Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 26

Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 26
ES og Sjálfstæð- isflokkurinn MÖRGU er ósvarað varðandi ES (og stendur vonandi til bóta), en margt er líka vitað. Þess vegna eiga menn ekki að kippa sé upp við ákvörðun um aðildarumsókn. Hana má taka án mikilla átaka og án klofnings flokka. Margvíslegur misskilningur er uppi um stöðu einstakra mála. Ég tek fáein dæmi af handahófi: Gagnstætt því sem ráða má af umræðunni hér eru fjárskuldbindingar í leigusamn- ingum alltaf, þar sem ég þekki til, bundnar vísitölu nema enn óhagstæð- ari ákvæði fyrir leigutaka eigi við. Í draumaríki ES, þar sem ætla mætti að lántakendur fengju greitt fyrir að skulda, tryggja bankar sér vörn gegn verðbólgu með ýmsum hætti, breyti- legum vöxtum, uppsagnarrétti, stutt- um lánstíma o.s.frv. Ég þekki ekki þessa miklu umhyggju fyrir skuld- urum sem menn lýsa svo fjálglega. Það er nú enn eins og var að þeir töl- uðu mest um Ólaf konung helga sem hvorki höfðu heyrt hann né séð. Verkefni stjórnmálanna hljóta líka að vera að draga úr þeim miklu vænt- ingum sem gagnslausir fjölmiðlar hafa byggt upp um hið komandi fyr- irmyndarríki með umfjöllun sinni. Evra verður t.d. ekki gjaldmiðill hér næsta áratug eða svo, hvernig sem um aðild fer. Það eina sem við getum verið viss um er að þessar konur sem biðu í röðum í utanríkisráðuneytinu eft- ir stöðu í Öryggisráðinu munu nú stilla sér upp í nýja ES-röð. Sjálfur tel ég fremur ólíklegt að Íslendingar muni á endanum sam- þykkja aðild að bandalagi sem var reiðubúið, hver einasta þjóð sem vald hafði, til að svelta Ísland til hlýðni (bókstaflega). Tvær þjóðir komu okkur til aðstoðar þegar á reyndi, hvorug í þessum vina- hópi, en svo ein valdalaus til viðbótar þar í ES. Íslendingar munu minnast myrkra októberdaga 2008 þegar þjóð- in reiddi sig á íslenskan landbúnað og bændur sem ekki brugðust. Við mun- um ekki þakka þeim með því að farga þeim. ES býður okkur daglega vel- komna. Hvort þar skyldi undir búa velvild í garð okkar Íslendinga eða ásælni í auðlindir verður hver að svara fyrir sig. Einar S. Hálfdán- arson skrifar um Evrópumál »ES býður okkur dag- lega velkomna. Hvort þar skyldi undir búa velvild í garð okkar Íslendinga eða ásælni í auðlindir verður hver að svara fyrir sig. Einar S. Hálfdánarson, Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. 26 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 HEIÐRAÐI Páll Magnússon útvarps- stjóri. Þú átt mína samúð í þeirri viðleitni þinni að hafa taumhald á fyrrverandi starfs- manni RÚV, hafi hann tekið gögn úr útvarp- inu ófrjálsri hendi og notað í pólitískum til- gangi. Ég vona að þú teljir heldur ekki eftir þér að koma böndum á óheiðarlega starfsmenn sem eru enn þá á launaskrá hjá þér og mis- nota útvarpið sem pólitískt áróð- urstæki. Hér á ég við útvarpsmann- inn Hjálmar Sveinsson. Í þættinum Krossgötur síðastlið- inn laugardag eyddi hann drjúgum tíma í að rakka niður bæjaryfirvöld í Kópavogi vegna skipulagsmála án þess að gefa þeim kost á að bera hönd fyrir höfuð sér. Á því hafði hann engan áhuga. Hjálmar er af þeirri gerðinni sem vill skjóta fyrst og spyrja svo. Það var ekki fyrr en síðdegis í gær, þriðjudag, sem