Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 28

Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 28
28 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Morgunblaðinu hefur borist mikill fjöldi greina og pistla frá lesendum um ástandið í efnahagsmálum landsins. Margir höfundar lýsa áhyggjum sínum af þróun mála og margir gera tillögur um leiðir út úr efnahagsvanda þjóð- arinnar. Morgunblaðið leggur áherslu á að gera þessum umræðum góð skil í blaðinu á næstunni. Skoðanir fólksins Með því að ráðast nú þegar í framkvæmdir á vegum ríkisins má draga úr þessu atvinnuáfalli sem við erum að upplifa núna. At- vinnuleysi hefur stigmagnast og það mun hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Almannatrygg- ingakerfið verður fyrir auknu álagi í formi atvinnuleysisbóta og fé- lagslegum vandamálum mun sömuleiðis fjölga. ’ MÁLEFNI sparifjáreigenda hafa verið í brennidepli eftir hrun íslenska bankakerfisins. Enda ekki nema von þar sem fjöldi ein- staklinga og fyr- irtækja hefur tapað stórfé. Í frétt- um undanfana daga hefur eyjunni Mön skotið upp á yfirborðið. Þar búa 10.000 manns. Meðal annars margir viðskiptavinir „gamla“ Kaupþings (nú er allt „nýtt“ á Ís- landi, m.a. landið sjálft!). Í fréttum þessum kom fram að óánægðir viðskiptavinir Kaupþings á Mön hefðu ráðið sér lögmann til þess að fara með mál sitt. Ef ég skil þetta rétt er um sk. „hóp- lögsókn“ að ræða. Undirritaður hefur verið að hugsa þessi mál upp á síðkastið vegna allra þessara peningasjóða. Þannig er nefnilega að hér á landi er (að mér skilst) ekki hægt að fara í svokallaða hóplögsókn. Víða á Norðurlöndunum er það hægt, m.a. í Svíþjóð, þar sem undirrit- aður bjó þar til í fyrrasumar. Neytendur/viðskiptavinir geta því myndað hóp gegn þeim aðila sem þeir vilja stefna. Staða neytand- ans/viðskiptavinanna er því mun sterkari en ella. En ekki hér á landi. Þetta er aðeins ein sönnun þess hve neytendalöggjöfin og neyt- endamál eiga langt í land hér- lendis. Hér verður hver og einn að berjast í sínu máli. Oft gegn ofur- efli. Leikurinn er ekki jafn. At- burðir undanfarið sýna hins vegar svo ekki verður um villst að end- urbætur þarf að gera á þessum málum. Réttarstöðu fólks verður að bæta. Um hóp- lögsóknir Gunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur. EFTIR að hafa skoðað bankakreppu Svía sem stóð frá 1992 til 1994 og merki- lega grein um efnahags- kreppu Finna um svipað leyti eftir Sigurbjörgu Árnadóttur í DV er mér ljóst að það er nauðsynlegt að endurreisa trúverð- ugleikann í fjármálakerf- inu. Svíar lögðu mikla áherslu á þessa end- urreisn, þó að skuldir bankakerfisins væru mun minni í þeirra tilfelli, eða 130% af lands- framleiðslunni á móti 1200% hlutfalli á Ís- landi. Til að tryggja trúverðugleika og traust er- lendra fjármálafyrirtækja er lykilatriði að Seðlabankinn sé algerlega sjálfstæður og byggi starf sitt á vinnu menntaðra sérfræð- inga í hagfræði enda er sú stofnun horn- steinninn í fjármálakerfi hvers þjóðríkis. Í þessu alþjóðlega fjármálaumhverfi er líka mikilvægt að erlendir fjárfestar fái gegnsæj- ar og áreiðanlegar upplýsingar til að minnka óvissu sína í langtímafjárfestingum. Margt bendir til þess að við getum komist út úr þessari kreppu örugglega því við erum með mjög góða innviði (e. infrastructure). Menntakerfið og heilbrigðiskerfið eru al- þjóðlega samkeppnishæf og Íslendingar vinna mikið. Gengismálin á Íslandi eru nú eins og í Taílandi árið 1997 en þeir komust út