Morgunblaðið - 23.09.2008, Side 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
- kemur þér við
Sérblað um heilsu
fylgir blaðinu í dag
!
"
#
$
$
%&'
#
(
)# *%+%
,
$ #
#
!
"
#
%
&
'
(
)
'
( %*
+
,
--,
. /
'
'
'
'
-
0
*
*
$'*(
1 2
'
%
/
/
. '
% 3
4
+
/
5
' *
!" #$ % &&
Nágrannar dópsalans
varir við mikla umferð
Bróðir emírsins í Katar
kominn í Kaupþing
Selt.is ætlar sér stóra
hluti á markaðnum
Endurskoða lög um
opinbera starfsmenn
Segja slæmt að varð-
skipin liggi við höfn
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?
NÝLEG launakönn-
un SFR – stéttarfélags
í almannaþjónustu kom
mönnum í opna
skjöldu. Launamunur
kynjanna hefur aukist
um 3% og stendur núna
í 17,2%. Er nema von
að fólki bregði í brún.
Þetta gerist á sama
tíma og að völdum situr
ríkisstjórn sem hefur heitið því í
stjórnarsáttmála að gerð verði áætl-
un um að minnka óútskýrðan kyn-
bundinn launamun hjá ríkinu og
stefnt að því að hann minnki um
helming fyrir lok kjörtímabilsins.
Núna eru góð ráð trúlega dýr. Augu
almennings hvíla á ríkisstjórninni og
spurt er til hvaða nothæfra ráða sú
ágæta stjórn ætli að grípa. Er nema
von að spurt sé. Almenningur í land-
inu gerir kröfur um að gripið verði til
aðgerða sem duga gegn misréttinu
sem veður uppi. Hefur almenningur
einhverja ástæðu til bjartsýni um að
svo verði? Já, svo sannarlega. En nú
veltur mikið á því að stjórnmálamenn
beri kennsl á að tíminn er kominn og
sanni svo ekki verður um villst að
kjósendur höfðu rétt fyrir sér þegar
þeir greiddu þeim atkvæði sitt í síð-
ustu kosningum.
Einstakt tækifæri
Við lifum á sérstökum tímum.
Þjóðin hefur um hríð lofað siðlitlum
fjármálasprelligosum að stunda há-
loftafimleika á kostnað almennings.
Fólk er nú að vakna eftir flugferðina
til þess eins að upp-
götva að um algert
blindflug var að ræða
og að í flugstjórasæt-
unum voru ærðir menn,
vitstola af græðgi. Við
eigum eftir að sjá það
svartara, en þegar
brennuvargar sam-
félagsins hafa horfið á
braut og skilið eftir sig
sviðna jörð og fjöl-
skyldur í sárum kemur
að því að samfélagið vill
sjá sanngirni og jafn-
vægi. Kallað verður eft-
ir réttsýni, réttlæti og skynsemi. Og
þarna liggja tækifærin. Leiðrétting á
launamuni milli kynjanna mun njóta
víðtæks stuðning. Það væri grátlegt
og aumkunarvert, ef helstu bar-
áttujaxlar fyrir jafnrétti og kven-
frelsi nýttu sér ekki það tækifæri til
jafnréttis sem nú blasir við. Almenn-
ingur er búinn að fá sig fullsaddan af
sérgæsku, óréttlæti og ójafnrétti.
Kjósendur munu nú kalla á aðgerðir
og helstu forystukonur í ríkisstjórn-
inni geta skrifað nafn sitt á spjöld
sögunnar með því að segja „Svona
gerum við ekki. Við líðum ekki þetta
misrétti milli vinnandi kvenna og
karla. Við höfum vald til breytinga, til
þess vorum við kosnar og þessu verð-
ur breytt. Núna!“
Hvað og hvernig?
Launamunur kynjanna er alger-
lega óásættanlegt ástand og eitt
versta þjóðfélagsmeinið sem við bú-
um við. Hvað sem menn segja og
gera verður þessi munur aðeins leið-
réttur með því að hækka laun kvenna
til jafns við laun karla í sambæri-
legum störfum. Það kostar peninga.
