Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 23
TÍSKAN tekur á sig ýmsar myndir
og oft sækja hönnuðir innblástur
síns nánasta umhverfis og þá jafn-
vel náttúrunnar. Það má leiða að
því líkur að indverski hönnuðurinn
Rohit Bal hafi notað páfuglinn og
hans magnaða stél sem fyrirmynd
að kjól sem hann sýndi á tískusýn-
ingunni „Chivas in Fashion Tour
08“ í Nýju-Delí nýverið.
Kjólinn breiðir sýningarstúlkan
út líkt og páfuglinn stél sitt.
Sýningin var annars fjölbreytt og
meðal hönnuða sem þar sýndu voru
Vikram Phadnis, Varun Bahl,
Malini Ramani, Rohit Gandhi og
Rahul Khanna.
Flíkurnar voru jafn ólíkar og þær
voru margar.
REUTERS
Í anda
páfuglsins
Daglegt líf 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Only 16 lots left to build your new dream
Orlando Vacation Home!
Choose a 4 ,5 or 6 bedroom home, low down
payment and financing available!
Hurry and call your Orlando home experts today...
LAST CHANCE
Windsor Hills Resort
Thorhallur Gudjonsson at
Gardatorg - 896 8232
Meredith Mahn in Orlando at
(321) 438 5566
www.LIVINFL.com
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
ÓNÆMIS er farið að gætahjá höfuðlús gegn þeimlúsadrepandi efnum semnotuð hafa verið um langt
skeið. Þetta hefur til dæmis verið
staðfest í Danmörku með rann-
sóknum.
Á fundi sem haldinn var í Svíþjóð
fyrir skömmu var stofnaður sam-
starfshópur höfuðlúsarsérfræðinga,
einn frá hverju landi. Markmið sam-
starfshópsins er að samræma með-
ferðarleiðbeiningar, standa saman
að rannsóknum til að auka þekkingu
og skilning á höfuðlúsinni, samræma
átaksverkefni og þjálfun þeirra sem
koma að slíkum málum og halda
uppi umræðu um málefnið. Fulltrúi
Íslands í hópnum er Ása St. Atla-
dóttir sýkingavarnahjúkrunarfræð-
ingur hjá landlæknisembættinu.
Að sögn Ásu hefur það verið
þekkt í nokkurn tíma, að ónæmi
gegn lúsalyfjum hefur verið að
aukast.
Þessi þróun hefur verið staðfest
með rannsóknum erlendis en engar
slíkar rannsóknir hafa verið gerðar
hér á landi. Að sögn Ástu var sú
stefnubreyting gerð árið 2004 að
fólki var ráðið frá því að nota al-
gengt sjampó en að færa sig þess í
stað í sterkari lausnir. Brögð voru að
því að fólk taldi sig fara eftir öllum
leiðbeiningum varðandi notkun á
sjampóinu, en engu að síður sat lúsin
sem fastast í hárinu.
Mikilvægt að kemba hárið
Nýlega er komið á markaðinn nýtt
efni sem lúsin hefur ekki myndað
ónæmi gegn. Að sögn Ásu er þetta
sílíkonefni sem nefnist dímetíkon og
hefur sérleyfisheitið hedrin. Efnið
fæst í apótekum eins og önnur lyf
gegn höfuðlús. Meðferð gegn lús
með dímetíkon er alveg eins og með
öðrum efnum. Fyrst þarf að kemba
hárið með góðum og þéttum lúsa-
kambi til að sannreyna að í því
leynist lifandi lús. Síðan er efninu
dreift í þurrt hár og hársvörð og lát-
ið vera í hárinu a.m.k. 8 klukku-
stundir. Meðferðin er svo endur-
tekin eftir 7 daga.
Sem fyrr segir er búið að stofna
samnorrænan hóp til að berjast
gegn höfuðlúsinni. Eitt af hlut-
verkum hópsins er að standa fyrir
víðtækum rannsóknum á lúsinni og
mun hún væntanlega ná til Íslands.
