Skinfaxi - 01.02.1914, Blaðsíða 1
S&vxvjaxx
2. BLAÐ REYKJAVÍK, FEBRÚAR 1914. V. ÁR
Nýi tíminn.
Anderson. Flestir íslendingar munu nú
þegar kannast við Anderson, smásögu eftir
E. H., sem út kom í haust. Söguhetjan
er heimsnúinn Vestur-íslendingur, harö-
snúinn, ráðkænn, veraldarvanur og auðug-
ur. Hann hittir fyrir hér heima, á æsku-
stöðvunum, frænda sinn, roskinn mann,
héraðshöfðingja og búfork. Hann er karl
i krapinu en á forna visu, og stendur
ekki frænda sínum snúning, er Anderson
vill jafna gamlar væringar. Það eru nýi
og gamli tíminn, sem þar eigast við ójafn-
an leik. Hið gamla er dauðadæmt fyrir
hinu nýja og sterka.
Nýl tíminn. Mikill sannleiki er fólginn í
sögu þessari; nýi tíminn er i heiminn kom-
inn. Hann er voldugur og sigursæll og j)ó
varla nema aldar gamall; nú spennir hann
greipar um heim allan og ná klærnar inn
fyrir islensku landssteinana. Hvarvetna
liggur gamli „frændi“ sigraður og uppgef-
inn að fótum hans.
Enginn lýsirþessum risavaxna Anderson
í stuttri grein; til þess er hann of mikil-
fenglegur; hann er heilt tímabil, hann er
alda, sem fer um heim allan, sem lifir í
mörg hundruð ár, og mótar á sína vísu
óteljandi mannlegar verur, sumar til góðs,
sumar til ills, en flestar á báða vegu. Hér
má aðeins greina eitt höfuðeinkenni hans,
en það er, að hann lœtur náttúruöflin
vinna fyrir sig.
Gamli tíminn. Fyrir rúmum mannsaldri
var ólíkt um að litast hór á landi. Þjóð-
in var að heita mátti ein stétt, dreifð um
dali og strendur landsins. Hvert heimili
var heimur fyrir sig, næstum sjálfstæður
og sjálfum sér nógur. Fólkið lifði að
mestu á heimaframleiddum mat, gekk á
heimaunnum fötum, bjó í heimagerðum
bæjum. Lítið var til að selja, og lítið
hægt að kaupa. Breytingar út um lönd
náðu ekki hingað. Þjóðin var engum
viðskiftataugum bundin við önnur lönd.
Þetta var einfalt líf, fátækt en óháð. All-
ir unnu fyrir daglegu brauði; hreifiaflið
var orka mannsins, til hvers sem var.
Mjög svipað þessu var ástandið i suðlæg-
ari löndum, þótt auður væri þar meiri,
og menn skiftir í stéttir eftir því.
Mannsafl og Þannig lifði heimurinn í friði
gufuafl. og ró, þangað til hugvitsmönn-
unum tókst að gera verkvélar, sem unn-
id gátu i staðinn fyrir manninn; þær
vélar eru nú óteljandi, en móðir þeirra er
gufuvélin. Hún var beislið, sem snilli
spekinganna lagði á heljarmagn gufunnar.
Ein slik vél hafði hundrað manna afl.
Hún var fyrirtaks þjónn, þreyttist ekki,
þurfti ekki að sofa, heimtaði ekki kaup,
möglaði ekki og kærði sig ekki um vista-
skifti. Hún var andi lampans, sem gerði
hverskonar stórvirki fyrir eigandann. Hún
ein kemdi, spann og óf meir en alt fólkið
i heilum hrepp. Hún dró vatnið, málm-
inn og Kolin upp úr námunum. Hún þaut
með skipin yfir höfin og vagnana eftir
járnbrautunum. Hún virtist næstum al-
máttug. Dautt náttúruafl kom í stað manns-