Eitthvert hókus-pókus babl og blað-
ur dugar ekki til. Hér þarf áþreif-
anlegar aðgerðir. Því miður nýtti rík-
isstjórnin ekki það góða tækifæri
sem gafst í kjarasamningunum síð-
astliðið vor en ekki er öll nótt úti enn.
Forystukonur í ríkisstjórn eru í kjör-
aðstæðum til að hrinda í framkvæmd
aðgerðum um verulega aukið fjár-
magn inn í stóru kvennastéttirnar
innan ríkisgeirans. Þó að stóraukið
fjármagn til þessara kvennastétta sé
viðamikið verkefni er það vel fram-
kvæmanlegt. SFR –stéttarfélag í al-
mannaþjónustu hefur sett fram skýr-
ar tillögur um hvernig má leiðrétta
launamun kynjanna og hvernig megi
viðhalda jafnvægi eftir að leiðrétt-
ingin er komin fram. Það er bara
spurning um hvort ríkisstjórnin og
ráðherrarnir valda því hlutverki að
vera stjórnmálaafl sem getur, þorir
og vill. Stjórnin hefur nú tækifæri til
að umbylta samfélaginu í átt til jafn-
réttis. Geri stjórnin það ekki á hún
það á hættu að verða minnst sem
stjórn hinna glötuðu tækifæra. Það
er spurning hvort tíminn sé ekki akk-
úrat kominn og hvort ráðherrar geti,
þori og vilji.
Ríkisstjórn Íslands: getur
hún, þorir hún, vill hún?
Þórarinn Eyfjörð
Eiríksson skrifar
um laumamisrétti
kynjanna
» Það væri grátlegt og
aumkunarvert, ef
helstu baráttujaxlar fyr-
ir jafnrétti og kvenfrelsi
nýttu sér ekki tækifærið
til jafnréttis sem nú
blasir við.
Þórarinn Eyfjörð
Eiríksson
Höfundur er framkvæmdastjóri SFR
– stéttarfélags í almannaþjónustu.
ÞVÍ HEFUR verið
slegið fram að æskunni
sé sóað á börn því að
þau hafi ekki forsendur
til að njóta hennar. En
ætli barnæskan sé sú
paradís sem hún virðist
stundum vera frá sjón-
arhóli hinna fullorðnu?
Ef marka má nýjustu
rannsóknir á heilastarfsemi barna
eru fyrstu tvö til þrjú árin mikilvæg-
asti tími ævinnar þó svo að enginn
muni eftir þeim. Á þessu tímabili er
heilinn í hröðustum vexti og mestri
mótun og þá verður til grunnur að
sjálfsmyndinni. Mótun heilans gerist
hins vegar ekki í tómarúmi heldur er
þroski hans háður aðstæðum og
reynslu sérhvers barns. Hagstæð-
ustu skilyrðin verða til með því einu
að foreldrar njóti barna sinna. Þegar
þeir sinna börnum sínum af næmi og
umhyggju, bregðast við þörfum
þeirra og leika við þau upplifa börnin
að þau skipti máli. Þá kennir reynsl-
an þeim að aðrir láta þau sig varða og
að hægt sé að bæta úr vanlíðan. Öll
börn upplifa streitu af og til, þegar
þau til dæmis þurfa að bíða eða tak-
ast á við nýjar aðstæður, og auðvitað
eru foreldrarnir misjafnlega fyr-
irkallaðir. Aðalatriðið er að streitu
barna sé haldið innan viðráðanlegra
marka. Þetta eru mikilvægar for-
sendur þess að börn byggi upp já-
kvæða sjálfsmynd, þrói með sér getu
til að láta sig líðan annarra varða og
tileinki sér heilbrigð bjargráð þegar á
móti blæs.
