Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 10
88 SKINFAXI jöfnu veðri ætti ab hafa tjöld, og gætu ])au enst lengi. í þeim mætti hafa veitingar. Aldrei ættu slíkar sanikomur að vera haldn- ar í kaupstöðum, til að dreifa ekki fundar- mönnum og áhugaefnum. Þessi mótættu að vera fyrir hvert hérað, komast á sem fyrst, og ungmennafélögin aðgangast fyrir þeim. Ungmennasamband Borgfirðinga Og fjóröungsskiftin, Jlagana 31. janúar var aðalfundur U. M. S. B. haldinn að Hvanneyri. Margt gerðist á fundinum, sem er þess vert að þess sé getið í Skinfaxa, en tíma- leysi hamlar mér frá að gera það að þessu sinni. Þó vil eg geta um fjórðungsskiftamálið strax, svo menn geti hugsað um það sem best og aðgætt, hvort ekki megi umbæta tillögu þá, er hér var samþykt. Þetta mál er ekki ungt. Það er víst fyrst til orðið austur í Arnessýslu. Aður en sambandslögunum var breytt 1911, vildu mörg félög þar mynda smærri sam- bönd innan U. M. F. í., og þau félaga- sambönd áttu svo að senda fulltrúa á sambandsþing á Þingvöll. Með sambands- lögunum 1911 var þessi hugmynd drepin í bráð. Þegar fyrst kom til umræðu að stofna U. jM. S. B. 2. febr. 11>12, kom þessi hugmynd aftur. Valdimar Bjarnason frá Olvisholti, Páll Zóphoníasson og Bjarni Ásgeirsson mæltu allir með stofnun sam- bandsins, af því að þá mundi verða hægra að minka fjórðunginn og fá fleiri smá- sambönd innan U. M. F. I. Síðan hafa á öllum fundum U. M. S. B. verið um- ræður um málið, og það er ekkert eitt mál, sem hefir verið rætt eins mikið og fjórðungsskiftin, enda margbrýnt fyrir fé- lögunum, hve áríðandi sé að mynda sér f því sjálfstæðar skoðanir. Eg var einn í þeirri nefnd, sem kosin var i málið á síðasta fjórðungsþingi, og okkur Björnstérne kom saman um það, að best væri áður en nefndin færi að starfa, að fá álit allra fjelaga um málið. Til þessa reit eg öllum félögum hér efra og bað þau að ræða niálið vel og vandlega, og taka um það ákvarðanir, sem við gætuni bygt á. Við þessu urðu félögin. Flest hafa þau sent mér tillögur sínar, og fulltrúa til að- alfundar U. M. S. B. kusu þau einungis með hliðsjón til þessa máls. U. M. F. Akraness er ekki i U. M. S. B., en það er eindregið með fjórðungs- skiftunum. U. M. F. Stafholtstungna er ekki heldur i U. M. S. B. enn og engar tillögur hefir það sent mér. Um viija þess er mér því ókunnugt. U. M. F. Haukur, Egill Skallagrímsson, Björn Hitdælakappi, Borgarhrepps, Baula og íslendingur samþyktu með samhljóða atkvæðuin tillögur, sem fóru í þá átt, að skifta fjórðungunum, en Dagrenning, Reyk- dæla og Brúin samþyktu hið gagnstæða. I Dagrenning var mjög lítill atkvæða- munur, enda fáir á fundi; sennilega líka meiri hluti allra félaga þar hlyntur fjórðungaskiftingunni, því á aðalfund U. M. S. B. kusu þeir 2 fulltrúa, eftir að þeir höfðu lýst sig skiftingunni fylgjandi á allfjölmennum fundi innan félags. I Reykdæla eru lika skiftar skoðanir og á aðalfund U. M. S. B. sendu þeir einn fulltrúa af þremur, er var með skifting- unni. I Brúnni eru flestir á móti skiftingunni, en þó eru þar líka nokkrir með henni.. Á fundinum hóf Andrés Eyjólfsson um- ræður, og lagðist hann eindregið á móti skiftingu fjórðunganna. I sama strenginn tóku þeir Jón Hannes- son og Tryggvi Þórhallsson. Aðallega

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.