Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 20
20 Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Í HNOTSKURN » Lán til tengdra aðila telj-ast lán til stjórnarmanna, stjórnenda, fjölskyldna þeirra, félaga í þeirra eigu og fyrirtækja sem þeir tengj- ast » Samkvæmt upplýsingumfrá Kaupþingi skulduðu starfsmenn alls 53 milljarða króna þegar bankinn féll vegna lána sem þeir fengu til að kaupa hlutabréf í honum. Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is LÁN til tengdra aðila í Landsbanka, Kaupþingi og Glitni jukust um 169 milljarða króna á tveimur og hálfu ári. Samtals námu slíkar lánveiting- ar tæpum 115 milljörðum króna í árslok 2005 en voru um 284 millljarð- ar króna um mitt ár 2008. Lán Kaupþings til tengdra aðila jukust um rúma 100 milljarða króna á þessum tíma. Bankinn lánaði einn- ig mest allra til slíkra, eða 146 millj- arða króna. Inni í þeirri tölu eru lán- veitingar til Exista og Eglu, tveggja stærstu hluthafanna í bankanum áð- ur en hann féll. Samkvæmt árshluta- reikningi Kaupþings fyrir fyrstu sex mánuði ársins í ár námu lán til stjórnarmanna, stjórnenda og fjöl- skyldna þeirra um 36,8 milljörðum. Ekki veitt lán til bréfakaupa Lánveitingar Landsbanka til tengdra aðila fóru úr tæpum 32 millj- örðum króna í árslok 2005 í rúma 64 milljarða króna í júnílok. Þar var starfsmönnum þó ekki veitt lán fyrir hlutabréfakaupum sem hluti af starfskjörum líkt og tíðkaðist bæði hjá Kaupþingi og Glitni. Á árinu 2007 jukust þau um tæp 55 prósent í samtals um 63 milljarða króna. Í árs- reikningi bankans er þessi mikla hækkun meðal annars skýrð með því að rúmir 37 milljarðar króna hefðu á því ári verið lánaðir til tengdra aðila vegna kaupanna á Stork Food Sys- tems í Hollandi. Tengdar lánveitingar Glitnis hækkuðu um 35 milljarða króna á þessu tveimur og hálfa ári og stóðu samtals í 74 milljörðum króna í júní- lok 2008. Þau jukust um 28 prósent á fyrstu mánuðum ársins 2008 úr tæp- um 58 milljörðum króna. Aukning skýrist þó fyrst og fremst af því að Þorsteinn Már Baldvinsson settist í stjórn bankans og lán fyrirtækja honum tengd töldust þar með lán- veitingar til tengdra aðila. Þorsteinn á meðal annars í Samherja. Tengd lán jukust um 169 milljarða Lán bankanna til tengdra aðila voru 284 milljarðar króna                                 ! " "# " " " "# " " " "# " "                  $%& $%&   ' ' $%& $(&   ' ' ) *+  ,     ' ' ./ )1&    ' ' $%&%2 $%&&3   ' ' '()                !  *+, -./ /- , 14 54! 1 6 74! (8 6 74! 09 4! :4!0 74; <   =5  6 74! > 7? ( 4! % 4! @A$,    B(   . 4!C!4! D 4! 0 +12'3  1 51 *E 1 5@  @F. 0(  .G E( ,H 4! *  &4(2  I  E1  I ! :(6  4! :7 4! 5 3 ) /63                              J 7   /C    K > 7  B !32!2L B 2M B B 3!LM! B B !M#2! 2# B B B !2 !22L B 22!#!L33 B B LN N  N# B 2NL 2LN2 B N B B M N3 2 N  N B 2LN  B  N N B B B B B B 2LN B N  B B M#N B N B 2LLN  B #N N B . 8 7 B B 2 B 2 B B B B  B 2 B 2M B 2# B B )  8 !8 3!22! 2!22!  !22! L!2!  !22! 3!22! B  !22! L!2! L!2!  !22! 2 !22!  !22! 22!22!  !22! !22!  !22! !22! !L! 1/ 1/ 1/ 1/ 1/  1/ ÞRÁTT fyrir að lánshæfis- einkunn íslenska ríkisins hafi lækkað umtals- vert hjá tveimur af þremur stærstu alþjóð- legu matsfyrir- tækjum heims eru íslensk ríkisskuldabréf enn tæk í endurhverfum viðskiptum hjá evrópska seðlabankanum. Einkunn fyrir langtímaskuld- bindingar í erlendri mynt er BBB- hjá Standard & Poors og Fitch, en A1 hjá Moody’s. Um miðjan októ- ber breytti evrópski seðlabankinn reglum sínum um lágmarks- einkunn skuldabréfaútgefanda í endurhverfum viðskiptum. Áður þurfti útgefandi að hafa A ein- kunn hjá a.m.k. einu af þremur matsfyrirtækjanna, en nú nægir BBB- einkunn. Eftir fall íslensku bankanna