Morgunblaðið - 23.09.2008, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Dýrahald
Ég heiti EÐAL-HUGI
og er 8 vikna írskur setter. Er einn
eftir úr 8 systkina hópi. Uppl. í síma
566-8366 og á www.hundahotel.is
Heilsa
Heilsuátak.
Byggðu upp betri heilsu.
Bókin fæst í bókabúðum.
Bókaútgáfan Hólar
Húsnæði í boði
Falleg íbúð (68m2) til leigu í
Keflavík. Hiti og rafmagn innifalið,
90þús á mánuði, 2mán. fyrirfram
greiðsla, laus strax, vert að skoða.
S: 8495810.
Einbýlishús til leigu í Vesturbergi
160 fm, 6 herbergja einbýli til leigu.
Laus 1. nóv. 2008. Verð: 200 þús. +
hiti og rafm. Uppl. 639-7815.
Sumarhús
Sumarhús - orlofshús.
Erum að framleiða stórglæsileg og
vönduð sumarhús í ýmsum stærðum.
Áratuga reynsla.
Höfum til sýnis á staðnum fullbúin
hús og einnig á hinum ýmsu
byggingarstigum.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
símar 892 3742 og 483 3693,
netfang: www.tresmidjan.is
Stórglæsilegt sumarhús til leigu
Til leigu 97 fm sumarhús, þar af 25
fm milliloft. Húsið er staðsett í
Brekkuskógi, um 15 mínútna akstur
frá Laugarvatni. Þau gerast ekki mikið
flottari! Heitur pottur. Sími 841 0265.
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Tómstundir
Tilboð á þrívíddar klippimyndum,
30% afsláttur til mánaðarmóta.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid.is
Fjarstýrðir bensínbílar í miklu
úrvali.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600,
www.tomstundahusid.is
Óska eftir
Óska eftir ódýrum eða ókeypis
sturtuklefa
Vantar ekki sturtubotn. Er í horn
80x80 cm. Má vera notaður en þarf
að vera vel farinn. Fífa sími 697-6782
alfifa@gmail.com
Viðskipti
Skelltu þér á námskeið í
netviðskiptum!
Notaðu áhugasvið þitt og sérþekk-
ingu til að búa þér til góðar tekjur á
netinu. Við kennum þér nákvæmlega
hvernig! Skoðaðu www.kennsla.com
og kynntu þér málið.
Þjónusta
Myndatökur
www.lgi.is
Hitaveitur/vatnsveitur
Þýskir rennslismælar fyrir heitt og
kalt vatn.
Boltís sf.,
símar 567 1130 og 893 6270.
Byggingar
Stálgrindarhús frá Kína
Flytjum inn stálgrindarhús. Allar
stærðir og ýmsir möguleikar. Traustur
aðili. Blikksmiðja Gylfa ehf.,
897-9161. blikkgylfa@internet.is
Byggingavörur
www.vidur.is
Harðviður til húsbygginga. Vatns-
klæðning, panill, pallaefni, parket
o.fl. o.fl. Gæði á góðu verði.
Sjá nánar á vidur.is.
Upplýsingar hjá Magnúsi í símum
6600230 og 5611122.
Málarar
Málningarvinna
Þaulvanur málari ætlar að bæta við
sig verkefnum í sumar. Inni og úti.
Vönduð og öguð vinnubrögð. Sann-
gjarnt verð. Uppl. í síma 897 2318.
Ýmislegt
GreenHouse haust-vetrarvaran er
komin. Verið velkomin að sækja
frían bækling.
Opið í dag, þriðjudag 13-19.
GreenHouse, Rauðagerði 26.
Glæsilegir handgerðir dömuskór
úr leðri og skinnfóðraðir. Margar
gerðir og litir. Stærðir: 36 - 41
Frábært verð 7.885 og 8.890.-
Vandaðir herraskór úr leðri í úrvali.
Skinnfóðraðir. Góð breidd.
Verð: 10.850.-
Misty skór Laugavegi 178
sími 551 2070
opið: mán - fös 10 - 18
lau 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf
Bílar
Toyota Avensis ‘02 vvti. Tilboð
840 þ. Ek. 108 þ., beinsk., dráttarkr.
6 hátalarar, fjarstýring í stýri,
smurbók, nýskoðaður, listaverð er
1.030 þ. Sparneytinn og fallegur bíll.
Uppl: 699-3181 / 588-8181.
Einkamál
Stefnumót.is
"Þar sem Íslendingar kynnast". Ertu í
makaleit? Leitar þú nýrra vina? Vant-
ar þig dansfélaga? Ferðafélaga?
Göngufélaga? Spjallfélaga? Nýttu
þér vandaðan vef til að kynnast fólki
á þínum forsendum. Stefnumót.is
Vertu ævinlega velkomin/n.
Þjónustuauglýsingar 5691100
Íbúð á Spáni til sölu
Í Torrevieja, í góðu fjölbýli með lyftu,
stutt frá strönd, 69 m², 2 svefnherb.
Fullbúið eldhús m/glugga, stórar
svalir í sólarátt. Allt innbú fylgir.
