Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 27

Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 27
Umræðan 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 ÞAÐ var lítil reisn yfir því af hálfu odd- vita ríkisstjórn- arflokkanna að velja Þjóðmenningarhús Ís- lands til að kynna nýja sérrétt- indaútgáfu af eft- irlaunalögunum ill- ræmdu. Allar götur frá því ríkisstjórnin var mynduð hefur verið beðið eftir því að rík- isstjórnin stæði við fyrirheit í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um breytingu á þessum lögum. En aldrei kom frumvarpið. Í 20 mán- uði hefur þjóðin beðið eftir því að ríkisstjórnin mannaði sig upp í að afnema eigin sérréttindi. Nú þegar lagabreytingin er kynnt kemur fram að ráðherrarnir tíma ekki að draga úr eigin forréttindum meira en svo að áfram verða þeir með 4% réttindaávinnslu á ári! Þingmenn lækka úr 3% í 2,375% ávinnslu en sjálfum sér ætla ráðherrarnir helmingi meiri lífeyrisávinnslu en best gerist hjá almennum starfs- mönnum ríkisins! Þeir starfsmenn sem eru í gömlu B-deild LSR hafa um 2% ávinnslu á ári en hjá þeim sem eru í A-deildinni (allar nýráðn- ingar frá 1. janúar 1997) er ávinnslan 1,9%. Í flestum öðrum lífeyrissjóðum er ávinnslan enn minni. Ósannindi í Þjóðmenning- arhúsi Samkvæmt Morgunblaðinu sagði formaður Samfylkingarinnar á við- hafnarfréttamannafundinum í Þjóð- menningarhúsinu: „Kannski verða uppi kröfur um að ganga enn lengra. En þarna er verið að nema úr lögum nánast allt það sem mest- um deilum olli. Við erum að breyta öllu því sem deilt var um 2003.“ Þetta er ósatt. Þegar þingmálið kom til umræðu á Alþingi 11. des- ember 2003 sagði ég m.a.: „Ég spyr: Nú, þegar við endur- skoðum lífeyrisréttindi þingmanna og ráð- herra, hvers vegna í ósköpunum er ekki hægt að halda með þennan hóp, alþing- ismenn, ráðherra og hæstaréttardómara, inn í lífeyrissjóði sem þessum aðilum standa opnir? Hvers vegna getur þetta fólk ekki verið á lífeyr- iskjörum sambærilegum þeim sem aðrir búa við?“ Um þetta snerist deilan af minni hálfu og hefur alla tíð gert. Á þessu byggðist gagn- rýnin einnig utan veggja Alþingis. Fróðlegt að fylgjast með nafnakalli Það er ömurlegt til þess að hugsa að ríkisstjórnin skuli hafa legið yfir því í 20 mánuði samfleytt að reyna að finna út hve lítið hún komist upp með að skerða eigin sérréttindi því nákvæmlega það hefur nú fengist staðfest að „vinn- an“ gekk út á. Og í ofanálag á breytingin ekki að eiga sér stað fyrr en í júlí á næsta ári! Fróðlegt verður að fylgjast með nafnakallinu þar sem sérhver þing- maður verður látinn greiða atkvæði um breytingu á frumvarpi rík- isstjórnarinnar í þá átt að allir sem sérréttindalögin taka til færist yfir í almenna deild lífeyrisþega starfs- manna ríkisins. Slíka breyting- artillögu mun ég flytja. Geir og Ingibjörg með nýja sér- réttindaútgáfu Ögmundur Jónasson skrifar um eftirlauna- frumvarpið Ögmundur Jónasson »… sjálfum sér ætla ráðherrarnir helm- ingi meiri lífeyrisá- vinnslu en best gerist hjá almennum starfs- mönnum ríkisins! Höfundur er þingflokksformaður VG. Í NÓVEMBER fer fram árlegt brunavar- naátak hjá Lands- sambandi slökkviliðs- og sjúkraflutninga- manna. Slökkviliðs- menn um allt land heimsækja þá 3. bekk grunnskólanna og fræða börnin um eld- varnir og viðbrögð við bruna. Undirritaður er forstöðumaður forvarna- og fræðsludeildar LSS og heimsækir fjölda fyrirtækja til að fræða starfsmenn. Á þessum við- sjárverðu tímum finnst mér rétt að skerpa á nokkrum staðreyndum varðandi brunavarnir fyrirtækja. Samkvæmt lögum ber eigandi húss ábyrgð á brunavörnum þess. Notendur húsa bera ábyrgð á því að viðhald brunavarna sé í góðu lagi. Má þar nefna að