Að sögn Ásu hefur því verið haldið
fram að lúsin flytji ekki með sér
neina sjúkdóma, en þetta atriði hef-
ur aldrei verið sannað með rann-
sóknum. Þá er ekki vitað hvort lúsin
gengur í árstíðarbundnum sveiflum
eins og rjúpan. Þessi atriði og fleiri
þarf að rannsaka, að sögn Ásu.
Höfuðlúsin er hvimleitt fyrirbæri
sem blossar gjarnan upp á haustin,
fljótlega eftir að skólar hafa verið
settir. Eins koma gjarnan gusur
þegar börn koma úr skólafríum, t.d.
á haustin og um jól og áramót.
Að sögn Ásu er lúsafaraldur
skráningarskyldur sjúkdómur og
berast yfirleitt um 300 tilkynningar
á ári hverju. Sölutölur um lúsaeyð-
andi efni benda hins vegar til þess að
mörg þúsund manns kaupi efnin.
Lúsin er ekki aðeins hvimleitt fyr-
irbæri heldur einnig kostnaðarsamt.
Ása segir að embætti landlæknis
vinni í nánu samstarfi við skóla-
hjúkrunarfræðinga. Hins vegar hafi
starfshlutfall skólahjúkrunarfræð-
inga farið minnkandi á höfuðborgar-
svæðinu og þeir haft minni tíma til
að sinna þessum málaflokki. Því sé
vilji til þess að reyna að fá foreldra
til að vera virkari í baráttunni gegn
lúsinni.
Nánar: www.landlaeknir.is.
Lúsin er að verða
ónæm fyrir lyfjum
Kambur Þéttur og góður hárkambur er mikilvægur í baráttunni gegn lús.
Þúsundir skammta
seljast á ári hverju
hér á landi
Hvað er lús?
Höfuðlúsin er lítið skorkvikindi
sem hefur lagað sig að manninum
og lifir sníkjulífi í mannshári á
höfði og nærist á því að sjúga
blóð úr hársverðinum. Hún er ekki
talin bera neina sjúkdóma og er
því skaðlaus hýslinum.
Hverjir geta smitast?
Allir geta smitast en staðfest smit
er algengast hjá 3-12 ára börnum.
Höfuðlúsasmit er ekki talið bera
vitni um sóðaskap. Mikilvægt er
að þeir sem greinast með höfuð-
lús eða forráðamenn þeirra bregð-
ist strax við smitinu til að komið
sé í veg fyrir dreifingu til annarra.
Mælt er með því að foreldrar
kembi börn sín vikulega til að leita
að lús.
Hvernig smitast lúsin?
Nú er talið líklegast að lúsin smit-
ist nær eingöngu frá höfði til höf-
uðs. Því er mikilvægt að foreldrar
fylgist vel með höfði barna sinn í
stað þess að standa í stór-
hreingerningum þegar lús kemur
upp á heimilinu.
S&S
Konur þola áfengi verr en
karlar.
Áfengisneysla hefur sér-
staklega skaðleg áhrif þegar
líkaminn er enn að þroskast.
Stöku sinnum og í hófi; minni
líkur á neikvæðum afleiðingum.
Áfengisneysla er ekki einka-
mál þess sem neytir.
Áherslupunktar
Hófleg og óhófleg
neysla áfengis
Rafn Jónsson,
verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna
á Lýðheilsustöð.
hollráð um heilsuna
Neysla áfengis hefur veriðvið lýði á Íslandi frá upp-hafi byggðar, með ölluþví sem henni fylgir. Því
er eðlilegt að fólk spyrji hvort ekki
sé óhætt að neyta áfengis í hófi – en
við þeirri spurningu er ekkert ein-
falt svar. Vegna þess hve líkaminn
bregst misjafnlega við áfengi er erf-
itt að segja ákveðið til um hættulaus
mörk áfengisneyslu. Þeir sem neyta
áfengis þurfa að vera meðvitaðir um
þá líkamlegu- og félagslegu áhættu
sem fylgt getur áfengisneyslu; því
meira magn áfengis sem drukkið er,
því meiri hætta. Að auki er kynja-
munur á því hvernig líkaminn bregst
við áfengi, meðal annars út frá líf-
fræðilegum orsökum þola konur
áfengi verr en karlar. Konur eru yf-
irleitt minni og léttari en karlar.
