Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 10

Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 10
10 FréttirHALLDÓR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Birna Einarsdóttir, bankastjóriNýja Glitnis, sá ástæðu til að senda starfsmönnum bankans tölvupóst vegna fréttaskýringar Agnesar Bragadóttur í Morgun- blaðinu sl. sunnudag. Í fréttaskýr- ingunni kom fram að eigendur Glitnis hefðu farið með fé bankans sem sitt eigið og lánað milljarða á milljarða ofan gegn litlum eða engum tryggingum.     Birna segist ítölvupóst- inum gera sér fulla grein fyrir hversu illa þessi umræða, þ.e. um gamla Glitni og „ákveðin lána- mál honum tengdum“ fari í starfsmenn Nýja Glitnis, „sem stoltir unnu af hollustu fyrir sinn fyrrverandi vinnuveitanda.“     Hún segir jafnframt, að augljóstsé að þagnarskylda hafi verið brotin og „bankinn mun grípa til viðeigandi aðgerða þar að lút- andi.“ Ekki tíundar þó bankastjóri Nýja Glitnis hvor bankinn ætli að grípa til þeirra aðgerða, forverinn eða sá sem nú starfar.     Af tölvupósti bankastjórans máráða, að starfsmönnum Nýja Glitnis sárnar þegar blettur fellur á þeirra gamla vinnuveitanda. Þeir mega hins vegar ekki gleyma, að núna starfa þeir hjá ríkisbank- anum Glitni. Komi eitthvað mis- jafnt í rekstri forverans í ljós ættu þessir starfsmenn ríkisins að leggja sig fram um að upplýsa málið í stað þess að kveinka sér undan meðferðinni á horfnum banka.     Birna bankastjóri kveðst fagnaþví að fram fari rannsókn á starfsemi gömlu bankanna og að- draganda bankahrunsins. Hún þarf að sýna það í verki með því að einbeita sér að rekstri Nýja Glitnis og hætta að syrgja forvera hans. Birna Einarsdóttir Birna gamla og nýja                      ! " #$    %&'  (  )                         *(!  + ,- .  & / 0    + -     !  "              #$  # %         12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (             # %         #$   :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).?    & &   !  &   &&!   &!      &!                                  *$BC             ! "      #      $%   & '  %(           )     * &%  &   %(    + ,  ,         # *! $$ B *! ' #(    $    %)  <2 <! <2 <! <2 '(   * + ,- .  CD! -                  *    B         %(   ! "     -  <7         .     !        $%        +   ,   #  <          %(    !    /      + ,  .  /0 11   % 2$  %* + Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ STAKSTEINAR VEÐUR HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands dæmdi í gær tvo menn, sem í öðru máli höfðu verið sakfelldir fyrir líkamsárás, til að greiða árásarþola skaðabætur vegna varanlegrar örorku og miskabætur. Mennirnir tveir veittust að árásarþola í húsi á Stokkseyri snemma að morgni nýársdags 2003 og felldu hann í gólfið. Það hafði þær afleiðingar „að hann hlaut eymsli yfir hægri augabrún og í brjóst- holi, eymsli og mar á þumalfingri hægri handar, mar á höfði upp af enni vinstra megin, mar við vinstra augnalok og vægt glóðarauga og verki í mjóbaki yfir spjaldhrygg og yfir bringubeini“. Læknir sem fórnarlambið fékk til að meta af- leiðingar árásarinnar taldi þjáningartímabil mannsins vera fjóra mánuði og að hann hefði beðið varanlegan miska vegna árásarinnar. Hann mat því varanlega örorku vera 20%. Annar læknir var dómkvaddur og mat hann varanlegan miska mannsins 10% og varanlega örorku 5% ásamt tímabili þjáninga upp á fjóra mánuði. Síðar voru dómkvaddir tveir yfirmatsmenn, læknir og lög- fræðingur. Þeir töldu varanlega örorku vera rétti- lega metna 15%. Dómurinn ákvað að öllu athug- uðu varanlega örorku vera 5%. Hinir stefndu voru dæmdir til að greiða stefn- anda 2.574.640 krónur vöxtum og dráttarvöxtum frá 1. janúar 2003. Frá þeirri upphæð var dregin greiðsla úr bótasjóði upp á 2.595.268 krónur 2. febrúar 2006. Málskostnaður milli aðila var látinn falla niður. Þá ákvað dómurinn að gjafsóknar- kostnaður mannsins sem ráðist var á, samtals 1.561.752 krónur, að meðtöldum útlögðum kostn- aði, skyldi greiðast úr ríkissjóði. Ásgeir Magnússon héraðsdómari kvað upp dóminn, meðdómarar voru læknarnir Magnús Páll Albertsson og Yngvi Ólafsson. Dæmdar bætur vegna árásar Fórnarlambið leið þjáningar í fjóra mánuði og beið varanlegan miska og örorku Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur Hvolsvöllur | Fræðslunetið hlaut menntaverðlaun Suðurlands en verðlaunin voru veitt á ársþingi SASS á Hvolsvelli. Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru afhent. Það var formaður mennta- og menn- ingarmálanefndar SASS, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, sem afhenti Ásmundi Sverri Pálssyni fram- kvæmdastjóra Fræðslunetsins við- urkenninguna sem var ásamt viður- kenningarskjali, 200.000 kr. Alls voru fjórar menntastofnanir á Suðurlandi tilnefndar til verð- launanna og var Fræðslunetið ein- róma valið. Verðlaunin hlaut Fræðslunetið fyrir frábæran árang- ur við miðlun háskólanáms og efl- ingu símenntunar á Suðurlandi eins og stendur í viðurkenningarskjali. Í þakkarræðu framkvæmdastjórans kom fram að hann teldi viðurkenn- inguna mikla og jákvæða hvatningu fyrir starfsemina. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Gleði Ásmundur Pálsson hjá Fræðslunetinu fær verðlaunin frá Ingvari Guðbjörnssyni, formanni mennta- og menningarmálanefndar SASS. Fræðslunet Suðurlands hlaut menntaverðlaun Í HNOTSKURN »Fræðslunet Suðurlands ermiðstöð símenntunar og fullorðinsfræðslu og miðlun háskólakennslu á Suðurlandi. »Fræðslunetið var stofnað28. ágúst 1999, á degi sí- menntunar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.