Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 47

Morgunblaðið - 26.11.2008, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Þar sem ég stóð í Laugardals-höllinni á sunnudagskvöldog hlustaði á Sigur Rós fannst mér sem vængjaþytur sög- unnar bærist um salinn, að ég væri að fylgjast með kaflaskilum í sögu Sigur Rósar og um leið íslenskrar tónlistarsögu og engin leið að spá fyrir um það hvernig næsti kafli myndi hefjast. Ljóst er að hljóm- sveitin er að fara í langt frí og sú Sigur Rós sem birtist okkur að loknu því fríi verður ekki sama hljómsveit og við kvöddum á sunnu- dagskvöld.    Það er sunnudagsmorgunn í ís-lensku þjóðlífi, allt á rúi og stúi, líkin liggja eins og hráviði, sumir enn að sofa úr sér vímuna, varla runnið af öðrum, en þeir sem orðnir eru edrú að farast úr timb- urmönnum og móral. Sigur Rós var einhvern veginn utan við þetta allt, fór sína leið án þess að taka mið af sýndaruppsveiflunni. Hún seldi ekki tónleika til stórfyrirtækja eða auðmanna, spilaði ekki í afmælis- veislum milljónera eða á árshátíð- um úti í löndum, tók ekki þátt í pen- ingaspilinu, var hún eins og utan við dansinn þar sem sveitarmenn létu listina hafa forgang, ráða ferð- inni, og skeyttu lítið um það sem mölur og ryð fá grandað.    Allt frá því ég sá síðskeggjaðansíðhærðan hippalegan strák draga hnéfiðluboga yfir strengi á rafgítar fyrir rúmum áratug og hleypa þannig af stað mótaðri ólg- andi óreiðu fram til þess að maður sér svo þá mögnuðu tilfinninga- maskínu sem hljómsveitin er orðin í dag. Þeir félagar göntuðust með það í spjalli um það leyti sem Ágæt- is byrjun kom út að þeir væru lærð- ir fegurðarsmiðir og hlógu ógur- lega að svo upphafinni nafngift, en svo kom að þeir standa undir því og vel það; ekki bara ein frumlegasta og merkasta hljómsveit landsins undanfarin ár heldur einnig ein sú vinsælasta.    Nú má ekki lesa þetta semminningargrein um Sigur Rós; það er líklegt að hljómsveitin snúi aftur eftir fríið, kannski eftir tvö eða þrjú ár, en við vitum ekki hvernig ný Sigur Rós á eftir að hljóma, vitum ekki annað en að hún verður frábær, en þá á nýjan hátt.    Það má lýsa á lífinu einhvernveginn á þá vegu að fyrri hluta ævinnar ætlar maður sér að verða eitthvað og seinni hlutann reynir maður að átta sig á því hvað maður varð. Svo er það með líf hljóm- sveita: menn hamast af stað með dauðans greddu, til í allt, upp fullir af alvarlegum hugsjónum, en eftir því sem þær sveitir sem eitthvað er spunnið í ná betri tökum á því sem þær vilja segja og gera róast menn, vanda sig meira og átta sig á því að þeir eru ekki að fara að bjarga heiminum með hamagangi.    Þrátt fyrir það að sú Sigur Róssem við þekkjum í dag sé horf- in og komi ekki aftur finnur maður ekki fyrir eftirsjá heldur frekar eft- irvæntingu eftir því nýja; hver end- ir er upphaf. Lærðir fegurðarsmiðir AF LISTUM Árni Matthíasson » Þó að sú Sigur Róssem við þekkjum í dag sé horfin finnur maður ekki fyrir eftirsjá heldur frekar eftirvænt- ingu eftir því nýja. Morgunblaðið/hag Kaflaskil Síðastliðinn sunnudag kvaddi Sigur Rós íslenska áheyrendur í bili – framundan er langt frí. Sími 564 0000 Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á Reykjavík Rotterdam kl. 5:50 - 8 B.i. 14 ára Igor kl. 4 - 6 LEYFÐ Skjaldbakan og Hérinn kl. 3:45 LEYFÐ Lukku Láki kl. 3:45 LEYFÐ STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! 53.000 MANNS Á 18 DÖGUM! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI -TOMMI, KVIKMYNDIR.IS - V.J.V., -TOPP5.IS/FBL - D.Ö.J., KVIKMYNDIR.COM -S.V., MBL - Þ.Þ., DV - Ó.H.T., Rás 2 STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA! ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA! SÝND Í SMÁRABÍÓI Aðeins 500 kr. SÝND Í SMÁRABÍÓI “HROTTALEG MYND EN SPENNANDI, ÓGNVEKJANDI OG ÓVÆNT” - S.V., MBL ar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum! TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI! 53.000 MANNS Á 18 DÖGUM! STÆRSTA OPNUN ÁRSINS! NÆST STÆRSTA OPNUN ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! HÖRKUSPENNANDI MYND UM SPILLTA LÖGREGLUMENN Sýnd kl. 5, 7:45 og 10:15 Sýnd kl. 5, 7:45 og 10:15 Sýnd kl. 8 Sýnd kl. 6 m/ íslensku tali - Ó.H.T., Rás 2 Nick and Norah´s kl. 3:40-5:50-8-10:10 LEYFÐ Quantum of Solace kl. 5:30- 8-10:30 B.i. 12 ára Quantum of Solace kl. 5:30- 8-10:30 LÚXUS Quarantine kl. 10:10 B.i. 16 ára My Best Friend´s Girl kl. 8 - 10:20 B.i. 14 ára 500 kr. 500 kr. 500 kr. -bara lúxus Sími 553 2075 FRUMSÝND Á FÖSTUDAGINN www.laugarasbio.is 500 kr. 500 kr. 500 kr.500 kr. MIÐVIKUDAGUR ER TILBOÐSDAGUR! 500 KR. Á ALLAR MYNDIR Í HÚSINU, ALLAN DAGINN! Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.