úr vand- ræðunum fjórum árum síðar með aðstoð Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins. Taílendingar fengu holskeflu af spákaupmannafé inn í hagkerfi sitt eins og Ísland og þurftu að þola mikið gengisfall á gjaldmiðli sínum þegar spákaup- mennirnir drógu fé sitt út úr taílenska hag- kerfinu. Við getum lært töluvert af reynslu Finna í kreppunni því aðstæður voru keimlíkar: háir stýrivextir, veikur gjaldmiðill og nið- þjóðagjaldeyrissjóðsins og verða menn að bíða og sjá hvernig gengur að koma krón- unni á flot. Hins vegar eru störf að tapast daglega og gjaldþrotum fjölgar. Gífurleg verðmæti fara þannig núna daglega til spillis og auka á almenna reiði sem fyrir er í sam- félaginu. Það er einkum út af þessu graf- alvarlegu vandamáli sem grein þessi er skrif- uð. Það er mikilvægt að íslensku björgunar- aðgerðirnar séu hnitmiðaðar og að hlustað sé vel á ráðgjöf sérfræðinga til að kreppan dragist ekki á langinn. Til að svo geti orðið væri ákjósanlegast að við hefðum stjórn sem hefði eingöngu þjóðarhagsmuni að leiðarljósi og hefði lítil og helst engin innbyrðis eða innri átök til að trufla sig við að leysa efna- hagsvandann. Með því að ráðast nú þegar í framkvæmdir á vegum ríkisins má draga úr þessu atvinnuáfalli sem við erum að upplifa núna. Atvinnuleysi hefur stigmagnast og það mun hafa slæmar afleiðingar í för með sér. Almannatryggingakerfið verður fyrir auknu álagi í formi atvinnuleysisbóta og fé- lagslegum vandamálum mun sömuleiðis fjölga. Þetta varð að veruleika í Finnlandi út af óvirkri ríkisfjármálastefnu. Einn frægasti hagfræðingur síðustu aldar, John Maynard Keynes, mælti eindregið með auknum ríkisútgjöldum til að sporna við at- vinnuleysi í kjölfar fjármálakreppu. Roose- velt Bandaríkjaforseti var sannfærður um ágæti þessarar stefnu þegar hann kom á fót bandaríska almannatryggingakerfinu í kjöl- far kreppunnar miklu á síðustu öld. Aðgerða- leysi í ríkisfjármálum mun leiða til mikilla viðbótarvandræða, og er því mikilvægt að nota tækifærið nú þegar til að minnka áfallið sem dynur yfir samfélagið. urskurður í fjármálum hins opinbera. Ég vildi ræða um síðasta þáttinn í þessari grein. Í nú- verandi efnahagsumhverfi hefur heildareft- irspurn dregist saman. Innflutningur á eftir að dragast verulega saman á næstunni og við það mun myndast viðskiptaafgangur við út- lönd sem mun styðja við gengi krónunnar. Á meðan utanríkisviðskipti eru í lægð er nauð- synlegt að halda uppi heildareftirspurn með því að auka innlenda eftirspurn. Það er lykill- inn að því að halda atvinnustiginu uppi. Mikilvægt er að endurtaka ekki mistök Finna sem fólust í aðgerðaleysi finnsku stjórnarinnar í ríkisfjármálum. Háir stýri- vextir leiddu til gjaldþrota og samdráttar í hagkerfinu og atvinnuleysi rauk upp í 20 til 30%. Þess vegna er mikilvægt að fjár- málaráðuneytið smíði aðgerðaáætlun í sam- ráði við sveitarfélögin til að halda uppi at- vinnu í landinu meðan verið er að koma krónunni á flot aftur. Nauðsynlegt er að rík- isstjórnin og borgin taki frumkvæði. Jöfn- unarsjóður sveitarfélaga getur gegnt fjár- mögnunarhlutverki fyrir verkefni á landsbyggðinni. Niðurskurðurinn þyrfti auk þess að vera minni gagnvart heilbrigðisgeir- anum og menntageiranum vegna þess að þetta eru mikilvægustu útgjöldin í ríkisfjár- málunum. Finnar og Svíar leystu atvinnuleysisvand- ann að miklu leyti með aðstoð menntageirans. Mikilvægt er að fjárfesta í góðri heilsu þjóð- arinnar, en þar mætti engu að síður