Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 15

Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 15
Styrkir til vinnustaðakennslu og námsefnisgerðar www.si.is Framtíð iðnaðar veltur á menntun og mannauði. Aukin þekking gefur iðnaðinum takmarkalaus tækifæri til vaxtar, nýsköpunar og útrásar. Mikilvægt er að nemendum í iðn- og starfsnámi standi til boða námsefni og kennsla við hæfi. SI auglýsa eftirfarandi styrki lausa til umsóknar: • Styrkir til námsefnisgerðar í greinum sem varða iðnað • Styrkir til vinnustaðakennslu í fyrirtækjum SI Umsóknarfrestur er til 1. október. Nánari upplýsingar er að finna á www.si.is. KONA í Lopburi-héraði í Taílandi siglir báti sínum og þakklátum farþegum í öruggt skjól en mikil og skyndi- leg flóð hafa verið á svæðinu. Lopburi er um 150 km norðan við Bangkok. Ekki er enn vitað hvort flóðin hafa valdið miklu tjóni á hrísgrjónaekrum en Taíland er eitt af mestu hrísgrjónaræktarlöndum heims. Reuters Engin þörf á hundasundi Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TALSMENN leyniþjónustu Pakistana segja að pakistanskir hermenn hafi stuggað við tveim bandarískum þyrlum í landamærahéraðinu Norð- ur-Waziristan á sunnudag og neytt þær til að snúa aftur yfir landamærin til Afganistans. Bandaríkja- menn hafa að undanförnu gert árásir frá Afganist- an á meinta hryðjuverkamenn talíbana í Pakistan. Fullyrt er að óbreyttir borgarar séu meðal fall- inna og hafa aðgerðirnar valdið mikilli spennu í samskiptum ríkjanna en Bandaríkin hafa veitt Pakistan mikinn fjárstuðning á síðustu árum. Er ástæðan ekki síst að Pakistanar höfðu lengi stutt við bakið á hreyfingu talíbana. Var því brýnt að fá þá til að hætta þeim stuðningi eftir að Bandaríkja- menn og stuðningsþjóðir þeirra réðust inn í Afg- anistan í árslok 2001 og bundu enda á stjórn talíb- ana sem veitt höfðu al-Qaeda samtökum Osama bin Ladens skjól í Afganistan. Þyrluflugmennirnir bandarísku munu ekki hafa svarað skothríð Pakistana en haldið aftur yfir til Afganistans. „Um 30 mínútum síðar gerðu þeir aðra tilraun,“ segir leyniþjónustumaður á svæðinu sem ræddi við fréttamann BBC. „Við svöruðum aftur, skutum upp í loftið en ekki í áttina að þeim, bæði frá bækistöð hersins og búðum landamæra- lögreglunnar og þeir sneru við.“ Í liðinni viku skutu pakistanskir hermenn að sögn upp í loftið til að hrekja á brott bandaríska hermenn sem vildu fara yfir landamærin inn í hér- aðið Suður-Waziristan. Talsmenn herja jafnt Pak- istana sem Bandaríkjamanna vísa frásögnum leyniþjónustumannanna á bug og segjast ekki vita til að komið hafi til atburða af þessu tagi. Ráðamenn í Islamabad hafa sagt um árásir Bandaríkjamanna síðustu vikurnar í landamæra- héruðunum að um sé að ræða óviðunandi brot á fullveldi ríkisins. Þeir heita því samt að gerðar verði árásir á búðir vígamanna sem hafa hreiðrað um sig í fjallahéruðunum og gera þaðan árásir inn í Afganistan. Her Pakistans, sem hefur oft í sögu landsins rænt völdum, áskilur sér rétt til að svara öllum árásum yfir landamærin. Stugguðu við Bandaríkjamönnum Í HNOTSKURN »Pakistanar hafa frá 2001opinberlega stutt Banda- ríkin í baráttunni gegn talí- bönum og al-Qaeda. »Á hinn bóginn álítamargir að háttsettir að- ilar í leyniþjónustu Pakist- ans styðji hryðjuverkamenn á laun. Ráðamenn Afgana hafa tekið undir þessar ásakanir. FLOTI rússneskra herskipa lagði í gær af stað frá Severomorsk-höfn í N-Rússlandi áleiðis til Venesúela. Er ætlunin að þau taki þátt í æfing- um með Venesúelamönnum, að sögn BBC. Meðal skipanna er beitiskipið Pét- ur mikli sem