Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 7
SKINFAXI.
35
mér aflur búið fyrir 1500 kr. en það var
sannvirði þess. Eg befi nú borgað það,
og er í þann veginn að ná aftur þangað
efnalega, sem eg stóð. þegar Reykvíking-
arnir tveir komu að garði mínum“.
Aldrei hefir mér verið ]afn ljóst eins og
þegar eg sat á rúminu móti þessum bónda,
hvað mikið við missum árlega af því sið-
gœði sem einkendi þjóðina á hörmunga-
öldunum. Þessi barnslegi einfeldningur,
sem hver óvalinn svikari gat vafið um
fingur sinn, var nógu styrkur til að taka
og bera karlmannlega afleiðingar gerða
sinna. Hann ámælti ekki filisteunum;
hann virtist gleyma yfirsjón þeirra, en líta
eingöngu á veikleika sinn. Hann sagðist
liafa verið flón, og skaðinn og minkunin
væri ekki meira en liann hefði réttilega
verðskuldað. En það fór hrollur um mig
við að hugsa um þá takmarkalausu eigin-
girni, sem þurfti til að svikja slíkan mann
í trygðum, til að koma sem fornvinur,
sætur eins oghunang en fullur af flærð og
•eitri, til að flá af manninum hverja fjöð-
ur, og skilja hann eftir allslausan i þessu
hálfhrunda greni, til að svifta burtu á
rándýrsklónni öllu þvi sem starfsöm og
heiðarleg fjölskylda hafði samandregið með
margra ára stiiti.
Hvað dvelur?
Hvað dvelur „SMðabókina“ „söng-
bókinau og „sambanclsmerkið11?
Margur spyr, en hver getur svarað, ef
ekki „Skinfaxi“.
Spurninguna vil eg nú skýra lílið eitt.
í Skinfaxa I. árg. i. tbl. — okt. 1909
— er getið um „skíðabók11, er þáverandi
sambandsstjóri (Helgi Valtýsson) sé að
semja og koma niuni út þá seinna um
veturinn. En bók þessi mun óútkomin
enn, og er það ilt. Skiðaskrið* er forn
* Skíðaskrið er forn orð, er vel mætli af'tur í-
lendast. G• Þ.
og fögur íþrótt, sem ekki er síður nauð-
synleg, en hún er skemtileg og holl. Og er
þvi undarlegt, hve lítið hefir verið gert til
eflingar henni. Eru það helst ungmenna-
félögin, síðan þau urðu til, sem hafa nokk-
uð látið hana til sin taka, t. d. ritgerðir
við og við í Skinfaxa o. fl. En „betur
má ef duga skal, svo í þessu sem mörgu
öðru. Ungmennafél. geta mest gagn unn-
ið skíðaiþróttinni með útgáfu ítarlegrar og
alþýðlegrar „skiðabókar. — Hennar er brýn
þörf!
Þá er „söngbókin“■
í sama blaði Skinfaxa (I. 1) er getið
um „söngbókarnefnd", er sambandsþing,
næsta þar á undan, hafi skipað, en nefnd-
in tvístraðist og ekkert gert, og sambands-
stjóri (H. V.) þvi skipað nýja nefnd — i
sept. 1909. — Þessir seinni nefndarmenn
voru: Guðbrandur Magnússon, Jakob 0.
Lárusson og Hallgr. Hallgrímsson (Peist-
ará). Ekki er þar getið um ætlunarverk
nefndarinnar, verður að ráða það af nafn-
inu. En hvað er um nefndina og bók-
ina?
Loks er sambandsmerkið?
Á sambandsþingi 1911, var kosin milli-
þinganefnd, er koma átti með tillögur um
nýtt sambandsmerki, og átti nefndin að
hafa lokið störfum fyrir nýár 1912. (Sbr.
Skinf. II. 7.) Vel getur verið, að hún
hafi gert það. En hvað er um merkið ?
Langt er nú síðan að þetta þrent —
sldða og söngbækurnar og sambandsmerk-
ið-átfi að vera komið í framkvæmd, en
svo er þó ekki enn.
En — hvað dvelur?
17. jan. 1914.
Guðm. Þorláksson.
Helga Vahtýrssyni vanst ekki tími til
að enda ýmislegt, sem hann hafði lofað
þ. a. m. að gera skiðabókina. Samkomu-
lag varð við Halldór Jónasson að keppa
ekki við hann um útgáfu söngbókar. Sam-
bandsmerkismálið er i nefnd milli þinga.