spara, t.d. í lyfjakostnaði. Það eru miklar upphæðir bundnar í ónotuðum lyfjum landsmanna og væri hægt að spara mikið og hlífa verðmæt- um störfum í heilbrigðisgeiranum í leiðinni. Atvinnan hefur mun meira vægi í núverandi ástandi heldur en baráttan við verðbólgu, að- stæður eru gjörbreyttar og því er virk rík- isfjármálastefna nauðsynleg. Peningamálastefnan er nú í höndum Al- Keynesísk leið úr kreppunni Matthías Kjeld, hagfræðingur við Háskólann í Freiburg í Sviss. ÞÆR undarlegu raddir heyrast í þjóð- félaginu að Íslendingar beri sameiginlega ábyrgð á Icesave-reikningunum og eigi að taka á sig og afkomendur sína ómældar fjár- hagslegar byrðar um ófyrirséða framtíð. Allt í einu erum við horfin aftur í réttar- farshugsun Gamla testamentisins, þar sem Drottinn refsar saklausum fyrir syndir feðr- anna í þriðja og fjórða ættlið. En hvar liggur raunveruleg ábyrgð og er hún öllum Íslend- ingum sameiginleg? Í sjálfu sér má greina einfalt stigveldi ábyrgðar hér. Augljóslega bera bankastjórn- endur gríðarmikla ábyrgð, því að þeir settu af stað vítisvél sem þeir réðu ekki við. Ámát- legt er að sjá þá tjá sig opinberlega til að barma sér eða réttlæta gjörðir sínar; þeir komu landinu á kaldan klaka og er aldrei að vita hvað þeir gerðu, ef þeir kæmust aftur í aðstöðu til þess. Að sjálfsögðu var það hlutverk stjórnvalda og eftirlitsstofnana í hlutaðeigandi ríkjum að sjá til þess að mál færu ekki úr böndum. Bresk stjórnvöld bera þannig vissa ábyrgð – þau gátu jú gripið inn í málin á hvaða stigi sem var, jafnvel með þeirri ógeðfelldu að- ferð, sem þau beittu um síðir. En íslensk stjórnvöld og eftirlitsstofnanir bera þó að sjálfsögðu mesta ábyrgð gagnvart Íslend- minn vissi ekki einu sinni af tilvist Icesave fyrr en honum var sagt einn góðan veð- urdag að hann og afkomendur hans ættu að borga stjarnfræðilegar upphæðir til útlend- inga. Samræmist það grundvallarmannrétt- indum að gera menn seka um ófarir, sem þeir hafa ekki hugmynd um, geta ekki á neinn hátt haft áhrif á eða borið ábyrgð á? Fróðlegt væri að heyra álit siðfræðinga á því hversu mikil ábyrgð liggi hjá venjuleg- um íslenskum borgurum og hvort hún sé sú sama hjá þeim öllum. Ég hef ekkert á móti því – og tel reyndar rétt – að þeir, sem eru ábyrgir eða álíta sig ábyrga, borgi fyrir Ice- save. Ef til eru eignir umfram skuldir, þá er það gott og blessað, og hefur málið allt þá verið ys og þys út af engu. En ef ekki er hægt að borga, þá á enginn neitt með að senda mér reikninginn. Ástæða þessa bréfs er sú að ég vil að það liggi fyrir að ég hef engan hug á að taka á mig ábyrgð eða gjalda fyrir eitthvað sem er mér gjör- samlega óviðkomandi, hvort sem upphæðin er há eða lág. Að sjálfsögðu áskil ég mér rétt til að sækja skaðabætur til þartilbærra stjórnvalda, ef öðruvísi fer. Ber íslenskur almenningur ábyrgð á Ice- save? Mögulega má réttlæta að kjósendur stjórnmálaflokka, sem skópu þetta hryllilega ástand, beri einhverja ábyrgð. Kjósendur Sjálfstæðisflokks komu flokknum á valda- stóla og hann réði um árabil lykilembættum, þ.e. forsætisráðherra og fjármálaráðherra, sem snúa að þessum vondu málum. Kjós- endur meðreiðarflokkanna, Framsóknar meðan hún sat við völd og núverandi kjós- endur Samfylkingar, bera líka sína ábyrgð. En ég sé ekki að það séu fleiri. Sjálfur hef ég ekki kosið neinn þessara stjórnmálaflokka síðustu 20 árin. Ég hef ekki verið í neinni aðstöðu til að hafa áhrif á framvindu mála eða ákvarðanatöku í nokkru sem varðar