinni útgáfum; þeir Wright og Syd Barr- ett eru í aðalhlutverkum, hrynparið Nick Mason og Roger Waters þéttir undir, en þeir fara á kostum Wright og Barrett.    Aðal Pink Floyd framan af vareinmitt samspil hljómborðs og gítars sem náði enn hærra þegar David Gilmour gekk í sveitina, enda var hann mun betri gítarleikari en Barrett og með breiðari og betri hljóm þó að ekki væri hann eins hugmyndaríkur.    Áður er getið plötunnar mögn-uðu The Dark Side of the Moon sem gerði sveitina heims- fræga (þriðja mest selda plata sög- unnar – menn keyptu þrjú eintök þegar hún kom út; eitt til að spila, eitt til að eiga og eitt til að grafa í jörð fyrir komandi kynslóðir), en fleira er eftirminnilegt á þeirri merkilegu plötu en „The Great Gig In The Sky“ og býsna margt tengist hljómborðaspilinu. Á The Dark Side of the Moon átti Richard Wright þannig þátt í fimm lögum, hann er tvisvar nefndur á næstu skífu, Wish You Were Here, og síð- an ekki söguna meir, en Roger Wat- ers rak hann svo úr sveitinni þegar The Wall, síðasta eiginlega Pink Floyd-platan, var tekin upp.    Ekki ber mönnum saman umhvað olli, en ljóst var að Wright átti í erfiðleikum með kók- aín á þeim tíma, en einnig hafa heyrst sögur af því að hann hafi viljað láta bíða eftir sér og eins að hann hafi einfaldlega ekki haft neitt fram að færa. Það liggur þó fyrir að á þessum tíma var Roger Waters orðinn allsráðandi í sveit- inni og The Wall var í raun hálf- gerð sólóskífa hans (sagan hermir að Waters hafi lagt fyrir félaga sína tvö tilbúin verkefni: The Wall og The Pros and Cons of Hitchiking og boðið þeim að velja um hvort yrði næsta Pink Floyd-skífa en síð- arnefnda skífan kom út sem sóló- plata Waters nokkrum árum síðar).    Wright sneri þó aftur í Pink Floyd sem hljómborðsleikari og lagasmiður eftir að Gilmour tók við sveitinni og lék með henni og Gilmour í mörg ár eftir það og samdi lög, nú síðast á sólóskífu Gilmour og heimsreisu hans í kjöl- farið.    Menn hafa mikið rætt það á net-inu undanfarna mánuði að þeir Roger Waters og David Gilm- our hafi léð máls á því að taka upp þráðinn sem Pink Floyd að nýju og halda í heimsreisu á næsta ári. Ekki er gott að segja hvort af því verður (eða hvort það hafi staðið til í raun) en ljóst að sveitin verður ekki nema svipur hjá sjón nú þegar Rick Wright er allur. arnim@mbl.is Hljómborðsleikarinn hógværi »Menn keyptu þrjú eintök af The Dark Side ofthe Moon; eitt til að spila, eitt til að eiga og eitt til að grafa í jörð fyrir komandi kynslóðir. Listaspírur Sú útgáfa Pink Floyd sem vann mesta sigra; Nick Mason, Rick Wright, Roger Waters og Syd Barret. AF LISTUM Árni Matthíasson GAMANLEIKARINN Chevy Chase vill að leikkonan Tina Fey þjarmi enn betur að varaforsetaefni repúblikana, Söruh Palin, en hún gerði í þætti Saturday Night Live um síðustu helgi. Chase sagði í við- tali í þættinum Morning Joe að Fey ætti að ganga frá Palin. „Mér fannst hún leika hana ótrú- lega vel og makalaust hvað hún var lík henni,“ sagði Chase og að „hann vildi gjarnan sjá hana ganga lengra“. „Ég vil að hún gangi frá þessari konu,“ bætti hann svo við og sagði merkilegt að Palin væri í fram- boði til varaforseta. Ráðgjafi John McCain, forseta- frambjóðanda repúblikana, Carly Fiorina, er ósáttur við túlkun Fey á Palin. Hún hafi dregið upp mynd af afar grunnhygginni konu. Palin, aft- ur á móti, var skemmt yfir þætt- inum. „Henni þótti þetta býsna fyndið, sérstaklega í ljósi þess að hún brá sér eitt sinn í gervi Tinu Fey á hrekkjavöku,“ er haft eftir talskonu Palin, Tracey Schmitt. Úr þættinum Tina Fey (t.v.) sem Sarah Palin og Amy Poehler í hlut- verki Hillary Clinton, í þætti Sat- urday Night Live laugardaginn sl. Vill að Fey gangi frá Palin Sarah Palin Chevy Chase

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.