Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 1

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 1
Sfc\tvjax\ 3. BLAÐ REYKJAVÍK, MARS 1914. V. ÁR Auður og ættjarðarást. Með verkvéluni, vinnuskiftingu og sam- göngnm nútímans myndast meiri auður, en fyr liefir sést í veröldinni. T. d. veita Frakkar árl. 3 miljörðum út á peninga- markaðinn,og erþað sá hluti afágóða jjeirra, sem ekki hefir rúm í landinu. Þar sem skifting auðsins er hlutlaus, safnast stór- auður þessi á fáar hendur, en þorri manna á ekki neitt. Þjóð getur verið stórrík á yfirborðinu, þótt 90 af hundraði af íbúun- um séu öreigar. Er auðvaldið Þetta ástand mun skjótt til blessunar? komast í almætti hér á landi, með framþróun atvinnuveganna. Margir una því vel, af því að vaninn helgar það. Aðrir álíta það þjóðargæfu, að efnin séu misskift, að til séu höfðingjar, sem sýnt geta rausn og verið til fyrir- myndar. Auðmenn þessir eiga að vera forgöngumenn í hverskonar dáðaverkum, sann-nefndar stoðir þjóðfélagsins. ^Eins og síðar mun sýnt í þessu blaði, álíta helstu þjóðmálamenn okkar samdrátt auðsins til heilla fyrir Islendinga. Nákom- inn maður Islandsbanka lýsti yfir í þingræðu í sumar, að betra væri að styðja Miljónafélagið, og láta það síðan veita atvinnu, heldur en lána smáframleiðend- um. Af þessu er sprotlin sú stefna bank- annn, að leggja sem mest í húsaskrokka íjkaupstöðunum, til að hafa skýli yfir ódýra verkamenn á skútur og togara, en ekki í jarð- rækt. Og nú þegar bankarqir eiga í þröng, leggja þeir „sinn síðasta eyri“ 1 togara handa útgerðarmönnum í Reykja- vík, en þverneita um lán til ræktunar. Þó mætti rækta land og byggja skýli fyr- ir 30 fjölskyldur í sveit með einu togara- verði. Og það má sanna með órækum tölum, að jarðrækt gefur meiri hundraðs- arð en togararekstur. En jarðrækt skap- ar jöfnuð en ekki auðvald. Og í augum þeirra, sem álíta auðmennina nauðsynlega, verður rétt að styðja með öllu móti að gengi þeirra. Nú er reyndar öllum ljóst, að fátæktin er ekki þjóðholl. Léleg hús, lítil og ónóg klæði og fæði orsaka kyrking, sjúkdóma og ótímabæran dauða, að þar sem barist er í bökkum með að draga fram lífið, er ekki vænlegt með andlegt sjálfstæði og þroska. Þess vegna þurfa að vera mjög sterkar líkur tyrir, að auðmenn séu vermandi og lífgandi sólir í mannfélaginu til þess að hyggilegt sé að „fórna þúsund lífum fyrir eins manns auð“. fslenskt Á engan hátt verður þessu auðvald fyr máli: gildi auðmannsins fyr- ogr nú. ir ættjörðina, svarað hetur ur en með sögulegum dæmum. Dóniur reynslunnar sker þar best úr. I sögu ís- lands er í þessu efni ekki um auðugan garð að gresja, en þó má helst segja, að hér kenni auðvalds á Sturlungaöldinni og nú fyrir og eftir aldamótin 1900. I fyrra sinn er það hinn gamli goða-aðall, og í síðara skiftið kaupmannastéttin. Um afrek Sturl- ungaaldarhöfðingjanna fer ekki tvennum sögum. Þeim var meira gefið en flestum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.