Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 41 / SELFOSSI/ KEFLAVÍK/ AKUREYRI -L.I.B.TOPP5.IS/FBL -DV-S.V., MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SPENNA, HASAR OGTÖFFARASKAPUR EINS OG ÞAÐ GERIST BEST “DEATH RACE ER GERÐ Í ÞEIM TILGANGI AÐ SKEMMTA...” “POTTÞÉTT AFÞREYING...” - S.V. - MORGUNBLAÐIÐ "ALVÖRU STRÁKAMYND SEM KREFST ÞESS EINUNGIS AÐ ÞÚ SLÖKKVIR Á HEILANUM OGTAKIR VEL Á MÓTI HÖRÐU OFBELDI, FLOTTU KVENFÓLKI OG HEILMIKLUM TÖFFARASKAP" -TOMMI - KVIKMYNDIR.IS ATH. STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA. EKKI FYRIR BÍLVEIKA! SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA, AKUREYRI OG SELFOSSI MIRRORS kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 LEYFÐ DEATH RACE kl. 10:10 B.i. 16 ára „SVEITABRÚÐKAUP ER SNOTUR MYND OG SKEMMTILEG,TEKUR SIG EKKI HÁTÍÐLEGA OG ER AUÐVELT AÐ NJÓTA.” - B.S., FBL - 24 STUNDIR - S.V., MBL THE ROCKER kl. 8 B.i. 7 ára X-FILES: I WANT TO BELIVE kl. 10:10 B.i. 16 ára SKRAPP ÚT kl. 8 B.i. 12 ára DECEPTION kl. 10 B.i. 12 ára STÆRSTA OPNUN Á ÍSLANDI FYRR OG SÍÐAR. YFIR 68.000 MANNS EIN BESTA MYND ÁRSINS! -L.I.B.TOPP5.IS -T.S.K - 24 STUNDIR -ÁSGEIR J. - DV SÝND Í ÁLFABAKKA TROPIC THUNDER kl. 8 B.i. 16 ára DEATH RACE kl. 10:20 B.i. 16 ára SVEITABRÚÐKAUP kl. 8 LEYFÐ THE STRANGERS kl. 10:20 B.i. 16 ára MAMMA MIA Sýnd næst 19., 20., 21. sept. LEYFÐ ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! SÝND Á AKUREYRI SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Í KEFLAVÍK SÝND Á SELFOSSI 19., 20., 21., SEPTEMBER -EmpireSÝND Í KEFLAVÍK ,,ENGINN [ÆTTI] AÐ GERA ÞAU MISTÖK AÐ MISSA AF SVEITABRÚÐKAUPI.” - Þ.Þ., D.V. eeee - Ó.H.T., RÁS 2 PO RT hö nn un /A P al m an na te ng sl Ég er 100% endurvinnanlegur Mig langar að endurvinna þig Endurvinnsla – í þínum höndum Það er í þínum höndum að ákveða hvaða úrgang þú ætlar að flokka og skila til endurvinnslu. Vel gæti reynst að byrja smátt en bæta svo smám saman við eftir því sem þú venst hugmyndinni. Í öllum sveitarfélögum er tekið á móti spilliefnum og langflest þeirra taka við pappa, pappír og plasti til endurvinnslu. Nánari upplýsingar og einföld ráð um endurvinnslu má sjá á www.urvinnslusjodur.is/endurvinnsluvika Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is ALLIR gera það sem þeir geta. Þetta er ekki staðhæfing blaða- manns heldur yfirskrift sýningar listamannatvíeykisins Ólafs Ólafs- sonar og Libiu Castro, sem opnuð verður í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, á morgun. Um leið verður ýtt úr vör nýrri sýningaröð safnsins í A-sal, þar sem ætlunin er að kynna myndlist sem er á „einn eða annan hátt unnin í tengslum við samfélagið og íbúa þess og leita uppi samband og samræður út fyrir veggi safnsins,“ eins og segir á vefsíðu safnsins. Libia og Ólafur vöktu mikla at- hygli á Manifesta myndlistarhátíð- inni á Ítalíu í sumar þar sem þau sýndu m.a. myndbandsverk sem fjallar um erlent starfsfólk í umönnunarstörfum og rannsökuðu í verkum sínum flæði vinnuafls, peninga og starfa í heiminum. Mörg portrett mynda eitt stórt Það er ekki auðvelt mál að ná viðtali við tvíeykið svo skömmu fyrir opnun sýningar, en það tókst í þriðju tilraun. Það er Libia sem svarar í farsíma Ólafs. „Við verð- um með innsetningu í safninu