Morgunblaðið - 23.09.2008, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristín ElísabetJónsdóttir lækn-
ir fæddist á Hafra-
felli við Skut-
ulsfjörð í
Ísafjarðarsýslu 28.
janúar 1927. Hún
andaðist á Land-
spítalanum við
Hringbraut 7. sept-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Kristínar
voru Jón Guð-
mundsson, f. á
Skarði í Bjarnar-
firði á Ströndum
1888, d. 1962, og kona hans Krist-
ín Elinóra Guðmundsdóttir, f. á
Hafrafelli 1889, d. 1972. Þau hjón-
in bjuggu sinn meginbúskap á
Hafrafelli, fluttust síðan á Ásfell
við Akranes og loks til Reykjavík-
ur.
Bræður Kristínar voru Guð-
hélt hún til framhaldsnáms í lyf-
lækningum við Mount Vernon-
sjúkrahúsið í New York og fleiri
sjúkrahús þar í borg. Hún sneri
heim til Íslands 1959, starfaði
fyrst við Borgarspítalann, síðan
um hríð við tilraunastöð Háskól-
ans á Keldum, þá aftur við Borg-
arspítalann, en sneri sér síðan al-
farið að störfum á sýkladeild
Rannsóknarstofu Háskólans þar
til hún lét af störfum fyrir aldurs
sakir 1996. Jafnframt rannsókn-
arstörfunum stundaði Kristín
kennslu, m.a. við Háskóla Íslands
og Nýja hjúkrunarskólann.
Kristín léði Zonta-klúbbnum
krafta sína í áratugi og sat jafn-
framt í stjórn Minningargjafa-
sjóðs Landspítalans.
Að meginstarfsdeginum lokn-
um sinnti Kristín fjölmörgum
áhugamálum af mikilli elju, að-
stoðaði m.a. við útgáfu nokkurra
binda af Borgfirskum æviskrám
auk þess sem tónleikar, leiksýn-
ingar og bókmenntir nutu jafnan
mikillar hylli hjá henni.
Útför Kristínar verður gerð frá
Háteigskirkju í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
mundur skrif-
stofumaður, f. 1917,
d. 1993, og Haukur
lögfræðingur, f.
1921, d. 1980.
Kristín giftist 1963
Elíasi Davíðssyni,
kerfisfræðingi og
tónskáldi, f. í Palest-
ínu 1941. Þau skildu
1984. Dætur þeirra
eru a) Ester Auður,
kennari og verk-
efnastjóri, f. 1963,
gift Snorra Hrafn-
kelssyni frið-
argæsluliða, f. 1966. Sonur Ester-
ar af fyrra hjónabandi er Nicolas
Ragnar Muteau, f. 1992. b) Berg-
ljót, starfsmaður hjá ORA, f.
1965.
Kristín lauk stúdentsprófi frá
MR 1946 og kandídatsprófi í
læknisfræði frá HÍ 1953. Síðan
Mikill samgangur var á milli fjöl-
skyldu minnar og Stínu föðursystur.
Í mörg ár, eða þar til Stína seldi
húsið á Kársnesbraut 41, héldum
við til dæmis jólin saman. Sérlega
kært var á milli Stínu og pabba, sem
með sínum yndislega bassa söng í
kirkjukórnum. Eftir messu fórum
við til Stínu frænku og fengum þar
kakó og kökur. Við tókum pakkana
með okkur og eyddum svo kvöldinu
saman. Það var árvisst að Elías
samdi tónverk sem hann gaf Stínu í
jólagjöf. Það var svo frumflutt
þannig að hann spilaði á flygilinn,
Ester á fiðlu og Bergljót söng. Þetta
átti alltaf að koma henni á óvart og
æfingar haldnar í leyni. Stundum
sagði hún: „Nei, nú hélt ég að ykkur
hefði bara ekki tekist að semja neitt,
því ég varð ekkert vör við æfingar.“
Á unglingsárunum var heimili
Stínu og Elíasar eins og mitt annað
heimili. Ég upplifði það sem áhuga-
vert og notalegt menningarheimili.
Þangað komu margir erlendir gestir
og þar var oft ýmislegt framandi
matarkyns á boðstólum. Í stofunni
var flygill sem mikið var notaður og
alltaf gaman að hlusta á Elías spila.
Ég man eftir honum spila á tvær
blokkflautur samtímis, einnig á
blokkflautu með annarri og bongó-
trommu með hinni og svo var það
harmonikkan.
