Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1914, Side 6

Skinfaxi - 01.02.1914, Side 6
20 SKINFAXI Fyrir hönd skólans get ég sagt með skáldinu: „Gegn um leiki og Ijóð vil eg lífga hjá þjóð hina Ijúfustu trú hina djörfustu von“ o. s. frv. Allstóran gróðrareit hefir skólastj. bygt og rutt hér í nánd við skólann og eiga nemendur þess kost að gróðusetja tré í honum sér til ánægju og reitnum til prýð- is. Reiturinn er !/2 dagslátta að stærð og í honum lifa nú 40—50 reynitré auk nokk- urra furu- og barfellisplantna, og fjölda blómjurta. Hæsta reynitréð er 2,5 stik. „Það grær eitthvað gott kring um þenn- an reit“, sagði merkur maður eitt sinn við mig. Ég vona og óska að það verði sann- mæli. Það er mér og öllum ljóst, að markmið Ungmennaskólanna og Ungmennafélaganna er í rauninni það sama en hvorugt kemst að settu marki án mikillar fyrirhafnar, áreynslu andlegrar og likamlegrar í fjölda myndum, en áreynsla við störf er stefna | í rétta átt skapar gleði, sælu, framfarir, menningu. — Orkunýting er menning, — öll menning er orkunýting í einhverri mynd. Núpi í nóv. lí)13. Bj. Guðmundsson. Guðm. Sigurjónsson íþróttakennari fór í febrúarbyrjun til Ameríku og hygst að dvelja þar fáein ár. Hann biður Skinfaxa að bera Ungmenna- félögum, þeim er hann þekkir, kveðju sína. Bréf til hans má senda Mr. H. Bardal, Winnipeg Man. Erlingur rálssou sundmeistari fór til Lundúna seintíjan. og verður þar fram á vor til að fullkomna sig i sundi og sundkenslu. Hann hafði þá nýverið unnið nýársbikarinn (50 m. á sek.). Filistear. Við íslendingar höfum nú á síðustu ára- tugum eignast dálítinn flokk eða stétt, sem ekki á neitt nafn. Oftast eru þeir nefndir kauphéðnar eða braskarar, en þau nöfn eru of almenn. Sá hópur manna sem hér er átt við, lifir á því að flá meðborgar- ana inn að skirtunni, hafa fé af þeim sem unt er. Þó eru þeir hvorki þjófar né ræningjar. Það eru gamlar stéttir, sem dragast nú meir og meir aftur úr, því að þær eru ekki lengur í samræmi við anda tímans. I stað þeirra koma þessir nýju menn. Þeir læðast ekki inn i hús manna um nætur, né storma þau með ofbeldi til féfanga. Þeir koma um hábjarta daga, prúðir og vel búnir og hegða sér í öllu á vísu vel siðaðra manna, Þeir tefja, þiggja beina, kveðja, fara, og enginn gætiraðfyr en þeir eru farnir, -að þeir hafa haft á brott með sér meir eða minna af eignum þess er þeir gistu; stundum aleiguna og mannorðið með. Engin leið er að veita þeim eftirför fil að ná fengnum úr greip- um þeirra. Allar gerðir þeirra eru lög- legar. List þeirra er í því fólgin að hafa fé af öðrum á löglegan en sið- ferðislega rangan hátt. Flokkur þessi gerist nú svo umsvifa- mikill, að hans verður oft að geta, og má hann því ekki nafnlaus vera. Til bráða- birgðar mætti ef til vill kalla þessa stétt Filistea, uns annað nafn fæst betra. Orð- ið er gamalt í málinu og táknaði þá hér- umbil hið sama og hér er um að ræða. Filisteinn var óvinur hinnar útvöldu þjóð- ar, og hér þeirra manna, sem halda uppi tryggu og siðuðu þjóðfélagi. Hann var fyrrum eftirbátur og er núkynkippingur, sem fylgir lægri og auðvirðilegri lífstefnu en samtíðin. Sigur hans er sigur heimskunn- ar, grimdarinnar og ranglætisins yfir vit- inu siðgæðinu og réttinum. Filistearnir eru orðnir hér að voða, að

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.