Morgunblaðið - 17.09.2008, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. SEPTEMBER 2008 43
Eftir Ásgeir H. Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
SVÍN hafa sjaldnast notið sannmælis í mann-
heimum. Þau eru sögð skítug, gráðug og óstýrilát
– en í bók George Orwells, Dýrabæ (Animal
Farm), þá er þeirra helsti galli
hve mennsk þau eru. Á bónda-
bæ nokkrum fá dýrin loksins
nóg af ofríki mannsins og gera
byltingu undir forystu
svínanna og stofna sósíalíska
dýraparadís á býlinu. En þessi
bylting étur börnin sín eins og
byltingum er tamt og helsta
ástæða þess er sú að svínin eru
mörg hver fljót að svíkja hug-
sjónir sínar og gefa sig valdagræðgi og spillingu á
hönd – í stuttu máli þá eru þau fljót að verða
mennsk.
Mengaðar hugsjónir
Bókina skrifaði sósíalistinn Orwell að mestu í
spænsku borgarastyrjöldinni (en um reynslu sína
þar skrifaði hann bókina Homage to Catalonia),
en honum ofbauð hvernig Jósef Stalín, leiðtogi
Sovétríkjanna, hafði skrumskælt og mengað fagr-
ar hugsjónir sósíalismans þannig að fátt stóð eftir
annað en harðstjórn, ritskoðun og Gúlagið. Hug-
sjónirnar voru sviknar með yfirklóri og útúrsnún-
ingum, í útgáfu Orwells var þetta ótvírætt; „Sum
dýr eru jafnari en önnur.“
Hugmyndasmiðir byltinga
Dýrin á býlinu búa ekki aðeins yfir mannlegum
eiginleikum, þau búa yfir eiginleikum nokkurra
lykilpersóna mannkynssögunnar rétt eins og Or-
well minntist á í bréfum sínum. Old Major er hug-
myndasmiður byltingarinnar og er byggður á
Marx og Lenín, helsti skúrkur sögunnar er
Napóleon sem er byggður á áðurnefndum Stalín
og hans helsti andstæðingur meðal svínanna,
Snowball, er byggður á Leon Trotskí sem var
myrtur með ísexi í Mexíkó eftir að Stalín hafði
hrakið hann frá Sovétríkjunum og reynt flest til
þess að losna við hann. Hvað morðinginn var að
gera með ísexi í Mexíkó að sumarlagi er svo önnur
saga.
Fyrrum eigandi býlisins, Hr. Jones, er svo
byggður á síðasta rússakeisaranum, tsarnum
Nikulási II. Ógnin að utan kemur frá nágranna-
býli þar sem Hr. Fredericks ræður ríkjum og vís-
unin í Hitler er skýr, enda kom bókin út undir lok
heimsstyrjaldarinnar síðari. Loks má nefna hest-
inn Boxer sem burðast með byrðar gervalls verka-
lýðs heimsins á herðunum – og kvartar ekki.
En þessi túlkun, jafnvel þótt hún sé að ein-
hverju leyti frá sjálfum höfundinum komin, verður
seint endanleg, enda eru bæði menn og dýr
breysk í dag sem og þá. Þannig geta lesendur leik-
ið sér að því að finna samnefnara Bush og Blair
eða Saddams og bin Ladens í sögunni rétt eins og
Orwell fann samnefnara meðal aðalpersóna sinnar
samtímasögu. Eins mætti vel yfirfæra bókina á Ís-
land, heimabæinn, bekkinn, vinnustaðinn eða fjöl-
skylduna, enda á mannskepnan jafn erfitt með að
standa með hugsjónum sínum hvar sem leitað er.
Jafnasta dýrið
Þrífarar Þrjú svín úr kvikmyndinni Animal Farm og hægra megin, talið að ofan, eru þeir Trotskí, Stalín og Lenín. Hver er staðgengill hvers?
Glósubókin: Animal Farm
Með Ádeila á spillingu og harðstjórn
á seint eftir að falla úr gildi, auk þess
sem bókin getur veitt lesendum dýpri
skilning á mannkynssögunni. Eins
má velta fyrir sér hvort í kjölfar um-
hverfisvakningar síðari ára megi ekki
leggja enn bókstaflegri skilning í bók-
ina, er kominn tími á uppreisn gegn
ofríki mannsins?
Ámóti Kalda stríðið er löngu búið og
endalaus upprifjun á gömlu styggu
kommagrýlunni getur verið ansi
þreytandi fyrir þá sem eru nógu ung-
ir til þess að skynja þetta sem sagn-
fræði frekar en samtíma þar sem
heimurinn skiptist í hægri og vinstri.
Með og á móti
HIÐ íslenska bókmenntafélag
gaf út Dýrabæ í þýðingu Jóns
Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi
árið 1985. Þorsteinn Gylfason
skrifaði formála og bókin er enn
fáanleg í helstu bókabúðum.
Bókin hefur verið þýdd á yfir 70
tungumál og hefur þýðing henn-
ar oft sætt tíðindum í komm-
únistaríkjum, ef hún hefur þá
verið leyfð.
Þýðingar
BOB Dylan er mikill aðdáandi Animal Farm og skýrði lagið
Mr. Jones eftir fyrrverandi eiganda býlisins, þrátt fyrir að
lagið fjalli að öðru leyti lítið um bókina. Pink Floyd gerði
hins vegar heila plötu, Animals, sem var innblásin af bókinni
og annað bindi myndasöguseríunnar Fables nefnist Animal
Farm og speglar söguna í mörgu. Þá snýr Charlton Heston
út úr frægustu orðum bókarinnar í Planet of the Apes þegar
hann segir að sumir apar séu jafnari en aðrir. Þá hafa dýr í
hlutverki manna verið notuð til þess að varpa ljósi á mann-
kynssöguna í verkum á borð við helfararmyndasöguna
MAUS þar sem gyðingarnir eru mýs og nasistarnir kettir.
