Morgunblaðið - 26.11.2008, Síða 38
38 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Nudd
Heilnudd
Vöðvanudd
Slökunarnudd
Kemur blóðflæðinu
af stað og er slakandi
fyrir líkama og sál
S. 551 2042 / 694 1275
Ath. Ekki er um að ræða erótískt nudd
Húsnæði í boði
Til leigu við Elliðavatn
76 fm stórglæsileg glæný íbúð
við Akurhvarf 1, innifalið þvottav.
/þurrkari/uppþottavél, hússjóður,
frábært útsýni, suðursvalir. Leiga
pr. mánuð 110. Upplýsingar á
tölvupósti:. thorao@mbl.is og
s.896 3362.
Kaupmannahöfn -
Tengsl í Danmörku
Valberg býður upp á tímabundið
húsnæði fyrir Íslendinga sem hyggja
á dvöl/starf í Danmörku og ráðgjöf til
þeirra sem huga að búferlaflutningi.
www.danmork.dk
Glæsileg íbúð í Garðabæ
Til leigu glæsileg 142 fm, 3ja- 4ra
herb. ný íbúð með suðursvöoum og
bílgeymslu á besta stað í Garðabæ.
Laus strax. Verð 150 þús. pr. mán.
Uppl. í síma 897 0979/894 4405.
Atvinnuhúsnæði
Skrifstofuaðstaða í Borgartúni
Til leigu skrifstofuaðstaða eða vinnu-
básar. Húsnæðið er nýinnréttað og
glæsilegt, mikil lofthæð og norður-
gluggar. Fundarherb., kaffiaðstaða og
tölvulagnir. Uppl. í 698 5665 eða
gunnarpall@internet.is
Iðnaðarhúsnæði
Til leigu 143 fm iðnaðarhúsnæði á
jarðhæð við Dugguvog/Kænuvog,
104 Rvk, ásamt 150 fm afgirtu
útisvæði. Uppl. í síma 896 9629.
Sumarhús til leigu í Brekkuskógi
Stórglæsilegt sumarhús til leigu í
Brekkuskógi. Heitur pottur og allt
fyrsta flokks. Kynnið ykkur málið á
www.brekkuskogur.com
Falleg og vönduð sumarhús frá
Stoðverk ehf. í Ölfusi.
Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup-
enda, sýningarhús á staðnum. Einnig
til sölu lóðir á Flúðum.
Símar: 660 8732, 660 8730,
892 8661, 483 5009.
stodverk@simnet.is
Námskeið
Námskeið að verðmæti 50 þús.
gefins í dag
Kíktu á www.netvidskipti.is til að fá
kennslu að verðmæti 50 þús. gefins!
Þetta er okkar framlag til íslensku
þjóðarinnar. Njóttu vel!
Frábært, rafrænt námskeið í
netviðskiptum. Notaðu áhugamál
þitt, kunnáttu og sérþekkingu til að
skapa þér góðar og vaxandi tekjur á
netinu. Við kennum þér hvernig!
Skoðaðu málið á
http://www.menntun.com
Til sölu
RAFHLÖÐULJÓS! JÓLATILBOÐ!
Gott úrval af rafhlöðukertum á
jólatilboði! Inni og úti. Hentug í
kransa og á leiði. Ekkert sót, engin
eldhætta! Loga í allt að 100 daga!
Gosbrunnar ehf.- Langholtsvegi 109,
á bakvið. S:517-4232 / 694-4220.
Góð dekk og felgur undir Land
Cruiser og fleiri gerðir- Gott verð
4 stk BF Goodrich
265-75 R 16 All Terrain T/A
jeppadekk ásamt 6 gata 16
tommu LCR álfelgum til sölu.
Upplýsingar í síma 898 3037 eða
tor@vortex.is
Gamall snjósleði, 75 þ., Hjólhýsi 75
þ. Benz vörubíll 200 .þ. Landrover ‘62,
50 þ. 3 móvindóttir stóðhestar, 75 þ.
pr.stk., 150 ára gamlar kistur, 25 og
30 þ. Nall ‘53, 35 þ., Traktorsgröfu-
skólfa, 20 þ., 200 l. frystikista, 8 þ.,o
m.fl. Ræði flest skipti. S. 865-6560.
Evrur til sölu
Nokkuð magn gjaldeyris til sölu.