Þær hafa minna vatn í líkamanum en
vatn þynnir út áfengið. Þá hafa þær
minna af ensími sem brýtur niður
áfengi svo það hverfi úr líkamanum.
Skaði
Víða erlendis hafa verið gefin út
viðmið fyrir bæði kynin um hvað
teljast megi hófdrykkja en hérlendis
hafa slík viðmið ekki verið sett með
formlegum hætti. Markmið með
slíkum viðmiðum er ekki að segja til
um hvað sé æskilegt magn að
drekka heldur gefa hugmynd um
hvar mörkin gætu legið og þá hættu
á heilsuskaða sem getur fylgt því að
fara yfir viðmiðin. Neyslumynstur
fólks er mismunandi; annars vegar
getur verið um að ræða að mikið
magn af áfengi sé drukkið í hvert
skipti sem áfengis er neytt og hins
vegar drykkju yfir langt tímabil en
minna áfengismagns neytt í hvert
skipti. Vegna þessa er talað um
skammtíma- eða langtímaskaða
vegna áfengisneyslu. Þegar mikils
áfengis er neytt á skömmum tíma
geta skaðleg áhrif m.a. verið slys eða
áverkar vegna falls eða ofbeldis,
óvarið kynlíf eða áfengiseitrun.
Skaðleg áhrif reglulegrar áfeng-
isneyslu yfir langt tímabil geta hins
vegar verið ýmsir sjúkdómar s.s.
krabbamein, sykursýki, skemmdir á
heila, lifur og brisi.
Engin áfengisneysla
Fólk í ákveðnum hópum ætti ekki
að neyta áfengis, þar er m.a. átt við
barnshafandi konur, þá sem eru á
lyfjum s.s. verkjastillandi, svefnlyfj-
um, krampalyfjum, hjarta- og blóð-
þrýstingslyfjum og öllum lyfjum
með rauðum þríhyrning og þá sem
áður hafa neytt áfengis óhóflega.
Fólk með sjúkdóma ætti að fara að
ráðleggingum læknis varðandi
áfengisneyslu. Og síðan er vert að
ítreka að samkvæmt 18. gr. áfengis-
laga er óheimilt að selja, veita eða
afhenda áfengi þeim sem eru yngri
en 20 ára. Lögunum er m.a. ætlað að
vernda heilsu ungs fólks því áfengis-
neysla hefur sérstaklega skaðleg
áhrif þegar líkaminn er enn að
þroskast og þessi hópur á því alls
ekki að neyta áfengis.
Áfengisneysla hefur áhrif á fleiri
en neytandann
Neysla áfengis hefur áhrif á heilsu
neytandans, dómgreind og hæfileika
til að framkvæma af skynsemi. Það
er því ærin ástæða til að vera með-
vitaður um eigin áfengisneyslu og
sýna þar skynsemi – einnig vegna
annarra. Áfengisneysla er nefnilega
ekki einkamál þess sem neytir
áfengis; hún hefur oftar en ekki líka
áhrif á vini og vandamenn, sem og
samfélagið allt.
Áfengi er engin venjuleg neyslu-
vara og það þarf að umgangast hana
sem slíka. Sé áfengis einungis neytt
stöku sinnum og í hófi má finna þau
menningartengdu áhrif sem oftast
er sóst eftir og minnka líkur á skað-
legum afleiðingum áfengisneyslu.