Öðru máli gegnir um börn sem
alast upp við vanrækslu, geð-
heilsubrest foreldra eða ofbeldi á
heimili. Viðvarandi
kvíði eða ótti ungra
barna, til dæmis vegna
ónógrar svörunar, að-
skilnaðar frá nánasta
umönnunaraðila eða
heimilisófriðar, getur
valdið þeim ófyrirsjáan-
legum skaða. Við lang-
varandi álag bregst lík-
ami barns við með því
að framleiða skaðlegt
magn af streituhorm-
ónininu kortisól sem
getur veikt tengingar á
milli viðkvæmra taugabrauta, dregið
úr vexti heilans, veikt ónæmiskerfið
og minnkað þannig mótstöðuafl
barnsins gegn sýkingum og lang-
vinnum heilsufarsvandamálum. Í
slíkum aðstæðum er hætt við að
reynslan kenni börnum að öðru fólki
sé ekki treystandi, sjálfsmynd þeirra
verður neikvæð, þau skortir for-
sendur til að setja sig í spor annarra
og virða þar af leiðandi hvorki reglur
né mörk samfélagsins. Þess vegna er
svo ákaflega mikilvægt að ungum
börnum sé sinnt af næmi og að
streitu þeirra sé haldið innan viðráð-
anlegra marka.
Ef efla á geðheilsu barna þarf að
huga að geðheilsu foreldra þeirra. Þó
að fleiri komi að umönnun ungra
barna hafa tengsl foreldra og barna
algjöra sérstöðu vegna þess að til
þeirra er stofnað á viðkvæmustu
mótunarárum barnsins og þeim er
viðhaldið í gegnum áralöng, oft ævi-
löng, samskipti. Frá fæðingu er barn-
ið algjörlega hjálparvana og háð for-
eldrum sínum sem þurfa að bregðast
við þörfum þess jafnt og þétt og
draga úr vanlíðan þess á hvern þann
hátt sem er viðeigandi hverju sinni,
tuttugu og fjóra tíma á sólarhring, sjö
daga vikunnar. Þetta reynir mjög á
foreldra sem eru misjafnlega í stakk
búnir til að setja þarfir annarrar
manneskju í skilyrðislausan forgang.
Allir foreldrar upplifa á köflum
kvíða, reiði, vanmátt og hjálparleysi
gagnvart börnum sínum. Þá skiptir
sköpum að þeir geti reitt sig á aðra
fullorðna manneskju sem hefur til
þeirra jákvæða afstöðu, sýnir þeim
skilning og hjálpar þeim að hugsa um
það sem bjátar á. Margir foreldrar fá
slíka hjálp í daglegu lífi frá maka,
fjölskyldu eða vinum. Aðrir eru ekki
svo lánsamir. Sjálfra þeirra vegna, en
alveg sérstaklega barnanna vegna, er
brýnt að þeim sé tryggður aðgangur
að fagfólki sem gefur þeim rými til að
hugsa um og melta upplifanir sínar,
setja þær í samhengi og leita nýrra
leiða í umönnun barnsins. Slík aðstoð
þarf að vera foreldrum aðgengileg
frá meðgöngu barnsins. Sérstaklega
þarf að huga að foreldrum sem eiga
slæma reynslu úr sínu uppeldi, skort-
ir stuðning fjölskyldu, stríða við geð-
röskun eða fíkn eða búa við lélegar
heimilisaðstæður eða ofbeldi.
Reynsla nágrannaþjóða okkar hef-
ur sýnt að forvarnir af þessu tagi
draga ekki eingöngu úr þjáningum
viðkomandi fjölskyldna og styðja
börn til heilbrigðis heldur margborga
þær sig fjárhagslega fyrir samfélagið
til lengri jafnt sem skemmri tíma.
Hvaða máli skipta fyrstu árin
ef maður man ekki eftir þeim?
Sæunn Kjart-
ansdóttir skrifar
um uppbyggingu
geðheilsu barna
» Fyrstu tvö til þrjú
árin eru mikilvæg-
asti tími ævinnar.
Ábyrgð foreldra er aldr-
ei meiri en margir þurfa
meiri og sérhæfðari
stuðning en nú stendur
til boða.
Höfundur er sálgreinir.
Sæunn Kjartansdóttir