Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 8

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðið/Golli Fjölmenni Fullt var út úr dyrum á borgarafundi í Háskólabíói á mánudag. Þangað mættu átta ráðherrar og fjöldi þingmanna og svöruðu spurningum. FRÉTTASKÝRING Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is FRÓÐLEGT verður að líta um öxl þegar fram líða stundir og setja það andrúmsloft sem nú kraumar í ís- lensku samfélagi í samhengi. Sú til- finning er ríkjandi að íslensk þjóð standi á tímamótum en erfitt er að fullyrða um hvert atburðarásin muni á endanum leiða okkur. Fyrir fáum mánuðum hefði senni- lega verið ómögulegt að finna þver- skurð úr þjóðfélaginu, þúsundir manna, sem nennti að mæta á mót- mæli eða tala fyrir opnum borg- arafundi. Í haust hefur það hinsvegar verið vikulegur atburður. Grasrót- arstarfið er skyndilega ekki á jaðr- inum lengur heldur er almenningur orðinn virkur þátttakandi. Eðlilegt að endurskoða kerfið Gunnar Helgi Kristinsson, prófess- or í stjórnmálafræði, segir óhætt að fullyrða að ástandið sé óvenjulegt. „Meginstaðreyndin um borgarana í flestum lýðræðissamfélögum er að þeir eru ekkert mjög virkir. Það er kannski hægt að fá þá á einn fund, en svona sívirkni er óalgeng og lýsir óvenjulegum aðstæðum.“ Ekki eru allir á eitt sáttir sem láta í sér heyra en þó virðist undirliggjandi að vaxandi efi sé um það stjórnkerfi sem verið hefur við lýði á Íslandi. Margir vilja flýta kosningum, sumir hafa viðrað hugmyndir um að afnema þingræðið og brjóta upp flokkakerfið fyrir einstaklingskosningar. Þetta eru ekki nýjar hugmyndir, en Gunnar Helgi bendir á að eðlilegt sé að þjóðin taki til endurskoðunar það stjórnkerfi sem var hluti af hruni í samfélaginu og því beri að fagna umræðunni. Hugmyndirnar eru misróttækar. Sumir supu hveljur þegar Viðar Þor- steinsson heimspekingur lagði fram þá kröfu á Austurvelli 15. nóvember að hið íslenska lýðveldi yrði stofnað upp á nýtt á nýjum grunni, en tillagan er kannski ekki eins róttæk og hún kann að hljóma. Í Frakklandi stendur nú t.d. fimmta lýðveldið, sem varð til árið 1958 þegar þingræði vék fyrir hálf-forsetaræði. Þar hafa reglulega orðið greinileg skil í stjórnarfari síð- an fyrsta lýðveldið var stofnað 1792. Lýðveldið Ísland ungt að árum Bandaríski stjórnmálafræðing- urinn Michael Lind fullyrti nýlega að kjör Baracks Obamas sem forseta gæti markað upphaf fjórða lýðveldis Bandaríkjanna. Hann lítur svo á að fyrsta lýðveldi Bandaríkjanna hafi varað frá 1788 í kjölfar frelsisstríðs- ins, annað lýðveldið hafi tekið við í þrælastríðinu 1860 og þriðja lýðveldið hafi staðið frá 1932 með réttindabar- áttu almennings og „New deal“ Roosevelts þar til nú. Lýðveldið Ísland er ekki gamalt. Þótt margir hafi um árabil tekið ríkjandi stjórnkerfi sem sjálfsögðum hlut eru ekki nema 1-2 kynslóðir frá unga fólki nútímans til dönsku ný- lendunnar. Ef taka á mark á mót- mæla- og borgarafundum síðustu vik- ur má ætla að nú séu margir Íslendingar að vakna til meðvitundar um að kerfið sé ekki óhagganlegt og að þjóðin öll geti haft áhrif á mótun ungs lýðveldis. „Ég held að þessi breyting sé meiri en fólk gerir sér grein fyrir núna,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir stjórn- málafræðingur. „Auðvitað getur maður ekki sagt til um það fyrr en eftir nokkur ár, en þessir borg- arafundir sýna að fólk er ekki að hugsa um eitthvert afmarkað mál- efni, heldur er allt kerfið undir.“ Sé litið til þeirrar kenningar sem Michael Lind byggir á má sjá að hvert lýðveldistímabil í Bandaríkj- unum hefur varað í um 72 ár. Þriðja lýðveldið í Frakklandi entist í 70 ár, en hin öllu skemur. Lýðveldið Ísland er nú 64 ára gam- alt. Hugsanlega markar framtaks- semi þjóðarinnar nú upphafsskrefin í átt að nýju og þroskaðra lýðveldi á Ís- landi. Lýðveldið Ísland í mótun  Borgarafundurinn í Háskólabíói telst sennilega einsdæmi í Íslandssögunni  Virkni almennings í umræðum er óvenjuleg og gæti haft sögulegar afleiðingar „VIÐ höfum ver- ið utan við þetta ferli ríkisstjórn- arinnar allan tím- ann. Þegar það var samið við Al- þjóðagjaldeyr- issjóðinn þá var samið um fjármál hins opinbera, það er fjármál ríkisins og sveit- arfélaganna. Þannig að það var sam- ið fyrir okkar hönd, við sjáum ekki annað, en það var ekkert talað við okkur,“ segir Halldór Halldórsson bæjarstjóri á Ísafirði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, um samskipti ríkis og sveitarfélaga vegna lánsins frá sjóðnum. „Ég hefði alveg frá því að þessar hamfarir byrjuðu viljað hafa fulltrúa sveitarfélaganna í einhverju sam- ráðsferli allan tímann við fjármála- og forsætisráðuneytið. Okkur var ekki hleypt að því borði. Það verður bara að viðurkennast.