Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 6
34 SKINFAXl. Jóhann Markússon. i. Eg var á ferð um afskekta sveit, all- langt frá höfuðstaðnum, þegar eg kyntist fyrst hermdarverkum þessa filistea. Eg kom að bæ, frægu höfuð-bóli frá söguöldinni, sem nú hafði verið í niðurníðslu og eyði um langa stund. En fyrir nokkrum árum flutti bóndi úr fjarlægri sveit á þessa jörð. Hann var að ljúka við að þekja nýbygt bæjarhús þegar ég kom í hlaðið. Eg var bónda alls ókunnugur en hann tók mér með þeirri einlægu og hlýju gestrisni, sein tíð var fyrrum, og helst enn við í afskekt- um sveitum. Yfir kaffinu barst talið að búskapnum, örðugleikunum við að endur- byggja þær rústir, sem hann hafði komið að, og við að koma jörðinni í rækt. „Þó hefði alt farið vel“ sagði bóndi „ef ég hefði ekki orðið fyrir tveimur óvæntum óhöpp- um, sem hafa kostað mig 2000 kr. En það hvorttveggja var mér mátulegt“. Eg fór að verða forvitinn, og af því bóndi var léttur í máli, sagði hann mér brot úr verslunarsögu sinni. „Þegar eg kom hingað, var kaupmaður- inn í N. þorpi að koma upp kaupfélagi. Verslun hans hafði gengið illa undanfarið svo honum þótti ráð að breyta til. Hann hélt því fund með bændunum í sveitinni, sýndi þeim fram á hve hagkvæmt væri að korna upp kaupfélagi. Hann hefði hús, bryggjur, verslunarsambönd og kunnáttu; hann gæti stýrt versluninni, en þeir skyldu ábyrgjast veltuféð. Bændurnir tóku þessu h'klega, og ábyrgðust alt sem af þeim var krafist. En eftir nokkur ár var verslunin gjaldjirota, stórskuldug og veltuféð „gufað upp“. Var þá gengið að bændunum og urðu þá ílestir bjargálnamenn í þeim sveit- um öreiga, tjónið svo mikið að það bæt- ist varla á áratugum. I þessu hruni misti ég 500 kr. Skömmu eftir þetla bar tvo nienn úr Reykjavík hér að garði. Þeir tóku mig tali utan við bæjarvegg og sátu þar yfir mér um daginn. Þeir töluðu um þessa erfiðu tíma, um hvað þessi sveit væri hörð og afskekt og hvað lítil líkindi væru til að eg gæti nokkurntíma haft hér að eta, þar sem bannsettur kaup- maðurinn hafði leikið mig svona. Þeir báru líf mitt saman við Reykjavíkurlífið, líf húseiganda þar. Þeir gengju með hendur í vösum, þeir dýfðu ekki hendi í kalt vatn, þeir iifðu eins og kongar af að leigja húseignirnar. Annar þessara manna var Jóhann Markússon; eg hafði þekt hann þegar hann var unglingur — og hann var ])á góður drengur. Hann sagðist kenna í brjósti um mig að hjara á þessum útkjálka; hann kvaðst vilja hjálpa mér. Og hann gæti það nú sem stæði; hann ætti stórt hús í Rvík, sem eg gæti lifað á að leigja út. Þetta væri auðvitað skaði fyrir sig, en vegna gamals kunnings- skapar vildi hann gera þetta. Hann gæti tekið búið upp í húsið, ])að sem það hrykki, og svo gæti eg skrifað upp á víxil hjá sér upp í það sem eftir stæði. Allur þessi orðastraumur var eins og deyfandi lækjarniður í eyrum mér. Eg beygði mig fyrir vilja þessara tveggja manna. Eg gerði eins og þeir ráðlögðu, keypti hús í Rvík, sem eg hafði aldrei séð, og lét í staðinn alt bú mitt og nokkuð háan víxil i viðbót. Um kvöldið riðu þeir félagar burtu á bestu hestunum mínum, sem nú voru þeirra eign. Um kveldið, þegar eg var einn orðinn rann af mér drunginn, svo ég sá hvað eg hafði gert. En þá var það um seinan. Kaupmálinn var löglegur. Og þegar eg kom til Rvíkur að líta á nýja húsið mitt, reyndist það að vera ónýtur hjallur, og stóð i bankanum fyrir fullvirði. Eg hafði látið aleigu mína fyrir ekki neitt. Eg reyndi að rjúfa kaupin, en nú var æskuvinurinn fastur fyrir eins og bjarg. Að lokum lét hann þó tilleiðast að selja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.