reglulega sé farið yfir handslökkvitæki, út- og neyðarlýs- ingu, hurðapumpur á sjálflokandi eldvarnahurðum séu virkar og við- halds- og þjónustusamningur vegna viðvörunar- og slökkvikerfa sé í gildi. Starfmenn bera sjálfir ábyrgð á því að fara eftir þeim reglum sem settar eru í fyrirtækinu um brunavarnir. Flestar nýlegar byggingar á Íslandi ættu að vera öruggar m.t.t. bruna- varna því þær eru byggðar eftir ströngum ákvæðum bygging- arreglugerðar og staðla um bruna- varnir. Öryggi eldri bygginga getur hins vegar verið ábótavant og er því alltaf ástæða til að huga að öryggi þegar dvalið er í gömlum húsum. Sérstaklega er ástæða til að kanna hvernig ástand flóttaleiða er. Fræða þarf starfsfólk Kostnaður vegna brunavarna er ekki eyðsla heldur fjárfesting sem skilar sér. Sífellt fleiri stjórnendur fyrirtækja gera sér grein fyrir mik- ilvægi góðra brunavarna. Hitt er langtum algengara að fjárfest sé í búnaði til brunavarna eins og viðvör- unarkerfum, slökkvitækjum, þjón- ustu- og eftirlitssamningum og vatnsúðarakerfum. Eitt gleymist oft eða er stórlega vanmetið, en það er fræðsla til starfsfólks um brunavarn- ir. Starfsfólk sem kann að bregðast rétt við eldsvoða er gulls ígildi, það getur jafnvel slökkt byrj- unareld eða lokað rým- um sem eru að reykfyll- ast. Slíkt dregur úr tjóni og getur í sumum tilfellum haft úr- slitaáhrif á hvort fyr- irtæki lifir eldsvoða af eða ekki. Þannig er hægt að tryggja góða umgengni sem skilar sér í minni eldhættu, greiðfærari flóttaleið- um, virku eftirliti með slökkvitækj- um, útljósum og öðru því sem leik- maður getur tekið að sér varðandi brunavarnir. Hvað þarf til? Hvernig eru þá nægar og góðar eldvarnir? Þessi upptalning verður ekki tæmandi. Í fyrsta lagi þarf hús- næðið að uppfylla kröfur eldvarna- eftirlits með tilliti til eldvarna. Eru brunahólfanir í lagi? Virka eldvarnahurðir? Er virkt bruna- viðvörunarkerfi? Viðbragðsáætlun? Þarf að þétta lagnagöt? Eru útljós og neyðarlýsing í lagi? Eru slökkvitæki til staðar? Kunna starfsmenn á þau? Einhver arðsamasta fjárfesting varðandi brunavarnir er bruna- viðvörunarkerfi. Slík kerfi eru sett upp til þess að draga úr líkum á að fólk brenni inni og til þess að vinna tíma til aðgerða eins og að slökkva eld og rýma byggingar. Kerfin þarf að laga að þeirri starfsemi sem í byggingunum eru, annars aukast lík- ur á falsboðum sem minnka trúverð- ugleika kerfanna. Ekki er nóg að setja kerfin upp, þau þarf að vakta, þjónusta og yfirfara. Boðum frá brunaviðvörunarkerfum þarf að bregðast við eins fljótt og auðið er. Þess vegna er nauðsynlegt að innan veggja fyrirtækja séu ávallt ein- hverjir til staðar sem það geta. Hvað á fólk að gera þegar bjallan fer í gang? Það skiptir miklu máli að starfsfólk hafi þekkingu á eldvörnum og bregðist rétt við ef upp kemur eld- ur. Viðbragðsáætlun Viðbragðsáætlun sem er aðgengi- leg og starfsfólk þekkir er gulls ígildi. Í henni þarf að koma fram hvernig viðbrögð við hvers konar vá skulu vera. Hlutverk hvers og eins í rým- ingu byggingar þarf að vera á hreinu. Helstu flóttaleiðir þarf starfsfólk að þekkja.  Hvernig á síðan að haga rýmingu og hvert á fólk að safnast þegar út er komið?  Komust allir út?  Er hægt að vita það með einhverri vissu?  Hver gerir það þá?  Hvert á að fara í kjölfarið ef stefn- ir í óefni?  