Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 12

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 12
12 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG er þakklát fyrir veru mína hér á landi, því það var hér sem ég áttaði mig á því að ég er manneskja. Í dag er ég sterk og sjálfstæð kona, sem er stolt af sjálfri mér og því sem ég hef áorkað,“ sagði Emebet Merkuria, á fundi UNIFEM í gær, og tók fram að þannig hefði þetta ekki alltaf verið. Emebet er fædd og uppalin í Eþíópíu og þekkir af eigin raun hvernig það er að búa í samfélagi þar sem ofbeldi gegn konum er samþykkt sem hluti af samfélagsgerðinni. Emebet vann sem grunnskóla- kennari í Eþíópíu áður en hún fluttist til Íslands í upphafi árs 2001 ásamt ungri dóttur sinni. Þáverandi eig- inmaður hennar og samlandi hafði farið til Íslands sjö mánuðum áður og ári eftir að Emebet kom til landsins fæddist þeim önnur dóttir. „Við mað- urinn minn ákváðum að flytja til Ís- lands í von um að hér gætum við átt betri framtíð, því ástandið Eþíópíu var óbærilegt. Lífsbaráttan í Eþíópíu var afar erfið sökum þess óöryggis sem ríkti í stjórnmála- og efnhagslífi landsins. Launin þar eru mjög lág og við gátum varla framfleytt fjölskyld- unni. Ættbálkar berjast þar og lítið sem ekkert sem yfirvöld geta gert til þess að tryggja öryggi íbúanna.“ Emebet fór ekki dult með það að þau hjón hefðu orðið fyrir ákveðnu menningarsjokki við flutninginn til Íslands sem svo aftur hafði bein áhrif á þau hjónin. „Þannig hélt maðurinn minn áfram að vera jafnstjórnsamur og ofbeld- ishneigður í samskiptum okkar og hann hafði ávallt verið í Eþíópíu. En þessi hegðun hans var ekki talin við- unandi í augum Íslendinga þar sem mun meira jafnræði ríkir milli kynjanna hérlendis. Í Eþíópíu er litið á konur sem annars flokks þegna og karlmenn hafa bæði rétt og völd til þess að ráðskast með konur og beita þær ofbeldi. Var fórnarlamb ofbeldismanns Manninum mínum fannst hann vera að missa yfirráð sín yfir mér og það olli honum gremju að geta ekki beitt mig ofbeldi óáreittur. Á sama tíma uppgötvaði ég að hérlendis eru kynin jöfn og ég sá sjálfa mig í fyrsta sinn sem manneskju sem ætti rétt á virðingu,“ sagði Emebet og lýsti því hvernig þau hjón hefðu eftir margra ára vanlíðan í hjónabandi ákveðið að skilja. „Mér hefði verið lífsins ómögulegt að skilja við hann hefði ég ekki átt góða íslenska vinkonu að. Hún veitti mér bæði þann stuðning og þær upp- lýsingar sem ég þurfti til þess að geta látið skilnaðinn verða að veruleika. Fyrir hennar tilstuðlan öðlaðist ég trú á sjálfa mig og nægan styrk. Hún opnaði augu mín fyrir því að ég væri nógu sterk til þess að standa á eigin fótum og hjálpaði mér að skilja að ég hefði verið fórnarlamb ofbeldismanns sem hefði getað eyðilagt líf mitt.“ Í framhaldinu lýsti Emebet því hvernig henni hefur tekist að koma undir sig fótunum fjárhagslega, hvernig hún hefur unnið hörðum höndum til þess að koma sér þaki yfir höfuðið og framfleyta börnum sínum en einnig systkinum í heimalandi sínu. „Því þegar foreldrar mínir lét- ust skildu þau eftir sig þrjú ung börn undir lögaldri. Ég verð að hjálpa þeim fjárhagslega því í Eþíópíu er ekkert félagslegt net eða kerfi,“ sagði Emebet og bætti við: „Ég geri mitt besta til þess að sjá fyrir börnum mínum og veita þeim góðan aðbúnað og alla mína ástúð,“ sagði Emebet og hlaut að lokinni framsögu sinni dynj- andi lófatak allra viðstaddra. Eftir Björn Björnsson Sauðárkrókur | Ísbirninum marg- fræga, sem felldur var á Þverárfjalli síðastliðið sumar og búið er að stoppa upp, hefur verið fundinn end- anlegur varðveislustaður í húsnæði Náttúrustofu Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Við móttökuathöfn í Náttúrustofunni síðastliðinn fimmtudag rakti forstöðumaður stofnunarinnar, Þorsteinn Sæ- mundsson, hið æsilega nokkurra vikna tímabil, frá því að þetta mynd- arlega dýr fannst á rölti á Þver- árfjallsvegi og allt til þess dags er seinna dýrið sem lagði leið sína hingað til lands var fellt við bæinn Hraun á Skaga. Rakti Þorsteinn á mjög fræðandi og skemmtilegan hátt hin vantrúar- kenndu fyrstu viðbrögð, síðan at- burði á mjög ótryggum vettvangi á Þverárfjalli, þar sem fjöldi fólks hafði mætt á svæðið. Eftir að fella þurfti dýrið sagði Þorsteinn frá mjög afdráttarlausum og jafnvel harkalegum viðbrögðum, inn- lendum sem erlendum, jafnt að nóttu sem degi, þar sem símalínur og tölvuskjáir nánast loguðu, en ákveðið hefði verið á stofnuninni að svara öllum hlutaðeigandi og