Skinfaxi - 01.02.1914, Page 10
24
SKINFAXI
hann breytinguna vera sama og að byggja
háðum fornmálunum út úr skólanum og
landinu, því að latínunámið væri nú svo
lítið, að það væri til engra nota. Það væri
breytingarsýki og nýungagirni, sem kæmi
-okkur til að rífa niður alt sem gamalt
væri, líka j>að sem gott mætti teljast.
Skaðinn við að missa fornmálin væri
ivennskonar. Fyrst væri latínan gagnleg,
öllurn málfræðingum og þeim er stunda
vildu sögu Islands. I öðru lagi væri forn-
-tungnanámið einkarvel fallið til að venja
menn á vísindlega starfsaðferð. Og á lat-
ínu væri öll hin vísindalega niðurskipun
máttúrufræðinnar.
Engin af sönnunum Á. P. er verulega
veigamikil. Að vísu þurfa málfræðingar
-og sagnfræðingar á latínu að haldi við
störf sín. En livað eru þeir menn marg-
ir ? Þeir eru teljandi á fingrum sér hér
á landi. Og ætti að ala upp alla aðra
háskólamenn á latínu-vísu vegna þessara
fáu manna?
I öllum menningarlöndum er deilan um
fornmálin nú á dagskrá, og alstaðar hall-
ar á gamla tímann. Til að skilja þetta
verður að líta til baka. A hverri öld verð-
ur mál hinnar sterkustu þjóðarað hcims-
máli, að sambandsmáli margra aðgreindra
þjóða. Á því máli tala þær saman, skrif-
ast á, og á því máli fræðast þær af meist-
.araverkum bókmentanna. Á dögum Al-
exanders mikla varð grískan heimsmál, og
'hélt þeim veg, uns Rómverjar urðu heims-
drotnar og mál þeirra tók að hafa mest
notagildi fyrir þjóðir þær er lutu þeim,
eða skiftu við þá. Eftir nokkrar aldir féll
Rómaveldi til grunna, en kirkjan hafði vaxið
upp i skjóli þess og notaði latínu sem alls-
herjarmál. Á miðöldunum öllum var
kirkjan eina andlega stórveldið; hún ritaði
og mælti á latínu. Þá voru engar þjóð-
lungur til svo þroskaðar að á þeim væri
ritað, nema ein; það var íslenskan. Og
þá urðu til gullaldarbókmentir okkar, með-
an alt andlegt líf með öðrum þjóðum var
hnept i dauðafjötur latinunnar. Þegar
kom fram um 1500 risu upp skólar og
háskólar — viða óháðir kirkjunni. En
þar sem þjóðtungurnar í Evrópu sunnan-
verðri voru i algerðri órækt, og ekkert á
þeim ritað sem teljandi var, þá neyddust
mentastofnanir þessar til að nota grísku
og latínu, þau tvö mál, sem siðast höfðu
verið heimsmál og, auðugust af bókment-
um. Var nú latina lærð i öllum menta-
skólum; hún var kend og töluð í háskól-
unum; kirkjumenn, vísindamenn, stjórn-
málamenn, þjóðhöfðingjar, kaupmenn og
ferðamenn notuðu nú latínuna fyrir heims-
mál.
Á 17. öld blómgvaðist mjög veldi Frakka
bæði i landvinningum og bókmentum.
Mál þeirra varð auðugt, þroskað og fágað;
það var lært, lesið og talað út um alla
Evrópu. Það varð mál stjórnmálamanna
allra þjóða og hefir verið það síðan. Á
18. og 19. öld myndaðist heimsveldi Eng-
lendinga, hið mesta sem heimurinn bafði
sóð, síðan Rómverja leið. Bókmentir þeirra
og vísindi urðu að sama skapi auðug, svo
að sagnfræðingurinn Macaulay gat sagt
um 1850, að þá væri enskar bókmentir
dýrmætari og ríkari orðnar en alt það sem
ritað hefði verið á grísku og latínu til
samans. Engri hlutdrægni var til að dreifa
í þessum dómi, því að Maeanlay var hinn
mesti fornaldarvinur og alinn upp undir
áhrifum fornmálanna. En enska hefir nú
svo sem kunnugt er orðið sannarlegt heims-
mál, mál það sem viðast er talað og skil-
ið, mál verslunarmanna og ferðamanna,
og hið auðugasta vísindamál.
Síðast komu Þjóðverjar í byrjun 19. ald-
ar og ruddu sér til rúms. Hefir mál þeirra
á öldinni sem leið orðið hið þriðja heims-
mál, samhliða frönsku og ensku. Koma
þessi þrjú mál nú í sama stað þeirri öld
er við lifum á, eins og gríska og latína í
fornöld og miðöldum. Þessi þrjú máleru