Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 33
Minningar 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
✝ Emil Sigurðsson,fyrrverandi
verslunarstjóri,
fæddist á Berunesi á
Berufjarðarströnd
29. mars 1919. Hann
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 17. nóv-
ember sl. Foreldrar
hans voru Sigurður
Jónsson trésmiður, f.
14.10. 1895, d. 13.6.
1972, og Andrea
Stefanía Emils-
dóttir, kennari og
húsfreyja, f. 22.6.
1892, d. 28.8. 1956.
Systur hans voru
Valborg Sigurð-
ardóttir, f. 9.1. 1921,
d. 29.2. 1976, og Val-
dís Sigurðardóttir, f.
2.8. 1928. Emil var
ókvæntur og barn-
laus. Hann stundaði
allan sinn starfs-
aldur verslunarstörf
á Akureyri. Útför
hans verður gerð frá
Fossvogskapellu í
dag kl. 15.
Nú þegar kær bróðir og mágur
hefur kvatt þetta jarðlíf er margs
að minnast. Emil ólst upp hjá for-
eldrum sínum á Djúpavogi þar til
hann hélt til Akureyrar til náms við
Menntaskólann á Akureyri. Þar
hitti hann fyrir einstakt fólk sem
varð til þess að dvöl hans varaði hjá
þessu góða fólki í hálfa öld. Starfaði
hann hjá KEA og síðar hjá Amaró,
þar sem hann var verslunarstjóri,
þar til hann hætti vinnu vegna ald-
urs. Oft kom hann til Reykjavíkur
til innkaupa fyrir Amaró eða um
hátíðar og þá dvaldist hann hjá
okkur.
Þegar hann fluttist til Reykjavík-
ur árið 1987 keypti hann íbúð í
sama húsi og við búum í. Þá tók
hann óskiptur til við að mála. Eftir
Emil liggja margar góðar myndir,
bæði í olíu og vatnslitum. Óhætt er
að segja að hann hafi náð langt sem
frístundamálari. Á vissum tíma æv-
innar hafði hann mjög gaman af að
ferðast til annarra landa og gerði
víðreist. Emil var seintekinn en
sannur vinur í raun. Hann var ein-
staklega rausnarlegur og gjafmild-
ur. Hans síðasta verk var að ganga
frá þeim jólagjöfum sem hann ætl-
aði að gefa litlu frændsystkinum
sínum en þá var hann orðinn mjög
veikur. Öll sakna þau frænda sem
var svo gott að heimsækja. Nú fær
hann hinstu hvílu við hlið foreldra
sinna.
En nú er þessi góði drengur genginn
á guðs vegum og allt er orðið hljótt.
Og allir taka eins í sama strenginn,
að allt of snemma komi þessi nótt.
Því döggvast brár og hjörtun myrkvast
harmi,
og hart er það, að ganga þessi spor.
Vér hneigjum döpur höfuð vor að
barmi
í heitri samúð, það er kveðja vor.
(Jens Hermannsson)
Hvíl þú í friði. Góða nótt.
Þín systir og mágur,
Valdís og Jón.
Ég vil í nokkrum orðum minnast
elskulegs móðurbróður míns Emils
Sigurðssonar.
Emil frændi var stór hluti af fjöl-
skyldu okkar svo lengi sem ég man.
Alltaf var beðið með eftirvæntingu
þegar von var á Emil frænda frá
Akureyri eða úr ferðalögum frá út-
löndum. Aldrei brást að hann færði
okkur systkinunum eitthvað sem
gladdi. Ekki var síður spennandi að
fara alla leið til Akureyrar þar sem
hann hélt heimili með Sæbjörgu og
Bjössa. Þar tróð maður sig út af
Lindusúkkulaði og drakk framandi
drykki eins og Jolly Cola og Mix í
lítratali.
Þegar Emil fluttist til Reykjavík-
ur keypti hann íbúð í sama húsi og
foreldrar mínir og bjó þar til dán-
ardags.
Emil var ekki mannblendinn og
ekki tranaði hann sér fram. En
hann fylgdist mjög vel með því sem
við kom fjölskyldunni og hafði mik-
inn áhuga á velferð okkar allra.
Á síðari árum áttu svo yngstu
fjölskyldumeðlimirnir góðan að í
kjallaranum í Blönduhlíðinni. Það
var fastur liður að skreppa niður til
Emils, fá súkkulaðibita, og leika sér
með steinasafnið hans og fleiri
skemmtilega hluti sem hann átti.
