Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.01.1914, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.01.1914, Qupperneq 14
u SKINFAXI svo innilega saklausir í aSdáun þess litla heims, sem þeir lifa i, að þeir höfðu ekki vit á að mögla. Og svo hinsvegar stóð alt embættisvaldið að skólanum, að búast mátti við að misfellurnar yrðu varðar í eigin hagsmuna- og sæmdarskyni, þótt bent væri á þær, og þær sannaðar. Biskup sýndi því hér, enn sem fyr, víðsýni meir en gerist og allmikinn kjark og rögg i að hrinda áleiðis góðu máli. Tillögur biskups eru þessar: 1. Skólastjórinn þarf að vera maður á léttasta skeiði, maður með endurbótahug, kjark og dugnað. 2. Skólinn á ekki að vera í Reykja- vik, heldur í sveit. 3. Hann ætti helst að flytjast aftur að Bessastöðum. Kennararnir hafa tekið mjög illa upp tillögur biskups. Er helst svo að sjá, að þeir álíti skólann vera til að veita þeim atvinnu, en ekki vegna Iærisveinanna og þjóðarinnar. En ef svo er háttað hugs- unarhætti þeirra, gæti enn verið sönn ein- hver atriði ur hinni átakanlega sorglegu Jýsingu, sem próf. Guðm. Hannesson gefur í N. Kbl. af anda skólans, þegar hann var þar námssveinn. Hitt og þetta. SamktiudsþÍDg- verður um líkt leyti og leikmótið — um miðjan júní, og hér í Reykjavík. Fjórð- ungsþingin velja fulltrúa á þingið nú í vetur. Ouðm. Hjaltason er nýfarinn í fyrirlestraför um Norður- land að undirlagi Norðlendingafjórðungs. Gerir hann ráð fyrir að verða á Sveins- stöðum i Húnavatnssýslu 3. febrúar og hefja þar fyrirlestrana og halda síðan austur um sýslur, koma við hjá semflest- um Ungmennafélögum, og hætta ekki fyr •en komið er að eða í Þingeyjarsýslur. Ætlar hann sér að hafa lokið þessu af á þrem mánuðum, febrúar mars og apríl. — Mundu fáir menn á hans aldri færast slikt i fang, sjálfa vetrarmánuðina. Misprentast hefir í 10. bl. Skinfaxa bls. 76: Val- týr Níelsson f. Hallgr. Níelsson. 'Ký samþandsfélö?: U. M. F. Skjaídbreið, Meðallandi, U. M. F. Dagsbrún, Miklaholtshreppi Hnappa- dalssýslu og U. M. F. Stafholtstungna. Síðan landlæknir Guðm. Björnsson ritaðigrein- ina um boglist, hefir Jón sagnfræðingur tjáð höf.. að hann hafi bygt kenningu sína um boghald fornmanna á doktorsritgjörð Björns Bjarnarsonar. En dr. B. B. hefir leiðrétt jæssa villu í íslensku útgáfunni af bókinni. Fáninn. Sr. Sigtryggur Guðlaugsson skólastjóri á Núpi skrifar: — — Nú verður að ákveða gerð fán- ans, en ég er að sumú ieyti smeykur við þá ákveðning. — — Eg vil enga breytingu á „bláhvíta fánanum“ nema ef gera mætti dekkri bláa litinn. — — — En neyðist menn, vegna alvarlegra afskifta þeirra, sem líkasta fánagerð hafa áður, til að breyta til, þá virðist mér, að minsta breytingin og oss samboðnust væri sú að setja fálk- ann hvíta i efri bláa reitinn við stöng- ina, og hafa hann þá með lyftum vængjum. Þetta eykur fyrirhöfn í gerð hvers fánadúks, en ég hugsa mér að horn- in yrðu seld af ýmsum stærðum svona lituð“. U. M. F. Aftureldiug- i Lágafellssókn æskir eftir bréfum frá Ungmennafélögum og öðrum kaupendum Skinfaxa. Bréfin séu komin til félagsins fyrir 15. mars þ. á.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.