Morgunblaðið - 23.09.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2008 39
FORRÍKIR skólastrákar með sér-
hannaðan tilvistarvanda eru þekkt
umfjöllunarefni í heimsbókmennt-
unum, líkt og Captains Courageous
eftir Kipling og The Catcher in the
Rye, eftir Salinger. Hollywood hefur
ekki látið sitt eftir liggja á síðari árum
í nokkrum rösklega meðalmyndum
eins og The Emperor’s Club og Igby
Goes Down og nú bætist Charlie
Bartlett í hópinn. Charlie (Yelchin),
er borubrattur auðmannssonur sem
hefur verið brottrækur úr fjölda
einkaskóla fyrir afkvæmi peningaað-
alsins þegar myndin hefst. Marilyn
(Davis), móðir hans, álítur almenn-
ingsskólakerfið besta leikinn í stöð-
unni og það verður neyðarlausnin.
Charlie passar illa inn í hópinn en
þetta er sniðugur strákur og á
skömmum tíma er hann búinn að
vinna sér hylli meðal skólasystkin-
anna en með vafasömum meðölum, í
orðsins fyllstu merkingu.
Yelchin, sem er minnisstæður úr
Hearts in Atlantis, nær góðum tökum
á „vesalings litla ríka stráknum“, sem
er ekið á límósínu í skólann þegar
bekkjarfélagar hans verða að láta sér
almenningsvagna, jafnvel brautar-
teinana nægja. Þrátt fyrir gnægð fjár
líður Charlie ekki vel, hann á eins og
aðrir unglingar við foreldravandamál
að stríða. Það er vel falið og illviðráð-
anlegt, líkt og það sem angrar líf Sus-
an (Dennings), hæfileikaríkrar dóttur
drykkjusjúks skólameistarans Gard-
ners (Downey, Jr.), sem leikaranum
tekst að túlka sannfærandi þó per-
sónan sé fjarstæðukennd og drama-
tísk í senn.
Það er ýmislegt vel gert og inn á
milli gerist efnið og persónurnar for-
vitnilegar, aðstæðurnar margar
hverjar nýstárlegar og vandamál
Bartletts og hinna ósköp venjulegu
skólasystkina hans leysast sum hver á
ásættanlegan hátt. Sú grundvallar-
afsökun fyrir hegðun Bartletts, að
hann hafi fengið vitlaust gefið, er
órökrétt, hann spilar hins vegar illa úr
sínu, með sínar gáfur, sjarma og með-
fætt lag á að stjórna aðstæðunum.
Charlie Bartlett er notaleg mynd
með mörgum kostum og göllum. Yfir
höfuð ýkt og aðstæðurnar á mörkum
farsa, kaldhæðni blönduð fúlustu al-
vöru, sem myndin ræður síst við.
Vafasöm meðul
Gáfur og sjarmi Órökrétt að Bartlett hafi fengið vitlaust gefið, segir í dómi.
Sæbjörn Valdimarsson
KVIKMYND
Sambíóin
Leikstjóri: Jon Poll. Aðalleikarar: Anton
Yelchin, Hope Davis, Kat Dennings,
Robert Downey Jr. 95 mín. Bandaríkin.
2007.
Charlie Bartlett
bbbnn
20.09.2008
2 13 16 29 39
7 1 4 4 3
0 9 0 5 7
14
10.09.2008
8 24 26 32 38 39
1210 23
Þú færð 5 %
endurgreitt
í SmárabíóSími 564 0000
www.laugarasbio.is
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Sýnd kl. 4 m/íslensku tali
Frábæra teiknimynd fyrir
alla fjölskylduna
með íslensku tali
650 kr.-
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
KIEFER SUTHERLAND
Í MAGNAÐRI SPENNUMYND!
ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA!
ILLIR ANDAR HERJA Á FJÖLSKYLDU HANS!
ÞEIR ERU KANNSKI
FULLORÐNIR,
EN HAFA SAMT
EKKERT ÞROSKAST.
“FERRELL OG REILLY…
ERU DREPFYNDNIR VEL
HEPPNUÐ “FÍLGÚDD”
GAMANMYND”.
-Þ.Þ., D.V.
„MYNDIN NÆR NÝJUM HÆÐUM
Í ÆRSLAGANGI OG FÍFLALÁTUM.”
- L.I.B.,TOPP5.IS/FBL.
FRÁ SNILLINGUNUM SEM FÆRÐU
OKKUR TALLADEGA NIGHTS
- H.J., MBL
-T.S.K., 24 STUNDIR
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI
Sýnd kl. 4, 6 og 8
EIN FLOTTASTA ÆVITÝRAMYND ÁRSINS MEÐ ÍSLENSKU
LEIKKONUNNI ANÍTU BRIEM Í EINU AF AÐALHLUTVERKUNUM.
M Y N D O G H L J Ó Ð
VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG
2 VIKUR Á TOPPNUM!
-V.J.V.,TOPP5.IS/FBL-S.V., MBL -T.S.K., 24 STUNDIR
Sýnd kl. 5:45, 8 og 10
Troddu þessu í pípuna
og reyktu það!
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi!
-bara lúxus
Sími 553 2075
Pineapple Express kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D B.i. 16 ára
Pineapple Express kl. 5:30 D - 8 D - 10:30 D LÚXUS
Mirrors kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára
Step Brothers kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i. 12 ára
Mamma Mia kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ
Grísirnir þrír kl. 4 LEYFÐ
Sýnd kl. 4, 6:30, 9 og 10:15
650 kr. fyrir fullorðna
- 550 kr. fyrir börn Frábæra teiknimynd
fyrir alla fjölskylduna
með íslensku taliSÝND HÁSKÓLABÍÓI
eeee
- Ó.H.T, Rás 2
eee
- L.I.B, Topp5.is/FBL
SÝND SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI
OG BORGARBÍÓI
Tekjuhæsta mynd allra tíma á Íslandi!
ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!
50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á
LEIKKONAN Eva Longoria Par-
ker á varla orð yfir áhuga fjölmiðla
vestanhafs á nýtilkomnum auka-
kílóum hennar eða pundum öllu
heldur, sem eru fimm að hennar
sögn. Það gera tæp 2,3 kg.
Leikkonan sótti Emmy-
verðlaunin í fyrradag og hló að öllu
slúðrinu. „Ég bætti á mig fimm
pundum og það virðst vera þjóð-
arhneyksli,“ sagði hún við Billy
Bush, einn af útsendurum sjón-
varpsþáttarins Access Hollywood.
Miklar vangaveltur hafa átt sér
stað á slúðurfréttasíðum um aukið
hold Longoriu Parker, m.a. spáð í
það hvort hún sé með barni. Það
sem hleypti öllu af stað voru ljós-
myndir af henni í bikiníi, og þótti
maginn ekki eins sléttur og í þátt-
unum Desperate Housewives.
Ein af leikkonum þáttanna, Feli-
city Huffman, sló öllu upp í grín í
síðustu viku og sagði stöllu sína
ekki ólétta, bara feita. Longoria
mun ekki hafa erft ummælin við
hana.
2,3 kg þjóð-
arhneyksli
Hugguleg Eva Longoria á Emmy-
verðlaunahátíð 21. september sl.