Upplýsingar í síma 553 6520 og á
Spáni enskumælandi í síma 0034
650779456. Verð 110 þús evrur.
Möguleiki á skiptanlegum greiðslum.
Til sölu
Elskuleg föðursyst-
ir mín er látin.
Minningarnar
streyma fram frá því
fyrir löngu þegar ég var lítil stelpa.
Fyrst minningar um komu Fann-
eyjar frænku vestur á Ísafjörð í
heimsókn til foreldra sinna og dóttur
sem var búsett fyrir vestan. Minn-
ingar um foreldra hennar sem töluðu
af mikilli væntumþykju um dóttur
sína í Reykjavík og börnin hennar.
Minningin um frænku sem undir-
rituð fór til um tíu ára aldur og var
hjá í vikutíma vegna þess að þá
Fanney
Sigurbaldursdóttir
✝ Fanney Sigur-baldursdóttir
fæddist á Ísafirði 4.
nóvember 1924.
Hún lést á líknar-
deild Landakotsspít-
ala 29. ágúst síðast-
liðinn og fór útför
hennar fram frá
Fella- og Hólakirkju
16. september.
ákvað hún að halda af-
mæli móður sinnar
sem þá var 70 ára. Þá
bjó Fanney frænka
mín á Sjafnargötunni
og var með íbúð fyrir
sig og börnin sín og
var ráðskona hjá hús-
eigandanum.
Í minningunni er
þessi vika sem ég var
hjá frænku minni
sveipuð sólskini og
skemmtilegheitum.
Þegar fullorðnir ein-
staklingar hugsa til
baka til þeirra tíma sem þeir áttu er
þeir voru börn eru ætíð góðar minn-
ingar tengdar því að sólin hafi skinið
skært þegar maður var barn. Þannig
tilfinningar velta fram er ég huga um
frænku mína og til tímans er ég hafði
samskipti við hana sem barn að aldri.
Barngóð var hún.
Húmorinn hennar sem var svo
skemmtilegur, hæfileikar til frá-
sagnar af atvikum sem aðrir sáu ekki
húmorinn í en frænka mín gat gert
það að skemmtisögu. Ég sat hlustaði
og hafði gaman af.
Ég geri mér grein fyrir því að lífið
var hins vegar ekki alltaf dans á rós-
um hjá Fanneyju og fjölskyldu henn-
ar. Hún eignaðist ung dóttur fyrir
vestan, Ástu Dóru Egilsdóttur. Fór
suður, gifti sig og eignaðist þrjú
börn, þau Petrínu Margréti, Þór-
veigu Huldu og Jón. Missti manninn
sinn frá börnunum þegar þau voru
ung. Fanney frænka mín þurfti því
oft að hafa mikið fyrir hlutunum.
Þannig er lífið að það eru ekki allir
sem fara í gegnum langa ævi með
gullskeið í munni. Hins vegar er að
mínu mati mælikvarðinn á líf manns,
börnin manns og afkomendur það
sem maður skilur eftir sig og hvernig
manneskja maður er. Það er í mót-
læti sem á manninn reynir!
Fanney frænka mín fengi medalíu
fyrir dugnað og elskulegheit gagn-
vart afkomendum sínum og lífinu.
Í mars sl. hélt undirrituð ásamt
systrum sínum afmælisfagnað fyrir
móður þeirra á mínu heimili. Þar
mætti frænka mín orðin mjög veik
og sagði við mig: Peta mín, ég var
ákveðin í að koma þó að ég þurfi að
nota mína síðustu orku í að koma á
þitt heimili. Það fór ekki fram hjá
mér að það var farið að styttast í
ferðina miklu hjá henni. Nú ylja
þessi orð og væntumþykja streymir
fram yfir að hafa átt þessa frænku.
En um leið söknuður yfir því að tek-
inn skyldi vera frá mér tími til að
njóta meiri samvista við hana í gegn-
um árin. Vegna fjölskyldurifrildis
sem enginn hefur einu sinni þörf til
að vita um hvað snerist.
Ég vil senda börnum frænku
minnar og öllum afkomendum inni-
legar samúðarkveðjur. Megi minn-
ingin um merkilega konu lifa.
Þín frænka,
Petrína.
Fanney var einhver sú besta
manneskja sem ég hef kynnst. Næm
og blíð og ávallt glaðlynd. Segjandi
okkur sögur meðan hún sat og prjón-
aði. Hún var mér sem amma og fyrir
það vil ég þakka. Fanney var heldur
ekki eigingjörn á ömmuhlutverkið
og eitt sinn þegar Lóa Aðalheiður
kallaði hana ömmu sagði Fanney að
það væri í góðu lagi því hún gæti vel
verið amma allra sem það vildu.
Elsku Hulda, Gunni, Davíð, Hall-
ur, Billi og aðrir aðstandendur, ég
votta ykkur samúð mína og þakka
fyrir að hafa fengið tækifæri til að
kynnast Fanneyju.
Hlynur Hallsson.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Lengd | Minningargreinar séu ekki
lengri en 3.000 slög (stafir með bil-
um - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virðingu
sína án þess að það sé gert með
langri grein. Ekki er unnt að tengja
viðhengi við síðuna.
Minningargreinar