Þegar ég var 15 ára og Stína vann
að rannsóknum í Glasgow, bauð hún
mér að verða ráðskona hjá sér í
rúman mánuð. Hún samdi við skóla-
stjórann minn um að ég fengi að
sleppa nokkrum vorprófum. Ég hélt
það nú og mér var ekki lítið skemmt
þegar ég fór í loftið kl. 9 að morgni
sama dags og ég átti að vera í prófi.
Seinna þegar ég lærði tækniteiknun
og tókst að falla í stærðfræði, var
gott að eiga frænku að, sem reiknaði
með mér á hverju kvöldi í eina viku.
Ég tók próf og einkunnin hækkaði
úr 2 í 8. Þessa viku bjó ég bara hjá
Stínu og gat endurgoldið henni að
einhverju leyti með því að sinna
heimilisstöfum.
Varðandi uppvöxt og nám Stínu,
þá er það ljóst að afi og amma lögðu
mikið á sig til þess að koma börn-
unum til mennta. Stína sagði mér að
eina leið hennar til þess að endur-
gjalda þeim hafi einfaldlega verið að
standa sig vel í náminu. Ef ættingi
eða vinur var veikur þá var hún til
staðar og lét sig málin varða. Stína
hafði góða frásagnar- og kímnigáfu
og sömuleiðis hafði hún það sem ég
kalla góða nærveru. Í sumar fór ég
til Englands og fagnaði þar útskrift
Ólafar dóttur minnar á fimmtugasta
afmælisdeginum mínum.
Ég heimsótti Stínu frænku stuttu
eftir heimkomuna, færði henni kon-
fekt og sýndi myndir úr ferðalaginu.
Þegar ég var búin að sitja hjá henni
í nærri 3 klukkutíma þá spurði ég
hvort hún væri ekki orðin þreytt?
En hún sagði: „Nei, ég sit bara hér
og það er svo gaman hjá okkur.“ Ég
átti síðast gott spjall við hana þrem-
ur vikum fyrir banaleguna. Fyrir
mér var Stína ekki bara frænka
heldur líka alveg sérstaklega
traustur vinur. Ég get ekki munað
eftir einu tilviki þar sem eitthvað
bar út af í okkar samskiptum. Hjá
Bergljótu, Ester og fjölskyldu
hennar er missir og söknuður mikill
enda einstök manneskja sem þau
eru að kveðja. Hafðu þökk fyrir allt
og allt, elsku frænka.
Kristín Helga Guðmundsdóttir.
Foreldrar Kristínar bjuggu á býl-
inu Hafrafelli í útjaðri núverandi
Ísafjarðarkaupstaðar og höfðu þann
metnað til að bera að mennta börn
sín sem best. Þau voru þrjú og
Kristín yngst þeirra. Hún var af-
burðanemandi á öllum skólastigum
og þegar við bætist að hún var ótrú-
lega næm á aðstæður og líðan fólks
er ekki að undra að hún var farsæll
læknir hvar sem hún starfaði.
Við hittumst fyrst haustið 1940 í
fyrsta bekk Menntaskólans í
Reykjavík, báðar dálítið uggandi
um hvernig okkur mundi farnast í
hópi unglinga, sem við ekki þekkt-
um. Þetta reyndist þó ástæðulaust.
Heimsstyrjöldin setti mark sitt á
menntaskólaárin. Í borginni voru
hersveitir og atvinna næg. Fólk
flykktist til borgarinnar og mikill
skortur varð á húsnæði. Stína vin-
kona mín þurfti því að lesa fimmta
bekk utanskóla norður við Ísafjörð,
en í sjötta bekk bjó hún hjá for-
eldrum mínum. Við sváfum þá þrjár
námsmeyjar í borðstofunni heima.
Eftir þennan vetur varð hún náinn
vinur fjölskyldu minnar allrar og að
loknu sérfræðinámi erlendis einnig
sá læknir, sem fylgdist með og
hjálpaði okkur þegar erfiðleika bar
að höndum.
Eigið heimili og börn eru mikil-
vægur hluti bestu starfsára flestra
og einnig Kristínar og þá kom sér
vel að vinnuþrek hennar var með
ólíkindum. Hún giftist Elíasi Dav-
íðssyni tölvufræðingi og tónlistar-
manni af gyðingaættum og þau
eignuðust tvær dætur. Það var gest-
kvæmt á heimilinu og húsmóður-
störfin rækti hún með sóma. Hún
leitaði eftir þeirri heimilisaðstoð
sem völ var á til þess að dæturnar
Ester og Bergljót gætu notið æsku-
áranna sem best. Það var líka oft
glatt á hjalla þessi árin. Minnisstæð
eru þorrablótin sem fjölskyldur úr
minni ætt og þau Elías og Stína
héldu. Þar var mikið sungið og leik-
ið á margvísleg hljóðfæri.
