Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
FRÆÐIMAÐURINN, rithöfundur-
inn og blaðamaðurinn femíníski Ger-
maine Greer vandar listrýninum Ro-
bert Hughes ekki
kveðjurnar í grein
sem birt var í
breska dagblaðinu
Guardian í gær.
Sneiðina sendir
hún Hughes vegna
skrifa hans um
myndlistarmann-
inn Damien Hirst,
sem hann telur
stórlega ofmetinn.
Greer gerir góð-
látlegt grín að
Hughes sem undr-
ast að stytta Hirst,
„Virgin Mother“,
hafi verið seld fyrir
fimm milljónir
punda þar sem
Hirst sé ekki hagur styttusmiður.
Greer bendir á að langt sé um liðið
síðan Hirst gerði verk sín sjálfur, þ.e.
með eigin höndum, og vísar þar til
þess að moldríkir myndlistarmenn
séu með fólk í vinnu við að ganga frá
verkum. Þá bendir hún á verk sem
Hirst smíðaði sjálfur frá grunni,
„Pharmacy“, sem sé í raun illa smíðað
en hafi þó verið selt fyrir 11 milljónir
punda.
Greer segir snilli Hirst felast í því
hversu vel hann geti selt sig og list
sína, markaðssetning sé, jú, listform
21. aldarinnar. Hughes átti sig ekki á
því að Hirst sé vörumerki og þyki
jafngott að heimsækja kirkjugarð og
að skoða kálf eftir Hirst í formalíni.
Greer segir Hughes ekki átta sig á því
að Hirst hafa myndað þessa tengingu
í huga hans. Hvað varðar undrun
Hughes á söluverði verka Hirst segir
Greer Sothebys-uppboðið á dögunum
hafa verið listaverk í sjálfu sér. Á því
seldust 223 verka Hirst fyrir 95,7
milljónir punda, um 15,7 milljarða
króna. Að lokum gagnrýnir Greer
Hughes fyrir að hampa hinu hefð-
bundna á kostnað þess nýja, t.d. mál-
aranum Lucien Freud. Hann afgreiði
nýlist á borð við verk Hirst með ódýr-
um hætti af því hann skilji þau ein-
faldlega ekki. helgisnaer@mbl.is
Markaðs-
setningar-
listamaður
Greer tekur Hughes
á beinið vegna Hirst
Germaine Greer
Robert Hughes
Gullkálfur Verk Hirst, „Gullkálf-
urinn“, í Sotheby’s í London.
MINNINGARTÓNLEIKAR
verða haldnir um Úlrik Ólason
organleikara í Kristskirkju í
Landakoti við Túngötu á morg-
un kl. 20.
Á tónleikunum leikur Gunn-
ar Kvaran, einn fremsti selló-
leikari landsins, þrjár einleiks-
svítur eftir Johann Sebastian
Bach.
Allur ágóði af tónleikunum
rennur til orgelsjóðs Krists-
kirkju og verða aðgöngumiðar seldir við inngang-
inn. Miðaverð er kr. 2000.
Úlrik fæddist á Hólmavík 4. júní 1952 og lést 9.
apríl síðastliðinn. Var honum sungin sálumessa í
Kristskirkju í Landakoti 18. apríl.
Tónleikar
Í minningu
Úlriks Ólasonar
Gunnar
Kvaran
KVIKMYNDASAFNIÐ sýnir
í kvöld kl. 20 kvikmyndina
Belle du Jour efir Luis Buñuel
frá árinu 1967, í Bæjarbíói í
Hafnarfirði. Myndin byggir á
bók Joseph Kessel og er sögð
sérkennileg blanda af raun-
veruleika og ímyndunum eða
draumsýnum. Kvikmyndin var
sú síðasta sem Buñuel gerði og
jafnframt fyrsta litmyndin
hans. Hún segir af ungri konu,
Severine, sem virðist hafa allt til alls í lífinu, gift
ungum, myndarlegum og tillitssömum lækni, en
ræður sig svo í síðdegisstarf á snyrtilegu hóruhúsi
í París. Catherine Deneuve fer með hlutverk Se-
verine. Miðaverð er kr. 500.
Kvikmyndir
Belle du Jour
eftir Buñuel í bíó
Deneuve í
Belle du Jour
HLJÓMSVEITIN Bræðingur
heldur tónleika á Café Rósen-
berg í kvöld kl. 22.
Einar Valur Scheving lemur
húðir, Pétur Sigurðsson plokk-
ar bassa, Guðmundur Pét-
ursson slær á gítarstrengi,
Snorri Sigurðarson blæs í
trompet og Kjartan Valde-
marsson leikur á hljómborð.