Framhaldslíf í
annarri list
Hr. Dylan Bob Dylan er mikill aðdáandi Dýrabæjar.
ORWELL fædd-
ist árið 1903 og
var skýrður Eric
Arthur Blair.
Hann átti við-
burðaríka ævi,
bjó meðal fátæk-
linga í London
og París, barðist
í spænsku borg-
arastyrjöldinni
og dvaldi um
tíma í Búrma og
um þetta allt
skrifaði hann merkar bækur. Hans
verður þó alltaf fyrst og fremst
minnst fyrir síðustu tvær bækur
sínar, Animal Farm og 1984 – jafn-
vel enn kröftugri ádeilu á alræð-
isstjórnir en Dýrabær var. Frasar á
borð við „Stóri bróðir er að horfa“
er notað frjálslega af mörgum sem
aldrei hafa lesið bókina og jafnvel
búnir til samnefndir raunveru-
leikaþættir á borð við Big Brother,
án þess að sjónvarpsframleiðendur
virðist neitt sérstaklega meðvitaðir
um kaldhæðnina.
George Orwell
Við hljóðnemann
George Orwell var
ævintýragjarn og
hafði ríka réttlæt-
iskennd.
– að handriti
Orwells var
hafnað af Nób-
elsskáldinu
T.S. Eliot sem
einnig starfaði
við bókaút-
gáfu? Hann
hafði enga trú
á að neinn
myndi vilja
lesa bók um
talandi dýr.
– að pólski
Nóbelsverðlaunahöfundurinn
Wladyslaw Reymont gaf út árið
1924 bókina Uppreisn (Bunt)
sem einnig gerist á bóndabýli
þar sem dýrin gera uppreisn?
Reymont var að deila á upp-
reisn bolsévika í Rússlandi og
eftirmál hennar. Ekki er vitað
hvort Orwell vissi af bókinni
þegar hann samdi Dýrabæ.
– að enski höfundurinn John
Reed skrifaði eins konar fram-
hald af bókinni fyrir fimm ár-
um, Snowball’s Chance, við lít-
inn fögnuð fjölskyldu Orwells
og annarra aðdáenda? Þar snýr
svínið Snowball aftur í Dýrabæ
til þess að innleiða kapítalisma.
Vissirðu …
Engin dýr! Nób-
elsverðlaunahöf-
undurinn T.S.
Eliot hafnaði
bókinni.
TVÆR myndir hafa verið gerðar eftir sögunni. Sú fyrri var
tímamótamynd því að hún var fyrsta breska teiknimyndin til
þess að fá alvöru dreifingu. Myndin er framan af nokkuð trú
bókinni þangað til kemur að endalokunum, en þeim er óþarfi
að kjafta frá hér. Seinna meir kom svo í ljós að það var CIA
sem fjármagnaði myndina enda litu þeir á hana sem áróður
gegn kommúnisma, einföldun sem Orwell hefði seint verið
sáttur við. Árið 1999 kom svo út lítt séð leikin mynd (með
raunsæjum dýrabrúðum í bland) þar sem Kelsey Grammer,
Patrick Stewart, Ian Holm, Julia Louis-Dreyfus og Paul Sco-
field meðal annarra tala fyrir dýrin en í eldri útgáfunni sá
Maurice Denham um allar raddir og dýrahljóð og hlaut mikið
lof fyrir.
Kelsey Grammer „Ég er að hrýna, ég meina
hlusta…“ Það getur verið erfitt að leika ýmist svín og
sálfræðinga en hvernig ætli Frasier sálgreini svín?
Kvikmyndaútgáfur
SVARIÐ við spurningunni „hvað ertu að
lesa núna?“ má í ótal tilfellum finna í bóka-
listum skóla þessa lands, enda hundruð ef
ekki þúsundir íslensku-, ensku- og
bókmenntafræðikúrsa kenndar um land
allt á hverjum tíma. En það er óþarfi að
loka umræðu um þær bókmenntir allar inni
í skólum landsins og því mun Morgunblaðið
birta í vetur glósur blaðamanna um vel
valdar bækur sem kenndar eru í skólum
landsins.
Glósubókin
„Animal Farm
er skemmtileg
í kennslu því
það er hægt að
nálgast hana
frá svo mörg-
um hliðum.
Hún er allt í
senn: einföld
barnasaga um
uppreisn-
argjörn dýr á
bóndabæ, dæmisaga um
breyskleika og mannlegt eðli
og táknsaga um rússnesku bylt-
inguna, einræði og ójöfnuð.
Þegar vel tekst til fjallar
kennslustund í Animal Farm
ekki bara um ensku og bók-
menntir, heldur líka sögu og
heimspeki.“
Kennarinn
Sigurður Páll
Guðbjartsson
„Sagan heillaði
mig að vissu
leyti. Ég hafði
ekki hugmynd
um hvernig
málin höfðu
verið í Sov-
étríkjunum svo
þetta var allt
nýtt fyrir mér.
Margar af
þeim sögum
sem við lesum í menntaskóla lít-
um við á sem skyldulesningu en
mér fannst gaman að lesa þessa
bók og ég lifði mig inn í sög-
una.“
Nemandinn
Ásbjörg
Einarsdóttir