Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 19
Fréttir 19INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
STJÓRN Bandalags háskólamanna
hvetur stjórnvöld til að standa vörð
um velferðarþjónustu og menntun
á erfiðum tímum.
Stjórn BHM telur það ekki þjóna
hagsmunum samfélagsins að draga
saman seglin í opinberri þjónustu
eða framkvæmdum á slíkum tímum
en þeim mun mikilvægara að
vernda störf og viðhalda þjónustu á
vegum hins opinbera, að því er
fram kemur á vefsíðu samtakanna.
Stjórnvöld standi
vörð um velferð
Morgunblaðið/Golli
Eftir Birkir Fanndal Haraldsson
Mývatnssveit | Mikill mannfjöldi,
eða um 400 gestir, þáði heimboð
jólasveinanna í Dimmuborgir síð-
astliðinn laugardag í þokkalegasta
veðri. Vetur konungur heilsaði
gestum og sveinunum síkátu með
hvítum snjó sem þakti trjágreinar
og sérkennilegar bergmyndanir
Dimmuborga.
Jólasveinarnir voru þar allir
mættir, níu að tölu og skemmtu sér
og börnunum góða stund. Eftir það
var öllum viðstöddum boðið að
þiggja veitingar í Skjólbrekku.
Halda sig í Dimmuborgum
Um næstu helgi og fram til jóla
verða sveinarnir með uppákomur á
heimavelli sínum í Dimmuborgum
og á ferð um Mývatnssveit svo sem
verið hefur við vaxandi vinsældir í
jólamánuðinum undanfarin ár. Þeir
verða ekki einir í þessu aðventu-
stússi sveinarnir, ferðaþjónustuað-
ilar í sveitinni verða með ýmsar
uppákomur um helgar fram til jóla.
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Líf og fjör Fjöldi manns skemmti sér í Dimmuborgum með íslensku jóla-
sveinunum um síðustu helgi en þar koma þeir saman reglulega til jóla.
Jólasveinarnir
í Dimmuborgum
AÐALFUNDUR Samtaka sunn-
lenskra sveitarfélaga, sem haldinn
var í síðustu viku hefur sent frá
sér ályktanir um hvernig styrkja
skuli grunnstoðir sunnlensks sam-
félags.
í ályktun fundarins er m.a. vikið
að styrk sunnlensks atvinnulífs og
því hafnað að sunnlensk orka
verði nýtt til stóriðjuuppbyggingar
utan fjórðungsins.
Hvað menntamál varðar er lögð
rík áhersla á uppbyggingu mennt-
unar á öllum skólastigum og góðr-
ar aðstöðu til fjarkennslu í öllum
fjórðungnum. Skorað er á stjórn-
völd m.a. að koma á fót embætti
minjavarðar á Suðurlandi, að
koma á laggirnar svæðisútvarpi
fyrir Suðurland og að tryggja fjár-
magn til Háskólaseturs Suðurlands
og annarra þekkingasetra á Suð-
urlandi.
Hvað varðar samgöngumál er
þess m.a. krafist að tvöföldun Suð-
urlandsvegar verði flýtt, að sem
fyrst verði ráðist í brúarsmíði yfir
Hvítá og jarðgöng í gegnum Reyn-
isfjall.
Ennfremur er skorað á stjórn-
völd að ljúka nýbyggingu Heil-
brigðisstofnunar eins og til stóð.
Einnig er vakin athygli á því að sá
niðurskurður sem stjórnvöld krefj-
ast af heilbrigðisstofnunum mun
leiða af sér tilflutning á þjónustu
og fjármagni til höfuð-
borgarsvæðisins.
Í því felist engin sparnaður
heldur aukin útgjöld og fyrirhöfn
fyrir Sunnlendinga.
Stoðir at-
vinnulífsins
styrktar
Í KJÖLFAR orkuráðstefnunnar GEO2 í Bilbao á Spáni fyrr í mánuðinum
hafa fjórtán erlend fyrirtæki og rannsóknaaðilar fundað með fulltrúum ís-
lenskra orkufyrirtækja frá Enterprise Europe Network (EEN) á Íslandi
þar sem rætt var um möguleika á samstarfi.
