Morgunblaðið - 26.11.2008, Side 52
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
„ÞETTA er mikil viðurkenning og hvatning,“ seg-
ir Margrét Gísladóttir, geðhjúkrunar- og fjöl-
skyldufræðingur, sem ásamt Þórdísi Filippusdótt-
ur, einkaþjálfara og nema í Ráðgjafarskóla
Íslands, og Sólveigu Katrínu Jónsdóttur listmeð-
ferðarfræðingi stendur að baki Prismu, en Prisma
var eitt tíu verkefna sem fyrr í vikunni hlaut hæst-
an atvinnustyrk félagsmálaráðherra til kvenna að
upphæð 2 milljónir króna
Prisma er þverfagleg miðstöð fyrir þá sem
glíma við átröskun en henni var komið á fót fyrir
fjórum árum. Átröskun er alvarlegt sálrænt
vandamál, sem getur valdið heilsutjóni. Átröskun
birtist í mismunandi myndum og er henni skipt í
tvo meginflokka, lystarstol (anorexía) og lotu-
græðgi (bulimía).
Í samtali við Morgunblaðið segja Margrét og
Þórdís styrkinn gera hópnum sem standi að
Prismu nú kleift að þróa starfsemi og þjónustu
Prismu. „Þessi styrkur hjálpar okkur að útfæra
þau verkefni sem framundan eru, s.s. að koma
okkur upp heimasíðu og gefa út bækling um starf-
semina, auk þess sem við höfum fjármagn til þess
að koma okkur upp þeim tækjum og tólum sem til
þarf þegar við flytjum í stærra og hentugra hús-
næði sem verður vonandi með vorinu,“ segir Mar-
grét og tekur fram að einnig standi til að fjölga
starfsfólki og auka þau úrræði sem Prisma býður
upp á. Sem stendur starfa þrjár starfsstéttir á
Prismu en þegar mest var voru stéttirnar fjórar.
Innleiða 12 spora kerfið
„Styrkurinn sem við sóttum um snýst ekki síst
um það að innleiða nýjungar í starfi okkar hér í
Prismu. Framundan er þróunarvinna við að inn-
leiða 12 spora kerfið í vinnuna með átröskunar-
sjúklinga en reynslan sýnir að það kerfi hefur gef-
ist vel í baráttunni við átröskun,“ segir Þórdís.
Bendir hún á að með því að notað 12 spora kerfið,
sem fram að þessu hefur mestmegnis verið notað í
fíkniefna- og áfengismeðferðum með góðum ár-
angri, sé byggt á þeirri hugmyndafræði að átrösk-
un sé fíkn. Bendir Þórdís á að samtökin ABA, sem
stendur fyrir Anorexics and bulimics anonymous,
hafi notað 12 spora kerfið hérlendis.
Viðurkenning og hvatning
Prisma, þverfagleg miðstöð fyrir þá sem glíma við átröskun, fékk 2 millj. kr. styrk
til atvinnusköpunar kvenna Stefnt að opnun heimasíðu og fjölgun starfsmanna
Morgunblaðið/Valdís Thor
Styrkþegar Þórdís og Margrét starfa hjá Prismu.
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 331. DAGUR ÁRSINS 2008
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 250 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
SKOÐANIR»
Staksteinar: Birna gamla og nýja
Forystugreinar: Fjármögnun skulda
Aukum ekki kynbundið ofbeldi
Pistill: Rof milli viðskipta og …
Ljósvaki: Engin gerilsneydd …
UMRÆÐAN»
Hvers vegna bankaleynd?
Má brenna hjá þér?
3!
3!"
&3!
3!
3 "3 3& !
3
4$ +5'$ .
* +
6$
$.$ 3!
&3 3 3& "3&
3&" !3 3"!!
- 71 ' &3&"
3!!
&3 3 3& "3
3&""&
!3 89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'77<D@;
@9<'77<D@;
'E@'77<D@;
'2=''@F<;@7=
G;A;@'7>G?@
'8<
?2<;
6?@6='2*'=>;:;
Heitast 1 °C | Kaldast -10 °C
Norðlæg átt 3-8 m/s
en víða 8-13 m/s síð-
degis. Snjóar á Norð-
urlandi og á Vest-
fjörðum í kvöld. »10
Illmenni sögunnar
eiga það sameig-
inlegt að hafa notið
aðstoðar venjulegs
fólks sem varð að
morðingjum. »48
BÓKMENNTIR »
Bók um
illmenni
KVIKMYNDIR»
Fátt um fína drætti í
Pride and Glory. »46
Árna Matthíassyni
fannst vængjaþytur
sögunnar berast um
Laugardalshöllina á
tónleikum Sigur
Rósar. »47
AF LISTUM»
Vængjaþyt-
ur sögunnar
FÓLK»
Aniston hafnaði bónorði
Mayers. »49
DÓMUR»
Enginn kreppubragur á
viðhafnarútgáfunni. »49
Menning
VEÐUR»
1. Krafa um að viðtali við Geir …
2. Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri
3. Jórunn Brynjólfsdóttir látin
4. Efast um að Davíð eigi við sig
»MEST LESIÐ Á mbl.is
SNORRI Steinn
Guðjónsson,
landsliðsmaður í
handknattleik,
þarf að gangast
undir aðra að-
gerð á hné.