mér barst tölvupóstur frá Hjálmari þar sem hann biður mig um viðtal fyrir Krossgötur á rás eitt. Ég á náð- arsamlegast að fá að svara rang- færslum, aðdróttunum og lygum viku eftir að Hjálmar dembdi þeim yfir landslýð. Ég bið þig, Páll, að skila til hans: Nei, takk. Viðmælendur Hjálmars fengu í skjóli nafnleyndar að halda uppi ósmekk- legum og órökstuddum dylgjum um bæjaryf- irvöld og svo bætti hann við 12 mínútna upptöku af viðtali við talsmann minnihlutans í bæjarstjórn, Guðríði Arnardóttur, sem hann mátti vita fyrirfram að myndi tæplega halda uppi vörnum fyrir meirihlutann. Í inn- gangi að þættinum sagði Hjálmar að Guð- ríður gagnrýndi „framgöngu bæj- aryfirvalda harðlega“ og að hann ætti von á því að heyra „síðan út- skýringar yfirvaldanna í næsta þætti“. Með þessum hætti framfylgir Hjálmar útvarpslögum sem segja að stuðla beri að því að fram komi í dagskrá rök fyrir mismunandi skoðunum í umdeildum málum. Þannig virðir hann siðareglur blaðamanna um að vanda upplýs- ingaöflun, úrvinnslu og framsetn- ingu. Svona skilur hann lög um Rík- isútvarpið sem gera honum skylt að gæta „fyllstu óhlutdrægni í frásögn, túlkun og dagskrárgerð“. Hjálmar hefur fullkomlega gagn- rýnislaust eftir ónafngreindum við- mælanda sínum að viðskipti bæj- arins og hestamannafélagsins Gusts um lóðir hafi verið „aðför“ að hesta- mannafélaginu. Þessari fullyrðingu er ekki mótmælt í umfjöllun hans þótt hún sé gersamlega fráleit. Hins vegar býður Hjálmar mér eft- ir á að gera athugasemd við þvætt- inginn, sjálfsagt til þess að hann geti sagst hafa gætt „fyllstu óhlut- drægni“. Nei, Páll, eftir þessar trakter- ingar get ég ekki treyst því að mál- flutningur minn fengi heiðarlega meðferð í höndum Hjálmars hvort sem er. Því skrifa ég þér þetta opna bréf og bið Morgunblaðið um að birta það. Almenningi, sem slysaðist til að hlusta á Krossgötur um síðustu helgi, vil ég vara við að treysta áróðrinum sem þar kom fram. Ég vil gera fáeinar leiðréttingar í dæmaskyni: Bæjarsjóður keypti ekki lóðir á Glaðheimasvæðinu af fjárvana upp- kaupsmönnum heldur af hesta- mannafélaginu Gusti, að frumkvæði þess, og hestamönnum. Ekki var gerð aðför að Gusti heldur var félaginu tryggð glæsileg framtíðaraðstaða á miklu betri stað, fjarri verslanakjörnum og hrað- braut. Hagsmunir hestamanna voru ekki fyrir borð bornir eins og odd- viti Samfylkingarinnar hélt fram í þættinum. Sú fullyrðing Guðríðar er ekki síst furðuleg í ljósi þess sem hún sagði næst, að hún hefði viljað beita varnöglum í lóðaleigusamn- ingum til að segja þeim upp einhliða þannig að Kópavogsbær gæti kom- ist „yfir þetta svæði þegar sú ákvörðun var tekin fyrir miklu, miklu, miklu minni peninga heldur en reyndin varð“. Kostnaður við kaup bæjarins á Glaðheimalandi er verulega ofmet- inn, tekjur verulega vanmetnar og byggingarmagn ofætlað. Allar þess- ar skekkjur í þættinum halla á bæj- aryfirvöld. Bæjarsjóður hefur ekki tekið er- lend lán nema til þess að endur- fjármagna önnur eldri lán. Hins vegar var tekið lán úr lánasjóði sveitarfélaga vegna lóðaskila. Geng- isþróun hefur ekki áhrif á það. Guðríður Arnardóttir segir að öll- um hefði mátt vera ljóst að teflt var á tæpasta vað þegar ráðist var í skipulag og lóðaúthlutun í