Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
MEGINEFNI fundar Björgvins G.
Sigurðssonar, viðskiptaráðherra,
með Alistair Darling, fjármálaráð-
herra Bretlands, í Lundúnum 2.
september var það að æskilegt væri
að færa innstæðureikninga hjá
útibúi Landsbankans í London í
breskt dótturfélag.
Þetta kemur fram í svari Björg-
vins við fyrirspurn Sivjar Friðleifs-
dóttur, þingmanns Framsóknar-
flokksins, á Alþingi, þar sem hún
spurði um efni fundarins.
Í svarinu segir, að á fundinum
hafi ráðherrarnir rætt almennt um
aðstæður á mörkuðum og viðskipti
landanna. Meginefni fundarins hafi
verið að æskilegt væri að færa inn-
stæðureikninga hjá útibúi Lands-
bankans í London í breskt dóttur-
félag. Bresk stjórnvöld höfðu unnið
að því um nokkurt skeið ásamt ís-
lenskum stjórnvöldum að fá bank-
ann til að flytja innstæður svokall-
aðra Icesave-reikninga úr útibúinu í
breskt dótturfélag. Bresk stjórn-
völd hafi gert mjög stífar kröfur um
flutning eigna Landsbankans til
Bretlands og um tímamörk.
Í fréttatilkynningu, sem við-
skiptaráðuneytið sendi út eftir
fundinn, var ekki minnst á Icesave-
reikninga. Þar segir hins vegar, að
á fundinum hafi ráðherrarnir rætt
góð samskipti þjóðanna á sviði fjár-
málamarkaðar.
Ekkert formlegt minnisblað
Siv óskaði eftir því að minnisblað
um fundinn yrði birt, en í svarinu
segir að ráðherra hafi ekki tekið
saman formlegt minnisblað um
fundinn annað en það sem fram
komi í tilkynningunni.
Auk Björgvins sóttu fundinn af
Íslands hálfu Sverrir Haukur Gunn-
laugsson, sendiherra Íslands í Bret-
landi, Baldur Guðlaugsson, ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu,
ráðuneytisstjórinn í viðskiptaráðu-
neytinu, Jón Sigurðsson, formaður
stjórnar Fjármálaeftirlitsins, skrif-
stofustjóri í viðskiptaráðuneytinu
og aðstoðarmaður viðskiptaráð-
herra.
Icesave meginefni
fundar ráðherra
Björgvin G.
Sigurðsson
Alistair
Darling
SAMKVÆMT nýrri skoðanakönn-
un Fréttablaðsins vilja tæplega 70%
landsmanna flýta alþingiskosn-
ingnum. Stærsti hópurinn, 38,6%,
vill kosningar vorið 2009. 26% svar-
enda vilja kosningar fyrir áramót
eða í ársbyrjun 2009. 29,3% vilja
kosningar þegar kjörtímabilinu
lýkur.
Mikill meirihluti kjósenda stjórn-
arandstöðuflokkanna vildi flýta
kosningum. 71,3% kjósenda Sjálf-
stæðisflokks vildu ekki flýta kosn-
ingum en 23,3% vildu kosningar í
síðasta lagi í vor. 27,6% kjósenda
Samfylkingarinnar vildu ekki flýta
kosningum en 63,7% vildu kosn-
ingar í síðasta lagi í vor.
Hringt var í 800 manns laug-
ardaginn 22. nóvember. 90,8% að-
spurðra tóku afstöðu til spurning-
arinnar.
Vilja flýta kosningum
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
0
8
-2
3
8
7
Starfsfólk Glitnis svarar
fyrirspurnum í dag
milli kl.17 og 21
í síma 440 4000
Starfsfólk Eignastýringar Glitnis,
Almenna lífeyrissjóðsins og Glitnis
Fjármögnunar svara spurningum
viðskiptavina ásamt ráðgjöfum Glitnis.
Á glitnir.is getur þú einnig pantað
fjármálaviðtal þar sem við bjóðum
þér að setjast niður með okkur
og fara ítarlega yfir stöðuna.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Magnús Halldórsson
magnush@mbl.is
SKILANEFNDIR á vegum Fjármálaeft-
irlitsins, sem nú hafa tekið yfir öll málefni
gömlu bankanna Glitnis, Landsbankans og
Kaupþings, hafa staðið í ströngu frá því að
þær tóku yfir viðskiptabankastarfsemi bank-
anna hér á landi. Á sama tíma skapaðist al-
varleg staða fyrir lánveitendur bankanna sem
sáu fram á að tapa þúsundum milljarða ís-
lenskra króna.
