Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
UM ALLLANGT
skeið hefur fyrirferð-
armikil umræða átt sér
stað í fjölmiðlum um
skipulagsmál í Kópa-
vogi. Út af fyrir sig er
það hið besta mál, alla
vega ef þess er gætt að
umræðan sé mál-
efnaleg og sanngjörn.
Því miður hefur mér
sýnst að stundum standist þessar
ritsmíðar ekki prófið.
Látlaust er kvartað yfir því að
ekki sé haft samráð við íbúa bæj-
arins um skipulag. Þetta tel ég ekki
eiga við rök að styðjast, bærinn aug-
lýsir til kynningar skipulag og breyt-
ingar á skipulagi. Íbúar fá frest til að
gera athugasemdir. Ítrekað hafa
bæjaryfirvöld tekið mark á ábend-
ingum íbúa um það sem betur mætti
fara. Hætt er við að hægt mundi
ganga ef skipulagsmál yrðu færð al-
farið til hinna ýmsu íbúasamtaka til
ákvörðunar. Það er ekki alveg víst að
betur tækist til við að ná niðurstöðu
sem meiri samstaða yrði um.
Því er þetta sagt að nú nýlega
barst mér í pósti kynningarbækl-
ingur um skipulag Linda IV. Þetta
er mjög vel gerður bæklingur þar
sem útskýrt er í máli og myndum
skipulag þessa miðbæjarhverfis, þar
á meðal er Skógarlind 1, byggingin
sem hvað mest er deilt
um þessa stundina.
Fyrir bækling þennan
eiga yfirvöld í Kópavogi
hrós skilið.
Sérstaka athygli
mína vekur að forsvars-
menn nýrra íbúa-
samtaka hafa hafnað
öllum samskiptum við
skipulagsyfirvöld í
bænum. Ítrekað hafa
skipulagsmenn bæj-
arins boðið forsvars-
manni íbúasamtakanna
í Lindum IV til viðræðna, en því boði
hafnað.
Það sem fékk mig til að skrifa
þetta greinarkorn eru hin snagg-
aralegu viðbrögð Guðríðar Arn-
ardóttur í Morgunblaðinu 18. sept-
ember. Greinin ber þess merki að
vera skrifuð í geðvonskukasti, lík-
lega vegna þess að jafnvel hún áttar
sig á því að bæklingurinn sýnir mjög
vel að hér er á ferðinni ágætt skipu-
lag og vel séð fyrir öllu.
Það sem mest virðist fara fyrir
brjóstið á frú Guðríði er að í um-
ræddum bæklingi er sagt frá því að
Norvík, móðurfélag BYKO, muni
flytja starfsemi sína í Skógarlind 1.
Að mínu mati er þetta mikill
ávinningur fyrir bæinn og undarleg
er þessi afstaða hjá kjörnum bæjar-
fulltrúa – að leggjast gegn því að fá
gott fyrirtæki með hundrað störf í
bæinn.
Reyndar er ekki hægt að lesa ann-
að úr skrifum fulltrúa Samfylking-
arinnar á þessu kjörtímabili en að
hún sé á móti húsbyggingum al-
mennt sem og góðu gatnakerfi. Al-
veg sérstaklega virðist Samfylking-
arfólki uppsigað við atvinnuhúsnæði.
Þessi andstaða hefur verið rauði
þráðurinn í skrifum frú Guðríðar allt
kjörtímabilið, en í öðrum fulltrúum
Samfylkingar hefur varla heyrst
hósti né stuna.
Það skyldi þó ekki vera að í þessu
tilfelli séu mótmælin mótmælanna
vegna, en ekki þess húss sem fyrir-
hugað er að byggja í Skógarlind 1.
Tilgangurinn helgar meðalið.
Að endingu vil ég segja að ef Guð-
ríður ætlar að byggja bílskúr, þá
verður hún eins og aðrir að láta á
það reyna hvort hún fær teikn-
inguna samþykkta. Vonandi verður
hún ekki fyrir miklum mótmælum
nágranna sinna.
Fyrirmyndarvinnubrögð
Guðni Stefánsson
skrifar um skipu-
lagsmál í Kópavogi
»Reyndar er ekki
hægt að lesa annað
úr skrifum fulltrúa
Samfylkingarinnar á
þessu kjörtímabili en að
hún sé á móti húsbygg-
ingum almennt sem og
góðu gatnakerfi.
Guðni Stefánsson
Höfundur er stálvirkja-
meistari í Kópavogi.
STEINGRÍMUR
Sigfússon skrifar
áhugaverða grein í
Morgunblaðið 18.
september um
hremmingar nýfrjáls-
hyggjunnar á síðustu
misserum. Það er litlu
að bæta við skrif
Steingríms, sem slær
því réttilega föstu að
„nýfrjálshyggjubylt-
ingin er að éta börnin
sín“. Það er þó vert að
skoða sögulega um-
gjörð nýfrjálshyggj-
unnar.
