Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 19
Hófförin sem urðu að bjarndýrs-sporum með augum ferðamannakyntu ærlega undir ævintýraþrá íjúní sl. Undir fölskum bjarnarfeldi
sýndi hestur nokkur líka ævintýralega dirfsku
og ættjarðarást með því að strjúka úr sunn-
lenskum haga norður í heimahaga sína í gegn-
um ýmsa farartálma.
„Þetta er brúnskjóttur hestur og upp-
runalegt nafn hans er Seifur en hann er aldrei
kallaður annað en Ísbjörninn og menn hafa
horft á hann með lotningu,“ segir Þór Sævars-
son, bóndi í Brúarhlíð í Blöndudal og eigandi
Seifs, og honum er nokkuð skemmt. „Hann er
frá Holti á Ásum í A-Húnavatnssýslu, fæddur
Þorgrími Pálmasyni og var seldur í fyrrasumar
í hestakaupum uppi á Hveravöll-
um til Hjalta Gunnarssonar hjá
Íshestum sem býr á Kjóastöðum í
Bláskógabyggð í Árnessýslu.
Þaðan strauk hann í vor og kom
við uppi á Hveravöllum og skildi eftir sig svona
ógreinileg spor. Síðan komst hann hingað til
byggða norður eftir miklum krókaleiðum og
var ákveðinn mjög þegar hann komst í gegnum
girðingarnar!“ segir Þór glettilega.
Var snöggur heim úr göngum í haust
Hestinn sá hann svo í vor frammi á Eyvind-
arstaðaheiði þar sem hann beið við girðing-
arnar og hafði farið einhvers staðar yfir Blöndu
á leiðinni heim. „Hann fór rekstrarleiðina með-
fram Þjófadalafjöllunum þegar hann kom að
sunnan. Þeir sem hafa séð för eftir hann segja
mér að hann hafi líklega farið niður með Seiðisá
sem var aðalfarartálminn lengi vel.
Svo hitti ég Hjalta frammi á Hveravöllum
líklega í fyrstu ferðinni hans með Íshestum í
sumar og ég sagði við hann að þetta gengi ekk-
ert, hesturinn vildi vera fyrir norðan. Ég sagði
honum hvar hann héldi sig og við sömdum um
það í heita pottinum að ef ég sæi hann þegar ég
kæmi niður af heiðinni skyldi ég taka hann og
kaupa af honum. Og ég er búinn að nota hann
síðan.“
Ísbjörninn er 14-15 vetra og var Þór nýkom-
inn úr göngum á þessum duglega smalahesti
þegar blaðamaður sló á þráðinn og lágu þá leið-
ir þeirra um gamalkunnar slóðir; fram á Hvera-
velli um Auðkúluheiði. En eins
víst og Ísbjörninn er ekki hvítt
bjarndýr var hann fljótur norður
aftur. „Þegar ég sleppti honum
hljóp hann með mínum hestum
heim og var snöggur til byggða. Þannig að hon-
um líkar ekkert mjög illa hjá mér. Ég læt hann
ekki frá mér á meðan ég þarf að nota hest.
Þetta er eflingur.“ Ísbjörninn er auk þess hinn
þægasti klár og geta allir farið á bak honum.
„Ég er mjög sæll með Ísbjörninn,“ segir Þór að
lokum.
Vissulega er margt skrítið í kýrhausnum en
það hlýtur að vera mjög skrítið að vera hest-
urinn Ísbjörninn sem nýtur almennrar virð-
ingar í samfélaginu – fyrrum óttablandinnar –
án þess að vita það. thuridur@mbl.is
Húnvetningar „Þetta er brúnskjóttur hestur og upprunalegt nafn hans er Seifur en hann er aldr-
ei kallaður annað en Ísbjörninn og menn hafa horft á hann með lotningu,“ segir Þór Sævarsson.
„Þriðji björninn á Hveravöllum?“ var fyrirsögn á mbl.is í sumar og þjóðin stóð á öndinni. Næsta fyrirsögn sýndi ísbjarnarfárið í
hnotskurn: „Hálendisbjörn trúlega hross.“ Þuríður Magnúsína Björnsdóttir ræddi við Þór Sævarnsson, eiganda brúnskjótta
ferðaklársins Seifs sem hefur líklega ekki hugmynd um að hann heitir nú Ísbjörninn.
|þriðjudagur|23. 9. 2008| mbl.is
daglegtlíf
Hvítabirnir sem gengu hingað á land í
sumarbyrjun eru mörgum eflaust minn-
isstæðir. Um tíma þótti leika vafi á því
hvort þriðji hvítabjörninn hefði komið en
að sögn leitarmanna fundust einungis för
eftir hross og kindur og jafnvel fullmótuð
hross. Þótt allhljóðlega fari gengur saga
um annað og meira:
„Það er sú saga að hann hafi verið skot-
inn og grafinn á staðnum á Skaga,“ segir
Þór Sævarsson. Þór segist ekki hafa nein-
ar sönnur fyrir tilveru þriðja bjarnarins
og allt eins líklegt að þetta sé kjaftasaga
„en maður veit aldrei. Þetta mál hefur
valdið mörgum vandræðum og miklum
dýrtíðum og þá var kannski eins gott að
gera þetta svona“, segir Þór.