“ Samstarfið að öðru leyti gott Halldór vill hins vegar meina að samstarfið við ríkisstjórnina hafi að öðru leyti verið gott. „Við höfum lagt áherslu á sam- starf við ríkið í þessum málum og höfum í sjálfu sér átt þokkalega gott samstarf við samgönguráðuneytið, sem fer með sveitarstjórnarmál. Þar hefur farið fram stöðugt sam- ráð sem við höfum verið að þétta með aðkomu fleiri ráðuneyta. Því hefur það í sjálfu sér gengið alveg þokkalega. Það sem við erum að kalla eftir núna er að hið opinbera, sveitarfélög og ríkið, standi saman um breytingar á gjaldskrám og skattlagningu, svo við séum ekki á skjön við ríkið.“ baldura@mbl.is Ekki verið hleypt að borðinu Sveitarfélögin tjá sig um lánið frá IMF Halldór Halldórsson FYRSTA des- ember verður Auðlind – Náttúrusjóður formlega stofn- aður. Um er að ræða sjálfs- eignarstofnun, en tilgangur sjóðsins er að standa vörð um auðlindir, lífs- gæði og fjölbreytni íslenskrar nátt- úru og efla virðingu fyrir þeim fá- gæta þjóðararfi sem náttúra Íslands er, segir í tilkynningu aðstandenda. Fyrirhuguð verkefni á dagskrá Auðlindar varða endurheimt vot- lendis og viðhald arnarstofnsins. Sjóður um auðlindir Þróun í stjórnmálaþátttöku hefur verið í þá átt undanfarin ár að þverrandi virkni er innan stjórn- málaflokkanna þar sem fleiri sækja í sjálfstæð samtök til að berjast fyrir einstökum málefnum. Má þar nefna samtök eins og Framtíðarlandið og Femínista- félagið. Þróunin er þannig meira í átt við hefðina í Bandaríkjunum, þar sem lengi hefur tíðkast að al- menningur beiti sér fyrir sínum hugðarefnum með einkaframtaki, hvort sem það eru málefni sam- kynhneigðra, blökkumanna, um- hverfisverndar eða annað. Borgarafundirnir núna benda hinsvegar til þess að það sé ekki eitt málefni heldur allt kerfið sem fólk vilji breyta. Enda er það ekki aðeins efnahagskerfið sem mörg- um Íslendingum finnst hafa brugð- ið. Stjórnkerfið sætir einnig gagn- rýni, fjölmiðlar sömuleiðis og jafnvel háskólarnir. Það er því kerfið allt sem sætir nú gagnrýni fólksins, kerfi sem auðvelt hefur verið að taka sem sjálfsögðum hlut allt þar til stoð- irnar brustu. Að vakna af doðanum Fékk óvænt 30 þúsund evrur inn á reikning Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is „SNEMMA í október voru lagðar inn á evru- reikning fyrirtækis míns sem heitir Kvasir, óút- skýrðar 30.000 evrur. Í færslunni kom fram að greiðandinn væri þetta sama fyrirtæki mitt. Mér fannst þetta stórundarlegt og lét þjónustu- fulltrúann í bankanum mínum, Glitni, vita að ég hefði ekki lagt inn þessar evrur og ætti ekkert í þeim. Hann gat ekki útskýrt hvernig á þessu stóð en bakfærði greiðsluna,“ segir hinn heið- arlegi Jon Olav Fivelstad sem notfærði sér ekki stöðu sína til að einfaldlega hirða þessar 5,4 milljónir sem komu að því er virtist frá hans eig- in fyrirtæki inn á reikning þess. „Þegar ég las fréttina í Morgunblaðinu í gær um að nákvæmlega sama upphæð væri týnd í bankakerfinu, þá hvarflaði að mér hvort inn á reikning fyrirtækis míns, hefðu kannski einmitt verið lagðar þær evrur sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum saknar eftir að hafa millifært á svipuðum tíma, eða snemma í október.“ Jon Olav velti þó nokkuð fyrir sér hvað hefði orðið um þessa peninga eftir að þeir voru bak- færðir af reikningi hans, fyrst bankinn virtist ekki hafa vitað hvaðan þeir komu. „Ég sendi því netpóst á þennan sama þjónustufulltrúa í síð- ustu viku og bað um skýringar á þessu, en ég fékk svar sem var í raun ekkert svar. Hann sagði að þetta hefði verið villufærsla sem búið væri að laga. Bankinn hefur semsagt haft fjórar vikur til að finna út hvaðan þessi villufærsla kemur, en virðist ekki hafa fundið út úr því.“ Jon Olav segir þetta allt með miklum ólík- indum og hann veltir því vissulega fyrir sér hvort það gerist kannski oft að óútskýrðar háar upphæðir komi inn á reikninga sem eru lítið not- aðir, eins og raunin er með evrureikning fyr- irtækis hans. Og hvað verður um þessa peninga þegar þeir eru bakfærðir? Reuters KJARARÁÐ fundaði í gær um þá beiðni Geirs H. Haarde forsætisráð- herra að laun þeirra sem heyra und- ir ráðið verði lækkuð um 5-15%. Af- greiðslu málsins er þó ekki lokið að sögn Guðrúnar Zoëga, formanns Kjararáðs. Hún segir að ráðið hygg- ist funda um málið aftur í þessari viku. Samkvæmt beiðni forsætisráð- herra ætti lækkunin að gilda út næsta ár og vera í hlutfalli við laun. Er forseti Íslands launahæstur þeirra sem heyra undir ráðið, en einnig á að ræða við hálaunahópa hjá ríkinu um tímabundnar launalækk- anir. Engin nið- urstaða hjá Kjararáði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.