Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.03.1914, Blaðsíða 9
SKINFAXI 37 En af því maðurinn er fullur áhuga um að kunna sem best grein sína, lætur hann ekki staðar numið og ráðgerir f]órðu utan- för sina til að nema enn betur gerlavís- indin. Yeitti siðasta þing honum 1500 kr. til að dvelja í þessu skyni i Þýskalandi Austurríki og Frakklandi, og mun hann vera i Parísarborg, þegar þetta er ritað. Gisli kemur heim nú með vorinu, og sest að alfarið við rannsóknir sínar hér- Má gera sér miklar vonir um starfhans þvi að maður, sem brýtur sér leið til sig- urs á jafn erfiðri braut og hann, hefir í sér þann eld, sem engin mótstaða getur kæft. Ef við eignumst marga hans h'ka, jafn ein- læga og trúa í víngarðinum, þá mun íslenska þjóðin vinna menningarsigra en Japanar. . engu aiður Héraðamót. Nú er að vakna víða hér á landi tals- verður áhugi um að halda héraða- eða sýslumót árlega til að auka kynningu og velvild manna á meðal. Margt mælir með þessari hugmynd. Héraðamótin geta ver- ið allsherjar gleðihátíð einmitt þegar nátt- úran öll er í blóma og mestri lífsfyllingu. Þau geta jafnað sveitakrit, sem æfinlega staf- ar af ónógri kynningu. Þau geta lyft undir lífvænlegar framfarahugmyndir. Þau geta stutt að eflingu likamlegrar og andlegrar menningar í landinu. Og þau eru ekki dýr. Einn dagur af árinu, hestur til að komast á staðinn, og fáeinir aurar á mann til skreytingar og viðhalds fundarstaðnum. Ekki þarf ann- ars með og svo þess, að hver neyti sinn- ar gáfu, að menn komi með vorið í hug- anum, að söngmenn, skáld, mælskumenn og íþróttamenn neyti afls og afburða til að auka gleðina, tilbreytnina og hátíðabrigðin. Sunnlendingar og Borgfirðingar hafa rið- ið á vaðið og haldið héraðamót við Þjórsár- brú og á [Hvítárbakka. Við Þjórsárbrú hefir verið gerður ræðustóll og sæti fyrir áheyrendur. Það eru grasgróin þrep í brekku, sem veit að ræðustólnum, en á flöt þar á milli er timburpallur fyrir glímur og dans. Hlaupabraut liggur þar kringum svið áhorfenda. Rétt hjá er. bær Olafs læknis Isleifssonar. Eru þar húsakynni mikil og seldar veitingar. Að flestu leyti er þessi staður vel valinn; hann liggur í miðju héraðinu og gott aðkomu. Engall- ar mega það heita, að land er þar ójafnt, ilt að koma við kappreiðum og knatt- spyrnu og ómögulegt að sýna sund eða róður. Langheppilegast er að héraðamót séu háð laust fyrir sláttinn. Þá eru tímamót milli vorauna og heyvinnu. Þá eru hag- ar góðir, hestar búnir að ná sér eftir vet- urinn, og sveitafólki einna hægastaðkom- ast daglangt burt frá heimilinu. Borg- firðingar og Mýramenn höfðu raunar sitt mót um sláttinn i sumar sem leið. En ólíklegt er að svo verði til lengdar. Slátt- urinn er dýrasti tírni ársins, og í óþurka- tíð verður mörgum að vinna á hvíldar- degi, ef þurkur er. Getur þá hæglega svo farið, að góða veðrið eyðileggi fundinn. Vafasamt er hvort rétt sé að hafa hér- aðamót heima við bæ. Af því leiðir á- troðning fyrir bónda, spjöll á túni og engj- um, sem mikið verður að gjalda fyrir, ef eigi á að skaða þann sem fyrir verður. Væri því öllu réttara að velja samkomu- stað ekki við bæ, heldur þar sem náttúru- skilyrði væru góð, svo að skemtanir mættu vera sem fjölbreyttastar. Þarf þá helst að vera valinn staður á sléttum grundum við stöðuvatn eða lygna á. Reisa þyrfti timbur- pall fyrir glímur og söngflokkinn mætti tjalda yfir hann, efrigndi, en hafa þar auðan af- markaðan hringvöll utan við, svo áhorfendur sæu og heyrðu sem best. Nauðsynlegar og sjálfsagðar skemtanir æltu að vera: söng- ur, kvæði, ræður, glímur, hlaup, stökk, köst og knattspyrna. En til skýlis i mis-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.