Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 13
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ágúst Inga Jónsson
aij@mbl.is
MAKRÍLSTOFNINN fer heldur
stækkandi samkvæmt niðurstöðum
nýrrar úttektar. Stuðst var við
rannsóknir frá mörgum þjóðum,
m.a. frá Íslandi. Samkvæmt heim-
ildum blaðsins hefur Íslendingum
enn ekki verið boðið að koma að
samningaborði varðandi stjórnun á
makrílveiðum en í ár hafa Íslend-
ingar veitt um 110 þúsund lestir af
makríl, eða um fjórðung makrílafl-
ans.
Jákvæðar fréttir eru af útbreiðslu
loðnuseiða sem var mun meiri í vist-
fræðirannsókn í síðasta mánuði en
undanfarin ár. Þá er norsk-íslenski
síldarstofninn mjög sterkur. Fjórði
uppsjávarfiskurinn sem íslenskir út-
gerðarmenn hafa sótt í, kolmunninn,
hefur hins vegar átt undir högg að
sækja síðustu ár, auk þess sem út-
breiðsla hans hefur færst austar.
Ekki á vísan að róa
Aðspurður segir Sveinn Svein-
björnsson fiskifræðingur, að vissu-
lega séu það jákvæðar fréttir að
meira finnist af loðnuseiðum í ár en
síðustu tvö ár. „Upphafið er að fá
góðan seiðaárgang, en það er ekki á
vísan að róa með það hvernig hann
kemst af og hvort hann skilar sér
inn í veiðina í fyllingu tímans,“ segir
Sveinn. Meðan við stunduðum seiða-
rannsóknir frá 1970-2003 var lítið
eða ekkert samband á milli seiða-
fjölda og stærðar í veiðistofni tveim-
ur árum síðar. Hins vegar virtist
okkur vera marktækt samband á
milli stærðar hrygningarstofns og
fjölda seiða,“ segir Sveinn.
Síðustu sumur hefur kynþroska
loðna fundist mun vestar en áður og
er sú breyting rakin til hlýnunar
sjávar. Í byrjun nóvember verður
farið í loðnumælingar á vegum Haf-
rannsóknastofnunar.
Kolmunninn austar en áður
Veiðar Íslendinga á kolmunna
hófust að ráði árið 1998 og 2003
veiddu íslensk skip rúmlega hálfa
milljón tonna af kolmunna og þá
mest á Færeyjahryggnum suð-
austur af landinu. Síðustu ár hafa
göngur kolmunnans legið austar en
áður, auk þess sem verulega hefur
verið gengið á stofninn.
„Lengi vel var ekkert samkomu-
lag um veiðar á kolmunna og þegar
ofveiðin varð ljós töldu menn sig
ekki geta farið að ráðum fiskifræð-
inga án þess að fá einhverja aðlög-
un. Við erum í rauninni að súpa
seyðið af því samkomulagi strand-
ríkjanna að minnka veiðarnar hæg-
ar en fiskifræðingar lögðu til,“ segir
Sveinn.
Ástand síldarstofna á Íslands-
miðum virðist vera gott. Undanfarið
hefur veiðst ágætlega af síld fyrir
austan land og aflinn verið bland-
aður. Algengt hefur verið að ís-
lenska sumargotssíldin hafi verið
allt að 30% í aflanum en stærsti
hlutinn úr norsk-íslenska stofninum.
„Samkvæmt niðurstöðum nýjustu
rannsókna á norsk-íslenska stofn-
inum er hann enn sterkur og hrygn-
ingarstofninn um 12 milljónir
tonna,“ segir Sveinn Sveinbjörns-
son. Búist er við að mjög sterkur ár-
gangur frá 2004 komi fljótlega inn í
síldveiðar úr norsk-íslenska stofn-
inum.
Makrílstofninn enn á uppleið
og loðnuseiði lofa góðu
Morgunblaðið/RAX
Möguleikar Makríll hefur verið í aðalhlutverki þegar rætt hefur verið um uppsjávarfiska síðustu mánuði, en mikið
fannst af loðnuseiðum í leiðangri nýlega. Myndin er af loðnuskipi að veiðum skammt frá Vestmannaeyjum.
Í HNOTSKURN
»Makríll er skyldur tún-fiski og hefur verið mikil
búbót fyrir íslenskar útgerðir
í ár.
»Kolmunni er þorskfiskurog gengur mun austar en
hann gerði fyrir fáum árum.
»Loðna er laxfiskur ogverður farið í loðnumæl-
ingar fyrri hluta nóvember.
»Síldarafli austur af land-inu undanfarið hefur ver-
ið blandaður úr norsk-
íslenska stofninum og ís-
lensku sumargotssíldinni.
!!"#$%%&
markaður efniviður til að meta
vistfræðileg tengsl loðnustofnsins í
ljósi þeirra umhverfisgagna sem
safnast hafa. Á þessu varð þó
ánægjuleg breyting hvað varðar
loðnuárgang 2008,“ segir á heima-
síðunni.
„Þessi árgangur gæti leitt til
stærri loðnustofns á komandi árum
ef umhverfisaðstæður reynast hag-
stæðar en ekkert er þó unnt að
fullyrða um framvinduna að svo
stöddu. Verði þróunin jákvæð að
þessu leyti gæfist færi á að afla
gagna um vistfræðileg tengsl ung-
loðnu á næsta ári á mikilvægu
skeiði í lífsögu fisksins.“ aij@mbl.is
„HELSTA breytingin í lífríkinu frá
árinu 2007 tekur til útbreiðslu og
magns loðnuseiða á fyrsta ári. Um
fjórum sinnum meira mældist af
loðnuseiðum í ár en í fyrra. Loðnu-
seiðin voru á víðáttumiklu svæði í
sunnanverðu Íslandshafi og í
minna magni við Austur-Græn-
land.“
Þetta er meðal helstu niður-
staðna í umfangsmikilli rannsókn á
vistfræði Íslandshafs sem fór fram
6. ágúst til 2. september sl. á veg-
um Hafrannsóknastofnunar á
rannsóknaskipinu Árna Friðriks-
syni undir stjórn Ólafs Karvels
Pálssonar. Leiðangurinn er hluti af
átaksverkefni Hafró til að auka
skilning á vistkerfi Íslandshafs,
með sérstöku tilliti til ástands
loðnustofnsins.
Magn dýrasvifs metið
Í leiðangrinum var gögnum safn-
að á 161 umhverfisstöð og 56 tog-
stöðvum. Nýtt tæki var notað til að
taka myndir af dýrasvifi og meta
magn þess frá yfirborði niður á 200
m dýpi.
Þessar rannsóknir hafa nú staðið
í þrjú ár og hefur mjög umfangs-
miklum gögnum verið safnað, sem
varpa munu ljósi á byggingu og
virkni vistkerfis Íslandshafs og
leggja grunn að skipulegri, vist-
fræðilegri vöktun þessa hafsvæðis
á komandi árum, segir í frétt á
heimasíðunni hafro.is.
„Helsti annmarki rannsóknanna
er að mjög lítið hefur fundist af
loðnu á þessum árum og því tak-
Gæti leitt til stækk-
andi loðnustofns
Morgunblaðið/Þorkell
Við Miðbakka Hafrannsóknaskipið
Árni Friðriksson í Reykjavíkurhöfn.
!"
#$
Íslensku Sjávarútvegssýninguna
!
%%%" &
'"
Official Freight Carrier Organiser Awards Sponsor International Publcation Official Airline