er um 19.000 tonn, kjarnorkuknúið og búið stýriflaug- um. Það er eitt öflugasta skip rúss- neska flotans. Rússneskar sprengju- flugvélar tóku í liðinni viku þátt í æfingum með flugher Venesúela. Ljóst er að þessar aðgerðir eiga að vera svar við því sem ráðamenn í Rússlandi segja andrússneska stefnu Bandaríkjamanna er reyni að þrengja stöðugt að Rússum á göml- um áhrifasvæðum þeirra. Einkum hafa Rússar reiðst útvíkkun Atl- antshafsbandalagsins, NATO, en nokkur fyrrverandi Sovétríki hafa fengið aðild að bandalaginu. Stjórn- völd í Moskvu leggja nú mikla áherslu á samstarf við Venesúela en forseti landsins, Hugo Chavez, er harður andstæðingur Bandaríkj- anna. „Það væri rangt að álíta eina þjóð hafa einhvern einkarétt á þessu svæði,“ sagði talsmaður rússneska flotans, Ígor Setsín. kjon@mbl.is Pétur mikli á leið til Karíbahafsins Reuters Öflugur Pétur mikli er kjarnorku- knúinn og búinn stýriflaugum. FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is EIGA Bretar, Þjóðverjar, Japanar og önnur stór iðnveldi að feta í fót- spor Bandaríkjanna og nota ríkis- sjóð til að bjarga fjármálastofnunum frá gjaldþrotum? Það segir Henry Paulson, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, sem nú reynir að fá þingið til að samþykkja aðgerðir sem gætu kostað bandaríska skattgreiðendur ómældar fjárhæðir. En viðbrögðin í umræddum löndum eru dræm. „Frá sjónarhóli þýsku stjórnar- innar eru aðgerðir á borð við þær sem rætt er um núna í Bandaríkj- unum ekki nauðsynlegar [í Þýska- landi],“ segir talsmaður Angelu Mer- kel kanslara, Ulrich Wilhelm. Hann rifjaði upp að Merkel hefði á fundi G-8 ríkjanna í fyrra hvatt til þess að gegnsæi varðandi vogunarsjóði og fjármálamarkaði yrði aukið og Þjóð- verjar teldu nú að viðvaranir þeirra hefðu reynst á rökum reistar. Haft var eftir talsmanni breska fjármálaráðueytisins í Guardian að þar hikuðu menn við að beita sams konar lausn og Paulson, Bretar myndu fara aðra leið. Báðir forsetaframbjóðendurnir vestra, demókratinn Barack Obama og repúblikaninn John McCain, styðja tillögur Paulsons þótt þeir lýstu í fyrstu miklum efasemdum. Vandi þeirra er að margir reyndir stjórnmálaleiðtogar úr báðum flokk- um og embættismenn óttast að verði ekki gripið til róttækra aðgerða geti skollið á mjög alvarleg kreppa. En það sem einkum stendur í for- setaefnunum og ekki síður þing- mönnum er að við fyrstu sýn virðist Paulson eingöngu hafa í huga að koma í veg fyrir hrun fyrirtækja sem allir sjá núna að hafa mörg farið vægast sagt óvarlega. Og eiga allir að fá aðstoð, án tillits til þess hvernig þeir hafa hagað sér? Á að verðlauna skussa sem þegar hafa sitt á þurru? Margir þingmenn vilja m.a. setja skilyrði um þak á kaupgreiðslur í fyrirtækjum sem fá aðstoð og vilja að venjulegir húseigendur fái hjálp, ekki síður en fjármálafyrirtækin. Loks má geta þess að hagsmunaaðil- ar reyna nú að fá Paulson til að sam- þykkja að ríkið kaupi upp öll lán sem tengjast á einhvern hátt húsnæðis- kaupum. Enginn vill verða útundan. Merkel segir ekki þörf á björgunarleiðangri Paulson hvetur önnur ríki til að aðstoða fjármálafyrirtæki Hvernig aðstoð er rætt um? Ætlunin er að verja allt að 700 millj- örðum dollara til að kaupa upp lán með veð í húsnæði sem eigendur hafa misst eða eru að missa. Tapast þessir peningar? Skattgreiðendur verða amk. fyrir tímabundnum skelli. En reiknað er með að lánin verði seld aftur þegar efnahagur landsins réttir úr kútnum. S&S MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 15 ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.