Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 7
Fréttir 7INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Lífeyrisþegar athugið!
Starfsfólk þjónustumiðstöðvar og umboða veitir ráðgjöf
og leiðbeiningar varðandi útfyllingu og skil tekjuáætlunar.
Laugavegi 114 | 150 Reykjavík | Sími 560 4400 | Grænt númer 800 6044 | www.tr.is | www.tryggur.is
Tekjuáætlun þín
stýrir greiðslunum
–fyrir þig
Tekjuáætlun 2009
Kennitala
NAFN
NAFN MAKA*ÁÆTLAÐARÁRSTEKJUR 2009 LEIÐRÉTT ÁÆTLUNUM ÁRSTEKJUR 2009 ÁÆTLAÐARÁRSTEKJUR 2009 LEIÐRÉTT ÁÆTLUNUM ÁRSTEKJUR 2009
1 Atvinnutekjur
1.1 Launatekjur
1.2 Reiknað endurgjald
1.3 Atvinnuleysisbætur
1.4 Hagnaður af atvinnustarfsemi
1.5 Iðgjald í lífeyrissjóð til frádráttar
1.6. Iðgjald í séreignasjóð til frádráttar
2 Lífeyrissjóðstekjur
2.1 Lífeyrissjóðstekjur
2.2 Séreignasparnaður
2.3 Uppbót á ellilífeyri frá RSK
3 Aðrar tekjur
3.1 Aðrar tekjur
3.2 Áætlaðar tekjur frá RSK
4 Fjármagnstekjur
* Sjá bækling um tekjuáætlunvarðandi mikilvægi þess aðáætla tekjur maka
Fjármagnstekjur hjóna ogsambúðarfólks skal skrásameiginlega
4.1 Vextir og verðbætur
4.2 Arður
4.3 Leigutekjur
4.4 Söluhagnaður
Dagsetning
Undirskrift
Undirskrift maka (ef við á)
TillögurTryggingastofnunarað tekjuáætlun
Þínarbreytingar
Skrá skalheildarupphæðfjármagnstekna Hér er hægt að skráathugasemdir vegnatekjuáætlunar
Lífeyrisþegum hefur verið send tekjuáætlun 2009.
Nú er hægt að skila tekjuáætlun rafrænt á
tryggur.is með aðstoð veflykils rsk.
Á tryggur.is er einnig hægt að gera bráðabirgðaútreikning.
Það er fljótlegt, einfalt, öruggt og opið allan sólarhringinn!
Ekki þarf að endursenda
tekjuáætlun nema tekjur breytist.
Eftirfarandi tekjur hafa m.a. áhrif
á greiðslur almannatrygginga:
· Atvinnutekjur
· Fjármagnstekjur, t.d. söluhagnaður,
arður og vextir
· Lífeyrissjóðstekjur
· Atvinnuleysisbætur
Það er alltaf hægt að breyta
tekjuáætlun aftur ef forsendur breytast.
Þrátt fyrir óvissu um vísitöluhækkanir einstakra tekjutegunda
er nauðsynlegt að skoða og leiðrétta tekjuáætlun eftir þörfum.
Ef tekjur breytast er nauðsynlegt
að senda leiðrétta tekjuáætlun
til Tryggingastofnunar eða
breyta á tryggur.is.
„ÞAÐ er svo sem ekki mikið um þennan
fögnuð hans að segja. Prestur Fríkirkjunnar
í Reykjavík hefur undanfarin ár kosið að
nýta útvarpsmessur með svipuðum hætti,“
segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upp-
lýsingafulltrúi Biskupsstofu, um prédikun
Hjartar Magna Jóhannssonar fríkirkjuprests
sl. sunnudag. Í henni fagnaði hann m.a. úr-
sögnum úr þjóðkirkjunni. Steinunn Arn-
þrúður segir jafnframt að hún telji ekkert
nýtt hafa komið fram í máli Hjartar Magna
í ár. „Það er hins vegar leitt að prestur sem
vígður er af biskupi Íslands og starfaði
lengi innan Þjóðkirkjunnar skuli nota tæki-
færið til að tala með niðrandi hætti um boð-
un starfssystkina sinna og segja hana „nið-
urdrepandi tal um synd, iðrun, sekt og
yfirbót“,“ segir Steinunn Arnþrúður og
bætir við að prestar Þjóðkirkjunnar leitist
við að boða fagnaðarerindið í predikunum
sínum eins og þau viti sem sækja messu
þangað. Hún bendir á að styrkur Þjóðkirkj-
unnar sé m.a. sá að hún starfar um allt
land.