Annar maður sem Morgunblaðið ræddi
við hafði heyrt söguna þannig að hvíta-
björninn hefði verið grafinn í kyrrþey af
fulltrúum lögreglunnar á Sauðárkróki
sem hefði ekki viljað „enn eitt fárið“ –
ekki frekar en önnur yfirvöld. Maður sem
hefði aðstoðað lögregluna við að grafa
hræið hefði vel kenndur sagt frá þátttöku
sinni.
Tók út yfir allan þjófabálk
Þór segist taka öllum svona sögum af
mikilli varúð. „En þetta tók náttúrlega út
yfir allan þjófabálk, allt vesenið í kringum
nokkra ísbirni sem voru að flýja grindhor-
aðir. Þær sáu náttúrlega ísbirni, þessar
konur þarna tvær,“ segir hann og vísar til
Hrefnu Bjargar Guðmundsdóttur og Hall-
fríðar Sverrisdóttur sem tilkynntu hvíta-
bjarnarfund við Bjarnarfell á Skaga 22.
júní sl. Honum þykir saga þeirra trúverð-
ug og bendir á að önnur þeirra sé alin upp
í sveit og þekki því vel kindur úr fjarlægð.
„Mér dettur í hug að það hafi bara verið
þaggað niður. Mér fannst fljótt tilkynnt að
þeir hefðu ekki fundið neitt hvítt.“
Hann segist þó þekkja af reynd að
nokkurt æði hafi runnið á fólk á þessum
dögum. „Það sást ísbjörn á hverju strái
hér alls staðar, mátti ekki sjást grá meri
og þá var hringt í lögregluna. Ekki hér
langt frá sást leirljósskjótt meri og fólk
sagði ísbjörn vera í Langadalnum. Lög-
reglan fór og sá að þetta var bara hross!“
segir Þór Sævarsson að lokum.
Þriðji hvítabjörninn grafinn í kyrrþey?
Meintir bjarndýrshrammar
» Morgunblaðið, 20. júní 2008: „Í kjöl-farið var haft samband við lögregluna
á Blönduósi sem lét ferðamennina teikna
upp sporin og sýndi þeim jafnframt spor
hesta og fleiri dýra en sporin sem ferða-
mennirnir sáu voru mun stærri.“
» Mbl.is, 20. júní 2008: „Á afmörkuðuleitarsvæði fannst slóð sem við nánari
skoðun reyndist vera eftir hross. Þar sem
þessi spor voru í blautu moldarflagi voru
þau mjög stór […]“
» Hvernig gátu erlendu ferðamenn-irnir, sem virkuðu „mjög trúverð-
ugir“ og þekktu „slík spor frá heimalandi
sínu“, tekið hófför Seifs fyrir bjarndýrs-
spor?
Þór Sævarsson verður fyrir svörum:
„Hófarnir á honum voru reyndar mjög
litlir enda eyddir vegna þess að hann var
ójárnaður. Þegar förin eftir hann voru
tekin úr samhengi gat þetta alveg líkst
bjarnarförum en allt umhverfið þar í
kring tók af allan vafa,“ segir Þór. „Þetta
var bara eins og umræðan var á tímabili,
menn sáu ísbirni alls staðar þar sem þeir
sáu einhverjar skepnur.“
Alvara og grín, draumar og fyrirboðar
birtust í fjölmiðlum:
» Morgunblaðið, 20. júní 2008: „SævarEinarsson, bónda á Hamri í Hegra-
nesi, dreymdi nótt eina í júníbyrjun þrjá
ísbirni. Óvíst er hvort draumur bóndans
kemur fram en það skýrist á næstunni.“
» Mbl.is, 22. júní 2008: „„Þeir eru búnirað kemba svæðið frá Aðalvík, fyrir
Hornstrandir og út að Sauðárkróki og
hvergi var hvítt bangsaskott að sjá […]
Það eina sem þeir sáu var ljós hestur úti á
Skagatá en það kann að hafa verið grín,“
sagði aðalvarðstjórinn [Landhelgisgæsl-
unnar].“
Í Blöndudal Border collie-hundurinn Herkúles vinnur við að gæta skepna eins og Ís-
bjarnarins sem hefur átt það til að strjúka þvert yfir landið.
Brúnskjótti
ísbjörninn sem
strauk heim
Ég læt hann ekki
frá mér á meðan ég
þarf að nota hest.