Einn var sá dagur sem var Emil
mikilvægari en flestir en það var af-
mælisdagurinn hans, 29. mars. Ekki
var það til að þiggja gjafir enda
kærði hann sig lítið um slíkt. Held-
ur að fá alla í heimsókn og til að
þiggja hjá honum veitingar. Í ár var
í fyrsta sinn ekki boðið upp á
heimabakaðar pönnukökur með
rjóma enda krabbameinið farið að
taka sinn toll og kraftarnir að
þverra.
Það var síðan síðasti vottur um
hugulsemi hans að láta sjá um að
búið væri að kaupa allar jólagjafir
enda vissi hann að hans nyti ekki
lengur við þegar þau gengju í garð.
Ekki útdeilir Emil meira súkku-
laði í litlar hendur, en það verðmæt-
asta eigum við enn.
Minninguna um mann sem vildi
okkur alltaf vel.
Að lokum vil ég þakka starfsfólki
Heimahlynningar Krabbameins-
félagsins og líknardeildar LSH fyr-
ir að gera Emil kleift að vera heima
eins lengi og auðið var og fá síðan
framúrskarandi aðhlynningu allt til
enda.
Sigurður Rúnar Jónsson.
Elsku Emil okkar.
Við viljum þakka þér fyrir allar
yndislegu samverustundirnar sem
við áttum saman. Öll þau skipti sem
við komum í heimsókn til þín varstu
ávallt svo elskulegur og alltaf jafn-
glaður að sjá okkur og var það
gagnkvæmt. Okkar ósk var að þú
fengir að hitta litlu frænku þína
hana Bríeti Valdísi og þú varst svo
glaður að fá að halda í litlu höndina
hennar og kyssa hana þegar við
komum með hana til þín.
Í síðasta skiptið sem við heim-
sóttum þig, en þá var mjög af þér
dregið, brostir þú til okkar og baðst
okkur um að kyssa litlu prinsessuna
frá þér og það gerðum við. Elsku
frændi, í dag kveðjum við þig með
miklum söknuði. Hvíl þú í guðs
örmum.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Karen, Adam og Bríet Valdís.
Elskulegur frændi og vinur er
látinn. Árið sem senn er að líða var
búið að vera honum erfitt vegna
veikinda en hugurinn skýr allt fram
á síðasta dag. Eftir sitja ótal góðar
minningar. Afi og amma hófu bú-
skap á Djúpavogi og þar eyddi
hann unglinsárunum. Árið 1938 fór
hann til náms við Menntaskólann á
Akureyri og að því loknu stundaði
hann verslunarstörf á Akureyri,
fyrst hjá KEA og síðar sem versl-
unarstjóri í Amaró eða tæp 30 ár.
Hann hafði næmt auga fyrir fal-
legum hlutum og snemma hneigðist
hugur hans að málaralistinni. Var
Emil einn af frumkvöðlum að stofn-
un Félags frístundamálara sem hóf
starfsemi 1947. Félagið rak kvöld-
skóla um nokkurra ára skeið fyrir
áhugamenn um myndlist. Trúlega
hefði Emil lagt myndlistina fyrir sig
ef fjárráðin hefðu leyft en hann
málaði ætíð í frístundum sér til
ánægju og skilur eftir sig mörg fal-
leg verk. Tók Emil þátt í nokkrum
samsýningum og eina einkasýningu
hélt hann í „Gamla Lundi“ en hann
hafði aðstoðað vin sinn, Jón Gísla-
son, við að endurbyggja húsið. Þá
tók Emil virkan þátt í starfi Nátt-
úrulækningafélagsins á Akureyri.
Þótt Emil væri ókvæntur og
barnlaus má segja að hann hafi átt
tvær fjölskyldur. Á Akureyri var
það fjölskylda Sæbjargar Ísleifs-
dóttur, en sín fyrstu ár þar nyrðra
leigði hann herbergi á heimili henn-
ar en var í fæði hjá frænda sínum
Steini Steinsen, sem þá var bæj-
arstjóri á Akureyri. Synir Sæbjarg-
ar voru þeir Richard og Björn Þór-
ólfssynir. Síðar bjó Emil hjá
Richard og konu hans Ally, og
dætrum þeirra, þeim Önnu Maríu
og Sæbjörgu. Seinna héldu þeir
Emil og Björn heimili með Sæ-
björgu þar til hún lést í hárri elli.
