Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@mbl.is VERÐI margra ára töf á því að reist verði fyrir- hugað verslunarhúsnæði í miðborginni vegna efnahagskreppunnar þarf hugsanlega að meta hvort lagfæra eigi gömul og niðurnídd hús sem víkja áttu fyrir nýjum byggingum, að sögn Ólafar Örvarsdóttur, skipulagsstjóra Reykjavíkur- borgar sem viðurkennir að hús sem neglt hafi verið fyrir eða ekki gerð upp séu lýti á miðborg- inni. Samkvæmt vinnureglum má ekki rífa húsin fyrr en sýnt hafi verið fram á hvað koma eigi í staðinn. Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Samson Pro- perties sem á tugi fasteigna við Skúlagötu, Hverf- isgötu, Laugaveg, Vitastíg og Frakkastíg, telur að fáir séu að fara byggja mikið upp í miðbænum eins og staðan er nú. „Menn reyna í besta falli að klára það sem þeir eru með í vinnslu,“ segir Ás- geir. Aðeins tvö húsa Samson Properties á svæð- inu eru auð, samkvæmt upplýsingum frá félaginu. Ágúst Friðgeirsson hjá ÁF-Húsum ehf. sem á fimm fasteignir við Laugaveg og Vatnsstíg segir enn stefnt að því að byggja verslunarhúsnæði á svæðinu með íbúðum fyrir ofan. „En auðvitað gæti það breyst miðað við þróun mála. Útlitið er ekki glæsilegt. Það er búið að halda manni í gísl- ingu með fleiri hundruð milljónir króna í þrjú ár. Ekki lækka skuldirnar við það. Náist ekki sam- komulag við borgaryfirvöld um endurbyggingu á þeim húsum sem eiga að halda sér á Laugaveg- inum geri ég kröfu um að fá að byggja eftir gild- andi deiliskipulagi en það miðast við að þessi hús fari. Að sögn Ágústs eru þrjár fasteignir ÁF- Húsa auðar, ein við Vatnsstíg og tvær við Lauga- veg. „Það er neglt fyrir og við erum með daglegt eftirlit með þessum húsum þar sem hústökumenn höfðu hreiðrað um sig.“ Það er mat Ágústs að nánast allar fasteignirnar séu ónýtar. Skipulagsstjóri segir að verði engar fram- kvæmdir um langa hríð sé eðlilegast að eldri hús verði gerð upp og þeim komið í notkun. „Við vilj- um ekki að bærinn sé skörðóttur. Það eru skiptar skoðanir um hversu ónýt húsin eru. Ef menn ætla ekkert að gera í mörg ár hlýtur alltaf að vera hag- kvæmara að gera eitthvað fyrir húsin og koma þeim í notkun. Byggingarfulltrúi þarf að meta ástand húsanna í samvinnu við eigendur. Mörg húsanna hafa ekki endilega verið keypt til niður- rifs.“ Fáir að fara að byggja í miðbænum  Skipulagsstjóri segir hugsanlega þörf á að meta hvort gera eigi gömul niðurnídd hús upp  Eigendur húsa sem neglt hefur verið fyrir segja endurgerð ekki svara kostnaði Í HNOTSKURN »Jón Viðar Matthíasson,slökkviliðsstjóri á höf- uðborgarsvæðinu, óttast að menn leiti skjóls í auðum hús- um þegar harðnar á dalnum. Hann óttast að brunagildrur séu enn margar. »Samkvæmt skýrsluslökkviliðsstjóra frá því í apríl síðastliðnum stóðu 57 hús auð í miðborginni og þar um kring. Slökkviliðið fer í eftirlitsferðir á um hálfs mánaðar fresti. »Húseiganda ber að haldahúsi sínu við og sjá til þess að ekki stafi hætta af því. »Byggingarfulltrúi hefurheimild til þess að beita dagsektum eða láta vinna verkið og innheimta fyrir það stafi hætta af húsum. Morgunblaðið/Golli Engin prýði Autt húsnæði við miðbæinn sem lítil prýði þykir að. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SAMKVÆMT upplýsingum frá fjórum helstu bílafjármögnunarfyr- irtækjunum hafa hátt í 20 þúsund bíleigendur nýtt sér möguleika á að frysta erlend bílalán síðustu tvo mánuði. Er afborgunum af höfuð- stól lána þá almennt frestað í fjóra mánuði en lántakar greiða áfram vexti. Upplýsinga var aflað frá Avant, SP Fjármögnun, Glitni Fjármögnun og Lýsingu en fleiri aðilar hafa einnig boðið upp á erlend bílalán. Þessi fjögur fyrirtæki hafa þó átt langstærstan hlut á markaðnum. Bíleigendur hafa getað breytt þessum greiðslum sér að kostn- aðarlausu, nema að Lýsing hefur tekið 7.000 króna gjald fyrir. Hefur þetta verið helst verkefni fyrirtækj- anna síðustu daga og vikur. Lýsing er með um 23 þúsund bílasamninga við 16 þúsund við- skiptavini, þannig að sumir eru með fleiri en tvo bíla á sínum vegum. Að sögn Ingólfs Þorsteinssonar, innheimtustjóra Lýsingar, hafa ríf- lega 4.000 samningar verið frystir síðustu tvo mánuði, þar af um 2.600 núna fyrir næsta gjalddaga í byrjun desember. Frestur til að gera breytingar á þeim gjalddaga var 21. nóvember sl. