Morgunblaðið - 23.09.2008, Page 21

Morgunblaðið - 23.09.2008, Page 21
vill ná fram með uppeldinu. Vilji foreldrarnir að börnin hlýði og virði reglur verða þeir að sjá til þess að börnin læri þetta og fái skýrar upplýs- ingar um hvað má og hvað ekki.“ Í þessum efnum er grundvallaratriði að for- eldrar séu börnum sínum góðar fyrirmyndir. „Þeir þurfa sjálfir að fylgja þeim reglum sem settar hafa verið og t.a.m. hanga ekki fyrir framan sjónvarpið tímunum saman í staðinn fyrir að gera eitthvað uppbyggilegt.“ 20 mínútur á dag Aðspurð segir Gyða foreldra býsna iðna við að leita sér upplýsinga og fróðleiks um uppeldis- mál. Það sjáist t.a.m. mjög vel á netinu þar sem alls kyns spjallvefir um uppeldismál blómstri. „Það er mjög víða verið að veita uppeldis- ráðgjöf, t.d. í tímaritum, dagblöðum, á netinu og í sjónvarpi. Hins vegar er þessi ráðgjöf misgóð og foreldrar eiga ekkert auðvelt með að greina í sundur hvað er faglegt og gott og hvað er ein- faldlega bull. Mér finnst foreldrar því vera leit- andi, eins og könnun sem við gerðum meðal for- eldra fyrir nokkrum árum sýndi. Við fengum skýr svör um að þörfin væri mikil en framboðið af góðri uppeldisfræðslu væri ekki nægilegt.“ Í framhaldi af þessu var ákveðið að auka slíka fræðslu í ung- og smábarnaverndinni með því að bjóða upp á uppeldisnámskeið sem ætluð eru foreldrum ungra barna. En hvað þá með for- eldra sem eru að basla við uppeldi unglinganna sinna? „Ef fólk hefur tamið sér skipulagt og gott uppeldi frá upphafi eru miklu minni líkur á að lenda í vandræðum með unglingana,“ svarar Gyða. „Oft eru foreldrar óöryggir með hvaða mörk er eðlilegt að setja unglingnum og finnst erfitt að banna honum eitthvað sem hann segir að allir megi. Þá hjálpar þegar foreldrar í skól- anum sameinast um að styðja hver annan í að hafa ákveðnar reglur. Fólk veit gjarnan hvað er rétt en skortir sjálfstraust til að fylgja því eftir.“ Hún segir miklu máli skipta að foreldrar tryggi að þeir hafi einhvern lágmarkstíma með börnunum, þrátt fyrir tímaleysið. „Þótt það séu ekki nema 20 mínútur á dag sem varið er í sér- staka samverustund þar sem barnið hefur for- gang. Og oft er miklu betra fyrir börnin að fólk eyði frítíma, t.d. um helgar, í að gera eitthvað skemmtilegt saman heima við – elda, fara í leiki eða gönguferð – frekar en að rjúka í verslanir eða á skemmtanir úti í bæ. Það sýnir sig líka að þegar börn fá sjálf að ákveða eigin umbun velja þau oft eitthvað sem ekki kostar peninga, eins og að baka köku með mömmu eða gefa öndun- um brauð.“ Þetta gildir ekki bara um litlu börnin. „Ung- lingar þurfa líka virkilega á þessu að halda. Þótt þeir láti oft eins og foreldrarnir séu ömurleg- asta fólk í heimi, er nauðsynlegt að þeir síðar- nefndu passi alltaf að eiga töluverða samveru með táningnum.“ ókeypis Gyða Haraldsdóttir heldur erindi á ráðstefnu ASÍ um málefni barna í Norræna húsinu í dag, sjá www.asi.is. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Væntingar Foreldrar þurfa að gera kröfur sem hæfa aldri barnsins og eru hvorki of miklar né of litlar. » Hafið raunhæfar væntingar tilbarnsins í samræmi við þroska þess. » Kröfur þurfa að hæfa aldri barnsinsog vera hvorki of miklar né of litlar. »Sýnið barninu hlýju, ræðið við það,hlustið og svarið. »Hrósið eða umbunið barninu fyrir já-kvæða hegðun. »Standið við eigin orð og gerðir.»Takið eftir áhrifum eigin hegðunareða viðbragða á barnið. »Verið samtaka í uppeldinu.»Gefið skýr skilaboð um hvað má oghvað ekki. »Leitið ráðgjafar eða aðstoðar þegarerfiðleikar koma upp. Nokkur góð ráð MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 21 Sameining sveitarfélaga er enn og aftur komin til umræðu. Fyrir tæp- um þremur árum var kosið um sameiningu sveitarfélaga á Snæ- fellsnesi. Niðurstöður úr þeirri kosningu voru vonbrigði. Hljóðið í fólki var mikið á þann veg að það kæmi að sameiningu sveitarfélag- anna, en ekki núna. Ef það er sann- færing fólks að sameining verði ekki umflúin, því þá að bíða? Bíða eftir hverju? Þetta finnst mér ekki rétt rök gegn sameiningu. Með því að bíða töpum við tækifærum og við töpum fólki frá okkur. Bættar samgöngur gera það að verkum að íbúar á Snæfellsnesi geta litið á sig sem heild sem hefur sameiginlega hagsmuni að verja. Það eru breytt- ir tímar og þetta skref verður stig- ið. Á þessum tímapunkti er ef til vill rétt að hugsa lengra og bjóða Dala- mönnum til samstarfs. Þá yrði til stórt sveitarfélag í kringum Breiða- fjörð, Breiðafjarðarhérað. Þar væri byggt á traustum grunni og stoð- irnar væru sjávarútvegur, landbún- aður, ferðaþjónusta, opinber þjón- usta og virkjun sjávarfalla.    