T.d. Evrur, Usd, Dkk, Gpb o.s.frv
Afhendist hérlendis í seðlum með
stuttum fyrirvara. Uppl. í síma
697-8827,
evrurtilsolu@hushmail.comSumarhús
✝ Einar GrétarÞorsteinsson
fæddist 8. sept-
ember 1932 í Sand-
gerði. Hann lést á
St. Jósefsspítala 18.
nóv. sl.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Pálsson, f. 8.6. 1909,
d. 12.2. 1944, og
Guðrún Benedikts-
dóttir, f. 9.10. 1912,
d. 20.11. 1972. Fóst-
urfaðir hans, seinni
maður Guðrúnar,
var Svavar Víglundsson, f. 28.12.
1902, d. 10.3 1954.
Alsystkini Einars eru: Pálmar f.
8.9. 1934, Steinunn, f. 9.2. 1936,
og Sigurður Benedikt, f. 30.7.
1938, d. 13.1. 1995. Hálfsystkini
hans sammæðra eru: Þorsteinn
Svavarsson, f. 1.7. 1946, Halldór
Svavarsson, f. 6.4. 1948, og Dagný
Svavarsdóttir, f. 14.10. 1949. Eft-
irlifandi eiginkona Einars er Sig-
urbjörg Guðrún Karlsdóttir, f.
6.2. 1935. Börn
þeirra eru: Guðrún
Björg, f. 15.1. 1956,
gift Gunnari Helga
Haukssyni, f. 5.11.
1955. Þau eiga 3
börn. Hera Ósk, f.
13.10. 1959, gift
Ágústi Ingvarssyni,
f. 1.8. 1957. Þau
eiga 2 syni.
Þorsteinn Pálm-
ar, f. 6.11. 1963, á
eina dóttur og 3
barnabörn.
Sonur Einars með
Cecilíu Þórðardóttur, f. 25.8.
1931, d. 27.3. 1990, er Þórður, f.
19.5. 1951, hann á 3 börn. Sonur
Einars með Sigríði Þorbjörgu
Valgeirsdóttur, f. 21.2. 1932, d.
16.10. 1994, er Valgeir Kristján, f.
13.3. 1952, kvæntur Önnu Soffíu
Sverrisdóttur, f. 27.2. 1951. Þau
eiga 5 börn og 5 barnabörn.
Útför Einars Grétars fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju í dag kl.
15.
Elsku pabbi. Í dag fylgjum við þér
í þína hinstu för og þökkum þér í
leiðinni fyrir að hafa átt þig að þessa
stuttu stund. Þótt oft hafi á móti
blásið á lífsleiðinni, þá er það brosið
þitt og glettnin í augum þínum, létt-
leikinn og lífsgleðin sem er mér efst í
huga. Engin hindrun það stór að þú
gætir ekki yfirstaðið hana. Góða
skapið og lífsgleðin til að létta stritið
í lífsins ólgusjó. Berklarnir settu
spor sín á þig strax í æsku og svo
bættist flogaveikin við hjá þér, bara
níu ára strákling. Það var flogaveik-
in sem gerði þér erfitt fyrir í at-
vinnumálum en þú lagðir metnað
þinn í að ala önn fyrir fjölskyldu
þinni og tókst öll þau störf sem þú
gast fengið og báru björg í bú. Í
huga þínum var ekkert starf svo lít-
ilvægt að ekki væri ástæða til að því
væri vel sinnt og enginn einstakling-
ur svo lítilvægur að hann ætti ekki
fulla virðingu skilið. Að vera til stað-
ar, traustur og jákvæður, koma fram
af virðingu við aðra, finna lausnir en
dvelja ekki við það sem miður fer í
lífinu og horfa fram á við er það lífs-
viðhorf sem þú hefur kennt mér.
Áhugi þinn á myndlist smitaði
snemma út frá sér. Krít, kol, olíu- og
vatnslitir, allt efniviður sem þú gerð-
ir tilraunir með og opnuðu mér nýja
heima. Í barnabörnunum lifir þessi
áhugi áfram og verður spennandi að
fylgjast með þeim á listabrautinni í
framtíðinni sem og í öðrum störfum
sem barnabörnin taka sér fyrir
hendur á lífsleiðinni. Strákunum
mínum gafst þú tíma af tíma þínum,
lékst þér við þá og tefldir við þá,
kenndir þeim m.a. mannganginn.
Þeir eiga góðar minningar af tíma
sínum með þér til að verma sér á í
framtíðinni og er ég þakklát fyrir
það.
Ég þakka fyrir að hafa átt þig að,
pabbi. Þú lifir áfram í hjarta mínu og
minningu. Ég veit ég á eftir að sakna
þín, elsku pabbi, en vonandi fer vel
um þig þar sem þú ert núna.
Það kemur vor
eftir vetrarmyrkur
verður aftur ljós
það gróa sár
og úr sárum jarðar
síðar vex upp rós
í gleði og sorg
er hún allra hluta
uppspretta og ós
ég get hlegið og grátið
og þannig er eins og þú veist
tilveran okkar
(Brygman/Joff – Karl Ágúst Úlfs-
son.)