Kristín Halldórsdóttir verkefnisstjóri EEN sótti ráðstefnuna fyrir hönd
níu íslenskra fyrirtækja. „Það var gríðarlegur áhugi á íslensku orkufyrir-
tækjunum. Ég vona að úr þessu komi samningar við erlenda aðila um að yf-
irfæra okkar tækni og þekkingu í orkugeiranum til annarra landa en það
felur í sér mikil viðskiptatækifæri,“ segir Kristín.
„Enterprise Europe Network er einn stærsti vettvangur tækni- og við-
skiptasamstarfs í Evrópu en netverkið var formlega opnað á Íslandi í sl.
mánuði. Með því opnuðust nýjar gáttir fyrir íslensk fyrirtæki sem vantar
aðstoð við að stunda viðskipti og rannsóknir í Evrópu,“ segir í tilkynningu.
Íslenskum orkufyrirtækjum
sýndur mikill áhugi
TOYOTA á Íslandi stendur fyrir
keppni um flottustu piparkökubíl-
ana. Keppt er í tveim flokkum.
jeppa- og fólksbílaflokki. Einu skil-
yrðin eru þau að bílanir séu úr pip-
arkökudeigi og smakkist vel. Tekið
er á móti piparkökubílum í keppn-
ina hjá söluaðilum Toyota í Kópa-
vogi, Reykjanesbæ, Egilsstöðum,
Selfossi og Akureyri til 10. desem-
ber nk. Í verðlaun fyrir hvern flokk
er 50.000 kr gjafabréf.
Keppni um besta
piparkökubílinn
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
NEYTENDASTOFA hefur hótað að
beita fasteignafyrirtækið Stóreign
dagsektum þar sem fyrirtækið hefur
ekki farið eftir banni stofnunarinnar
við að nota fullyrðinguna „Fremstir í
atvinnufasteignum“ í auglýsingum
sínum sem og á vefsíðu fyrirtækisins.
Villandi fullyrðingar
Neytendastofa hefur bannað Stór-
eign að nota ofangreinda fullyrðingu
þar sem hún brýtur í bága við 5. og 6.
gr. laga um eftirlit með viðskiptahátt-
um og markaðssetningu.
Það er mat Neytendastofu að full-
yrðingar í auglýsingum sem fyrirtæk-
ið gæti ekki fært sönnur á séu villandi
og því sé um óréttmæta viðskipta-
hætti að ræða. Þá vísi auglýsingar
með lýsingarorði í efsta stigi með
óbeinum hætti til þeirra yfirburða
sem auglýsandi hafi yfir keppinauta
sína.
50 þúsund kr. dagsektir verði
ekki farið að banni
Þar sem Stóreign hefur ekki farið
að banninu ákvað Neytendastofa 18.
nóvember sl. að leggja dagsektir á
Stóreign. Verði ekki farið að banni
stofnunarinnar innan fjórtán daga frá
dagsetningu sektarákvörðunarinnar
skal Stóreign greiða 50.000 kr. í sekt á
dag.
Sektir vegna villandi slagorðs
Morgunblaðið/Golli
Opinn fundur á vegum BSRB í dag
kl. 16:30 - 18:00 í BSRB - húsinu Grettisgötu 89
Á fundinum munu fulltrúar viðskiptabankanna kynna
úrræði sem þeir bjóða viðskiptavinum sínum upp á til að
mæta áföllum heimilanna vegna efnahagsástandsins
Framsögu hafa
Helgi Bragason Kaupþingi
Una Steinsdóttir Glitni
Anna Bjarney Sigurðardóttir Landsbanka
Atli Örn Jónsson Byr
Fundarstjóri
Helga Jónsdóttir framkvæmdastjóri BSRB
Að loknum framsöguerindum
verður opnað fyrir spurningar úr sal
Hvað gerir bankinn
fyrir þig?