Þá ríkti alltaf mikil tilhlökkun á
heimili foreldra minna er Emil kom
til Reykjavíkur vegna innkaupa eða
um hátíðisdaga en hjá þeim dvaldi
hann ætíð en á milli móður minnar,
Valdísar, og hans voru miklir kær-
leikar. Emil var sannur heimsmað-
ur og ferðaðist mikið erlendis, sér-
staklega á sínum yngri árum. Sótti
hann heim allar helstu stórborgi
Evrópu og Bandaríkjanna og kom
ætíð með gjafir frá framandi slóð-
um til að gleðja ástvini sína. Þá eru
mér minnisstæð sumrin þegar við
fjölskyldan fórum norður og fengu
að gista í Lyngholtinu. Þar var allt-
af tekið höfðinglega á móti okkur.
Ferðuðumst við vítt og breitt um
Norðurlandið og slóst Emil oft í för
með okkur. Emil fluttist til Reykja-
víkur eftir að Björn lést og eyddi
þar ævikvöldinu. Þá fékk hann tíma
til að sinna áhugamáli sínu málara-
listinni af heilum hug en einnig var
hann duglegur að sækja myndlist-
arsýningar. Hann fylgdist vel með
þjóðfélagsumræðunni og var fróður
og víðlesinn. Barnabörn móður
minnar hændust mjög að honum og
oft var farið til hans að skoða fal-
lega steinasafnið, vatnslita og
teikna og þá bauð hann alltaf upp á
ýmiss konar góðgæti.
En nú er komið að leiðarlokum
eftir langan ævidag og vil ég þakka
mínum hjartans vini fyrir allar
ánægjulegar samverustundir og
góðvild sem hann alla tíð sýndi mér
og mínum. Eftir lifa hlýjar minn-
ingar um sannan heiðursmann.
Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl
þú í friði.
Þín frænka,
Adda Björk.
Emil Sigurðsson
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is
Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Yvonne Tix
✝
Elskulegur faðir okkar, bróðir og afi,
LÁRUS INGI KRISTJÁNSSON,
Bleikargróf 13,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
laugardaginn 22. nóvember.
Útför fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
1. desember kl. 15.00.
Eyjólfur Bragi Lárusson,
Kristjana Rós Lárusdóttir,
Hrefna Ösp Lárusdóttir,
Ottó Ingi Lárusson,
Magnús Haukur Kristjánsson,
Hilmar Kristjánsson,
Helga Ragnhildur Kristjánsdóttir,
Inga Lára Kristjánsdóttir
og barnabörn.
✝
Elsku litla yndið okkar,
SVERRIR RAFN EYJÓLFSSON,
Hlíðarhjalla 60,
Kópavogi,
lést mánudaginn 17. nóvember á gjörgæsludeild
Landspítalans við Hringbraut.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn
28. nóvember kl. 13.00.
Eyjólfur Gjafar Sverrisson, Anna Pála Gísladóttir,
Hólmar Örn Eyjólfsson,
Trausti Már Eyjólfsson.
✝
BJARNI KRISTINN ANDRÉSSON
frá Hamri,
til heimilis að Nýbýlavegi 76,
Kópavogi,
andaðist á hjartadeild Landspítalans laugardaginn
22. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn
5. desember kl. 13.00.
Systkini hins látna.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir, tengda-
móðir og amma,
THEODÓRA ÞÓRÐARDÓTTIR,
Kirkjusandi 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
17. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
27. nóvember kl. 13.00.
Þorleifur Kristinn Valdimarsson,
Þórður Þorgeirsson, Helga Dís Hálfdánardóttir,
Daníel Ben Þorgeirsson,
Agnes Linda Þorgeirsdóttir, Matthías Karl Þórisson,
María Kristín Þorleifsdóttir, Sigurður Jóhann Finnsson,
Hafdís Þorleifsdóttir, Haukur Ingi Jónsson,
Esther Ósk Estherardóttir, Guðjón Ingi Hafliðason
og barnabörn.
✝
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og
langamma,
KATRÍN L. HJALTESTED HALL
ljósmóðir,
áður Lindargötu 57,
Reykjavík,
lést á Droplaugarstöðum laugardaginn
22. nóvember.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 1. desember
kl. 15.00.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna eða aðrar
líknarstofnanir.
Frank Pétur Hall, Guðlaug Magnúsdóttir,
Sigurður Lárus Hall, Svala Ólafsdóttir,
Ragnheiður Kristín Hall, Sigurður Rúnar Ragnarsson,
Sigurveig Salvör Hall, Gunnar Þorsteinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.