Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 42
42 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 DANIEL Barenboim stjórnar í fyrsta sinn Metropolitanóperunni í New York á föstudagskvöld, og finnst mörgum undarlegt að hann hafi ekki fyrr verið beðinn að stjórna í þessu virta óperuhúsi. Barenboim stjórnar sýningu á óperunni Tristan og Ísold eftir Wagner en hann hefur margoft áður stjórnað verkinu í öðr- um óperuhúsum, meðal annars í Ísr- ael, þar sem flutningur á verkum Wagners er enn illa liðinn. Barenboim þótti mikið undrabarn á sínum tíma, og hann hefur átt glæstan feril, bæði sem píanóleikari og hljómsveitarstjóri, og hefur hann verið í fremstu röð í hvoru tveggja hlutverkanna. Tvær hendur og fjórar Það má segja að heimsókn Bar- enboims til New Yorks sé meiri hátt- ar áhlaup, því auk þess að debútera í Met, heldur hann einleikstónleika á sviði óperunnar 14. desember. Þar ætlar hann einungis að spila verk eftir Franz Liszt, en fyrsti slagurinn í áhlaupinu voru tónleikar með list- rænum stjórnanda Metropolitan- óperunnar, James Levine, nú á sunnudaginn, þar sem þeir léku fjór- hent á píanó, verk eftir Schubert og Brahms. Barenboim, sem er gyðingur og með ríkisborgararétt bæði í Ísrael og Palestínu, hefur margsinnis kom- ist í fréttir á síðustu árum fyrir ötula baráttu sína á tónlistarsviðinu fyrir friði milli Ísraels og Palestínu- manna. Síðarnefndi ríkisborgarrétt- urinn hlotnaðist honum fyrr á þessu ári sem heiðursgjöf þegar hann hélt tónleika í Ramallah, óopinberri höf- uðborg Palestínumanna eftir að ísr- aelsk yfirvöld höfðu bannað honum að fara til borgarinnar. Barenbo- im í MET Spilar með tveimur höndum og fjórum og debúterar í MET Flinkur Daniel Barenboim. MÁLVERKI eftir franska málarann Matisse, sem nasistar stálu árið 1941, verður á morgun skilað til lög- erfingja fyrrverandi eiganda þess. Verkinu verður skilað með viðhöfn í franska menntamálaráðuneytinu. Það var iðnrekandinn Harry Fuld í París, sem keypti verkið árið 1914, og flutti með sér til Frankfurt, þar sem hann bjó. Málverkið, sem heitir Bleiki veggurinn – Le mur rose, fannst árið 1948 í fórum fyrrverandi stormsveitaforingja, sem kærður var fyrir glæpi gegn mannkyni. Matisse skilað Matisse Bleiki veggurinn. JUST Julian er heiti tónleika sem hefjast í Fríkirkjunni klukkan 20 í kvöld. Á tónleik- unum verða flutt verk eftir Julian Michael Hewlett. Eftir að hann útskrifaðist úr tónsmíðanámi við háskólann í Cantabury flutti Hewlett til Ís- lands. Hann hefur samið fjölda tónverka fyrir hljóðfæri og söngvara. Til að fagna 20 ára búsetu hér á landi stendur hann fyrir þessum tónleikum, þar sem úrval verk- anna hljómar, m.a. sönglagaflokkar, flautusónata, kórverk, og kammerverk fyrir píanó, þverflautu og básúnu. Fjöldi flytjenda kemur fram en Hew- lett leikur á píanó og stjórnar kór. Tónlist Just Julian í Fríkirkjunni Julian Michael Hewlett HIN árvissa för nokkurra rit- höfunda um Austurland verður dagana 27. – 30. nóvember, fimmtudag til sunnudags. Rit- höfundarnir lesa þá úr nýút- komnum verkum sínum. Höfundarnir í rithöfunda- lestinni að þessu sinni eru Æv- ar Örn Jósepsson, Rannveig Þórhallsdóttir, Jón Hallur Stefánsson og Auður Jóns- dóttir. Á fimmtudagskvöld kl. 20 er lesið í Skriðu- klaustri, á föstudaginn kl. 20 í Kaupvangi á Vopnafirði og á laugardaginn kl. 20.30 í Skaftfelli, Seyðisfirði. Að sögn aðstandenda ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á bókavökunum. Bókmenntir Rithöfundar á ferð um Austurland Jón Hallur Stefánsson ÁHRIFAMÁTTUR leikbrúð- unnar verður til umræðu á Kúlukvöldi UNIMA, alþjóð- legra samtaka brúðuleikhús- fólks, sem fer fram í kvöld í Kúlunni í Þjóðleikhúsinu. Hallgrímur Magnússon geð- læknir fjallar um áhrifamátt brúðuleikhússins. Bergljót Inga Kvaran, kennari og með- ferðarráðgjafi hjá BUGL, mun fjalla um hvernig nota má leik- brúður í kennslu og uppeldi barna, sem og í for- varnarstarfi og Hallveig Thorlacius brúðuleikari fjallar um sýningu sem unnin er í samstarfi við samtökin Blátt áfram. Kúlukvöldið hefst kl. 20, ókeypis er inn og allir velkomnir. Leiklist Ræða áhrifamátt leikbrúðunnar Hallveig Thorlacíus Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ er alltaf frábært að koma til Íslands. Það eru um þrjú til fjögur ár síðan ég kom hingað seinast og það er yndislegt að koma til baka og leika,“ segir píanóleikarinn Philip Jenkins sem leikur ásamt Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Sig- urgeiri Agnarssyni sellóleikara á tónleikum í Hafnarborg á sunnudag- inn, 30. nóvember. Jenkins bjó á Íslandi á árunum 1967 til 1972 og kenndi við Tónlistar- skólann á Akureyri auk þess að leika víða. Eftir að hann flutti aftur heim til Englands hefur hann verið fastur gestur á tónleikum hér á landi. „Ég hef komið hingað nokkuð reglulega í gegnum árin. Það var samt óvænt ánægja þegar Guðný bað mig að koma núna. Ég hef ekki leikið með henni í mörg ár.