Hann leikur
með GOG í Dan-
mörku og fór í
aðgerð á hné á
vegum félagsins
í september en svo virðist sem sú að-
gerð hafi algjörlega mistekist og nú
bendir allt til að hann fari í aðra að-
gerð hér á landi. | Íþróttir
Þarf í aðra
aðgerð
Snorri Steinn
Guðjónsson
EMILÍANA
Torrini ætlar að
halda tónleika í
Háskólabíói laug-
ardagskvöldið 13.
desember næst-
komandi. Um
nokkur tímamót
er að ræða í ljósi
þess að Emilíana
hefur ekki haldið
tónleika hér á landi í um tvö og hálft
ár, eða frá því í júlí árið 2006. Hún
hefur verið á tónleikaferðalagi um
allan heim að undanförnu, og er til
að mynda nýkomin heim frá Ástr-
alíu. | 44
Emilíana í
Háskólabíói
Emilíana Torrini
„ÉG er þakklát fyrir veru mína hér á landi sl. átta ár,
því það var hér sem ég áttaði mig á því að ég er mann-
eskja. Í dag er ég sterk og sjálfstæð kona,“ sagði Eme-
bet Merkuria, á morgunverðarfundi UNIFEM í gær. Á
fundinum lýsti Emebet, sem er fædd og uppalin í Eþí-
ópíu, reynslu sinni af því að búa í samfélagi þar sem of-
beldi gegn konum er samþykkt sem hluti af samfélags-
gerðinni. „Í Eþíópíu er litið á konur sem annars flokks
þegna og karlmenn hafa bæði rétt og völd til þess að
ráðkast með konur og beita þær ofbeldi,“ sagði Emebet
og tók fram að fyrst á Íslandi hefði hún kynnst jafnrétti
kynjanna af eigin raun. | 12
Kynntist jafnréttinu fyrst á Íslandi
Morgunblaðið/Valdís Thor
Borgarleikhúsinu
Vestrið
eina
Skoðanir
fólksins
’Peningamálastefnan er nú í hönd-um Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ogverða menn að bíða og sjá hverniggengur að koma krónunni á flot. Hinsvegar tapast störf daglega og gjald-
þrotum fjölgar. Gífurleg verðmæti fara
þannig núna daglega til spillis og auka á
almenna reiði sem fyrir er í samfélag-
inu. » 28
MATTHÍAS KJELD
’Ég vil sjá röskan helming Alþingisskipaðan nýjum fulltrúum hóf-semdar, heiðarleika og virðingar fyrirlandinu. Ég vil sjá Sjálfstæðisflokkinnkominn í framsóknarfylgi og Framsókn-
arflokkinn í helftina af því sem eftir er,
þótt lítið sé. Þessi öfl bera öðrum frem-
ur ábyrgð á uppnáminu. » 29
SVERRIR ÓLAFSSON
’Þjóðin er öskureið, og lái henni hversem vill. Fyrir utan skuldabaggasem við erum að binda blessuðum börn-unum okkar, hefur upplýsingastreymi ogsamstarf við stjórnarandstöðuna og al-
menning allan verið skorið svo við nögl
að til háborinnar skammar er. Svo, allt í
einu, er búið að „semja“. » 30
BALDUR ÁGÚSTSSON
’Verðtryggð krónulán eru að étaupp eignastöðu heimilanna í land-inu með ógnarhraða. Fjöldi fólks á eftirað standa uppi eignalaust þegar þess-um hremmingum lýkur. Nýkynntar ráð-
stafanir ríkisstjórnarinnar til verndar
heimilum í landinu breyta þar engu um.
Spáð er hækkandi verðbólgu á næstu
misserum og verðtryggingin mun fylgja
á eftir með gapandi ginið. » 31
SIGURJÓN GUNNARSSON
’Á Íslandi höfum við þau forréttindiað standa nú frammi fyrir því aðgeta skapað okkar eigin framtíð og þaðer það jákvæða við þessa kreppu. Mikiðer rætt og margt skoðað í grunninn.
Spurningin er: hvers konar framtíð vilj-
um við? » 32
PÉTUR GUÐJÓNSSON