Þegar horft er til baka yfir langa
ævi virðast árin hafa liðið hratt í
blíðu og stríðu. Að því kom um síðir
að leiðir þeirra Elíasar skildi. Við
vinkonurnar, læknirinn og veður-
fræðingurinn, vorum þá enn á góð-
um vinnualdri og sinntum okkar
störfum.
Um sjötugt kemur að því að hvor-
ug okkar er í fastri stöðu og við not-
um frelsið m.a. til þess að aka saman
norður í land og fara í ferðalag til
Svíþjóðar og Finnlands. Hópurinn,
sem lauk saman stúdentsprófi 1946,
tengist fastari böndum þegar ellin
nálgast og Stína eins og áður ætíð
reiðubúin til hjálpar þar sem þörf
er. Tveir bekkjarbræður okkar
bjuggu einir í íbúðum sínum, þegar
leið að ævilokum þeirra og þá ann-
aðist hún þá báða þar til yfir lauk.
Nú kveðjum við Kristínu.
Krabbamein hefur lagt hana að
velli. Henni hafði sjálfri lengi verið
ljóst hvert stefndi. Hún flutti í íbúð
þar sem hún gat séð um sig sjálf
fram eftir sumri. Síðustu vikurnar
var hún heima hluta vikunnar og þá
gisti Bergljót hjá henni og sá um
húsmóðurstörfin. Hinn hluta vik-
unnar var hún á heimili Esterar.
Hún átti góðar dætur og þær áttu
góða móður.
Ég votta þeim og öllum aðstand-
endum hennar innilega samúð.
Blessuð sé minning Kristínar.
Adda Bára Sigfúsdóttir.
Einstök manneskja, góð vinkona
og hjálparhella, Kristín E. Jóns-
dóttir, er horfin okkur. Þegar hún
var nýhætt í föstu starfi kvartaði
hún, dugnaðarforkurinn, yfir því við
mig að hafa ekkert að gera. Ég tók
hana á orðinu, sagðist hafa nóg
handa henni að gera en enga pen-
inga til að borga henni!
Hún greip þetta tækifæri til að
„gera eitthvað“ þótt verkefnið væri
henni með öllu óviðkomandi og
framandi. Síðan höfum við í fullan
áratug unnið saman löngum stund-
um og má segja að við höfum báðar
verið að leika sagnfræðing og ætt-
fræðing. En öllu lýkur. Aldrei fram-
ar munum við grúska saman á söfn-
um, ýmist ánægðar með góðan feng
eða framlágar þegar ekkert gekk.
Aldrei framar munum við rabba
saman hér í eldhúsinu yfir grjóna-
graut eða kaffibolla, stundum latar
að byrja aftur og oftar en ekki var
það Kristín sem rak okkur upp. Já,
það er svo margt sem aldrei verður
framar.
Margt fleira á ég Kristínu að
þakka, hennar einstöku hjálpsemi
þegar eitthvað bjátaði á, skemmti-
lega samfylgd á ferðalögum og yf-
irleitt skemmtilega og fræðandi
samvinnu. Blessuð sé minning
hennar.
Dætrunum og aðstandendum öll-
um sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Þuríður J. Kristjánsdóttir
Nú kveðjum við með söknuði
starfssystur okkar og lærimeistara,
Kristínu E. Jónsdóttur, lækni.
Kristín var án efa frumkvöðull með-
al íslenskra kvenna í læknastétt.
Eftir læknanám hér heima fór hún
til sérnáms í Bandaríkjunum. Síðar
á ævinni lýsti hún stundum af ein-
stakri kímni þeim fordómum sem
mættu konum í stéttinni um miðja
síðustu öld. Eftir heimkomuna
starfaði Kristín fyrst sem aðstoðar-
læknir á lyflækningadeild Borgar-
spítalans og síðan á Keldum við
rannsóknarstörf í um tveggja ára
skeið. Hún starfaði síðan í nokkur
ár sem sérfræðingur í lyflækning-
um á Borgarspítalanum áður en hún
hóf störf í sýklafræði.
Kristín var einstaklega flinkur og
natinn lyflæknir og til þess tekið
hvað hún var öðrum fremri í að
greina og lækna sjúkdóma hjá lang-
veikum og öldruðum sjúklingum.
Hún var vel menntuð og hélt þekk-
ingu sinni vel við. Hún lagði sig alla
tíð eftir sérþekkingu á smitsjúk-
dómum og sýklafræði og árið 1972
tók hún til starfa á þeirri deild, sem
nú heitir sýklafræðideild Landspít-
alans, og starfaði þar til 1996 er hún
lét af störfum vegna aldurs. Kristín
var afburðakennari og kenndi nem-
endum í heilbrigðisgreinum um ára-
bil. Hún sinnti jafnframt mikilvæg-
um vísindarannsóknum sem áttu
m.a. stóran þátt í innleiðingu bólu-
setninga gegn heilahimnubólgu.