reyna á sem gleggstan hátt að skýra orsak- ir þess að til þessarar niðurstöðu þurfti að koma. Þá rakti Þorsteinn einnig atburðarásina er síðara bjarndýrið kom og samvinnu við er- lenda sérfræðinga. Væru þeir nú að lokum komnir til framtíðarbústaða, karldýrið á Sauðárkróki, en kven- dýrið á Hafíssetrinu á Blönduósi. Ísbjörn sem felldur var á Þverárfjalli í sumar í varðveislu hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra Björninn kominn heim Morgunblaðið/Björn Björnsson Fundur Nú mætast þeir í öllu öruggara návígi, Þverárfjallsbjörninn og Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is JÓN Auðunn Bogason, há- skólanemi í Dan- mörku, lenti í óskemmtilegri reynslu ásamt móður sinni á dögunum þegar þau voru í versl- uninni Fona í Lyngby að kaupa nettengingu. Þeg- ar hann var beðinn um að sýna skil- ríki, og dró þá fram íslenskt öku- skírteini, var honum synjað um afgreiðslu. „Ég tel að hér hafi verið um mismunun að ræða þar sem ég er Íslendingur. Sölumaðurinn upplýsti mig um að ef ég kæmi frá Svíþjóð eða Noregi þá gæti ég verslað við þá þrátt fyrir að vera hvorki með dansk- an passa né danskt ökuskírteini.“ Jón Auðunn ákvað að nýta sér til- boð sem sölumaður kynnti fyrir hon- um með 3G-internetþjónustu frá danska fyrirtækinu 3. „Ég skellti mér á tilboðið og næsta skref var að ganga frá greiðslu. Sölu- maðurinn vildi fá að sjá skilríki með mynd og bað annaðhvort um vega- bréf eða ökuskírteini. Ég var ekki með vegabréf með mér en sýndi hon- um íslenska ökuskírteinið mitt. Þegar hann rak augun í að ökuskírteinið væri íslenskt sagðist hann muna að það væri eitthvað í sambandi við ís- lensk ökuskírteini og því þyrfti hann að hafa samband við þjónustuborð hjá fyrirtæki sínu. Hann hringdi og fékk upplýst hjá öðrum starfsmanni að hann mætti ekki selja mér þessa þjónustu án þess að ég myndi sýna honum danskan passa eða danskt ökuskírteini,“ segir Jón Auðunn. Þau sættu sig ekki við þessi svör og báðu sölumanninn að hafa aftur sam- band við þjónustuborð sitt, þar sem um misskilning hlyti að vera að ræða. Eftir það símtal vildi sölumaðurinn fá að sjá landvistarleyfi frá Jóni þar sem hann gat ekki sýnt danskt vegabréf. Engu skipti þótt hann væri með danskt sjúkrasamlagsskírteini, sem ekki fæst nema að vera með lögheim- ili í Danmörku, danskt skólaskírteini og dönsk greiðslukort. Var nóg boðið „Móðir mín benti honum á að við þyrftum ekki landvistarleyfi þar sem við komum frá Norðurlöndum og bað hann því um að hringja aftur. Sölu- maðurinn hringdi í þriðja sinn en starfsmaður þjónustuborðsins sagð- ist meira að segja ekki nenna að eyða tíma sínum í að útskýra þetta fyrir okkur. Þegar hér var komið var okk- ur nóg boðið og báðum við um að fá að tala við yfirmann sölumannsins. Það skal tekið fram að hann reyndi eftir fremsta megni að ná í hann en án árangurs. Sölumaðurinn tók niður símanúmerið mitt en ég hef ekkert heyrt frá þeim eftir þetta,“ segir Jón Auðunn, sem hefur verið í há- skólanámi í Danmörku síðan í ágúst. Áður var hann búsettur í rúm tíu ár í Danmörku ásamt fjölskyldu sinni. Neitað um viðskipti Íslenskur námsmaður í Danmörku krafinn um landvistarleyfi í verslun Í HNOTSKURN »Jón Auðunn talar góðadönsku, því var ekki um neina tungumálaerfiðleika að ræða, heldur hreina mis- munun vegna þjóðernis að hans mati. »Um var að ræða raftækja-verslunina Fona í Lyngby, norður af Kaupmannahöfn. Jón Auðunn Bogason „ÞVÍ miður er það bláköld staðreynd að ofbeldi gegn konum viðgengst í öllum löndum, í öllum þjóðfélags- hópum og beinist gegn konum á öllum aldri,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, á morgun- verðarfundi UNIFEM í gær. Benti hún á að ein af hverjum þremur konum yrði fyrir ofbeldi í einhverri mynd einhvern tímann á lífsleiðinni. „Ofbeldi gegn konum er falið, það er þaggað niður og því er gjarnan tekið léttilega í samanburði við annars konar ofbeldisglæpi. Ofbeldið þrífst í þögninni og hana er nauðsynlegt að rjúfa,“ sagði Ingibjörg Sólrún og þakkaði Stígamótum, Samtökum um kvennaathvarf og UNIFEM fyrir mikilvægt starf við að rjúfa þögnina. Nauðsynlegt að rjúfa þögnina Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Morgunblaðið/Valdís Thor Sjálfsörugg Frásögn Emebet Merkuria á morgunverðarfundi UNIFEM vakti verðskuldaða hrifningu fundargesta. Sterk og sjálfstæð Emebet Merkuria kemur frá landi þar sem konur eru annars flokks þegnar og þar sem kynbundið ofbeldi er talið sjálfsagt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.