Þín dóttir,
Hera Ósk.
Kæri pabbi og tengdapabbi.
Það er skrítið að þú sért farinn, þú
varst eins og klettur sem stóðst allt.
En þú varst orðinn þreyttur og
þurftir hvíld. Að kynnast þér og
Sigurbjörgu var gull! Alltaf vorum
við velkomin með öll börnin, svo
komu börnin með sín börn og allt-
af sama glettna brosið og hlýhug-
urinn sem yljaði öllum. Við kveðjum
þig með orðunum „við sjáumst síð-
ar“.
Valgeir og Anna.
Elsku afi.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Kveðja.
Hildur Björg, Sverrir
Pálmar, Sigurlaug Ýr,
Einar Rafn og Íris Hrefna.
Við vildum minnast Einars með
nokkrum orðum. En það er svo erfitt
að velja úr minningum um einhvern
sem er farinn frá okkur. Þær eru svo
margar góðar minningarnar sem
tengjast Einari. Hann var alltaf til
staðar, óumbreytanlegur, alltaf glað-
vær og með góða nærveru. Eigum
við að rifja upp jólaboðin á Hamars-
brautinni, sumarferðirnar á Skódan-
um, alla hjálpsemina þegar hann var
boðinn og búinn að hjálpa eða bara
glaðværðarinnar sem alltaf var til
staðar. Hann er væntanlega kominn
á betri stað núna, laus við þjáningar
og streð en það á hann svo sann-
arlega skilið. Blessuð veri minning
þessa trausta fjölskylduvinar öll
okkar ár.
Gréta, Bergur, Regína,
Harpa og Heiðrún.
Í dag kveðjum við Einar í Hafn-
arfjarðarkirkju. Það er alltaf sárt að
kveðja, sárt að kveðja gamlan og
góðan vin, en stundum er þó kveðju-
stundin lausn frá erfiðum sjúkdómi
og þá verður hún sár en um leið
blandin gleði yfir því að nú sé öllum
þjáningum lokið. Einar var fæddur í
Sandgerði 8. september 1932 og
voru foreldrar hans Guðrún Bene-
diktsdóttir og Þorsteinn Pálsson og
bjuggu þau í Sandgerði fyrstu árin
en fóru til Norðfjarðar um 1944 en
eftir að Þorsteinn drukknaði fóru
þau til baka um sinn. Guðrún tók þá
upp sambúð með Svavari Víglunds-
syni og fluttu þau til Norðfjarðar og
bjuggu þau þar til 1949 er þau fluttu
til Hafnarfjarðar og byggðu sér hús
að Hvaleyrarbraut 7 og bjuggu þar
meðan báðum entist líf.
Það var um 1950 sem ég kynntist
Einari þegar hann kom til dvalar á
Reykjalundi, sem þá var í örum vexti
sem dvalar- og endurhæfingarheim-
ili fyrir berklasjúka, Einar var þá
lífsglaður ungur maður og fór stund-
um offari í gleði og gáska þrátt fyrir
að hafa verið berklaveikur og floga-
veikur frá barnsaldri, en afleiðing
berklanna var sú að hann missti
fjóra fingur hægri handar og einn af
vinstri og síðar annað lungað. Floga-
veikin var erfið því að lyf voru fá og
gagnslítil og því voru flogaköstin
hörð og langvarandi og eru mér í
fersku minni viðbrögð fólks við köst-
unum. Flestir urðu hræddir og ráð-
þrota og þorðu jafnvel ekki að um-
gangast Einar vegna þessa.
Á Reykjalundi var margt ungt
fólk, lífsglatt og uppátækjasamt, t.d.
vorum við nokkrir sem stofnuðum
„englaklúbb“ þó ýmsum vistmönn-
um tækist ekki að finna engla í þeim
hópi. Eftir að við fórum frá Reykja-
lundi skildu leiðir um sinn. Þegar ég
fór að venja komur mínar í Hafnar-
fjörð lágu leiðir okkar aftur saman,
en þá var Einar í sambúð og síðar í
hjónabandi með Sigurbjörgu Karls-
dóttur frá Húsavík, öndvegiskonu,
en á heimili þeirra urðum við Unnur,
sem síðar varð kona mín, fastagestir.
Þarna áttum við einlæga vini og hef-
ur sú vinátta haldist í meira en hálfa
öld.