Icesave eða þetta klúður allt. Ég álít það gróft mannréttindabrot, ef ég verð kallaður til ábyrgðar og lendi ásamt mínum niðjum í skuldaánauð, vegna ófara, sem ég gat aldrei haft áhrif á. Alveg eins væri hægt að kenna mér um seinni heimsstyrjöldina; ég kom nefnilega ekki heldur nærri þar. Meira að segja eigendur Icesave-reikninga, sem ég hef dýpstu samúð með, bera meiri ábyrgð á ástandinu en ég, vegna þess að þeir tóku þátt í ákvörðunarferlinu – þeir ákváðu að leggja fé sitt þar inn og tóku þar með ein- hverja áhættu – en ekki ég. Einn kunningi ingum. Þau brugðust þjóðinni á ögurstundu með andvaraleysi. Og hér dugir ekki fyrir ráðherra að benda á embættismenn, vegna þess að ráðherrarn- ir eru yfirmenn þeirra og bera hina endanlegu ábyrgð. Nú er komið á daginn að leiðtogarnir Geir og Ingibjörg vissu snemma árs hvert stefndi, en reyndu að telja fólki trú um að allt væri í himnalagi og tóku engin raunhæf skref þjóðinni til bjargar. Jafnvel í eft- irmálum bankahrunsins er getuleysi þeirra grátlegt. Rætt hefur verið um að láta við- skiptaráðherra og fjármálaráðherra víkja, þ.e. að fórna riddurum og biskupum til að verja kóng og drottningu. Nafn Sjálfstæð- isflokksins er orðið öfugmæli og hinn stjórn- arflokkurinn er uppnefndur Samtryggingin. Nú á að láta íslensku þjóðina borga brúsann vegna vanhæfni leiðtoga við að verja hags- muni hennar. Þau sitjandi stjórnvöld, sem þegar hafa unnið óbætanlegt tjón, ganga til nauðasamninga, en þeir samningar geta augljóslega ekki talist bindandi fyrir næstu ríkisstjórn, þegar þjóðin hefur fengið tæki- færi til að segja hug sinn í málinu. Berð þú ábyrgð á Icesave? Helgi Ingólfsson, framhaldsskólakennari. ÍSLENSKA krónan er ónýtur gjaldmiðill sem skipta á út eins fljótt og auð- ið er. Þegar við lítum til baka þann örstutta tíma sem Ís- lendingar hafa verið sjálf- stæð þjóð er ljóst að íslensk- ur fjármálamarkaður er of lítill fyrir sjálfstæða mynt. Það hefur reynst afar dýrt að reyna að verja verðgildi krónunnar gagnvart erlendum gjald- miðlum. Enn dýrara hefur reynst að halda verðgildi hennar innanlands. Seðlabankinn hefur reynt að stýra gengi að við dönsku krónuna á því gengi sem er nú skráð hjá Seðlabankanum (23,36 þann 18.11.2008) er sú íslenska innan við einn tvö- þúsundasti af því sem hún var á miðjum fjórða áratugnum. Þá var íslenska krónan jafn mikils virði og sú danska.Við megum ekki gleyma að 1. janúar 1981 voru tvö núll tekin aftan af krón- unni. Ein dönsk króna er því 2.336 gamlar ís- lenskar krónur í dag! Er ekki öllum ljóst að örgjaldmiðill eins og íslenska krónan stendur ekki undir opnum frjálsum fjármagnsmarkaði? krónunnar með handafli. Þegar það dugði ekki til var genginu stýrt innan ákveðinna vikmarka sem árið 2000 voru +/- 9%. Þessari stefnu var hætt snemma árs 2001 þegar Seðlabankinn hóf baráttu sína gegn verðbólgunni í stað þess að reyna að halda genginu stöðugu. Í kjölfarið lækkaði gengi krónunnar en hóf síðan að styrkjast á ný. Verðbólga á Íslandi hefur síðast- liðin sjötíu ár nær ávallt verið hærri hér á landi en í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir verðbólg- umarkið og háa stýrivexti Seðlabanka Íslands hefur það ekki breyst. Þessi verðbólgumunur, þ.e. hærri verðbólga hér en annars staðar, hefur leitt til þess að verðgildi íslensku krónunnar hefur hrunið. Mið- Íslenska krónan er einn tvöþúsundasti af dönsku krónunni Jóhann Ágúst Hansen, listmunasali.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.