Samkvæmt lögum frá því í byrjun október
fara skilanefndirnar með „öll málefni fjár-
málafyrirtækisins, þar á meðal að hafa um-
sjón með allri meðferð eigna þess, svo og að
annast annan rekstur þess.“
Á undanförnum sjö vikum hefur mikið vatn
runnið til sjávar. Tekist hefur að halda úti
hefðbundinni bankastarfsemi í öllum útibúum
hér á landi en starfsemin hefur þó ekki geng-
ið hnökralaust. Gjaldeyrisviðskipti eru enn
ekki í þeim farvegi sem þau ættu að vera í
við eðlilegar aðstæður. Mikill tími hefur farið
í að greiða úr óljósri stöðu margra við-
skiptavina eftir hrun bankanna og sér ekki
fyrir endann á þeirri vinnu.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins
hefur þrýstingur frá lánveitendum gömlu
bankanna, það er kröfuhöfunum, um að kom-
ið verði til móts við kröfur þeirra verið að
aukast. Viðskiptabankarnir á Íslandi verði
jafnvel komnir í eigu erlendra banka að
stórum hluta, það er fyrrverandi lánveitendur
gömlu bankanna þriggja, innan nokkurra
mánaða.
Eins og greint hefur verið frá í Morgun-
blaðinu hafa fulltrúar erlendra kröfuhafa,
meðal annars þýsku bankanna Deutsche
Bank og Commerzbank, verið hér á landi að
undanförnu til þess að verja hagsmuni sína.
Í raun er staðan sú að kröfuhafarnir eru að
vinna með skilanefndunum að því að verja
eigur sínar.
Tryggja hag sinn umfram allt annað
Fulltrúar kröfuhafanna sem staddir eru
hér á landi, og Morgunblaðið hefur rætt við,
eru komnir hingað til lands með eitt markmið
umfram allt annað; að verja hagsmuni kröfu-
hafa og tryggja að þeir fái sem mest í sinn
hlut þegar kemur að því að skipta upp eign-
um gömlu bankanna. Nokkuð hefur verið um
að íslenskar lögfræðistofur aðstoði kröfuhafa
við þessa vinnu enda er hún yfirgripsmikil og
getur verið tímafrek. Óvissu gætir um hver
þróunin verður á virði eignanna þegar fram í
sækir. Erfitt er að sjá fyrir hvort virði þeirra
minnki eða aukist eftir því sem tíminn líður.
Kröfuhafarnir leggja þó áherslu að fá lausn í
málið eins fljótt og hægt er og að það liggi
fyrir ákvörðun um hvort selja eigi eignirnar
innan skamms tíma, eða á lengra tímabili.
Margir viðmælenda Morgunblaðsins telja
líklegt að næstu vikur og mánuðir skipti
sköpum um hvernig íslenska fjármálakerfið
standi að loknu falli íslensku bankanna.
Hugsanlegt er að aðeins sé hægt að tryggja
skilvirk viðskipti við útlönd með því að
tryggja kröfuhöfunum eignaraðild í end-
urreisn fjármálakerfisins. Trúverðugleiki á
kerfinu er ekki talinn geta byggst upp öðru-
vísi. Málin hafa þó ekki verið til lykta leidd
enn.
Hugsa einungis um sinn hag
Líkur á því að kröfuhafar eignist stóran hlut í bönkunum aukast eftir því sem þrýstingur þeirra eykst
Viðmælendur telja mikilvægt að hafa hraðar hendur við endurreisn fjármálakerfisins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kröfuhafar Fulltrúar erlendra kröfuhafa koma til fundar við skilanefnd Kaupþings á dögunum.
Í HNOTSKURN
» Skilanefndir bankanna hafa unniðbaki brotnu að því að tryggja það að
rétt sé staðið að sölu eigna gömlu bank-
anna þriggja.
» Gömlu bankarnir Glitnir og Kaup-þing eru þegar búnir að óska eftir
greiðslustöðvun. Það hefur ekki enn
verið gert í tilfelli gamla Landsbankans.
» Komið hefur fram í Morgunblaðinuað erlendir kröfuhafar hafa litið svo
á að íslensk stjórnvöld hafi mismunað
innstæðueigendum á grundvelli þjóð-
ernis með því að tryggja allar innstæður
í bönkum hér á landi en ekki í útlöndum.
» Íslensk stjórnvöld hafa ítrekað fyrriyfirlýsingar sínar um að allar inn-
stæður í íslenskum bönkum séu trygg-
ar.