“ Stórt, langt og rómantískt Tónleikarnir í Hafnarborg bera yf- irskriftina Klassík við kertaljós. Efn- isskráin miðast við að veita birtu og yl inn í vitund áheyrenda en á henni verður dúett fyrir fiðlu og selló eftir Joseph Haydn, Sónata í a-moll fyrir fiðlu og píanó eftir Robert Schumann og píanótríó í B-dúr eftir Franz Schubert, sem er jafnframt eitt vin- sælasta kammerverk allra tíma. „Ég hef víst leikið Schumann- verkið einu sinni áður með Guðnýju en það er svo langt síðan að ég mundi ekki eftir því, treysti bara orðum Guðnýjar fyrir því,“ segir Jenkis og bætir við að verkið sé mjög stórt, langt og rómantískt. Gaman að sjá framfarirnar Jenkins kennir nú í London við Guildhall School of Music and Drama. Í tveggja daga æfingarstoppi hér á landi um miðjan nóvember var hann fenginn til að hlusta á nokkra píanónemendur. Hann segir það allt- af vera mikið hrós að fólk vilji fá álit hans. „Það er gaman að sjá þær fram- farir sem hafa orðið á tónlistar- kennslu hér á landi síðustu ár, sér- staklega með tilkomu Listaháskóla Íslands.“ Tónleikarnir á sunnudaginn hefj- ast kl. 20 en þeir eru liður í tónleika- röð Tríós Reykjavíkur og Hafn- arborgar, menningar- og lista- stofnun Hafnarfjarðar. Áskriftar- kort gilda, en einnig verða seldir stakir miðar við innganginn. Klassík við kertaljós  Píanóleikarinn Philip Jenkins leikur í Hafnarborg með Guðnýju Guðmunds- dóttur fiðluleikara á sunnudaginn  Jenkins bjó á Íslandi á árum áður Morgunblaðið/Golli Spila saman Sigurgeir Agnarsson sellóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Philip Jenkins píanóleikari. TRÚNÓ, og þú opinberar þinn innri mann, leið- indi, drauma, langanir og þrár. Þannig verður það í Iðnó í kvöld, þegar allir komast á trúnó með Tómasi R. Einarssyni, hljómsveit hans og gest- unum Ragnheiði Gröndal og Mugison, sem flytja lög Tómasar af nýútkominni plötu: Trúnó. Það sem opinberast í trúnaðinum í kvöld er að sögn Tómasar ástin í öllum sínum myndum, ein- semdin, timburmannaraunir og tilvist guðs. Skáldin sem eiga ljóð á disknum eru; Halldór Lax- ness, Ingibjörg Haraldsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Steinn Steinarr, Sveinbjörn I. Bald- vinsson og Vilborg Dagbjartsdóttir. Sjálfur á Tómas þrjá textanna. Hljómsveit kvöldsins skipa auk Tómasar, Ómar Guðjónsson, Davíð Þór Jóns- son, Matthías MD Hemstock og Óskar Guð- jónsson saxófón. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Það má sennilega líka kalla tangóinn eins konar trúnó – í það minnsta ef tekið er mið af ofurnánd persónanna sem dansinn dansa. Það verður þó fyrst um sinn aðeins spilað á tangótónleikum Astors á Domo í kvöld, þar sem þetta tiltölulega unga tangóband, skipað ofurreyndum tangó- mönnum, leikur marga helstu tangóa argentínska tónskáldsins Astors Piazzollas. Á seinni hluta tónleikanna er hins vegar ætlast til að fólk dragi upp dansskóna, því þá spilar Astor dansvæna tangóa úr ýmsum áttum. Hljómsveitina skipa Kjartan Valdimarsson píanóleikari, Hrafn- kell Orri Egilsson sellóleikari, Kristinn H. Árna- son gítarleikari og Gunnlaugur T. Stefánsson bassaleikari, en sérstakur gestur Astors á tónleik- unum verður franski bandoneonleikarinn Olivier Manoury. Trúnó og dýfa Morgunblaðið/Valdís Thor Tangómenn Hljómsveitin Astor leikur á Domo. Tangó leikinn á Domo og trúnó með Tómasi í Iðnó Það er sunnudags- morgunn í íslensku þjóðlífi, allt á rúi og stúi, lík- in liggja eins og hráviði …47 » Tríó Reykjavíkur var stofnað árið 1988 af Halldóri Haraldssyni píanó- leikara, Guðnýju Guðmundsdóttur fiðluleikara og Gunnari Kvaran sellóleikara. Árið 1996 tók Peter Máté píanóleikari við af Halldóri. Tríóið hefur nú starfað í samvinnu við Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, síðan haustið 1990. Í júní 1999 hlaut Tríó Reykjavíkur viðurkenningu úr minn- ingarsjóði stofnenda Hafnarborgar, Ingibjargar Sigurjónsdóttur og Sverris Magnússonar, fyrir framlag til lista og menningar í Hafnarfirði. Meðlimir tríósins eru allir kenn- arar við tónlistardeild Listaháskóla Íslands og er tríóið nú staðarkamm- erhópur skólans. Tríó Reykjavíkur var útnefnt tón- listarhópur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2007. Tríó Reykjavíkur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.