Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 12
40 SKINFAXI á einhvern hátt eru sérstaklega tengdir sambandslögunum (t. d. sömdu þau) finna að það er heppilegt að minka fjórð- ungana. Samfélagar, hugsið málið vel, og myndið ykkur stjálfstœða skoðun á því. Munið að heill félagsskapar okkar byggist á því að hvert samband sé ekki stœrra en það, að við getum óskiftir slarfað saman. Hvnnneyri 3. f'ebr, 1914. Páll Zóphoníasson. formaður U. M. S. B. Nýju skólainir ensku, x. Nú tala margir góðir og vitrir menn um það, hvort sanngjarnt sé að heimta af skóiunum að þeir móti menn siðferðislega. Ymsir, og það ekki áhrifalitlir menn, ör- vœnta í þeim efnum. Þeir sjá drykkju- skap haldast við og vera landlægan í ýmsum mericum mentastofuunum, og fvigja mörgum, sem þar dvelja, alla æfi. Þeir sjá unga menn þar verja sig réttmætum skuldakröfum með því að þeir séu ómynd- ugir, og sýna yfirlæti og lítilsvirðingu þeim, er þeir telja lægra setta í mannfélaginu. En livert á barninu að bregða? Skólarn- ir eru settir í bæina, þar sem spilling og kotungslegur uppskafningsskapur liggur mest i landi, þar sem er alls ómögulegt að ráða við, hvert verður umhverfi nem- endanna. Þessi ráðstöfun er iafnfráleit eins og ef læknir gerði holskurð á sjúk- lingi í pestþrungnu sóttkveikjulofti, og leyfði sóttnæminu óhindruða leið að sárinu. I öðru lagi er að jafnaði ekki aðrar kröfur gerðar til kennara, en að þeir haíi sæmilega kunnáttu í þeim námsgreinum, sem þeim er ætlað að kenna. Fer þvi ýmislega um valið að þvi er andlegt heil- brigði snertir. Sumir kennarar eru vel að manni siðferðislega, en aðrir „veikir eins og reyr“, með brotlega æsku, með misjafnar venjur og veiklaðar lífsskoðanir. Við einn skóla, þar sem margir starfs- menn hafa skriflega játað vínguðinum fylgi tala menn hátíðlega um, hvort „hægt sé að móta æskuna“, og þá sennilega einnig i reglusemi eins og í öðrum dygðum. Alt þetta vandamál með mótunina yrði Ijóst og auðskilið, ef athugað væri að all- ir mótast lil ills eða góðs af umhverfinu á æsku og unglingsárunum, og að sið- gæðisskoðanir berast frá manni til manns með eftirlíkingu, alveg eins móðurmálið eða tískan. Þannig fellur hver kynslóðin í skorður vanans, samkvæmt þeim fyrir- myndum, sem hafa umkringt hana á „mót- unar“-aldrinum. Ótalmargir þættir mynda þetta umhveifi, en langsterkast er eftir- dœmi samtíðarmanna. Ef þessvegna á að breyta siðum og lífsskoðunum einhvers flokks manna, er öruggasta ráðið að velja þar til fylgdar eingöngu siðaða menn, sem holt er að iíkjast. 011 gerð nýu skólanna stefna að þessu. Með að vej-a i sveit, útiloka þeir áhrif boi-gaskrílsins. Með heppilegu stai'fsmanna- vali, tryggja þeir sér góðar fyrirmyndir. Með vinnunni skapa þeir skilning og sam- hygð með þeim stéttum, sem mest verða fyrir ranglæti og ósanngjörnum dómum. Með íþróttunum samheldni og félagshyggju. I knattspyrnunni og róðrinum hugsar hver góður keppinautur um heildina, en gleym- ir sjólfum sér og það er siðkensla. Sið- gæðistilfinningin á að vera réttlátur dóm- ari milli einstaklingsins og mannfélagsins. Bóðir málsaðilar sækja á að færa út veldi sitt, en ef öðrum tekst það um of, leiðir af höl beggja. Hæsta takmarkið er að báðir Iifi fullu lífi í fullu samræmi. En þetta er ekki létt verk. Eigingirni í einhverri mynd er öllum mönnum á- sköpuð. Hún kennir þeim að ryðja sér veg áfram yfir hverskonar hindranir — jafnvel yfir keppinautana. Þá er þeim

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.