munu þó fáir stunda endurhverf viðskipti hjá evrópska seðlabank- anum með íslensk ríkisskuldabréf. Þá er óvíst að lækkun lánshæf- iseinkunnarinnar muni hafa telj- andi áhrif á fjármögnunarmögu- leika íslenska ríkisins. Fjármögnun á erlendum mörk- uðum hefur verið afar erfið, enda þurfti ríkið að leita aðstoðar Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins um neyð- arlán þegar illa gekk að fá lán með öðrum leiðum. Lækkun ein- kunnarinnar breytir væntanlega litlu þar um. bjarni@mbl.is Bréfin enn tæk í við- skiptum Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hafnaði í gær gæsluvarðhaldskröfu yfir forstöðumanni verðbréfamiðlun- ar hjá Virðingu hf. þar sem ekki væri kominn fram „slíkur grunur um refsivert athæfi kærða að heimilt sé að lögum að gera honum að sæta gæsluvarðhaldi.“ Um 250 milljónir millifærðar Maðurinn var handtekinn við komuna til landsins frá Dúbaí á mánudag. Á föstudag gerði efna- hagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra húsleit hjá Virðingu vegna málsins og handtók í kjölfarið tvo meinta samverkamenn forstöðumannsins, en hvorugur þeirra vinnur hjá Virð- ingu. Annar þeirra var úrskurðaður í gæsluvarðhald á mánudag en sleppt í gær. Rannsókn málsins beinist ekki að Virðingu heldur meintum brotum forstöðumannsins. Forsaga málsins er sú að lögreglu barst tilkynning frá ótilgreindum banka í júní síðastliðnum um háar millifærslur inn á bankareikning annars hinna meintu samverka- manna. Á grundvelli þeirra gagna taldi efnahagsbrotadeildin sig hafa rökstuddan grun um að peninga- þvætti og auðgunarbrot hefðu átt sér stað. Í úrskurðinum frá því í gær kemur fram að lögreglan telji upp- lýst að frá 5. október 2007 til 12. september 2008 hafi tæpar 250 millj- ónir króna verið greiddar frá Virð- ingu inn á bankareikning hins meinta samverkamanns. Stórum hluta þeirrar upphæðar hafi hann síðan ráðstafað inn á bankareikning forstöðumannsins, bróður hans og einkahlutafélags sem þeir þrír áttu saman. Ekki óeðlilegar millifærslur Fyrir dómi vísaði forstöðumaður- inn til þess að hann annaðist að miklu leyti verðbréfa- og gjaldeyr- isviðskipti fyrir hinn meinta sam- verkamann og því ættu allar þær millifærslur sem lögreglan tilgreinir sér eðlilegar skýringar. Þar sem verulegur hagnaður hefði verið á við- skiptunum væri ekkert óeðlilegt við að háar fjárhæðir væru millifærðar inn á reikninga þeirra. Hann neitaði því að hafa gerst sekur um peninga- þvætti eða önnur auðgunarbrot og fullyrti að engin markaðsmisnotkun, í krafti starfsstöðu hans, hefði átt sér stað. Dómari taldi lýsingar á meint- um brotum vera mjög óljósar og að skýringar hins grunaða hefðu ekki verið augljóslega ótrúverðugar né stangast á við rannsóknargögn máls- ins. Því var kröfu um gæsluvarðhald hafnað. Páll Arnór Pálsson, lögmaður hins grunaða, segir að allar millifærslur hafi verið uppi á borðinu og ekkert hafi verið gert til að hylma yfir þær. Lögreglan hafi séð þessar færslur og gefið sér að þar hefði verið framið lögbrot. Páll segir einnig liggja fyrir að hinn grunaði hafi ekki nýtt sér innherjaupplýsingar í gjaldeyrisvið- skiptum. Samkvæmt upplýsingum frá efnahagsbrotadeild verður rann- sókn málsins haldið áfram enda sé rökstuddur grunur til staðar um óeðlileg viðskipti. Í rannsókn felist að leita skýringa á þeim grunsemd- um og staðreyna hvort þær reynist á rökum reistar. Gæsluvarðhaldskröfunni hafnað Grunsemdir vöknuðu hjá lögreglu vegna 250 milljóna króna millifærslna FJÓRIR fyrrverandi starfsmenn Glitnis í New York, Jonathan Logan, Ignacio Kleiman, Magnús Bjarnason og Timothy Spanos hafa keypt skrif- stofu Glitnis þar í borg og yfirtekið rekstur hennar og allar skuldbind- ingar, þ. á