Nýfrjálshyggjan
rekur rætur sínar til
Chicago-skólans svo-
nefnda, þar sem Mil-
ton Friedman var
fremstur í flokki. Hug-
myndir hans um pen-
ingastjórnun, einkavæðingu og af-
nám opinbers regluverks höfðu
mikil áhrif á ráðamenn 9. áratug-
arins, t.d. Reagan, Thatcher og Pi-
nochet. Þessar hugmyndir bárust
um síðir til Íslands og var Sjálfstæð-
isflokkurinn undir stjórn Davíðs
Oddssonar helsti talsmaður hennar
og er enn.
Þegar 1962, í bók sinni „Kapítal-
ismi og frelsi“, boðar Friedman að
ríkið eigi að hafa sem minnst af-
skipti af hinum frjálsa markaði, að-
eins þannig sé unnt að skapa póli-
tískt og félagslegt frelsi.
Ríkisbáknið verði að skera niður,
það standi í vegi fyrir eðlilegum
efnahagsvexti og lögmálum hins
frjálsa markaðar.
Tími nýfrjálshyggjunnar var þó
ekki kominn í byrjun 7. áratugarins.
Það liðu 20 ár þar til kenningar
Friedmans urðu nær allsráðandi í
efnahagsmálum heimsins.
Á 7. áratugnum voru áhrif kalda
stríðsins, vopnakapphlaupsins og
stríðsrekstrar Bandaríkjamanna í
Víetnam alls ráðandi. Gífurlegum
fjármunum var ausið í uppbyggingu
her- og varnarmála og öll fjárlaga-
frumvörp gerðu ráð
fyrir miðstýringu
markaðarins. Líkja má
ástandi mála á þessum
tíma við þá ófæru sem
bandarískur og vest-
rænn efnahagur hefur
leiðst út í eftir að stríð-
ið gegn hryðjuverkum
hófst. Kenningar
Friedmans virðast ekki
virka við slíkar að-
stæður, stríðsrekstur
kallar óhjákvæmilega á
miðstýringu markaðar-
ins og styrkingu rík-
isins.
Gagnrýni Chicago-
skólans var að vissu
leyti réttmæt, sof-
andaháttur og kerf-
isþýlyndi jafn-
aðarmennskunnar, eins
og hún birtist skýrast á
Norðurlöndum, var
löngu búið að ganga sig
upp að hnjám og breyt-
inga var þörf. En tím-
inn átti eftir að sýna að skamm-
tímaúrræði Friedmans voru ekki
nein varanleg lausn á vandamálinu.
Um 1980 voru markaðir hins vest-
ræna heims að mestu mettaðir.
Hrun Sovétríkjanna 1989 og opnun
Austur-Evrópu og Kína leiddi til að-
gangs að nýjum mörkuðum sem
þyrsti í vestrænt fjármagn. Tæpur
þriðjungur mannkynsins, sem hafði
áður verið lokaður bak við múra
kalda stríðsins, opnaði nú faðm sinn
fyrir vestrænu fjármagni og vörum.
Lág laun, réttindaleysi verkafólks
og spilling í stjórnum skapaði nýja
markaði og nýja möguleika til að
nýta hráefni þessara landa í þágu
hins vestræna markaðar. Kalda
stríðinu var lokið og tími hins frjálsa
markaðar kominn. Framlög til hern-
aðar- og varnarmála voru ekki eins
nauðsynleg og áður, miðstýringin
hlaut að víkja fyrir einstaklings-
hyggju og frjálsum markaði.
Tækniþróunin og tölvuvæðingin á
8. og 9. áratugnum gerði það sam-
tímis kleift að gernýta gömlu mark-
aðina, nýjar olíulindir fundust og
voru nýttar með tækni sem þróaðist
hratt í takt við auðinn sem betri og
nákvæmari nýting hráefnalindanna
skapaði. Nýjungar í framleiðslu og
samgöngum sköpuðu einnig hag-
stæð skilyrði fyrir örri fjármagns-
myndun og styrkingu heimsmark-
aðarins. Þessar tvennar aðstæður
plægðu jarðveginn fyrir nýfrjáls-
hyggju og einkavæðingu, sem ekki
var til staðar þegar Friedman setti
fyrst fram kenningar sínar í byrjun
7. áratugarins.
