Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 35
Minningar 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
✝ Svanhildur Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Brunnhól á
Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu 15.
júlí 1935. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans í Kópavogi
19. nóvember síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Lovísa
Jónsdóttir, f. 1.8.
1905, d. 30.10. 2003,
og Stefán Ein-
arsson, f. 14.6 1905,
d. 19.12. 1998. Árið 1945 flyst
Svanhildur með foreldrum sínum
að Höfn. Bróðir hennar er Rafn f.
11.7. 1937, sambýliskona hans er
Guðlaug E. Guðbergsdóttir, f.
18.1. 1937.
1989. Sambýliskona Steins Loga
er Ingibjörg Erna Sveinsdóttir f.
19.5. 1960, hún á þrjú börn. 2)
Kristbjörg f. 19.1. 1963, maki
Magnús Árnason f. 19.11. 1958.
Börn þeirra: Rúnar Már f. 7.8.
1989, Bjarki Freyr f. 14.3. 1997,
Anna Vigdís f. 2.7. 2002. 3) Sig-
urjón f. 9.2. 1964, maki Kristbjörg
Elídóttir f. 26.9. 1962. Synir henn-
ar: Elí Rósinkar f. 7.8. 2001 og
Agnar Bergur 12.12. 2002. 4)
Hrönn f. 23.6. 1965, maki Ásgeir
Þór Eiríksson f. 3.1. 1959. Börn
þeirra: Eiríkur Rúnar f. 3.7. 1993,
Þórhildur Kristín f. 20.8. 1996,
Gunnar Þór f. 15.4. 2002. 5) Stefán
Magnús f. 11.7 1973, maki Alda
Ragna Þorvaldsdóttir f. 3.7. 1971.
Börn þeirra: Þorvaldur Axel f. 8.7.
2000, Kristján Ragnar f. 21.5.
2002, Svanhildur Ylfa f. 21.5. 2002.
Svanhildur stundaði nám í Hús-
mæðraskóla Ísafjarðar 1955-1956.
Mestan hluta starfsævinnar helg-
aði Svanhildur fjölskyldunni og
heimilinu.
Útför Svanhildar fer fram frá
Garðakirkju í dag kl. 13.
Þann 20. október
1962 giftist Svanhild-
ur Guðmundi Rúnari
Magnússyni, f. 5.10.
1936. Foreldrar hans
voru hjónin Kristín
Guðmundsdóttir, f.
22.1. 1907, d. 17.1.
1996, og Magnús Ax-
el Júlíusson, f. 26.6.
1909, d. 19.4. 1999.
Svanhildur og Rúnar
byrjuðu sinn búskap í
Reykjavík en fluttu
fljótlega í Aratún 22
þar sem þau bjuggu
síðan. Þau eignuðust 5 börn. Þau
eru: 1) Steinn Logi f. 23.5. 1961,
fyrri sambýliskona Lára Leifs-
dóttir f. 20.12. 1960. Synir þeirra:
Leifur Birkir f. 5.12. 1985, Hjalti f.
29.1. 1987, Guðni Rúnar f. 9.8.
Elsku mamma, þá ertu farin frá
okkur. Það var sárt að sjá þig fara
þó svo að ég vissi í hvað stefndi. Þú
barðist eins og hetja alveg fram á
það síðasta og þrátt fyrir veikindi
þín varstu stöðugt að koma okkur á
óvart. Þú varst svo sterk og dugleg
í veikindunum eins og þú hefur alla
tíð verið.
Nú þegar þú hefur kvatt okkur
hef ég yndislegar minningar um
þig til að hlýja mér um hjartaræt-
ur. Minningar um yndislega
mömmu, duglega, sterka og já-
kvæða konu. Þú hafðir unun af að
hugsa um okkur systkinin og
pabba, og heimilið sem þú nostraðir
við. Þú hafðir gaman af að elda og
baka og hafðir ekkert fyrir því að
laða fram dýrindis veislur. Þú vildir
hafa marga í kringum þig og naust
þess þegar fjölskyldan stækkaði
með tengdabörnum og ömmubörn-
um, sem þú hafðir mikið dálæti á.