Vatns- endahlíð. Látið er hjá líða að nefna að Samfylkingin greiddi atkvæði með þeirri ráðstöfun. Hjálmar Sveinsson getur lesið þessar at- hugasemdir upphátt í þætti sínum þótt þær séu ekki tæmandi. Hann getur líka spilað Guðríði Arn- ardóttur aftur þar sem hún segir að bæjarsjóður hafi raunverulega stað- ið þokkalega. Mér fannst það at- hyglisverðasti punktur þáttarins að hún væri loksins farin að við- urkenna að rekstur bæjarins væri góður. Hjálmar aftur á móti stendur á Krossgötum og veit ekkert hvert hann er að fara. Með virðingu, Gunnar I. Birgisson. Opið bréf til útvarpsstjóra Gunnar I. Birgisson skrifar útvarps- stjóra opið bréf Gunnar I. Birgisson »Hjálmar Sveinsson er af þeirri gerðinni sem vill skjóta fyrst og spyrja svo. Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. UM ALDIR hafa samgöngur verið afar mikilvægur þáttur í að skapa tækifæri af ýms- um toga, komið fólki saman, tengt fólk við ættingja og nýja heima. Þetta hefur ekkert breyst. Að undanförnu hefur félagið Greenstone ver- ið að vinna að því að kynna Ísland sem álitlegan kost fyrir rafrænar gagnageymslur eða svokölluð gagna- ver en að því hafa aðrir einnig unnið ötullega. Eigendur Greenstone eru frá Bandaríkjunum, Hollandi og Ís- landi. Nokkrir þeirra eiga og reka gagnaver fyrir stærstu vefleitarvélar heims í dag, eiga og reka tengivirki fyrir ljósleiðara og hafa unnið í þess- um geira í áratugi eða allt frá því að fyrstu risatölvurnar litu dagsins ljós. Að undanförnu hafa fjölmörg sveitarfélög og ýmis fyrirtæki haft samband við Greenstone, m.a. varð- andi staðsetningu á gagnaverum. Það er afar ánægjulegt og lýsir fram- sýni sveitarfélaga á Íslandi. Green- stone hefur ritað undir viljayfir- ýsingar við 8 aðila þar sem um er að ræða að Greenstone fái rétt á lóð og kynningarefni til að koma viðkomandi svæði á framfæri víða um heim, afla tækni- legra upplýsinga um svæðin, vatnsbúskap þeirra, kælivatn, orku- mál, ljósleiðara og margt fleira. Í þessu efni hafa aðilar allt að vinna en engu að tapa. Allt þetta samstarf hef- ur gengið afar vel og ár- angur í því efni má m.a. sjá á kynn- ingarnetsíðu fyrirtækisins, www.greenstonenet.com. Aðalárang- urinn er svo vissulega sá að fá al- þjóðlegt fyrirtæki til að hýsa gögn sín innan vébanda þessara sveitarfé- laga og skapa atvinnu. Áralöng reynsla eigenda Green- stone við byggingu gagnavera, fyrir kröfuhörðustu viðskiptavini á þessu sviði, hefur kennt þeim þá einföldu staðreynd að það er viðskiptavin- urinn sem ávallt hefur rétt fyrir sér. Þess vegna hefur Greenstone valið nokkra staði svo væntanlegir við- skiptavinir félagsins geti séð hag- kvæmni við rekstur gagnavera í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Í því efni hafa öll sveitarfélög mismunandi kosti hvað varðar kælivatn, orkumál, ljósleiðaramál, samgöngur, öryggis- mál og síðast en ekki síst samkeppn- ismál við aðra staði um víða veröld. Meginviðfangsefnið er því að brjóta ísinn varðandi Ísland og ná að heilla viðskiptavini sem vilja staðsetja sig hér á landi. Mjög mikilvægt er að halda þessu til haga. Með góðri markaðssetningu mun Greenstone vinna ötullega að því að vinna Íslandi allt í haginn, finna leiðir til að ljósleiðari verði lagður til