sem bætist í á meðan á sýningu stend- ur, verk í þróun. Við verðum að vinna hér í það minnsta fyrstu þrjár sýningarvikurnar. Við höfum komið upp upptökuveri á staðnum og gerum „screen-test“-portrett af fólki,“ útskýrir Libia. Með screen- test á hún við myndbönd sem gerð eru af leikurum til að átta sig á því hvort þeir eru heppilegir í tiltekin hlutverk, t.d. í kvikmyndum eða auglýsingum. „Þetta eru viðtöl en þó ekki í hefðbundnum skilningi [...] við spyrjum fólk út í bakgrunn þess og líf, stöðu þess í íslensku samfélagi og tengingu við landið. Við erum, að vissu leyti, að búa til vettvangsportrett af samtímanum hér á Íslandi. Við leitum til fólks víðsvegar að úr þjóðfélaginu, með ólíkan bakgrunn og stöðu, til þess að góð heildarmynd náist af sam- félaginu, því sem er að gerast.“ Heimild um hugarfar Meðan á sýningu stendur verður þessum viðtölum eða skjáprufum einnig varpað á veggi utan safns- ins og fleiri upptökum eða port- rettum bætt við meðan á sýningu stendur. „Í næstu viku förum við að búa til næsta hluta og við vitum ekki hvernig lokamyndin verður. Áhorf- andinn á möguleika á því að verða hluti af heildarmyndinni og fylgj- ast um leið með stórum hluta ferl- isins,“ segir Libia. Verkið sé í raun lifandi, félagslegur skúlptúr sem hægt sé að fylgjast með í mótun. Menn lýsi skoðunum sínum á ýmsu er varðar íslenskt samfélag og eig- in stöðu innan þess, auk þess að ræða um sjálfa sig. Því sé port- rettið í raun tvíhliða. Libia bendir auk þess á að verkið verði heimild um ákveðinn tíma í Íslandssögunni. Heimild um hugarfar og samfélag. Lifandi, félags- legur skúlptúr Morgunblaðið/Árni Sæberg Libia og Ólafur Tengja listina og samfélagið með innsetningu í Hafnarhúsi. Ráðherra Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra er ein þeirra sem dregið er portrett af á sýningunni Allir gera það sem þeir geta. Ólafur og Libia ríða á vaðið í nýrri sýningarröð í Hafnarhúsinu Vefsíða listadúettsins: www.olafur-libia.com „NAFN sýningarinnar er tekið úr samræðum Libiu og föður hennar um hvatir og drifkrafta tilverunnar (og fólks) til að lifa af, án siðferðilegra eða sið- rænna dóma. Kveikjan að sam- ræðunum var mikið uppnám af völdum fjölskyldumeðlims sem þjáist af geðklofa og samfélags sem er tregt til að viðurkenna slíkan sjúkdóm til fulls og taka á honum.“ „Líkt og fjölmargir aðrir lista- menn síðustu tvo áratugina hafa þau valið að láta fjöl- breyttan hóp einstaklinga taka þátt í listsköpun sinni. Þannig fara þau þá leið sem franski gagnrýnandinn og sýningastjór- inn Nicolas Bourriaud hefur nefnt „venslalist“ (relational art) og lýsti þannig að það væri „list sem finnur sér fræðilegan sjóndeildarhring á sviði mann- legra samskipta og í félagslegu samhengi fremur en á grund- velli framsetningar á óháðu og einstöku táknrænu rými“ (1996). Þannig dvelja Libia og Ólafur oft löngum stundum á sýningarsvæðinu og vinna t.d. með grenndarhópum, sam- tökum aðgerðasinna, nýbúum og farandverkamönnum, að samskiptum og umræðum sem stuðla að samfélagslegri sam- heldni.“ Brot úr texta Hafþórs Yngva- sonar, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur, um Ólaf og Libiu. Fengið af vefsíðu safnsins. Drifkraftur tilverunnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.