„Nú í desember verða á fjórða hundrað
aðventukvöld og tónleikar í kirkjum lands-
ins og milli sex og sjö hundruð messur um
jólin. Það er fagnaðarefni að hugsa til allra
þeirra mörgu, ungra og aldinna, sem þar
leggja hönd á plóg. Þetta er vissulega sér-
staða Þjóðkirkjunnar og sérréttindi,“ segir
Steinunn Arnþrúður. sia@mbl.is
Hjörtur Magni
Jóhannsson
Leitt að vígður prestur hnýti í starfsbræður
Steinunn Arnþrúður
Björnsdóttir
LÖGREGLAN ætlar að sviðsetja
atburðarásina sem leiddi til dauða 38
ára karlmanns í sumarbústað í
Grímsnesi aðfaranótt 8. nóvember.
Það á að gera á næstu dögum til að
fá frekari skýringar á því sem gerð-
ist hina örlagaríku nótt, að sögn
Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslu-
manns á Selfossi. Hann sagði að
rannsókn miðaði vel en beðið er eftir
endanlegri niðurstöðu krufningar.
Fyrir liggur að annar tveggja
karlmanna, sem úrskurðaðir voru í
gæsluvarðhald til 28. nóvember, hef-
ur játað að hafa lent í átökum við
þann sem lést. Hvorugur gæslu-
varðhaldsfanganna hefur játað að
hafa valdið þeim alvarlega höfuð-
áverka sem leiddi til dauða manns-
ins. Þeir liggja þó báðir undir grun,
að sögn Ólafs Helga. Ekki liggur ná-
kvæmlega fyrir hvernig banvæni
áverkinn var veittur.
Auk þess sem lést voru fyrr-
nefndir tveir karlar, tvær konur og
ársgamalt barn í sumarbústaðnum.
Faðir barnsins yfirgaf bústaðinn
síðla nætur örlaganóttina og tók
barnið með sér. Konurnar voru báð-
ar hnepptar í gæsluvarðhald en hef-
ur verið sleppt. Þær eru í farbanni til
18. febrúar 2009.
Fólkið er allt frá Litháen en bú-
sett hér á landi. gudni@mbl.is
Atburða-
rásin
sviðsett
Hefur játað átök
við mann sem lést
LIÐ Íslands
hafnaði í 64. sæti
á Ólympíuskák-
mótinu í Dresden
í Þýskalandi í
gær. Armenar
urðu ólympíu-
meistarar með
19 stig en ís-
lenska liðið fékk
11 stig. Þetta er
lakasti árangur
liðsins á slíku móti frá upphafi, en
skv. fréttavef Skáksambands Ís-
lands hefur Ísland áður neðst hafn-
að í 55. sæti, en það var árið 2000.
Liðið tapaði 1½-2½ fyrir sveit
Paragvæ í elleftu og síðustu umferð
í gær. Stefán Kristjánsson náði 6
vinningum á mótinu, eini íslenski
karlkeppandinn sem hækkaði í stig-
um.
Íslenska kvennaliðið sigraði sveit
Úrugvæ í síðustu umferð kvenna-
flokks og hafnaði í 60. sæti. Lenka
Ptácníková, Guðlaug Þorsteins-
dóttir og Hallgerður Helga Þor-
steinsdóttir unnu en Sigurlaug R.
Friðþjófsdóttir tapaði.
64. sæti á Ól-
ympíumóti
Stefán
Kristjánsson
VERKEFNIÐ Karlar til ábyrgðar
verður kynnt kl. 12 í dag í Háskól-
anum á Akureyri. Þar mun einnig
fara fram undirritun samnings um
áframhaldandi samstarf við Jafn-
réttisstofu.
Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er eina
sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir
karla sem beita ofbeldi á heimilum
hér á landi. Saga KTÁ hófst með
ráðstefnu sem karlanefnd Jafnrétt-
isráðs hélt árið 1994. KTÁ var síðan
tilraunaverkefni á árunum 1998-
2002 en þá var því hætt sökum fjár-
hagserfiðleika. Á því tímabili komu
rúmlega sjötíu karlar í viðtöl hjá
KTÁ. Verkefnisstjóri er Ingólfur V.
Gíslason, lektor við Háskóla Íslands.
Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi
Jónsson eru sálfræðingar verkefn-
isins.
Karlar til
ábyrgðar