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um áframhald á þessum breytingum á lánum í erlendri mynt. Ingólfur segir stöðuna vera endurmetna fyrir gjalddaga í jan- úar, eftir því hvernig gengi krón- unnar þróast. 20-30% af heildinni Að sögn Magnúsar Gunnars- sonar, framkvæmdastjóra Avant, hafa um fjögur þúsund bílalán verið fryst. Spurður hvað það sé mikill hluti af heildarfjölda bílalána hjá Avant segir Magnús það vera um þriðjung. Samkvæmt upplýsingum frá Glitni Fjármögnun hafa um fjögur þúsund aðilar óskað eftir frystingu á bílalánunum og er það um 20% af heildarfjölda viðskiptavina. „Við erum að tala um nokkur þúsund bílalán,“ segir Haraldur Ólafsson, markaðsstjóri SP Fjár- mögnunar, um stöðuna en gefur ekki upp nákvæmari tölu. Á bilinu 22-24 þúsund bílasamningar hafa verið gerðir hjá fyrirtækinu, að sögn Haraldar. Morgunblaðið/Ómar Bílalán Af um 80 þúsund samningum hjá fjórum stærstu fjármögnunarfyrirtækjunum hafa nærri 20 þúsund bílalán verið fryst í næstum fjóra mánuði. Áfram eru greiddir vextir af lánunum og aðeins afborgunum slegið á frest. Um 20 þúsund fryst  Lýsing endurskoðar afstöðu sína fyrir gjalddaga í janúar  Frysting bílalána helsta verkefni fjármálafyrirtækjanna Í HNOTSKURN »Um 4.000 bílalán hafa ver-ið fryst hjá hverju fyrir- tæki fyrir sig, Avant, Lýsingu og Glitni Fjármögnun »SP Fjármögnun segir„nokkur þúsund“ hafa fryst bílalánin. »Frá fimmtungi upp í þriðj-ung lántakenda hafa nýtt sér þennan möguleika til að mæta hækkunum á erlendum bílalánum. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is OPINN fundur fyrir sjóðsfélaga í peningabréfa- sjóði Landsvaka, dótturfélags Landsbankans, verður haldinn annað kvöld. Fundurinn byrjar klukkan 20 og fer fram í íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, þar sem ÍSÍ hefur aðset- ur. Að sögn Kristínar Helgu Kára- dóttur, sem er meðal skipuleggj- enda, hafa helstu stjórnendur sem eru málinu viðkomandi verið boð- aðir á fundinn. Ásmundur Stef- ánsson, formaður bankaráðs Nýja Landsbankans, Lárus Finnbogason, formaður skilanefndar gamla Landsbankans, Stefán Héðinn Stef- ánsson, stjórnarformaður sjóðsins, og Elín Sigfúsdóttir, forstjóri Nýja Landsbankans eru þar á meðal. Þingmönnum boðið að mæta Einnig hefur Gísla Tryggvasyni, talsmanni neytenda, verið boðið á fundinn og öllum þingmönnum sem gegna formennsku í þingflokkum. Kristín Helga segir þá kröfu verða setta fram á fundinum að tap peningabréfasjóðsins verði rann- sakað og að allt komi upp á borðið, varðandi viðskipti í sjóðnum skömmu fyrir hrun bankans. Þá vilji sjóðsfélagar líka að rætt verði við þá um úrbætur. Ýmislegt hafi verið rætt í því samhengi, svo sem að fá andvirði hins tapaða fjár greitt inn á bundinn verðtryggðan reikning, að fá skattaafslátt eða skuldajöfnun. Hins vegar verði líklega rætt um hina ósiðlegu, ef til vill ólöglegu markaðsetningu sjóðsins. „Það er hluti þess sem við viljum að verði rannsakað,“ segir Kristín Helga. Yf- ir 150 manns hafa nú skráð sig í hóp- inn sem stendur fyrir fundinum. Fundað um Lands- vakasjóð á morgun Kristín Helga Káradóttir NÝ HÁLENDISBÓK! SKRUDDA Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is www.skrudda.is Einstök bók um ævintýralegar jöklaferðir um hávetur, samskipti jeppamanna og leiðir og landslag á hálendinu. Frábær bók handa öllu áhugafólki um hálendið og fjallaferðir!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.