Bandaríkjanna og brúa atl- antsála en það er forsenda þess að Ís- land sé kostur í boði á heimsmarkaði gagnavera um víða veröld. Öllum samstarfsaðilum Green- stone er kunnugt um að ef ljósleiðari verður ekki lagður alla leið yfir um hafið í gegnum Ísland eru líkur minni á því að landið verði samkeppnishæft á þessu sviði, ekki aðeins varðandi gagnaver heldur yfirleitt. Það er afar mikilvægt að undirstrika að Ísland er ekki eini kosturinn sem í boði er um þessar mundir hvað staðsetningu gagnavera varðar. Fulltrúar Greenstone tóku þátt í stórri gagnaversráðstefnu í Palm Springs í Kaliforníu í Bandaríkj- unum nú í nóvember þar sem Ísland og þeir staðir sem um er að ræða komu ánægjulega á óvart. Ráð- stefnugestir sáu þar að Ísland getur orðið afar samkæppnishæft ef nýr ljósleiðari verður lagður frá Íslandi til Bandaríkjanna. Nú er verið að leggja streng frá Íslandi til meg- inlands Evrópu, svokallaðan Danice- streng sem er áfangi en ekki enda- stöð að þeirra mati. Það að tengja land og þjóð með þessum hætti skapar ekki aðeins tækifæri fyrir Greenstone og aðra þá aðila sem vilja reisa gagnaver hér á landi, heldur skapar þetta ekki síður tækifæri fyrir ungu kynslóðina, börn okkar sem tengjast munu umheim- inum betur og þetta skapar þeim tækifæri inn í framtíðina. Með þessu má beina nýjum viðskiptatækifærum til landsins, nýsköpunartækifæri ættu að aukast til mikilla muna rétt eins og þegar við lukum við hring- veginn og brúuðum árnar þar sem þróaðist byggð og skapaðist atvinna. Hér er verið að tala um mikla flutningsgetu fyrir gögn, mun meiri en hingað til hefur boðist og því um að ræða þjóðleið sem getur legið frá Evrópu til Norður-Ameríku um Ís- land. Það var talið nægjanlegt hér á fyrri öld að láta börn ganga óralang- an veg í skóla eða fara ríðandi á fák- um á milli bæja. Það urðu samt síðar að koma vegir, betri samgöngur og betri samgöngutæki til að bæta hag okkar. Þessar öru breytingar þekkir eldri kynslóð Íslendinga, foreldrar okkar, afar og ömmur. Við vitum að stjórnvöld hér á landi sem og orkufyrirtæki hafa ríkan skilning á þessu sem og þeir aðilar sem við erum í samstarfi við. Við trú- um því og treystum að með þessu getum við þróað nýjar leiðir fyrir Ís- land og að leiðarljós landsins verði nýsköpun og frjór jarðvegur fyrir ungt fólk til langrar framtíðar. Sókn er því besta vörnin í þeim þreng- ingum sem nú eru framundan en það er undir okkur öllum komið hvort eitthvað verður úr því sem stefnt er að. Greenstone getur ekki lofað kraftaverkum en það er vitað að þeg- ar stjórnvöld sýna skilning og vilji allra er fyrir hendi þá hafa hér orðið til hlutir sem engan óraði fyrir. Ljósleiðari og leiðarljós Íslands Sveinn Óskar Sig- urðsson segir frá framtíðarsýn Greenstone ehf. »… með þessu getum við þróað nýjar leið- ir fyrir Ísland og að leið- arljós landsins verði ný- sköpun og frjór jarðvegur fyrir ungt fólk til langrar fram- tíðar. Sveinn Óskar Sigurðsson Höfundur er stjórnarformaður Greenstone ehf. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréf- um til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum Senda inn efni" ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfs-fólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.