Handavinna var eitt af því sem
þú hafðir gaman af og það var al-
veg sama hvað þú tókst þér fyrir
hendur, hvort sem það var að
sauma út, prjóna eða sauma föt, allt
lék þetta í höndunum á þér. Heim-
ilið ykkar pabba ber þess glöggt
merki hvað þú varst handlagin og
það er svo gaman að sjá öll list-
verkin þín um allt hús. Þú naust
þess að sitja með prjónana þína og
sagðir alltaf að það væri svo af-
slappandi fyrir þig að prjóna. Það
var alltaf gaman að fá handprjón-
aða peysu frá þér og barnabörnin
nutu góðs af því að fá vettlinga og
sokka frá ömmu sinni.
Heimilið ykkar pabba er ekki
eingöngu gætt listaverkum eftir
þig, mamma mín, heldur einnig
miklum gróðri en þú varst einstak-
lega lagin og natin við að koma
plöntum og græðlingum til. Mér er
mjög minnisstætt þegar þið pabbi
fóruð að skipuleggja garðinn ykkar
í Aratúni. Þú varst alltaf mjög vel
að þér um plöntur og vissir alveg
hvernig þú vildir hafa garðinn þinn
og þið pabbi skipulögðuð og teikn-
uðu garðinn í sameiningu. Svo var
hafist handa við að gróðursetja litlu
trjáplönturnar og blómin höfðu sitt
pláss, svo mátti ekki gleyma mat-
jurtagarðinum. Garðurinn þinn hef-
ur alltaf verið mjög glæsilegur
enda varstu dugleg að nostra við
hann og í dag eru trén vaxin upp
fyrir húsið. Ég veit að þína síðustu
daga heima hafðir þú gaman af að
horfa út um svefnherbergisglugg-
ann og sjá öll háu trén í garðinum.
Það var alltaf gaman að setjast
niður með þér og spjalla yfir kaffi-
bolla. Þér fannst mjög gaman að
tala um fólkið þitt og rifja upp
gamlar minningar. Þú naust þess
líka að ferðast um landið og ég bý
að því alla tíð að hafa ferðast um
landið með ykkur pabba. En þið
voruð alltaf dugleg að fara í úti-
legur á hverju sumri með okkur
systkinin. Í júlí sl. fórstu með okk-
ur á ættarmót þar sem þú hittir
frændfólkið þitt að austan. Það var
svo gaman að sjá hvað þú naust
þess að hitta alla og vera með fjöl-
skyldunni þinni, þó svo að kraft-
urinn væri lítill. Mér fannst ómet-
anlegt að sjá hvað þetta gaf þér
mikið, elsku mamma mín.
Nú kveð ég þig, mamma mín,
með þakklæti fyrir allt og allar
góðu minningarnar sem ég mun
varðveita í hjarta mínu. Ég bið góð-
an Guð að styrkja pabba, okkur
systkinin og fjölskyldur og Rafn og
Gullu á þessum erfiðu tímum.
Þín,
Hrönn.
Meira: www.mbl.is/minningar
Elsku tengdamamma. Það er svo
sárt að þurfa að kveðja því ég hefði
kosið fleiri stundir og ár með ykkur
hjónunum saman. En kallið er
komið eftir langa og stranga bar-
áttu við illvígan sjúkdóm. Þá kom
vel í ljós þrautseigjan og krafturinn
sem í þér bjó. Einstök, hæfileikarík
í höndunum, athafnasöm og með
heilum hug gekkst þú í öll verk,
ávallt með dugnaði og hraða á ykk-
ar heimili sem og annars staðar.
Það var alveg sama á hvaða tíma
við fjölskyldan komum í Aratún, þá
mættum við alltaf hlýju og góðu
viðmóti, maður fann vel hvað við
vorum ávallt velkomin og alltaf
varstu reiðubún með mat og kræs-
ingar fyrir okkar eða skelltir í
graut fyrir börnin. Það virtist allt
leika í höndum þér, enginn vand-
ræðagangur þar á ferðinni. Þú
reyndist einstakur vinur barnanna,
varst svo dugleg að sinna þeim og
gefa þeim tíma. Börnin fengu að
vera þátttakendur í því sem þú
varst að sýsla hverju sinni, elda,
taka upp kartöflur og fara í göngu-
túra. Þessir einföldu en nauðsyn-
legu hlutir sem skipta svo miklu
máli því þessar samverustundir
sem þið áttuð með börnunum eru
ómetanlegar og góðar minningar.