Í dag er staðan önnur. Hinir nýju
markaðir eru að heita má fullnýttir
eftir 20 ára nær samfellda þenslu og
ef einhver nýtir þá frekar eru það
helst heimamenn, Rússar og Kín-
verjar. Í umróti nýfrjálshyggju-
tímabilsins hefur þessum þjóðum
líka vaxið fiskur um hrygg og þar
með hefur vestrænt hagkerfi komið
fótunum undir keppinauta sem eiga
eftir að verða þeim skæðir í barátt-
unni um auðævi jarðarinnar. Hið al-
þjóðlega fjármálaumhverfi er ekki
lengur það sama og frjáls, vestrænn
markaður, í dag tvinnast fjármagn
nær allra landa heims saman á al-
þjóðavæddum markaði, þar sem ill-
mögulegt er að gera sér grein fyrir
hverjir hagsmunaaðilarnir eru.
Tækniþróunin og tölvuvæðingin
heldur áfram en ávöxtur þessarar
þróunar er ekki jafnmikill og áður.
Yfirburðir hins vestræna heims eru
ekki lengur hinir sömu, lærisveinar
vestræns kapítalisma standa nú
nánast jafnfætis kennurum sínum.
Einkamarkaðurinn í tölvugeiranum
er óðfluga að mettast samtímis því
sem löðurbólur fjárfestingamark-
aðanna hjaðna. Hraðari samgöngur
á netinu og aukin notkun gervi-
hnatta leiða aðeins til að kreppan
breiðist út með ógnarlegri hraða en
mannkynið hefur séð áður.
Það er lítil huggun í yfirlýsingum
um að ekki sé nein kreppa, bara aft-
urhvarf til eðlilegs ástands. Menn
hljóta að játa að heimskapítalisminn
siglir inn í alvarlegustu kreppu sög-
unnar síðan á 3. og 4. áratug liðinnar
aldar.
Ástand heimsmála og jarð-
skjálftahrinurnar á verðbréfamörk-
uðum heimsins síðustu mánuði og
vikur sýna og sanna að „kapítalismi
og frelsi“, svo notuð séu orð Miltons
Friedmans, eiga bara alls ekki sam-
an. Nýfrjálshyggjan er að hruni
komin, kenningar Friedmans heyra
sögunni til. Nýr tími félagshyggju
og lýðræðislegrar stjórnunar er að
renna upp.
Í minningu
Miltons Friedmans
Kristján L. Guð-
laugsson skrifar
um nýfrjálshyggju
Kristján L.
Guðlaugsson
» Tíminn átti
eftir að sýna
að skamm-
tímaúrræði
Friedmans voru
ekki nein var-
anleg lausn á
vandamálinu.
Höfundur er blaðamaður
og sagnfræðingur.
ÞESSA dagana fer
Listaháskólinn mikinn
með kynningarfundum
á vinningstillögu úr
samkeppninni um ný-
byggingu Listaháskól-
ans við Laugaveg. Að
gefnu tilefni er rétt að
draga fram helstu atriði
málsins. Skal Kristni E.
Hrafnssyni þökkuð
brýningin í Morg-
unblaðinu 8. september
síðastliðinn.
Sögulegur kjarni
borgarinnar hefur
vegna byggðamynsturs
og byggingarsögulegs
samhengis í sjálfu sér
mikilvægt menningar-
hlutvek og mikla efna-
hagslega vigt sem af því
leiðir. Þegar byggt er í
þessum sögulega
kjarna borgarinnar þá
skiptir máli hvernig
farið er með svo ekki
glatist verðmæti heild-
ar og þau tækifæri sem
í henni eru fólgin fyrir samfélagið
allt. Þetta er jafnvægiskúnst sem
jafnmikilvæg menntastofnun og
Listaháskólinn getur ekki leyft sér að
hundsa. Þegar kemur að grunn-
forsendum í góðu borgarskipulagi
gera hagsmunir LHÍ hann ekki að
eylandi vegna eigin ágætis. Bygging-
armagnið er einfaldlega of mikið. Það
blasir við úr nærri öllum samkeppn-
istillögunum.
Á kynningu samkeppnistillagn-
anna fyrir Arkitektafélag Íslands
spunnust einkar upplýsandi umræð-
ur. Byggingarmagnið var helsta rót
þeirra efasemda sem menn lýstu.
Sama hvaða teorísku einræður farið
var með til varnar, þá laug líkanið
engu til. Húsið blasti við sem bákn, úr
takti við það byggðarmynstur sem
því var ætlað að samlagast. Að virða
byggðarmynstrið var ein aðal-
forsenda samkeppninnar, þó fóru orð
og mynd einhvern veginn ekki saman
í vinningstillögunni.
Þarna viðruðu arkitektar sem náðu
verðlaunasætum efasemdir sínar.
Byggingarmagnið væri of mikið svo
hægt væri að gera eitthvað þannig að
menn gætu að öllu leyti verið sáttir
við eigið framlag til samkeppninnar.
