Skinfaxi - 01.01.1914, Page 12
12
SKINFAXI.
Á skíðum.
Því miður eru ]iað margir íslendingar,
seni ekkert vita hvað það er, að fara á
skíðum.
Ég er alveg hissa á því, að þetta snjall-
ræði gegn algengustu örðugleikunum sem
snjónum fylgja skuli ekki vera frekar
notað en það er, — eins og það er þó
orðið gamalt.
Að geta á skíðum ílotið á snjónum, eins
og á skipi á sjónum!
Þau eru alveg hliðstæð bát, skiðin, og
þó kannske öllu fremur seglskipi eða jafn-
vel eimskipi.
Báturinn er í nausti á vetrum — skíð-
in á sumrum. Bátnum verður að róa
en ganga á skíðunum. En það er hægt
að sigla þeim, alveg eins og skipi og ná
meiri hraða á þeim en skipunum. En
svo kemur brekka, — þá verða skíðin
eimskips-ígildi og meir en það, þau eyða
engum kolum ! Þau líða áfram með mann,
fyrirhatnarlaust, að eins þarf að stýra
þeim.
Að svona gagnlegt, óbrotið og ódýrt
samgöngufæri skuli ekki vera í hvers
manns eigu eða a. m. k. i eigu hvers
heimilis!
Og þeim fylgir önnur náttúra en þessi,
að hjálpa mönnum til að komast ferða
sinna.
Fátt er betri leikur — hollari iþrótt —
en að fara á skiðum.
Það vita þeir, sem tekið hafa skíðin sín
að morgni í góðu færi og komið heim að
kveldi, eftir að hafa komist langt á skömm-
um tíma. Eða hinir, sem fóru að eins
upp á næstu brekku. Brekkan er að vísu
þung fyrir fótin — það er hún altaf —
en þeim finst það samt borga sig að fara
hana, og þeir gera það oft, hvað eftir
annað.
Ég veit mörg dæmi þess, að bagalegt
hefir verið að menn kunnu ekki á skíð-
um eða að skíðin voru ekki til. Sum
þeirra eru jafnvel af læknum sem sitja
urðu heima, þegar hjálpar
þeirra þurfti. Þeir treystu
sér ekki að „kafa“! Og einn
þeirra hefi ég vitað sóttan
á sleða yfir fjallveg í besta
skíðafæri, en fjórir menn
drógu hlassið.
Þetta er ekki að bjarga
sér eins og best gengur.
En ég hefi líka vitað dreng
um fermingaraldur það fræk-
inn á skiðum, að hann fór
og „stóð“ niður það háa,
þverhnípta brekku, að eldri
bróðir hans þorði ómögulega
að renna sér hana niður
sitjandi á tunnustafaskíðum!
I fyrra vetur mun einna tilkomumest
skíðaför hér á landi hafa verið farin.
Það var þegar þeir L. Möller (norskur
maður), Tryggvi Magnússon og Herluf
Clausen fóru úr Reykjavík upp í Lunda-
reykjadal um Kolviðarhól, Þingvallasveit,
Botnsdal, Hálsasveit og heim aftur, á 5
dögum. — Fóru þeir oft langar dagleiðir,
alt að 62 röstum, þótt dagur væri stuttur.
Enda höfðu þeir segl i förinni og þegar
byrjaði vel, gátu þeir siglt upp brekkur.