Á efnisskránni verður frjáls-
leg spunatónlist eftir hljóm-
sveitarmeðlimi ásamt öðru efni af djassætt, að því
er segir í tilkynningu frá sveitinni.
Miðaverð er kr. 1000. Café Rósenberg var end-
urreist nýverið, opnað að Klapparstíg 25 og er
tónleikahald þar reglulegt.
Tónleikar
Bræðingur
á Rósenberg
Guðmundur
Pétursson
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
SEX íslensk tónverk verða leikin á
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands í Háskólabíói kl. 19.30 á föstu-
dagskvöld. Það er ekki nýmæli að ís-
lensk verk séu flutt á tónleikum
hljómsveitarinnar – á tónleikum
hljómsveitarinnar á Myrkum mús-
íkdögum eru alltaf frumflutt ný verk.
En það vekur athygli að ekkert verk-
anna sem hér um ræðir er nýtt. Þetta
eru Þrjú óhlutræn málverk eftir Jón
Leifs, Eldur eftir Jórunni Viðar,
fiðlukonsertinn Poemi eftir Hafliða
Hallgrímsson, flautukonsertinn Kól-
umbína eftir Þorkel Sigurbjörnsson,
Rún eftir Áskel Másson og Icerapp
2000 eftir Atla Heimi Sveinsson.
Verkin munu hljóma í Japan
Árni Heimir Ingólfsson, tónlistar-
stjóri sinfóníuhljómsveitarinnar, seg-
ir tvennt koma til með þetta efnisval.
Í fyrsta lagi verða þessi íslensku verk
með í för í Japansreisu hljómsveit-
arinnar í október, þar sem hún leikur
níu prógrömm á jafn-mörgum tón-
leikum. Í öðru lagi er með efnisvalinu
lagður grunnur að því að efla íslenska
klassík á tónleikum hljómsveit-
arinnar.
„Þetta prógramm er haldgott yf-
irlit um íslenska tónlist og gefur út-
lendingum góða mynd af því sem við
höfum verið að skapa í tónlistinni síð-
ustu öld. Við vildum kynna sem flest
tónskáld og sem flesta stíla.“
Það er vissulega gaman að heyra
ný verk frumflutt. Oft hefur þó verið
dapurlegt til þess að hugsa, að ef til
vill heyri maður þau aldrei aftur, í
mesta lagi einu sinni eða tvisvar.
Verkin sex, sem hér um ræðir, hafa
þó öll náð að skjóta rótum í hugskoti
blaðamanns, vegna eiginleika sinna.
Þau eru einfaldlega góð. Og Árni
Heimir hefur líka orðið var við mik-
inn áhuga á tónleikunum.
„Það er ekki nóg fyrir hvaða tón-
listarstofnun sem er að sinna bara
nýsköpun, þótt allt gott megi um
hana segja. Það er mjög nauðsynlegt
fyrir tónskáld að menn heyri það sem
þau eru að semja í dag. En við verð-
um líka að stuðla að því að hér verði
til íslensk klassík og halda á lofti
þeim verkum síðustu áratuga sem
skara fram úr og eru það besta sem
við höfum fram að færa. Við eigum
frábær tónverk sem standa upp úr og
heyrast ekki nógu oft. Ég nefni sem
dæmi að Kólumbína eftir Þorkel,
hugsanlega aðgengilegasti einleiks-
konsert í íslenskri tónlist, hefur aldr-
ei verið fluttur á tónleikum Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Þessu ætlaði
ég varla að trúa sjálfur.“
Hluti af sjálfsvitund okkar
En hvers vegna er svo nauðsynlegt
að hlúa að okkar bestu verkum? „Það
þarf að vera hluti af sjálfsvitund okk-
ar að við getum nefnt þau verk sem
eru rjómi íslenskrar tónlistar og
kunnað á þeim einhver skil. Þetta
gerist ekki nema þau séu flutt. Það
eru fjölmörg verk sem mig langar til
að hljómsveitin leiki aftur á næstu ár-
um. Það eru tólf ár síðan Sögu-
sinfónían var flutt. Það er líka orðið
æðilangt síðan við fluttum Strati eftir
Hauk Tómasson, verðlaunaverk sem
fékk Tónvakaverðlaun Ríkis-
útvarpsins. Það verður að haldast í
hendur að frumflytja verk og að
rækta það besta. Sinfóníuhljómsveit
hefur það hlutverk að vera bæði safn
og tilraunastofa.