Þú reyndist mér einstaklega vel og
ég gat treyst á ykkur þegar á
reyndi sem er mér svo dýrmætt
þar sem fjölskylda mín er búsett
erlendis.
Elsku Rúnar og fjölskylda, ég
bið Guð að gefa ykkur styrk og ljós
í hjarta á þessari erfiðu stundu í lífi
ykkar.
Þín tengdadóttir,
Alda Ragna.
Elsku amma, nú fáum við ekki
lengur graut hjá þér. En kannski
kenndir þú bara afa að gera graut?
Nú verðum við systkinin að vera
dugleg að fara til afa svo hann verði
ekki mikið einn. Við söknum þín
mikið, amma. Þú ert besti vinur
okkar og verður alltaf í hjarta okk-
ar.
Þegar eitthvað bjátar á
allt það segja vini má,
ýta sorgum öllum frá
og aftur gleði sinni ná.
Allir þurfa að eiga vin,
allir þurfa að eiga vin
Leggjum núna hönd í hönd
og hnýtum okkar vinabönd.
Vináttan hún færir frið.
Friður bætir mannkynið.
Öðrum sýnum ást og trú
og eflum vináttuna nú.
(Margrét Ólafsdóttir.)
Með þessu ljóði kveðjum við þig,
elsku besta amma okkar, Guð
geymi þig.
Þorvaldur Axel, Kristján
Ragnar og Svanhildur Ylfa
Stefánsbörn.
Frænka mín Svanhildur Stefáns-
dóttir (Svana) kvaddi 19. þessa
mánaðar eftir erfiða baráttu við ill-
vígan sjúkdóm. Það sýndi hetju-
lund hennar að aðspurð hvernig
hún hefði það var svarið ævinlega:
„Ég hef það ágætt.“ Hún hugsaði
alltaf meira um aðra en sjálfa sig.
Í æsku vorum við leikfélagar þá
tíma sem ég dvaldi á heimili hennar
og við saman hjá ömmu okkar. Í
hennar návist ríkti alltaf gleði enda
var hún tápmikil og tilbúin að taka
þátt í strákaleikjum þegar svo bar
undir. Þegar kom að vinnu var hún
ósérhlífin og forkur duglegur og
tók oft frumkvæði og stjórnaði
verkum.
Svana fékk góðan mann, Guð-
mund Rúnar, og bjuggu þau sér
fyrirmyndarheimili þar sem gott
var að líta inn og spjalla. Svana var
húsmóðir í orðsins fyllstu merk-
ingu. Hún var alltaf til staðar fyrir
börn sín fimm enda fengu þau frá
henni gott veganesti út í lífið. Í
hennar skjóli mátti alltaf finna ör-
yggi og er það sár missir fyrir að-
standendur og ekki síst ömmubörn-
in að njóta hennar ekki lengur.
Þá vil ég minna á hversu vel eig-
inmaðurinn Guðmundur studdi
hana í veikindum hennar þar sem
hann stóð óskiptur við hlið hennar
til hinstu stundar.
Um leið og ég kveð mína kæru
frænku sendi ég eiginmanni, börn-
um, tengdabörnum og barnabörn-
um mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Sigurðsson.
Svanhildur
Stefánsdóttir
Nú er eitt ár síðan
kær nágranni okkar
Sveinbjörn Jóhannsson
lést. Okkur brá okkur
mjög við en hann var
fastur hluti tilveru okk-
ar á þessum stað í Fífu-
hvamminum. Daginn
fyrir lát hans var leið-
indaveður en hann kom samt bílnum
af stað og Ragna Gunnarsdóttir, eig-
inkona hans, og hann fóru í sund eins
og venjulega.
Um 40 ár eru síðan Sveinbjörn og
Ragna keyptu íbúðina í Fífuhvammi
11 af tengdaforeldrum mínum þegar
þau fluttu í næsta hús. Það var oft
haft á orði í fjölskyldunni hversu
traustur Sveinbjörn var í öllum sam-
skiptum, svo dæmi sé tekið skeikaði
aldrei mínútu þegar kom að afborg-
unum af íbúðinni. Síðan fluttum við í
Fífuhvamminn 1985 og var vel tekið
af nágrönnum. Var það ómetanlegt
eftir breytingar við flutning utan af
landi. Við getum ekki látið hjá líða að
minnast á Ástu og Óla sem bjuggu í
húsinu á bak við okkar og eru bæði
látin. Eins og Sveinbjörn voru þau
sérlega hlý og indæl við börnin okkar
fjögur þó að þeim fylgdu oft ærsl og
læti.
