Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 11

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 ÁRLEG handverkssala Ljóssins, endurhæfingar- og stuðnings- miðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, verður haldin nk. sunnudag, 30. nóvember, að Langholtsvegi 43 í Reykjavík. Markaðurinn verður opinn milli kl. 10 og 15. Þetta er þriðja árið í röð sem Ljósið heldur handverksmarkað. Þar verður m.a. hægt að fá jóla- gjafir á góðu verði, m.a. margt fallegt handverk, fallegar sér- hannaðar peysur, auk þess sem á staðnum verður kökubasar og flóamarkaður. Allur ágóði rennur beint til Ljóssins. Handverk til styrktar Ljósinu STARFSMENN Sels, öldrunar- deildar við Sjúkrahúsið á Akureyri (FSA), mótmæla harðlega lokun deildarinnar og hvernig að ákvörð- uninni var staðið. Sjúklingarnir tólf sem þar eru verða fluttir á Kristnes, þar sem FSA rekur öldrunar- og endurhæfingardeild. „Við vorum kallaðar á fund í há- deginu síðasta föstudag og sagt frá því að Seli yrði lokað um áramót. Í vikunni áður var okkur sagt að ekki yrði um neinar uppsagnir að ræða,“ sagði Filippía Ingólfsdóttir, annar trúnaðarmanna sjúkraliða á Seli, í gær. Í ályktun sem starfsmenn Sels samþykktu á fundi í fyrradag segir að breytingarnar hafi í för með sér fjöldauppsagnir og „verulega skerð- ingu á þjónustu og gengur þvert á það sem nú er brýnast að gera, stór- efla velferðarþjónustuna og styrkja öryggisnet fjölskyldnanna.“ Þar segir einnig: „Starfsmenn í Seli skora eindregið á stjórnendur FSA að draga ákvörðun sína til baka um að loka Seli og flytja starfsemi þess í Kristnes og leita annarra leiða til hagræðingar í samstarfi og sam- ráði við starfsfólk heilbrigðisþjón- ustunnar, samtök launþega, fjölda- hreyfingar sjúklinga, öryrkja, eldri borgara og annarra aðila sem hags- muna hafa að gæta varðandi gæði og skilvirkni heilbrigðiskerfisins.“ skapti@mbl.is Starfsfólk mótmælir lokun Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Síðustu jólin Búið er að setja upp jólaskraut við Sel - líklega í síðasta skipti.  Segja breytingarnar kosta fjöldauppsagnir  „Veruleg skerðing á þjónustu“  Skora á FSA að spara á annan hátt ÍSLENSKIR neytendur hafa ekki verið svartsýnni samkvæmt vænt- ingavísitölu Gallup frá því að mæl- ingar vístölunnar hófust árið 2001. Vísitalan mælist nú 23,2 stig sem er langlægsta gildi vísitölunnar frá upphafi. Til samanburðar var vísital- an 59,2 stig í síðasta mánuði og 116 stig á sama tíma fyrir ári síðan. Þetta kemur fram í Morgunkorni Glitnis. Hæst fór væntingavísitalan í maí 2007 þegar hún var 154,9 stig. Þegar væntingavísitalan mælist undir 100 stigum eru fleiri svarendur neikvæð- ir en jákvæðir á stöðu og horfur í efnahagslífinu. Vísitalan fór undir 100 stig í mars á þessu ári og hefur haldið sig undir 100 stigum síðan þá. Vístalan mælir mat neytenda á núverandi aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum og væntingum til ástandsins að sex mánuðum liðnum. Þá eru allar undirvísitölur einnig í langlægstu gildum sem sést hafa. Mat á núverandi ástandi mælist nú 5,2 stig en mældist í september, fyr- ir hrun bankanna, 72 stig. Þá eru neytendur einnig afar svartsýnir á framtíðina og meirihluti aðspurðra telur að ástandið í efnahags- og at- vinnumálum verði ennþá verra að sex mánuðum liðnum. Íslendingar aldrei verið svartsýnni NÝR DAGUR – NÝ HUGSUN Ráðstefna um tækifæri framtíðarinnar Dagskrá Fundarsetning Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Ávarp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra Framsöguerindi A New Future for Iceland: Re-inventing the country’s economy! – Adjiedj Bakas Fyrir ungt fólk og framtíðina – Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ Í túnfætinum heima – Sóley Elíasdóttir frumkvöðull Heart Work – Mobilizing everyone’s energy to win – Claus Möller Framtíðarlandið Ísland – Þór Sigfússon, formaður SA Aðgangur ókeypis. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is eða í síma 511 4000. Nánari upplýsingar um ráðstefnuna og hina erlendu fyrirlesara er að finna á www.utflutningsrad.is. Adjiedj Bakas Claus Möller Mánudaginn 1. desember • Hilton Reykjavík Nordica • kl. 8.30–11.00 Adjiedj Bakas, framtíðarrýnir og forstjóri Trendwatcher, og Claus Möller, stjórnendaráðgjafi og stofnandi Time Manager International, munu horfa til framtíðar á tækifæri þjóðar á tímamótum á ráðstefnu Útflutningsráðs Íslands fullveldisdaginn 1. desember. Í erindum sínum munu þessir þekktu fyrirlesarar velta upp hinum ýmsu möguleikum í atvinnulífinu og beina sjónum að þeim krafti sem býr í íslensku þjóðinni. Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.