Atvinnuástand í Hólminum er gott. Það sem vekur mesta athygli um þessar mundir er áræði tveggja fyrirtækja í atvinnumálum sem heimamenn binda vonir við. Í síðustu viku var hleypt af stokkunum hjá Skipavík lystiskútu í víkingastíl, sem er hönnuð og smíðuð hér í Hólminum. Menn eiga ekki von á að markaður sé hér á landi fyrir slíkar glæsifleytur held- ur verður hún markaðssett á er- lendum vettvangi. Unnið hefur ver- ið að smíði hennar undanfarin þrjú ár og margar vinnustundir liggja að baki. Ef vel tekst til getur hér verið um að ræða vísi að nýjum skipaiðnaði. Skútan er útbúin öllum þeim þægindum sem til er ætlast að séu í slíkum glæsifleytum. Hún hefur ýmsa kosti umfram hefðbundnar skútur og sérstaða hennar er henn- ar sölumerki. Þá er hafin framleiðsla á bjór sem heitir Jökulbjór hjá fyrirtæki heimamanna sem nefnist Mjöður. Allar aðstæður til framleiðslunnar eru eins góðar og hægt er og hafa allar ströngustu kröfur verið upp- fylltar. Á næstu dögum verður byrjað að tappa Jökulbjórnum á flöskur og hafin sala. Þar, eins og á hinum bænum, eru menn bjartsýnir á góð- ar móttökur.    Haustið er komið. Sumarið ein- kenndist af stakri blíðu, þurrviðri og hita. Mikil breyting varð svo á veðurfari um mánaðamótin. Síðustu vikur hafa verið stanslausar rign- ingar með hvössum vindi. Greini- legt er að safnast hafa upp miklar birgðir af úrkomu á himnum sem ekki hefur verið lengur hægt að halda aftur af. Þetta minnir okkur mjög á síð- asta ár. Það byrjaði að rigna á svip- uðum tíma og stytti vart upp fyrr en um áramót, en þá kólnaði og fór að snjóa. Það sem vekur athygli veðurglöggra manna er það hve miklir stormar fylgja þessu veðri.    Eins og fyrr segir var sumarið afar gott. Mikill fjöldi ferðamanna heim- sótti Stykkishólm og varð aukning í ferðaþjónustu. Hjá Sæferðum, sem gera út ferjuna Baldur og annast skemmtisiglingar, var um mets- umar að ræða. Flatey var vinsæll áningarstaður og fóru um 15.000 farþegar þangað fram og til baka. Þrátt fyrir góðærið hefur stór- aukinn olíukostnaður sett strik í reikninginn svo að eftirtekjan er rýrari en vonast var til.    Sæferðir hafa boðið upp á hvala- skoðun út af Snæfellsnesi í 12 ár. Síðustu ár hefur verið gert út frá Ólafsvík. Nú hefur verið ákveðið að hætta hvalaskoðun, þar sem reynsl- an í sumar hefur sýnt að ekki er hægt að gera út svo dýran bát á háu olíuverði. STYKKISHÓLMUR Gunnlaugur Auðunn Árnason Morgunblaðið/Gunnlaugur Auðunn Árnason Skútusmíði Skútur í víkingastíl er nýsköpun í atvinnulífi Hólmara, þar sem athyglinni er beint að erlendum mörkuðum. Fréttir bárust af því í vetur aðKeith Richards hefði tekið ösku föður síns í nefið. Eitthvað örlítið bú- inn að styrkja hana fyrst að sögn. Þórarinn Eldjárn orti á bloggið: Margt gott er Keith Richards gefið nú getur hann fælt úr sér kvefið: Hann fékk sér hreint kók og við föður sinn jók og notar svo blönduna í nefið. Rúnar Kristjánsson á Skaga- strönd orti eftir lestur hádegisfrétta: Enn eru met í ýmsu sett, öfug gengin slóðin. Ísa skara sköpuð stétt skuldugasta þjóðin! Þegar kunningi hans kvartaði yfir stirðleika í hnjám orti Rúnar: Þarftu að liðka þig í hnjánum, þér ég ráðið besta segi, stattu þá á stóru tánum stundarlangt á hverjum degi! Loks um skemmtilega viðtalsþætti í Sjónvarpi: Oft vill nokkur ófögnuður erli fylgja á hverjum stað. En Gísli æðir Út og suður og allir blessa hann fyrir það. VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is Stattu á stóru tánum! úr bæjarlífinu Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Dive Deeper 08 Tækninámsstefna í Smárabíó 9-10 október Microsoft sérfræðingar, ekki missa af þessu! Nánari upplýsingar og skráning í síma 544 4500 og www.ntv.is/divedeeper

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.