Sveinbjörn var mikill fjölskyldu-
maður sem sást best af því hversu
mikið börnin og afkomendur sóttu til
hans og Rögnu auk fjölda annarra
ættingja og vina. Það var fallegt að
sjá til hans í umgengni við börnin stór
og smá enda löðuðust þau að honum.
Þar voru lagðir inn gildir kærleiks-
sjóðir sem þau hjónin hafa uppskorið
ríkulega af með mikilli ræktarsemi
meðal annars af hálfu sonardætr-
anna.
Sveinbjörn var félagslyndur, var
virkur í félagsstarfi aldraðra, Hananú
hópnum, hann söng í kór aldraðra og
ferðaðist mikið með þessum hópum.
Ragna og hann voru ákaflega sam-
rýnd og fóru meðal annars áður fyrr
mikið í bústaðinn við Elliðavatn áður
en byggðin sótti að. Sveinbjörn var
Sveinbjörn Hallgríms-
son Jóhannsson
✝ Sveinbjörn Hall-grímsson Jó-
hannsson fæddist á
Norðfirði 21. júní
1921. Hann lést 26.
nóvember 2007.
alltaf eitthvað að
stússa þegar sást til
hans, klippa runna,
mála grindverkið,
reyta arfa. Samt kom
það fyrir í góðviðrinu
síðasta sumarið hans
að hann fleygði sér í
grasið og flatmagaði
stund og stund í sól-
inni!
Lífið fór hörðum
höndum um Svein-
björn framan af ævi en
hann fæddist á Norð-
firði og átti sína æsku
fyrir austan. Reyndar varð æska hans
afskaplega stutt en kornungur missti
hann móður sína. Við tóku ólýsanlega
erfiðir tímar, hann var sendur til
vandalausra og varð að vinna fyrir sér
hörðum höndum frá 9 ára aldri. Það
var ekkert gefið eftir þó að barn ætti í
hlut. Ég hef grun um að skapgerð
hans hafi mótast mikið af þeirri lífs-
reynslu. Hann beit á jaxlinn, staðráð-
inn í að lifa af og skulda engum neitt.
Honum tókst þetta með hörkudugn-
aði, staðfestu og ósérhlífni. Hann bar
harm sinn í hljóði og gekk hnarreistur
til sinna verka. Þessa reisn hafði hann
yfir sér allt til æviloka.
Við söknum þess enn að sjá ekki til
Sveinbjörns eldsnemma á morgnana,
sama hvernig viðraði eða hversu
dimmt var, hann kom heim í þann
mund að við lögðum af stað í vinnuna.
Þá var notalegt að geta heilsað hon-
um úti við og látið traust og hlýlegt
brosið ylja sér í hráslaganum.
Hann var sannkallaður aðalsmaður
íslenskrar alþýðu. Við kveðjum hann
með virðingu og þökk. Guð blessi
minningu Sveinbjörns Jóhannssonar.
María L. Einarsdóttir
og fjölskylda.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ERLENDUR STEINGRÍMSSON,
Prestbakka 9,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
þriðjudaginn 18. nóvember, verður jarðsunginn frá
Bústaðakirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 13.00.
Guðný Björg Guðmundsdóttir,
Steingrímur Erlendsson,
Ingibjörg Erlendsdóttir, Ómar Ingi Gylfason,
Henrik Erlendsson,
Ásgeir Erlendsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
PÁLÍNA RAGNHILDUR BENEDIKTSDÓTTIR
frá Efra Núpi,
fyrrum húsfreyja á Hrafnagili,
sem lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 20. nóvember,
verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju, föstudaginn
28. nóvember.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast
hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri.
Bergur Hjaltason, Guðrún Júlía Haraldsdóttir,
Þóra Guðrún Hjaltadóttir, Sigurjón Hilmar Jónsson,
Ingibjörg Hjaltadóttir, Þorsteinn Pétursson,
Benedikt Hjaltason, Margrét Baldvina Aradóttir,
Ragnhildur Hjaltadóttir, Alfreð Garðarsson
og fjölskyldur.
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Minningargreinar