Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 13
Fréttir 13INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Framkvæmdir við nýja
sundlaug ganga vel
Eftir Jón Sigurðsson
Blönduós | Framkvæmdir við bygg-
ingu nýrrar útisundlaugar á
Blönduósi sem hófust í lok júlí
ganga vel.
Uppsteypa á 25 metra laug-
arkeri gekk að óskum þrátt fyrir
hryssingslegt veður. Trésmiðjan
Stígandi á Blönduósi annast þenn-
an hluta framkvæmdarinnar og
hefur vel gengið fram að þessu.
Milli 70 og 80 rúmmetrar af steypu
sem var ekið frá Sauðárkróki fóru
í verkið.
Allri steypuvinnu á að ljúka fyrir
áramót og stefnir Blönduósbær að
frekari útboðum eftir áramót.
Ákvörðun þar um mun liggja fyrir
samhliða gerð fjárhagsáætlunar.
Eftir Sigrúnu Ásmundsdóttur
sia@mbl.is
SÁ MAÐUR sem greiðir atkvæði
gegn vantrauststillögu er þar með
formlega orðinn hluti af stuðnings-
mönnum ríkisstjórnar, að sögn Jóns
Magnússonar, formanns þingflokks
Frjálslynda flokksins. Orð Jóns
féllu þannig um kollega hans í þing-
flokki frjálslyndra, Kristin H.
Gunnarsson, sem greiddi atkvæði
gegn vantrauststillögu stjórnarand-
stöðunnar á Alþingi sl. mánudag.
Um það hvort eftirmál yrðu af mál-
inu sagði Jón að það yrði að koma í
ljós. „Álit mitt á honum hefur ekk-
ert breyst,“ sagði Jón. „En sjáðu
til. Maður sem greiðir atkvæði
gegn vantrauststillögu, hann er þar
með formlega orðinn hluti af stuðn-
ingsmönnum ríkisstjórnar. Það
liggur fyrir, er bara hin formlega
skilgreining á stjórn og stjórnar-
andstöðu,“ sagði Jón. Hann sagðist
líta andstöðu Kristins við tillöguna
alvarlegum augum. „Það er að mínu
viti mjög alvarlegt mál þegar lítill
flokkur eins og Frjálslyndi flokk-
urinn getur ekki gengið í takt,“
sagði hann.
Jón sagðist reikna með að málið
yrði tekið fyrir hjá flokknum. „Ég
býst við að flokksmenn vilji ræða
þetta, já.“ Aðspurður hvort hann
hefði eftir sem áður gott álit á
Kristni sagðist Jón ekkert hafa
sagt um það. „Ég sagði að álit mitt
á honum hefði ekkert breyst. Það
sagði ekkert um að ég hefði gott
álit á honum,“ sagði þingflokksfor-
maðurinn. Kristinn gerði grein fyrir
atkvæði sínu þannig m.a. að yrði
vantrauststillagan samþykkt myndi
vinna stjórnvalda færast frá lausn á
aðsteðjandi vanda yfir í baráttu um
hylli kjósenda. Jafnframt sagði
hann að það væri andstætt hags-
munum þjóðarinnar, ef þing yrði
rofið nú og boðað til alþingiskosn-
inga.
Vantrauststillaga óráð
Kristinn sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að hann hefði talið
óráð að leggja fram vantrauststil-
lögu á þessu stigi, nú bæri mönnum
að einbeita sér að því að ná stjórn á
ástandinu. Hann sagðist ekki með
atkvæði sínu vera að hverfa úr
stjórnarandstöðu. „Ég var með
þessu að ítreka þá skoðun mína að
nú væri mest um vert að vinna
nauðsynlegt verk til að styrkja
stöðu heimila og fyrirtækja,“ sagði
Kristinn. „Menn yrðu að einbeita
sér að því verkefni og leggja til
hliðar hefðbundið stjórnmálaskak
milli stjórnar og stjórnarandstöðu.“
Andstaðan litin
alvarlegum augum
Kristinn H.
Gunnarsson
Jón
Magnússon
Jón Magnússon
segir Kristin H.
Gunnarsson styðja
stjórnina
Fór ekki fram
úr heimildum
Í frétt um framúrkeyrslu stofnana
ríkisins var mishermt að embætti
sýslumannsins í Keflavík hefði farið
langt fram úr fjárheimildum. Það
embætti er innan fjárheimilda en
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, áð-
ur sýslumannsembættið á Keflavík-
urflugvelli, hefur farið 266 milljónir
fram úr heimildum.
Halldór er Jónsson
Forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri
var rangfeðraður í blaðinu á mánu-
dag. Halldór er Jónsson en ekki Jó-
hannsson eins og ranghermt var.
Beðist er velvirðingar á mistökunum.
Ný fjármögnun OR
Í frétt um orkuöflun til álvers í
Helguvíkur í blaðinu á þriðjudag var
það ranghermt að Orkuveita Reykja-
víkur glímdi við vanda við endur-
fjármögnun. Hið rétta er að OR getur
lent í vanda við nýja fjármögnun á
nýjum verkefnum. Einnig er fjár-
magnskostnaður ekki sagður standa í
vegi fyrir afgreiðslu samþykktra
lána, heldur ástandið almennt hér á
landi, að sögn Eiríks Hjálmarssonar,
upplýsingafulltrúa OR. Beðist er vel-
virðingar á þessu ranghermi í
blaðinu.
LEIÐRÉTT
RÍKISSTJÓRNIN er rúin trausti al-
mennings og þarf að endurnýja það
með uppstokkun, segir í ályktun sem
fundur stéttarfélaganna á Egils-
stöðum samþykkti í gær. Þess er m.a.
krafist að yfirstjórn Seðlabanka og
FME víki tafarlaust og að óháð nefnd
verði skipuð sem kanni hvers vegna
þjóðin sé komin í þessa stöðu. Svara
verði skýrt og án undanbragða.
Ríkisstjórn
rúin trausti