Í bókmenntum og myndlist þekkj-
um við klassíkina okkar og vitum
hvað hefur verið gert best. Það vita
allir um Sjálfstætt fólk og um Kjar-
val, en þegar kemur að tónlistinni, þá
er þar stórt ginnungagap í vitund
hins almenna Íslendings, og upp í það
verðum við að fylla.“
Safn og tilraunastofa
Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur sex íslensk verk á tónleikum á fimmtudagskvöld
Morgunblaðið/Kristinn
Árni Heimir Grunnur lagður að því í efnisvali að efla íslenska klassík.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„TORU Takemitsu stofnaði hátíðina skömmu áður en hann dó,
árið 1996. Eftir það tók Toshio Hosokawa við henni og stjórnar
henni nú með Nobuko Imai,“ segir Kolbeinn Bjarnason flautu-
leikari, nýkominn heim af Takefu tónlistarhátíðinni í Japan. Og
nöfnin... japönsku nöfnin kunna að hljóma hvert öðru líkt, en
þremenningarnir sem Kolbeinn telur hér upp eru hver um sig
stórveldi á alþjóðlega tónlistarsviðinu, þeir tveir fyrrnefndu
sem ein mestu tónskáld Japana, og Nobuko Imai, sem einn
besti víóluleikari vorra daga, og kennari bæði Ásdísar Valde-
marsdóttur og Svövu Bernharðsdóttur. „Mér fannst það eig-
inlega ótrúlegt að vera farinn að spila á hátíð sem Nobuko Imai
stjórnar. Hún er svo stórt nafn.“
Kolbeinn er hógvær, og hann er ekkert að flíka þeirri stóru
frétt, að á hátíðinni nú lék hann til verðlauna fyrir besta tón-
verk hátíðarinnar. Það voru einu verðlaunin sem í boði voru.
„Þetta er margþætt hátíð. Nútímatónlistin er stærsti liðurinn
á dagskránni, en þar er líka klassísk tónlist. Heljarmikið verk-
stæði eða vinnustofa fyrir tónskáld er starfrækt á hátíðinni og
þangað er boðið efnilegum og frekar ungum tónskáldum héðan
og þaðan úr heiminum. Þarna eru líka masterklassar og svo
tónsmíðakeppni. Þetta er ansi stór pakki.“
Kolbeinn kenndi á námskeiðum hátíðarinnar auk þess að
halda fyrirlestur um bassaflautuna. Hann vann með japönskum
tónlistarmönnum og frumflutti þrjú japönsk verk og eitt enskt.
„Það er kannski klisja að segja það, en það er mjög gaman að
kynnst tónlistarfólki svona víða að úr heiminum.“
Hin stóra stund Kolbeins rann upp í tónsmíðakeppninni.
„Hún heitir Eiko Tsukamoto og er fædd 1986, og því rétt
rúmlega tvítug. Hún samdi heilmikið flautuverk fyrir keppnina.
Það voru aðeins þrjú verk af þrjátíu sem komust í úrslit og
verkið hennar var eitt þeirra. Ég spilaði, og verkið sigraði.
Þetta var samvinna okkar og við unnum heilmikið saman í verk-
inu eftir að ég kom út. Dómnefndin þarf auðvitað að sjá að verk-
ið virki í flutningi, og það gerði það. Þessi stelpa er að læra
heimspeki og er í einkatímum þess utan í píanóleik og tón-
smíðum, og er algjört fenómen; – alveg brjálæðislega klár.“
Kolbeinn lék til sigurs
Lék verk eftir 22 ára japanska stúlku sem hann segir „undur“
Flautað Kolbeinn kom japönsku undrabarni í sigursæti.
Hve oft er íslenskt hljómsveitarverk leikið á tónleikum Sinfóníunnar?
Það er misjafnt. Flest verk heyrast aðeins í örfá skipti og sum aldrei. Aðeins
fáein verk heyrast oftar en fjórum sinnum ef miðað er við tvo til þrjá áratugi.
Hvernig er hægt að bæta úr því?
Með því að velja úrval íslenskra verka til flutnings á tónleikum er verið að
hampa því, sem best hefur verið gert í íslenskum tónsmíðum, og leggja grunn
að því sem kalla mætti íslenska klassík í tónlist.
Hvers vegna þurfum við að eiga klassík í íslenskri hljómsveitartónlist?
Líkt og við þekkjum Sjálfstætt fólk eftir Laxness og Fjallamjólk eftir Kjarval
sem mikilvægar vörður í íslenskri listsköpun, getur það besta í íslenskri tón-
list styrkt og stækkað þann sjóð listaverka og menningarverðmæta sem móta
sjálfsvitund okkar sem þjóðar.
S&S