Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 2
30 SKINFAXI mönnum, og urðu ])ó til mestrar ógœfu þjóð og landi með taumlausi sérdrægni og siðspilliugu. Þeir höfðu uppi flokka til rána, brennuverka og bardaga, og seldu síðan sjálfstæði landsins fyrir vegtyllur og fé- gjafir. Ekki er nein Ieið að kenna smá- bændum um hvernig fór. Þeir voru háð- ir höfðingjunum, þeir voru viljalaust verk- færi í höndum þeirra. Og þeir þáðu eng- ar mútur af Noregskonungi. Höfðingjar landsins eiga þar alla sök; fyrsta auð- mannakynslóðin hér, sem var alvöld yfir fjöldanum, seldi frelsi sitt og þjóðarinnar fyrir lítilfjörlegan stundarhagnað. Eftir 1854 tók að myndast hér kaup- mannastétt, vel efnuð a íslenska vísu, og hefir gengi hennar farið vaxandi. En fremur er Iítið um þjóðþrifaverkin. Hvar eru sjóðirnir, listaverkin og stórbygging- arnar, sem kaupmenn hafa gefið þjóðinni? Hver eru þau stórmál, þjóðinni til heilla, sem þeir hafa barist fyrir? Erfitt mun verða um svarið. Þessi stétt á fáar bjart- ar endurminningar í huga þjóðarinnar. En hún er kunn fyrir harðvítug skifti við landsfólkið, fyrir að hafa verið Þrándur í Götu flestra framfara, fyrir að hafa stutt af alefli danska kúgun í stjórnmálum, sigl- ingum, fjárskiftum og menningu, og fyrir að hafa flokkast í óvinaland okkar til að eyða þar á elliárunum misjafnlega fengn- um fjármunum. Menn munu þakka kaup- mönnum stofnun Eimskipafélagsins, en það er ekki rétt. Þjóðin öll, allar stéttir, aust- an hafs og vestan, hafa þar tekið saman höndum og þar með ýmsir kaupsýslumenn. En flestir efnuðustu kaupmennirnir eru á móti Eimskipafélaginu, og virðast vera reiðubúnir að ráða sig hjá því Sameinaða. Er það til þjóðheilla? Auðvald Nú er að víkja til annara þjóða erleudis. og leita þar að hollri formensku auðmannanna. Mesta böl og mesti blettur á siðmenn- ingu nútímans er hinn gífurlegi herbún- aður og styrjaldirnar. Á friðartímum eru hergjöldin óþolandi byrði og í styrjöldum margfaldast þær álögur, að viðbættri þeirri óumræðilegu hörmung, sem herskapurinn hefir í för með sér. Allir ferðafærir karl- menn eru kallaðir á vigvöllinn og brytjað- ir niður í þúsunda tali. Dauðinn kemur úr öllum áttum, ósýnilegur og óviðráðan- legur: jörðiu, loftið og sjórinn er þrung- ið sprengiefnum og vítisvélum. Að baki heranna hættur öll vinna og fram- leiðsla og hungursneyðin knýr á dyr þeirra, sem heima sitja og harma feður og bræð- ur, menn og syni, er látist hafa á blóð- vellinum. Og í því landinu sem undir verður, bætist svo ofan á grimd og sið- leysi útlendra hermanna, sem fara eins og engisprettur yfir þjóðina. Hverir valda þessum ófögnuði? Ekki fátæklingarnir. Verkamenn í öllum víga- löndum styðja friðarhreifinguna og standa á móti herbúnaði og styrjöldum. Þeir hafa ekkerl að vinna við stríðin. nema að verða fallbyssumatur, eða að drepa saklausa, óþekta menn. Nei, striðin og undirbúningur þeirra er fyrir auðmennina, svo að þeir geti grœtt sem mest. Þessu er svo farið, að iðnaðarkongarnir framleiða æ meir og meir, ekki sizt af bómullardúkum og járnvörum. Um 1900 voru dúkar gerðir í Evrópu fyrir 17 miljarða. Vélarnar verða dýrari og margbrotnari, og mestur gróði er að þeim, ef þær nema aidrei staðar heldur vinna dag og nótt, ár og síð. En þar sem nýjar þjóðir bætast altaf við í iðnaðarsamkepninni, verður framleiðslan meiri en markaðurinn, og getur það leitt til hruns í peningaheimin- um. Þess vegna reyna iðnaðarhöfðingj- arnir að opna ný lönd, bæði til að fá þaðan óunnin efni, einkum járn og bóm- ull, og markað fyrir tilbúinn varning. Þetta leiðir iðnaðarþjóðirnar út í nýlendu- og landvinninga-brask, en það aftur til kepni og styrjalda. Má því segja, að nú snúist heimspólitíkin eftir óskum og þörf- um hinna miklu frandeiðenda, og herbún-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.