Hver á að taka þá ákvörðun? Eldsvoði er dýrkeyptur jafnvel þó að allar tryggingar séu í lagi. Ef illa fer greiðir rekstrarstöðvunartrygging aðeins „toppinn á ísjakanum“. Lík- lega gera fæstir sér grein fyrir afleið- ingum eldsvoða og þess þegar vinnu- staður brennur og starfsemi þar stöðvast eða ef einhver örkumlast eða lætur lífið vegna ónógra bruna- varna. Líkur á gjaldþroti eru miklu meiri en líkur á góðu gengi eftir hugsanlega enduruppbyggingu. Jafnvel „minniháttar“ eldsvoði og til- heyrandi reykskemmdir geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér. Ef fyrirtæki er með allan rekstur á einum stað eru mestar líkur á að gjaldþrot fylgi í kjölfar rekstr- arstöðvunar vegna bruna. Hvers vegna? Ekki er hægt að framleiða upp í gerða samninga. Nýhafin aug- lýsingaherferð skilar engu þar sem ekkert er til að selja auk þess sem greiða þarf fyrir hana. Viðskiptavinir geta ekki beðið eftir vörum, finna aðrar samskonar eða jafnvel betri hjá samkeppnisaðilum og þeir skila sér tæplega til baka. Atvinnutæki- færi hverfa úr byggðarlaginu, fólk flytur jafnvel burt í kjölfarið ef enga vinnu er að hafa. Ég veit að það má ekki brenna hjá þér. Má brenna hjá þér? Jón Pétursson skrif- ar um gildi bruna- varna og -fræðslu »Eldsvoði er dýr- keyptur jafnvel þó að allar tryggingar séu í lagi. Ef illa fer greiðir rekstrarstöðvunar- trygging aðeins „topp- inn á ísjakanum“. Jón Pétursson Höfundur er forstöðumaður forvarna- og fræðslusviðs LSS. ENN fjölgar vís- bendingunum um að Ís- land sé ekki einungis í miðri fjármálakreppu heldur einnig í miðri byltingu. Nýjustu vís- bendingarnar um þetta eru þær skoðanir ungra ráðherra í Samfylking- unni að nauðsynlegt sé að efna til kosninga, þrátt fyrir að ytri að- stæður séu mjög erfiðar. Ef til vill er erfitt að gera sér grein fyrir því að nú standi yfir bylting á Ís- landi. Þegar maður hugsar um bylt- ingu dettur manni í hug ofbeldi og blóð, herskár mannfjöldi sem „tekur á sitt vald“, eins og sagt er í fréttum, opinberar stofnanir. Það eru með öðrum orðum drama- tískar frásagnir sem koma upp í hug- ann, en í raun og veru verða bylt- ingar með allt öðrum hætt. Það er ekki fyrr en löngu síðar, þegar allt er afstaðið, sem hinar dramatísku frá- sagnir verða til, og það eru þær sem lifa og verða að þjóðsögum. Hin áþreifanlega framvinda bylt- ingar er aftur á móti með allt öðrum hætti, og ekki nærri eins dramatísk. Meira að segja mætti halda því fram að kjarninn í byltingum sé svo lág- stemmdur að hann fari hreinlega framhjá fjölmiðlum, sem aldrei kveikja á neinu nema það sé há- vaðasamt og drama- tískt. Það sem fjölmiðlar sjá og greina frá sem „byltingu“ eru fjölda- samkomur, eggjakast og því um líkt, það er að segja, atburðir sem falla að hinni fyrirfram gefnu skilgreiningu á byltingum, skilgrein- ingu sem fengin er úr fréttum, sögum og jafn- vel kvikmyndum, en ekki raunveru- leikanum, sem er allt of hægfara og tilbreytingarsnauður til að athygl- isbrostnir fjölmiðlar taki eftir honum. En hverjar eru þá þær vísbend- ingar um að bylting standi yfir, sem hefur mátt sjá undanfarið, ef að er gáð? Bylting felur í sér að viðtekið við- mið hverfur og annað kemur í stað- inn. Viðmið er þær fyrirfram gefnu forsendur sem ekki er efast um þegar staða mála er vegin og metin og ákvarðanir teknar um hvaða við- fangsefni það séu sem leysa þurfi, með hvaða hætti þurfi að leysa þau, hverjir megi takast á við þau, og ef til vill umfram allt hvað geti talist lausn á viðfangsefninu Viðmið felur einnig í sér ákveðinn orðaforða sem sameinar þá sem byggja hugmyndaheim sinn á viðmið- inu. Orð sem voru jákvætt gild- ishlaðin fá á sig neikvæðan blæ og öf- ugt. Og viðmið búa ekki síst í fólki með fastmótaðar hugmyndir og lífsgildi. Lokahnykkur byltinga er í því fólg- inn að síðustu einstaklingarnir af gömlu kynslóðinni hverfa af hinum opinbera vettvangi. Hér í gamla daga var þetta fólk fjarlægt með hinum ruddalegasta hætti, oft með því að gera það bókstaflega höfðinu styttra en sem betur fer er sá ósiður nú af- lagður. Nú er fólk sent í launaða