Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.02.1914, Side 12

Skinfaxi - 01.02.1914, Side 12
26 SKTNFAXI. laust einn hinn mesti stjórnvitringur, sem nú er uppi, og áhrifamestur af því hann «nýr sér að hinum verulegu meinum ])jóð- ar sinnar og vinnur að sönnum endurbót- um með karlmensku og forsjá. í flestum löndum láta stjórnmálaílokkar og foringj- ar þeirra sér nægja að glima við formið, fást við yfirskinsumbætur, en glamra hátt til kjörfylgis og valda. Er það bæði af því, að til að sjá langt og skýrt í þjóð- málefnum þarf meira vit en sanngjarnt er að heimta af hversdags stjórnmálamönn- um, og þó engu síður hitt að tit að gera miklar og gagngerðar umbætur þarf yfir- burðaaíl, því að ætíð eru fleiri í þeimefn- um sem draga niður en hinir sem lyfta. Á Englandi er misskifting auðsins mesta þjóðarmeinið, því hvað stoðar það j)jóðina þótt hún sé ríkust í heimi, úr því mestur hluti fólksins er bláfátækur. Af hverjum 44 fbúum í landinu eru 2 auðugir, 4 vel efnaðir og 38 fátækir eða allslausir. Lloyd George hefir unnið fyrir þennan síðasttalda flokk sem flestir gleyma, af því að hann hefir með nn’nstu að launa. Hann vann að ellitrygrjingu þeirra sem hrumir voru og þegar tímar líða þarf ekkert gamal- menni að fara á sveit eða verða öðrum til byrði, en lifir á eftirlaunum nægilegum til sæmilegrar framfærslu. Þá vildi hann leggja skatt á hin víðáttumiklu veiði- og heitilönd aðalsins, er sú stétt notar sér eingöngu til skemtunar, þótt miljónum manna sé þrengt saman í óhollum vistar- verum í stórbæjunum, af því að lóðir eru þar of dýrar. Þá risu aðalsmenn upp, en þeir voru einvaldir í efrideild þingsins og, hugðust að verja grimmilega hin fornusér- réttindi. En það varð þeim til hins mesta falls, því að Lloyd George og flokkur hans komu þá með nýtt lagafrumvarp er braut á bak aftur veldi efrideildar. Skyldi hún samkvæmt því aðeins hafa frestandi neit- unarvald, því að það sem neðri deild sam- þykkir tvisvar óbreytt verður að lögum, .hvað sem efri deild segir. Þetta urðu lávarðarnir sjálfir að samþykkja, því að annars hefði yfirráðherrann látið konung gera nógu marga nýja lávarða til að koma frumvarpinu fram í efri deild. Með þessum þýðingarmiklu lögum veitti Lloyd George veldi efrideildar fullkom- ið banahögg. Síðan er það skuggi einn. Því næst bar hann fram hinn mikla trygg- ingar-lagabálk sinn, sem skyldar alla efna- litla verkamenn til að vátryggja sig. Gjalda þeir fáeina aura á viku í iðgjald og hús- bóndinn nokkuð á móti. Safnast þann- ig mikið fé til tryggingar, þegar atvinnu- leysi ber að höndum, veikindi eða slys. Auðmenn og fylgifiskar gerðu mótblástur mikinn gegn lögum þessum, töldu þau binda þjóðinni þann bagga, að hrun og afturför myndi af þeim leiða. En ekki hefir það reynst. Verslun og iðnaður Englands hefir aldrei staðið með meiri blóma en síðan tryggingarlögin gengu í gildi. Hinsvegar hafa þau bjargað þús- undum frá eymd og ótímabærum dauða. Þá hefir Lloyd George drengilega stutt Ira og Wales-menn (landa sína) í barátt- unni fyrir heimastjórn i stjórnmálum og kirkjulegum efnum, þó ekki vej-ði frekar minst á það hér. En í vetur hefir hann komið fram með nýtt stórmæli, ný land- lög. Þau miða að því að dreifa fólkinu um landið, með því að gera einstökum mönnum erfitt eða ókleyft að eiga miklar landeignir. Frumvarp hans nær bæði lil borga og sveita. Hann setur á stofn sér- stakt landráðaneyti. Það hefir umboðs- menn út um allar jarðir. Fyrir þeim og ráðaneytinu geta smælingjarnir borið upp kveinstafi sína, og ber umboðsmönnunum vald til að leggja það á fullan úrskurð. Leiguliðar misbeittir á hvern hátt sem er, eiga þar athvarf. Smátt og smátt á að liða óræktuðu stóreignirnar sundur í hæfi- leg býli, sjálfseignir eða erfðafestulönd, byggja hús fyrir ríkisfé handa fátækling- um sem ekki geta bygt heilnæm hús yfir höfuð sín, og leigja þau sanngjörnu verði,

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.