Við sem urðum þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að starfa með Krist-
ínu geymum minningar um hjálp-
sama, ljóngreinda og einstaklega
hugljúfa konu sem gat verið hrókur
alls fagnaðar þegar við átti. Sterk er
minningin um skarpa dómgreind,
mikla kímnigáfu en umfram allt
óvenjulega hógværð og virðingu
fyrir öðru fólki og sjónarmiðum
þess.
Við þökkum langa og góða við-
kynningu og vottum aðstandendum
Kristínar innilega samúð.
Karl G. Kristinsson,
Ólafur Steingrímsson.
Haustið 1940 settist 1. bekkur
MR á skólabekk í Alþingishúsinu,
þar sem menntaskólahúsið var her-
numið. Forsjónin hagaði því svo að
fjórar námsmeyjar, sem ekkert
þekktust áður, löðuðust hver að
annarri og urðu ævivinir. Kristín,
Adda Bára Sigfúsdóttir, Svanhildur
Jónsdóttir og ég urðum miklir mát-
ar með svipuð áhugamál og viðhorf
til framtíðar, staðráðnar í að hefja
háskólanám að stúdentsprófi loknu.
Við hittumst oft, höfðum yndi af úti-
vist, ekki síst selsferðum. Við fórum
í könnunarferðir um fjölbreytta
náttúru selsins í Hveragerði. Eitt
sinn gengum við þaðan að Bíldsfelli í
Grafningi, gistum þar hjá Guð-
mundi bónda og síðan næsta dag
gengum við niður á Þingvöll. Öðru
sinni fórum við í rútu upp í Borg-
arfjörð og gengum á Baulu.
Kristín var komin af styrkum,
gáfuðum vestfirskum stofnum. For-
eldrar hennar mátu menntun mikils
og sendu öll þrjú börn sín suður til
mennta. Móðir þeirra, sem var
kennari, bjó lengst af með þeim í
Reykjavík yfir veturinn, en faðir
hennar var bóndi á Hafrafelli.
Kristín var gædd frábærum
námsgáfum og skipaði alla sína
skólatíð hæstu sætin og lauk stúd-
entsprófi með ágætiseinkunn. Eftir
stúdentspróf fór Adda Bára í veð-
urfræði til Óslóar og Svanhildur til
Kaupmannahafnar í grasafræði.
Við Kristín fórum í læknisfræði
hér heima. Kristín lauk námi vorið
1953 með hárri einkunn og hélt til
framhaldsnáms í New York. Hún
lauk því 1959 og hóf þá störf á Borg-
arspítala. Of langt er að telja upp öll
þau ábyrgðarstörf, kennslu og fé-
lagsstörf sem hún gegndi af frá-
bærri færni og samviskusemi til
verkloka 1997. Kristín rak aldrei
lækningastofu en margir leituðu að-
stoðar hennar í veikindum.
Meðan við skólasysturnar vorum
að störfum og helguðum okkur að
auki uppeldi barna okkar, gafst
minni tími til að hittast nema á jú-
bílhátíðum og stórafmælum. Stúd-
entahópurinn frá 1946 hefur haldið
meira saman eftir 50 ára stúdents-
afmælið okkar 1996 enda við þá
komin í verklok allur hópurinn.
Stúlkurnar hafa hist reglulega yfir
vetrarmánuðina og allur hópurinn
með mökum haldið árlega góugleði.
Síðsumars höfum við farið til Krít-
Kristín Elísabet
Jónsdóttir
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN AÐALHEIÐUR ARNFINNSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést sunnudaginn 21. september.
Útför hennar fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
26. september kl. 14.00.
Ragnar Hallvarðsson,
Guðrún Hallvarðsdóttir,
Jón Sævar Hallvarðsson, Jóhanna Arnbergsdóttir,
Halla Guðrún Hallvarðsdóttir, Ásgeir Samúelsson,
Arnfinnur Hallvarðsson, Guðrún Berta Guðsteinsdóttir,
Einvarður Hallvarðsson
og ömmubörn.
✝
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
JÓHANNES VILHJÁLMSSON,
andaðist á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 5. september.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey.
Ástarkveðjur frá
Kristinu Jóhannesdóttur,
Jasmin og Eliasi,
Sturla Jóhannessyni, Siv Anitu Larsen,
Alexander og Evu,
Þóri Gylfa Bjarnasyni.