m. launaskuldbindingar. Skrifstofan er söluskrifstofa í leiguhúsnæði með óverulegum eign- um, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá skilanefnd Glitnis. Kaupverð er ekki gefið upp en í tilkynningu frá skilanefndinni segir að söluverð hafi ekki verið hátt. Lánasafn var ekki selt með starfseminni og bankinn losnaði við allar skuldbindingar sem skrifstofunni fylgdu. Aðrar eignir, s.s málverk voru undanskilin í sölunni í samræmi við tilmæli menntamála- ráðuneytisins og hafa verið send til Íslands. Þegar skilanefnd Glitnis tók yfir bankann var tilkynnt að allri erlendri starfsemi yrði hætt. Starfsemin í Bandaríkjunum fór fram í hlutafélagi sem bar nafnið Glitnir Capital Cor- poration og var með tvenns konar starfsemi. Í fyrsta lagi fjárfestingar sem voru bókaðar hjá móðurfélaginu á Íslandi og eru í eigu þess félags, í öðru lagi ráðgjöf til viðskiptavina. Í svari við fyrirspurn blaðamanns segir Magnús Bjarnason að útlán og fjárfestingar Glitnis í Bandaríkjun- um hafi gengið vel og skilað góðum hagnaði, en allar slíkar eignir séu enn í eigu í gamla Glitnis. Magnús segir jafnframt að það hafi verið hagstætt fyrir gamla Glitni að starfsmennirnir tækju starfsemina yfir og erfitt að sjá hvernig það geti haft neitt nema já- kvæð áhrif. thorbjorn@mbl.is Keyptu Glitni í New York  Fyrrverandi starfsmenn keyptu  Málverk undanskilin ● Bankastjóri Englandsbanka, Mer- vyn King, hefur varað við því að Bret- land muni sigla inn í alvarlega kreppu hefji viðskiptabankar ekki eðlilega útlánastarfsemi á ný. King sagði á fundi með þingmönnum í gær að þetta atriði skipti mestu máli í augnablikinu. Hann sagði jafnframt að breskir bankar gætu þurft á frek- ari opinberri fjárhagsaðstoð að halda til þess að virkja útlána- starfsemi. Hann útilokaði ekki að þjóðnýta þyrfti suma banka að fullu, en ríkið hefur nú þegar eignast hluti í flestum breskum bönkum. Þá varaði hann við því að verðbólga gæti farið undir 2% á næstunni vegna verð- lækkana á hrávörum og samdráttar í einkaneyslu. thorbjorn@mbl.is Mervyn King varar við alvarlegri kreppu ● Greining Glitnis spáir því að vísi- tala neysluverðs hækki um 2,1% í mánuðinum í endurskoðaðri verð- bólguspá fyrir nóvember. Upphafleg spá hljóðaði upp á 2,3% hækkun. Verðbólga undanfarna 12 mánuði mælist samkvæmt þessu 17,5%. Telur greining að hækkun nú verði fyrst og fremst drifin af verulegri verðhækkun á mat og drykk, fatnaði og húsbúnaði, en allir þessir liðir eru mjög háðir gengi krónunnar. Á móti kemur að eldsneytisverð lækkaði meira en greining gerði ráð fyrir. thorbjorn@mbl.is 17,5% verðbólga und- anfarna 12 mánuði ● Seðlabanki Bandaríkjanna ætla að verja 800 milljörðum doll- ara til þess að reyna að koma jafnvægi á efna- hagslífið í land- inu. Þessi upp- hæð kemur til viðbótar þeim 700 milljörðum dollara sem banda- rísk stjórnvöld hafa þegar ráðstafað með aðgerðaáætlun sem samþykkt var fyrr í haust. Verður um 600 millj- örðum dollara varið í að kaupa upp sérvarin skuldabréf, sem eru með veði í fasteignalánum, en 200 millj- örðum til þess að hleypa lífi í neyt- endalánamarkaðinn. thorbjorn@mbl.is 800 milljarðar dollara til viðbótar í björgun Ben Bernanke ● Mikil velta var með skuldabréf í Kauphöll Íslands eða fyrir fjóra millj- arða króna í dag. Veltan með hluta- bréf var hins vegar einungis tæpar 63 milljónir króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,04% og er 637,33 stig. Hlutabréf Bakkavarar hækkuðu um 10,8%, Century Aluminum 9,84% og Atlantic Petroleum 2,82%. Eimskip lækkaði um 1,52%, Össur 1,04% og Marel um 0,38%. thorbjorn@mbl.is Lítil hlutabréfavelta ÞETTA HELST …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.