Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 26.11.2008, Qupperneq 51
51 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 2008 Klúbbtilboð fyrir áskrifendur NEW YORK þakkargjörðarstemning í Turninum THANKSGIVING 25% afsláttur Aðeins 5.625 kr. á mann Fullt verð á mann er 7.500 kr. NEW YORK þakkargjörðarkvöld- verður í Veisluturninum, fimmtu- daginn 27. nóvember, undir ljúfum tónum Páls Rósinkranz. Forréttir: Grafinn nautavöðvi með valhnetudressingu New York skinka með engifersinnepsgljáa Dádýraterrine með piparrótarkremi Aðalréttur: Heilsteiktur kalkúnn með rjómasoðnum kastaníuhnetum, sultuðum kalkúnalærum og kalkúnafyllingu Moggaklúbburinn Allir skráðir áskrifendur eru félagar í Moggaklúbbnum og njóta þar með tilboða um góð kjör á ýmiss konar afþreyingu; bíómiðum, listviðburðum, bókum og hljómdiskum, auk þess sem dreginn er út glæsilegur ferðavinningur mánaðarlega. mbl.is/moggaklubburinn Meðlæti: Sætar kartöflur, Waldorfsalat, kornbrauð og maíssalat Eftirréttir: Graskersbaka Eplabaka Pecan-hnetubaka með mascarponekremi Borðapantanir síma 575 7500 Gildir fyrir tvo. Afsláttur gildir ekki af drykkjum. Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift eða í síma 569 1122 um rætt mikið um að gera fram- hald af myndinni og stúdíóið er mjög spennt fyrir því, og það er virkilega hvetjandi. Handritshöf- undarnir og leikstjórinn, Michael Patrick King, hafa fullt af sögum sem þarf að vinna úr. Svo núna er- um við að púsla þessu saman.“ Ekki er búist við öðru en að meðleikkonur Parker, Kim Catt- rall, Cynthia Nixon og Kristin Davis, taki þátt í myndinni með henni. Parker segir að ólíklegt sé að persóna hennar Carrie, sem giftist Big í seinustu mynd, eigi börn í þeirri næstu. „Það lítur ekki út fyrir að það sé neitt sem hún velji sér, en ég veit ekki. Það yrði svolítið furðulegt að troða börnum inn í líf hennar því hún virðist á leiðinni í allt aðra og öðruvísi átt.“ SARAH Jessica Parker segir að tökur á næstu Sex and the City- kvikmynd hefjist líklega næsta sumar. Fyrsta Sex and the City myndin, byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum, sló í gegn í bíó- húsum fyrr á þessu ári. Parker segir að þegar sé byrjað að móta hugmyndir um fram- haldið. „Ég held að næsta sumar sé góður tími fyrir tökur, svo myndin komi út 2010. En það þýð- ir að við þurfum að ákveða hvern- ig þetta á að vera á næstu mán- uðum,“ segir Parker um stöðu mála og bætir við að aðalhöf- uðverkurinn nú sé að finna raunsæislegan söguþráð. „Við höf- Framhald af Sex and the City Reuters Glæsilegar Kristin Davis, Sarah Jessica Parker, Cynthia Nixon og Kim Cattrall á frumsýningu Sex And The City: The Movie í maí á þessu ári. ALLT frá fyrstu tónum hrynsveit- arinnar í „Nú eru aðrir tímar“ við ljóð Ingibjargar Haraldsdóttur ríkir ljúfsár unaður í tónlistinni. Þessar bóleró ballöður Tómasar eru æv- intýralega fal- legar, ekki síst „Veglaust haf“ við tíunda ljóð Steins Steinars í „Tíminn og vatn- ið.“ Ragga sýnir frábært næmi í söngnum og Tómas leikur hér einn sinn besta bassasóló – þar sem nema má andblæ frá dönskum beyk- iskóg. Það er dálítið annað upp á teningnum í „Klof vega menn“ við ljóð Kristínar, dóttur tónskáldsins. Ekki dugir að tónsetja slíkt titt- lingaljóð í anda tilfinningatónlistar og er tónlist Tómasar hér kraftmikil án þess að rjúfa sambandið við fyrstu ballöðurnar tvær eða þær sem á eftir fylgja: „Hjarta mitt“ við ljóð Halldórs Laxness, þar sem Ósk- ar blæs ótrúlega þurran tenórsóló þar sem tilfinningin blómstrar í einni stígandi nótu, og „Þú“ við ljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur, sem endar á lágstemmdu píanósólói Dav- íðs Þórs. Það verða kaflaskil með laginu við kvæði Sveinbjörns I. Baldvinssonar „Örljóði langþreytta drykkjumanns- ins“. Lagið er skondin sítekning við örtexta og söngtríóið (Tómas, Davíð og Ómar) ljær lokum þess hallær- isblæ. Er maður kominn í réttirnar? Mugison setur blúsaðan svip á „Náunga mína“ við ljóð Kristínar Svövu. Fínn performans og Davíð trylltur við hammondið – en ein- hvern veginn rímar þetta ekki held- ur við upphafslögin fimm. Bassinn byrjar „Vor“ við ljóð Sveinbjarnar flott og rímar vel við fyrstu lögin fimm. Þá koma „Stolin stef“ sem fyrst mátti heyra á skífunni „Á góð- um degi“ Þessi fallega norræna ball- aða Tómasar fellur því miður flöt til jarðar í dúett þeirra Röggu og Mug- isons. Söngtríóið lýtir enn í „Alls óvænt“. Í „Morgni“ við ljóð tóskáldsins, er þráðurinn tekinn frá „Vetri“. Ragga er á mörkum þess væmna í söng sín- um en sleppur fyrir horn sem jafnan fyrr. Lokalagið „Sumarkvöld við Hvalfjörð“ er við ljóð Ingibjargar einsog upphafslagið og er algjört yndi og sóló Ómars perla í einfald- leika sinum. Þarna einsog alls stað- ar á skífunni er trommusláttur Matthíasar það bjarg sem byggt er á. Næmur, taktviss og fjölbreyttur. Ljúft og sætt á köflum TÓNLIST Geisadiskur Tómas R. Einarsson: Trúnó bbbbn Tómas R. Einarsson, bassa, ásamt Ósk- ari Guðjónssyni, saxófón, Davíð Þór Jóns- syni, píanó og hammond, Ómari Guðjóns- syni, gítar, og Matthíasi M. D. Hemstock, trommur og slagverk. Söngvarar: Ragnheiður Gröndal og Mugison. Blánótt BN 006. Reykjavík 2008. Vernharður Linnet@ Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.