Vegna fötlunar sinnar var Einar
ekki góður til allra verka, en vilji til
vinnu var mikill, þó oft endaði vinnu-
ferill hans þegar menn ráku hann er
hann hafði fengið kast, svona var tíð-
in þá. Af eðlilegum ástæðum hentaði
erfiðisvinna illa en skilningur á slíku
var oft ekki til staðar og er kannske
ekki fallegt að segja frá því að eitt
sinn er Einar var atvinnulaus og
mátti aðeins vinna létta vinnu, þá
fékk hann vinnu hjá bænum, sú létta
vinna var fólgin í því að honum var
fengin tólf punda sleggja og látinn
brjóta upp steingólf með henni! Þó
ber þess að geta að síðar fékk Einar
vinnu á vélaverkstæði áhaldahúss
bæjarins þar sem Sigurjón verk-
stjóri reyndist honum vinur í raun.
Síðustu árin átti Einar við mikla
vanheilsu að stríða og síðustu mán-
uði lífs síns lá hann á St. Jósefsspít-
ala í Hafnarfirði þar sem hann naut
vináttu og góðrar aðhlynningar
starfsfólks. Við hjónin vottum fjöl-
skyldu Einars samúð og þökkum
fyrir allar góðu stundirnar á liðnum
árum.
Unnur og Haukur.
Einar Grétar
Þorsteinsson Bridsdeild FEB
í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl fimmtud. 20.11.
Spilað var á 11 borðum. Með-
alskor 216 stig. Árangur N-S
Júlíus Guðmss. – Rafn Kristjánsson 284
Jóhann Lútherss. – Oddur Jónsson 248
Bragi Björnss. – Albert Þorsteinss. 232
Árangur A-V
Elías Einarss. – 0Höskuldur Jónsson 259
Hilmar Valdimarss. – Óli Gíslason 250
Einar Einarss. – Magnús Jónsson 249
Tvímenningskeppni var spiluð í
Ásgarði, Stangarhyl, mánud. 24.11.
Spilað var á 12 borðum. Með-
alskor 216 stig. Árangur N-S
Björn E. Péturss. - Gísli Hafliðason 273
Ægir Ferdinands. - Oddur Halldórs. 246
Skarphéðinn Lýðs. - Eiríkur Eiríkss. 238
Árangur A-V
Hilmar Valdimarss. - Jón Lárusson 272
Ólafur Kristinsson - Birgir Sigurðss. 264
Elías Einarsson - Höskuldur Jónss. 252
Íslandsmót
í parasveitakeppni
Íslandsmótið í parasveitakeppni
fer fram helgina 29. og 30. nóv-
ember nk. Byrjað verður að spila kl.
11báða dagana. Keppnisgjald er kr.
12.000 á sveit. Núverandi Íslands-
meistarar eru: Hrund Einarsdóttir,
Vilhjálmur Sigurðsson, Dröfn Guð-
mundsdóttir og Ásgeir Ásbjörns-
son. Skráning er í fullum gangi og
er hægt að skrá sig í keppnina á
skrifstofu BSÍ í síma 587-9360, brid-
ge.is eða í tölvupósti bridge@brid-
ge.is
Spilað er í spilasal Bridssam-
bandsins í Síðumúla 37.
Risaskor hjá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 21 nóvember var
spilað á 19 borðum. Gróa og Unnar
Atli náðu mjög góðu skori eða
70.4%.
Úrslit urðu þessi í N/S
Jón Hallgrímss. – Oddur Halldórss. 371
Oddur Jónsson – Magnús Jónsson 368
Jens Karlsson – Örn Einarsson 352
Sæmundur Björnss. – Gísli Víglundss. 350
A/V
Gróa Guðnad. – Unnar Guðmundss. 439
Haukur Guðmundss. – Ólafur Ólafsson 384
Kristín Óskarsdóttir – Gróa Þorgeirsd. 369
Jón Lárusson – Halla Ólafsdóttir 362
Meðalskor var 312.
Þriðjudaginn 18. nóvember var
spilað á 18 borðum.
Úrslit urðu þessi í N/S
Valdimar Elíasson – Oddur Jónsson 364
Magnús Oddss. – Oliver Kristóferss. 362
Oddur Halldórss. – Jón Hallgrímss. 360
Jens Karlsson – Örn Einarsson 345
A/V
Ólafur Ingvarss. – Sigurb. Elentínuss. 411
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 392
Bragi Björnss. – Auðunn Guðmundss. 361
Haukur Guðmss. – Ólafur Ólafsson 353
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar alla útgáfudagana.
Skil | Greinarnar skal senda í gegn-
um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is –
smella á reitinn Senda efni til Morg-
unblaðsins – þá birtist valkosturinn
Minningargreinar ásamt frekari
upplýsingum.
Skilafrestur | Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför
hefur farið fram eða grein berst ekki
innan hins tiltekna skilafrests er
ekki unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar