Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
ostur.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
Ómissandi
í veisluna!
SAGT var frá fjármálaumsvifum
Jóns Ásgeirs Jóhannessonar í
Brennpunkt, fréttaskýringaþætti
norska ríkissjónvarpsins (NRK), í
gærkvöld. Fullyrt var að Davíð
Oddsson seðlabankastjóri hefði átt
við Jón Ásgeir er hann sagði að ís-
lensku bankarnir hefðu lánað einum
manni þúsund milljarða króna.
Sagt var m.a. að Jón Ásgeir hefði
beitt eignarhaldi sínu á fjölmiðlum til
að reyna að hindra að fjallað væri um
lystisnekkju hans. Rætt var við Jón
Gerald Sullenberger í Flórída.
„Áætlunin gekk út á að komast inn
í bankana, ná tökum á þeim,“ segir
Jón Gerald. „Það átti að tryggja að
menn hefðu lykilmenn í bönkunum í
vasanum og það tókst honum hérna.“
Jón Gerald segir að Baugsmenn hafi
boðið aðstoðar-
forstjórum
Straums-Burðar-
áss, Kaupþings
og Glitnis í mikla
veislu í Miami,
flogið hafi verið
með þá þangað og
heim aftur.
Talað er við
Helga M. Gunn-
arsson, yfirmann
efnahagsbrotadeildar, sem segir
fjárveitingu til stofnunarinnar að-
eins vera brot af því fé sem Jón Ás-
geir hafi notað til að verjast í Baugs-
málinu. Lögreglan hafi síðustu árin
ekki haft næga burði til að fara í
saumana á fjármálaheimi Íslands.
kjon@mbl.is
NRK fjallar um Jón Ásgeir
Yfirmaður efnahagsbrotadeildar segir
hana ekki hafa haft burði til rannsókna
Jón Ásgeir
Jóhannesson
VIÐSKIPTI með
gjaldeyri virðast
smám saman
verða greiðari
eftir því sem líð-
ur frá hruni
bankakerfisins í
byrjun október.
Algengt var á
fyrstu vikunum
eftir hrunið að
Alþjóðahús fengi
ábendingar um erlent fólk á Ís-
landi sem átti í miklum erfiðleikum
með að senda peninga úr landi,
enda voru gjaldeyrisviðskipti svo
til algerlega í lamasessi um tíma
og fjölmargar greiðslur virtust
gufa upp í millifærslum milli
banka. Margir sem starfað hafa
hér á landi hafa reglulega sent
peninga til útlanda til fjölskyldna
sinna í heimalandinu.
Þar til fyrir viku
Einar Skúlason, forstöðumaður Al-
þjóðahúss, segist aðspurður ekki
hafa fengið ábendingar um slík
vandræði útlendinga í töluverðan
tíma núna, líklega um viku.
Hins vegar hafi slíkar ábend-
ingar komið reglulega fram að því.
Sér virðist ástand mála hvað þetta
varðar því heldur farið að skána,
þó svo að takmarkanir séu enn á
þeim fjárhæðum sem hægt er að
höndla með. onundur@mbl.is
Einar
Skúlason
Gjaldeyris-
flutningarnir
auðveldari
Í ÚRKOMUNNI sem féll í höfuðborginni í gær og
vindhviðunum sem fylgdu í kjölfarið var gott að
hylja höfuðið með hettu. Þó brugðu sumir veg-
farendur í Austurstræti einfaldlega á það ráð að
leita skjóls fyrir veðuröflunum í næstu verslun.
Í dag er spáð kólnandi veðri eða allt að tíu
gráða frosti og roki síðdegis. Þá er búist við
snjókomu um tíma suðaustanlands og einnig á
Norðurlandi og Vestfjörðum seint í kvöld.
Kólnandi veður og snjókoma víða um land
Morgunblaðið/Golli
Hettan hlýjar ágætlega en inni er best að vera
ADOLF Guðmundsson, for-
maður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna (LÍÚ),
er afar ósáttur við þau
vinnubrögð Samtaka at-
vinnulífsins (SA) að efna til
skoðanakönnunar meðal fé-
lagsmanna um það hvort
stefna beri að Evrópu-
sambandsaðild, án þess að
taka tillit til sjónarmiða full-
trúa LÍÚ í stjórninni. Ein-
hugur ríki um það í stjórn LÍÚ að íhuga úrsögn
úr samtökunum.
„Það liggur fyrir stjórnarsamþykkt hjá okkur
frá því í haust á þá leið að ef samtökunum verði
beitt í þessa veru segi LÍÚ sig úr þeim. Þetta er
samþykkt sem þarf að leggja fyrir félagsmenn.“
Adolf segir að slíkur fundur yrði aldrei fyrr en á
nýju ári. Fyrst þurfi að taka ákvörðun um slíkan
fund í stjórn LÍÚ. Hitt liggi fyrir að sambandið
líti svo á að innganga í ESB yrði álitin ógn við
sjávarútveginn.
Adolf gagnrýnir vinnubrögð SA.
„Það er verið að fara í skoðanakönnun um
það hvort það eigi að beita Samtökum atvinnu-
lífsins í Evrópumálum. Við vorum ósátt við þau
vinnubrögð, vegna þess að þetta var inni hjá
stjórn samtakanna, þar sem því hafði verið
frestað. Síðan er þetta tekið fyrir í fram-
kvæmdastjórninni og keyrt þar í gegn. Fulltrú-
ar okkar í stjórninni óskuðu eftir því að þetta
yrði tekið upp þar aftur og afgreitt. Það var ekki
fallist á það,“ segir Adolf og heldur áfram.
„Við vildum koma þar að ákveðnum spurn-
ingum. Það var búið að ljá máls á því en síðan
var það ekki gert. Þannig að við höfum verið
mjög ósáttir við þessi vinnubrögð. Við erum
ekkert að skipta okkur af því hvort önnur aðild-
arfélög hafi aðra skoðun á Evrópusambands-
aðild heldur en við. Það er bara eðlilegt að það
séu skiptar skoðanir um það. Okkur finnst það
og það er stefna LÍÚ að það eigi hins vegar ekki
að beita regnhlífarsamtökum eins og SA gegn
hagsmunum aðildarfélaga.“ Hvað snerti afstöðu
félagsmanna LÍÚ til ESB kveðst Adolf ekki vita
um „neinn aðila innan LÍÚ sem vilji ganga inn í
sambandið“. baldura@mbl.is
LÍÚ íhugar úrsögn úr SA
Félagsfundur skæri úr um hvort sambandið
segi sig úr Samtökum atvinnulífsins
Adolf
Guðmundsson
SKOÐANAKÖNNUN sem nú stendur yfir
meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnulífs-
ins (SA) um Evrópumál er fyrst og fremst
gerð til að kanna hvort stuðningur er fyrir
því að SA beiti sér fyrir aðildarviðræðum við
Evrópusambandið (ESB), að sögn Þórs Sig-
fússonar, formanns SA. Í könnuninni eru að-
ildarfyrirtæki SA einnig spurð um afstöðu
sína til þess að evra verði tekin upp sem
gjaldmiðill hér á landi.
Landssamband íslenskra útvegsmanna
(LÍÚ) hefur hótað úrsögn úr samtökunum
verði SA beitt fyrir inngöngu Íslands í ESB.
Þór sagði að það yrði missir að LÍÚ, léti sam-
bandið verða af því að ganga úr SA. Hann
sagði ljóst að meirihluti væri fyrir því innan
SA að breyta afstöðu samtakanna til Evrópu-
mála, að minnsta kosti til þess að hefja und-
irbúning aðildarviðræðna. Það lægi fyrir að
stærstu aðildarfélög SA, þ.e. Samtök iðnaðar-
ins og Samtök verslunar og þjónustu, væru
þessarar skoðunar. Framkvæmdastjórn SA
hefði því ákveðið að undirbúa málið frekar
með skoðanakönnun meðal félaga sinna.
„Við erum fyrst og
fremst að leita eftir því
hvort félagsmenn hafi
áhuga á að SA beiti sér fyr-
ir málinu. Það er alls ekki
verið að óska eftir umboði
til að gera hvað sem er
með ESB heldur fyrst og
fremst að fara í aðildar-
viðræður. Sjá í hvaða stöðu
við erum og hvaða mögu-
leika við höfum til að ná sem hagstæðustum
samningum, ekki síst hvað varðar sjávar-
útveginn. Það verður auðvitað stóra málið að
reyna að ná sem hagstæðastri niðurstöðu fyr-
ir íslenskan sjávarútveg,“ sagði Þór. Hann
sagði það auðvitað skipta öllu hvað kæmi út
úr mögulegum aðildarviðræðum við ESB.
Þjóðin mundi svo taka afstöðu til aðildar-
samnings með þjóðaratkvæði eða öðrum
hætti.
Niðurstaða könnunarinnar mun liggja fyr-
ir og verða á dagskrá næsta stjórnarfundar
SA um miðjan desember. gudni@mbl.is
Kanna hug SA til viðræðna
Þór Sigfússon
Jón Ásgeir Jóhannesson sendi
frá sér yfirlýsingu í gær í tilefni
af þætti NRK og fordæmdi
vinnubrögð stöðvarinnar. Hún
styddist aðallega við Jón Gerald
Sullenberger er „virðist deila
þráhyggju“ varðandi Jón Ásgeir
með Davíð Oddssyni seðla-
bankastjóra.
Rangt sé að einblína á
skuldastöðu þeirra fyrirtækja
sem hann fari fyrir. Eigið fé
hluthafanna sé um 300 millj-
arðar króna. „Þetta hlutafé get-
ur átt verulegan þátt í því að
treysta fjárhagslegan grundvöll
íslensku bankanna og þar með
íslensks efnahagslífs í náinni
framtíð,“ segir Jón Ásgeir.
„Deila þráhyggju“