út- legð. Byltingar byrja á mjög eindreginni tilfinningu fyrir því að ríkjandi að- ferðir dugi ekki til að leysa aðsteðj- andi vanda. Hér á landi fylgdumst við þannig lengi með vonlausri baráttu Seðlabankans við að ná verðbólgu- markmiði. Margir höfðu orðið heift- arlega á tilfinningunni að verðbólgu- markmið og stýrivextir væru vitagagnslaus tæki til að leysa þann vanda sem að steðjaði. Hérlendis hefur lengi verið um það þegjandi samkomulag að fram- kvæmdavaldið sé hið eiginlega lög- gjafarvald. Þetta sést á því, að hér er lögð mikil áhersla á að mynda rík- isstjórn með stóran meirihluta á þingi. Minnihlutastjórnir þykja al- gjört neyðarbrauð. Nú hefur þögnin um þetta samkomulag verið rofin og þar með samkomulagið. Nokkrir þingmenn – meira að segja stjórn- arliðar – vilja breytingu á þessu ríkjandi ástandi. Ný kynslóð þingmanna og ráð- herra sem hefur öðru vísi hugs- unarhátt en fyrri kynslóð er nú skyndilega farin að láta í sér heyra því að hún hefur orðið svo yfirþyrm- andi tilfinningu fyrir því að þörf sé á nýjum aðferðum til að hægt sé að leysa aðsteðjandi vanda. Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverf- isráðherra og Björgvin G. Sigurðsson bankamálaráðherra eru fulltrúar þessarar nýju kynslóðar. Þau létu í ljósi þá skoðun að efna bæri til kosninga til að leita end- urnýjaðs umboðs fyrir valdhafann. Þessi kynslóð telur að sú lýðræð- isframkvæmd sem í kosningum felst sé svo mikilvæg að til hennar verði að grípa þrátt fyrir að ytri aðstæður séu langt í frá hallkvæmar. Þetta er til marks um öðru vísi forgangsröðun en hingað til hefur verið viðtekin. Eldri kynslóð sýnir þessum breyttu viðhorfum andstöðu. Fulltrú- ar þeirrar kynslóðar eru oddvitar stjórnarflokkanna. Það er svo enn ein vísbendingin um byltingu að átökin milli kynslóðanna eru orðin sýnileg. Framvinda byltingarinnar verður svo með þeim hætti að smám saman skipta fleiri og fleiri úr hópi fulltrúa hins fráfallandi viðmiðs um skoðun og fallast á hið nýja. Þeir sem allra fastast standa gegn því hverfa af sjónarsviðinu. Við sáum afgerandi dæmi um þetta einkenni byltinga þegar Guðni Ágústsson sagði skyndi- lega af sér og fór til Kanarí. Fleiri dæmi munum við sjá þegar banka- stjórar Seðlabankans hverfa um leið og bankinn verður sameinaður Fjár- málaeftirlitinu. Það hefur líka verið hluti af ríkjandi viðmiði hér á landi að það væri hluti af íslenskri þjóðarvitund að við tilheyrum ekki Evrópusamband- inu. Andstaða við ESB hér á landi hefur að miklu leyti átt rætur í þeirri hugsun að ESB-aðild væri ekki sam- ræmanleg sjálfsskilgreiningu þjóð- arinnar. Nú má sjá vísbendingu um að þetta sé að breytast og að bráðum hættum við að skilgreina okkur með því sem við erum ekki og förum að skilgreina okkur með því sem við er- um. Það er að segja, þjóðern- ishyggjan sem var stór hluti gamla viðmiðsins hopar fyrir alþjóðahyggj- unni sem er hluti nýja viðmiðsins. Við eigum svo eftir að sjá afger- andi dæmi um breyttan orðaforða. Það verður spennandi að fylgjast með því hvort gildishleðslan á til dæmis orðinu „einkavæðing“ breytist úr jákvæðri í neikvæða. Þegar yfirstandandi bylting verður afstaðin verður Ísland gerbreytt, fyrst og fremst vegna þess að hug- mynd Íslendinga um sjálfa sig verður orðin öðru vísi en hún er núna. Þegar núverandi kynslóð ráðamanna hverf- ur af vettvangi kemur í staðinn kyn- slóð sem hefur mótast af erlendum hugmyndum, ekki síður en ömmum sínum. Við erum í miðri byltingu Kristján G. Arn- grímsson skrifar um samfélagsmál » Bylting felur í sér að viðtekið viðmið hverfur og annað kemur í staðinn. Kristján G. Arngrímsson Höfundur er heimspekingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.