Í forsendum fyrir staðarvali og því
hvernig spilað er úr felst viss þver-
sögn. Bæjarhlutinn og félagslegt
mikilvægi Laugavegar sem götu er
nefnt sem lykilatriði. Samt er skólinn
hannaður sem innhverf bygging með
innbyggðu félagsrými sem verður til
þess að hún stækkar og snýr baki í
umhverfi sitt. Frakkastígur verður
dauð gata, síst betri en hún er í dag.
Þannig mætti skoða hvað gerðist ef
menn nýttu sér staðsetninguna og
sneru þessu við og hugsuðu göturnar
sem hluta af félagsrými skólans. Með
því móti gæfi hann meira af sér en
ella. Munu sjálfstætt hugsandi nem-
endur skólans sitja innan húss og
blanda geði við borgarana á innitorgi
þar sem rektor hefur valið þeim stað,
eða munu þeir sækja annað? Það er
stutt að fara. Verður innitorgið jafn-
líflegt og Eiðistorg á þriðjudags-
morgni?
Samkeppnin öll var
mjög upplýsandi um
þau vandamál sem við
er að etja. Hún er að
því leyti verðmætur
sjóður að byggja á. Það
er hins vegar vel þekkt
að sveigt sé verulega
frá vinningstillögu
þannig að vel fari. Sam-
anber Alþingisreitinn
og Þingskálann.
Það er rétt sem
Kristinn E. Hrafnsson
nefnir í grein sinni að
maður á að vera ná-
kvæmur. Ég játa að ég
hef verið sekur um var-
úðarónákvæmni og
sagt bygginguna rúma
13.000 fermetra en hið
rétta er 14.700 fermetr-
ar, þakka ég Kristni
leiðréttinguna. Burtséð
frá fermetrahártog-
unum og samanburð-
artölum þá breytir það
ekki aðalatriðum máls-
ins. Byggingin ofgerir
umhverfi sínu, nið-
urrifið gengur of langt.
Það að standa vörð
um gömlu byggðina og
söguleg hús, sem í Reykjavík eru fá-
gæti umfram aðrar borgir, hefur
ekkert með það að gera hvort menn
eru almennt með eða á móti nútíma-
arkitektúr. Enda ekki sama nútíma-
arkitektúr og nútímaarkitektúr. Ef-
laust er það rétt hjá Kristni að þeir
sem leyft hafa sér að gagnrýna vinn-
ingstillögu LHÍ eru ekki nógu skyn-
ugir á þær formfræðilegu launhelgar
sem bygginguna prýða. En þá vil ég
líka minna á að það var barn en ekki
skraddari eða ráðgjafi hirðarinnar
sem benti á að keisarinn í nýju föt-
unum væri allsber.
Það eru takmörk hvað elta á mikið
ólar við aukaatriði málsins í grein
Kristins, í gamni eða alvöru. Í seinni
tíð hafa menn oft átt auðveldara með
að skilgreina list út frá því hvað list
er ekki frekar en hvað hún er. Sam-
anber frasann „götumynd er ekki list
í sjálfu sér“. Ágætur frasi sem stenst
enga skoðun ef byggingarlist á að
teljast til listgreina á annað borð.
Það er hins vegar erfitt að draga til
baka það sem gert er í þessari list-
grein umfram sumar aðrar líki
mönnum ekki útkoman. Þess eru þó
dæmi að menn hafi lagt mikið á sig
einmitt til þess.
1962 var reist í miðborg Birm-
ingham byggingin Bullring Center,
verslunarmiðstöð sem vera átti tákn-
gerving nýrra tíma. Innhverf bygg-
ing og sjálfri sér nóg sneri stolt dyr-
um út að torgi. Þrjátíu árum síðar
hélt Karl Bretaprins því fram að
breskir arkitektar hefðu valdið meiri
skaða á borginni eftir stríð en
sprengjuárásir Þjóðverja í stríðinu.
Þótt menn vildu ekki viðurkenna að
hallarbúinn hefði mikið vit á bygg-
ingarlist blasti við að nýrri hlutar
miðborgarinnar voru ljótir, fráhrind-
andi og dauðir. 1992 var Bullring
Center rifin og önnur betri nútíma-
bygging reist í staðinn. Læt ég hér
fylgja mynd úr bókinni Boring Post-
cards af þessu húsi sem einu sinni
var.
Betur má
ef duga skal
Snorri Hilmarsson
skrifar um Listahá-
skólabygginguna
Snorri Freyr
Hilmarsson
» Þegar kemur
að góðu
borgarskipulagi
gera hagsmunir
LHÍ hann ekki
að eylandi
vegna eigin
ágætis. Bygg-
ingarmagnið er
einfaldlega of
mikið.
Höfundur er formaður
Torfusamtakanna.